Morgunblaðið - 15.01.1978, Síða 24

Morgunblaðið - 15.01.1978, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JANUAR 1978 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Bjöm Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 1 700.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90.00 kr. eintakið. Ofgamenn Fylgifiskur þeirrar siðferðilegu upplausn- ar og öngþveitis, sem óða- verðbólgan hefur haft í för með sér, er, að öfgaöfl til vinstri og hægri láta meira að sér kveða en áður. Þetta er ekkert séríslenzkt fyrir- brigði. Upplausnarástand kallar fram öfgar og lýð- skrum á báða bóga. Margar þjóðir t.d. í Evrópu hafa orðið harkalega fyrir barð- inu á slíkum öfgaöflum. Öfgamenn til vinstri hafa lengi verið háværir í okkar samfélagi. Af ýms- um ástæðum náðu komm- únistar fyrir nær fjórum áratugum sterkari fótfestu hér en á öðrum Norður- löndum og hafa valdið ómældu tjóni með öfga- kenndri stefnu og aðgerð- um í íslenzkum þjóðmál- um. En nú er svo komið, að arftakar gömlu kommún- istanna í Alþýðubandalag- inu standa andspænis því, að til vinstri við þá eru starfandi öfgasinnaðir hóp- ar, sem vilja ganga mun lengra i byltingarstarfsemi en Alþýðubandalagið sjálft. Þetta er sama vanda- málið og kommúnistaflokk- ar i öðrum Evrópulöndum eiga við að glíma en einnig þar hafa enn öfgasinnaðri hópar risið upp til vinstri við kommúnistaflokkana. Lítið hefur borið á öfga- öflum til hægri hér frá þvi á árunum fyrir heimsstyrj- öldina síðari er þau létu nokkuð á sér bera eins og víðar í Evrópu. Þessir öfga- menn til hægri náðu aldrei fótfestu hér og raddir þeirra þögnuðu alveg með stríðsátökunum og fram- vindu þeirra. Síðan má segja, að öfgasinnaðar skoðanir til hægri hafi nán- ast ekki heyrzt í þjóðmála- umræðum hér, þó að þær hafi skotið upp kollinum — og m.a. með stofnun harð- línu flokksbrots til hægri eftir 1950, en það bar fram lista í kosningum, án ár- angurs. Síðustu misserin hafa öfgasinnar til hægri orðið hávaðasamir í þjóð- málaumræðum. Þeir boða öfgakenndar skoðanir um þróun þjóðfélags okkar og hagnýta sér þá erfiðleika, sem við höfum átt við að etja hin siðari ár vegna óðaverðbólgunnar. Ef sett væri saman þjóðfélags- mynd í samræmi við þær öfgar, sem þessir menn boða, mundum við sjá fyrir okkur afskræmt þjóðfélag, þar sem lögmál frumskóg- arins réði ríkjum. Miskunm arleysi og ósanngirni í stað umburðarlyndis og vel- vilja. Stéttastríð í stað stéttasamvinnu. Hags- munahópum att fram hverjum gegn öðrum. Alið á tortryggni, grunsemdum, öfund og ótta í stað gagn- kvæms trausts milli fólks, sem byggir sama landið og á sér sameiginlegan upp- runa. Neikvæð afstaða í stað jákvæðrar. Þetta er þjóðfélag öfgamanna, hvort sem er til vinstri eða hægri. Og ástæðan er ein- faldlega sú, að þetta er sá jarðvegur, sem þeir hrær- ast í og hafa einhverja von um að geta þrifizt í. öfgamenn til hægri eða vinstri hafa alla tíð lagt áherzlu á að draga fram og undirstrika allt það versta, sem í manninum býr. Og það vitum við öll, að i hverjum einstaklingi búa bæði góðir eiginleikar og slæmir. Það er undirstaða hamingjuríks lífs hvers einstaklings, að honum tak- ist að laða fram í sjálfum sér og sinum hið jákvæða, hina betri kosti, en draga úr hinum. Með sama hætti er það forsenda farsællar þróunar samfélags manna, að þeim takist að leggja mesta áherzlu á hið já- kvæða en víkja því nei- kvæða til hliðar. Ábyrgir r IMorgunblaðinu i síð- ustu viku var vikið að þvi lýðskrumi, sem nú er haft uppi i opinberum um- ræðum hér. Einn aðili öðr- forystumenn þjóðar leitast við að draga fram hið já- kvæða f fari hennar — en öfgamennirnir ala á þvi neikvæða. Nú láta öfga- menn til hægri og vinstri meira til sín taka en áður. Það bendir til þess, að þeir telji jarðveginn betri en áður fyrir slíka iðju. öfga- kenndar skoðanir boða þeir með lýðskrumi. Þeir boða einfaldar lausnir á flóknum vandamálum. Þeir segjast ætla að fram- kvæma þau kraftaverk, sem dugi til þess að leysa vandamál þjóðarinnar. Slíkir kraftaverkamenn hafa komiö fram á öllum öldum. Sagan kennir okkur hverjar afleiðingarnar hafa orðið, ef fólk hefur látið blekkjast. Við íslend- ingar skulum ekki láta blekkjast af kraftaverka- boðskap öfgamanna og lýðskrumara. Við skulum hafna öfgum, hvort sem þær koma fram til vinstri eða hægri. um fremur hefur tekið þau skrif til sín. Sú staðreynd segir þá sögu, að ekki þarf fleiri orð um að hafa. Lýðskrumarar ( Reykiavíkurbréf Laugardagur 14. janúar, Enn um fjölmiðla í síðasta Reykjavíkurbréfi var að gefnu tilefni fjallað um ís- lenzka fjölmiðla, enda höfðu leið- togar stjórnmálaflokkanna minnzt rækilega á þá, ekki sízt hér í blaðinu. En síðasta sunnu- dag var ekki rúm til þess að minn- ast á, hve góð og heiðarleg blaða- mennska á nú undir högg að sækja bæði hér og erlendis, jafn- vel i höfuðvígi lýðræðisins, Bandaríkjunum. Astæða er til að minna menn á þá staðreynd. í samtali, sem bandaríska skáldið Harvey Sapiro, ritstjóri The New York Times Book Review, átti við Carter Bandaríkjaforseta ein- hvern tímann í sumar sagði for- setinn m.a. þessi eftirtektarverðu orð: ,,Það er undarlegt, að maður skuli geta gengíð í gegnum bar- áttu til fqrsetakjörs og átt sér sérstaka lífsskoðun, látið hana í Ijós í endurteknurn 10—15 mín- útna ræðum og fréttamenn — sem jafnvel hlusta hundrað í einu — skýra aldrei frá henni í fjöl- miðlum. Rammi sjónarmiða.nna verður að fyrirsögnum, en kjarn- inn, þ.e. hver þú sjálfur ert, hvaða lífsskoðanir þú hefur og hverju þú vonast til að geta komið til leiðar, er áldrei fréttaefni. Sp: Það getur verið vegna þess, að þeir hafi sagt frá þessu í frétt- um eftir fyrstu skiptin, sem þú komst þeim á framfæri. C: Nei, það er ekki rétt, þeir hafa aldrei skýrt frá þeim . . . “ Ástandið er nú ekki betra í hinni merku blaðarríennsku Bandaríkjanna, að áliti forsetans, en þetta dæmi sýnir, því miður. Samt vita allir, að blaðamennska er hærra á hrygginn reist í Banda- ríkjunum en nokkurs staðar ann- ars, en við verðum að sjálfsögðu að hafa í huga, að jafnframt því sem þar eru beztu blöðin, þá eru þar einnig verstu sneplarnir. Norðurlönd hafa svo sannarlega ekki farið varhluta af gulu press- unni eins og dæmin sýna og raun- ar má segja, að í sumum norræn- um löndum, eins og t.d. Dan- mörku, séu sorpblöðin útbreidd- ust, og síðdegissorpblöðin brezku, svo að ekki sé nú talað um stærsta blað Þýzkalands, Bild, (enda þótt þar og i Bretlandi séu mörg beztu blöð, sem út eru gefin í Evrópu og viðar) seljast eins og heitar lummur og hafa a.m.k. veruleg áhrif á almenningsálitið, enda þótt þau séu i engu hlutfalli við útbreiðslu þeirra, svo mikið af drasli og ómerkílegum söluvarn- ingi, sem þau hafa upp á að bjóða, en í raun og veru litið af upp- byggilegu, fræðandi efni, sem hefur áhrif á skoðanir þeirra, sem hugsa ærlega hugsun. Dæmið frá Grikklandi En dæmið sem Carter tók frá Bandaríkjunum er því miður ekki einsdæmi, langt frá því. Frá því í sumar er þess t.a.m. að minnast, að Bandaríkjastjórn ákvað að skipa nýjan sendiherra í Grikk- landi, en þá upphófst i vinstri pressunni viðstöðulaus svfvirð- ingarherferð gegn þessum nýja sendiherra og var hún byggð á einhverjum ummælum, sem hann hafði átt að láta falla við banda- ríska þingnefnd, sem kannaðj starfsferil hans og skoðanir, áður en hann yrði skipaður sendiherra Bandaríkjanna hjá Grikkjum. ,,Blaðamaðurinn“, sem sendi fréttina til Grikklands um um- mæli væntanlegs sendiherra, mis- skildi allt, sem hinn síðarnefndi hafði sagt við þingnefndina, ann- að hvort viljandi eða óviljandi, og sendi ný heimatilbúin ummæli til Grikklands eins og heilagan sann- leika. Grísku vinstri blöðin hentu þennan „sannleika“ á loft og mök- uðu væntanlegum sendiherra upp úr ummælum, sem hann hafði aldrei látið falla. Móðursýkin var svo mikil, að hægri blöðin fóru að taka þátt f þessum hráskinnsleik og mátti raunar ekki á milli sjá undir lokin, hverjir gengu lengst fram f því að eyðileggja mannorð og starfsferil þessa bandaríska diplómats. Ástæðan til þessa alls var sú, að sambandið milli Grikklands og Tyrklands var á viðkvæmasta stigi og grísku blöðin héldu þvi fram, að hinn væntanlegi sendi- herra Bandaríkjanna í landi þeirra hefði lýst yfir samúð með málstað Tyrkja, enda þótt engar heimildir væru fyrir því að mað- urinn hefði látið nein orð falla í þá átt. Hann lýsti yfir því, að hann hefði óskað eftir að koma á framfæri leiðréttingu við lesend- ur grískra dagblaða, en hvernig sem hann reyndi kom hann aldrei neinni leiðréttingu inn í neitt grísku blaðanna. Þannig stóðu málin, þegar bréfritari hætti að fylgjast með þessu athyglisverða dæmi um vonda, og raunverulega forkastanlega blaðamennsku. Þeir, sem áttu upptökin að lygun- um, þóttust hafa himin höndum tekið, enda kváðust þeir hafa átt „rannsóknablaðamann“ í Washington, sem fylgdist með öllu þvi, sem þar fór fram — en þó kom í ljós, að hann var betur að sér í því, sem þar fór ekki fram(!). Ástæðan til þess, að ekkert grísku blaðanna þorði að taka leiðréttingu hins væntanlega sendiherra Bandarikjanna i Grikklandi til birtingar, var sú að því er margoft kom fram, að al- menningsálitið var orðið honum svo andsnúið, að hvert það blað, sem reynt hefði að túlka málstað hans og þau sjónarmið, sem tiann hafði sett fram í raun og veru hefði verið dauðadæmt og áhrif þess engin, ef það hefði leyft sannleikanum að koma í ljós. Því miður þurfum við ekki að fara út fyrir landsteinana til að sjá dæmi svipuð því sem hér hef- ur verið gert að umtalsefni. Hug- urinn hvarflar jafnvel að því sem Sören Kirkegaard sagði um blöð- in í Danmörku á 19. öld: að þau væru hættulegri en ofnotkun áfengis(!) Þannig var nú komið fyrir þeim þá — og ekki eru þau barnanna bezt nú um stundir. Sum dönsk blöð eru raunar eins og öskuhaugar. Þessi Saga er sögð hér í fram- haldi af síðasta Reykjavíkurbréfi, ef hún mætti verða til þess, að einhver staldraði við og íhugaði stöðu íslenzkrar blaðamennsku með tilliti til þessa gríska hrá- skinnsleiks; og ekki síður I von um að íslenzkir blaðalesendur gerðu meiri kröfur til þess að fá sannar fréttir, byggðar á raun- verulegum heimildum, heldur en æsifréttir, sem kitla forvitnina og fullnægja andlegum fýsnum manna eins og lygisögurnar í Fornaldarsögum Norðurlanda á sinum tíma. Nú um stundir gegn- ir gula pressan sama hlutverki og þessi afþreyingarskáldskapur 14. aidar á íslandi, enda þó'tt listræn tök og fagurfræðileg afstaða sé með dálítið öðrum hætti í gulu pressunni nú en þessum skemmti- legu lygisögum forfeðra okkar (!) Síður en svo ástæðulausar áhyggjur Það er til marks um þær áhyggjur, sem forystumenn þjóð- arinnar hafa af því, sem fram fer í menningar- og fjölmiðlamálum hér á landi, að formenn beggja stærstu stjórnmálaflokkanna, Geir Hallgrimsson forsætisráð- herra og Ólafur Jóhannesson dómsmálaráðherra, töldu ástæðu til að minnast á mötun eða inn- rætingu í boðskap sinum — og var það áreiðanlega engin tilvilj- un. Forsætisráðherra drap á þetta I áramótaávarpi sínu, en dóms- málaráðherra í áramótagrein sinni I Tímanum. Geir Hallgrimsson sagði m.a.: „Við lifum í opnu og frjálsu þjóð- félagi, þar sem áhrif og fréttir berast einstaklingnum í sífellu, án þess að hann hafi ráðrúm til íhugunar og ályktunar sem skyldi. Fjölmiðlar leggja ósjálf- rátt áherzlu á neikvæðu hliðarn- ar, góð heilsa er ekki fréttaefni, en slys og sjúkleiki, hvort heldur andlegur, efnalegur eða likamleg- ur, er það aftur á móti. Uppeldi ungu kynslóðarinnar færist í vax- andi mæli úr höndum foreldra til stofnana. Þeim mun brýnna er að huga að hvert stefnir i mennta- málum og öðru uppeldisstarfi. Aherzlu ber að leggja á nð þroska getu einstaklingsins til að draga sjálfstæðar á!yktanir,og axla eig- in ábyrgð." Áramótagrein Ólafs Jóhannes- sonar var ekki siður athyglisverð og ástæða til að vitna hér í Reykja- víkurbréfi í það, sem hann sagði um svipað efni og Geir Hallgnmsson drap á í áramótahugleiðingu sinni og fyrr er vitnað til. Menn ættu að ihuga orð formanns Framsóknar- flokksins, sem hefur langa reynslu af kennslu i mikilvægu prófessorsstarfi og hefur raunar marga fjöruna sopið i lífi sinu og pólitiskri baráttu. Ólafur Jóhann- esson komst m.a. svo að orði:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.