Morgunblaðið - 15.01.1978, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JANUAR 1978
27
BR.nc
TBEBr-
Hcstóíl
Hestöfl er nafn á sér-
stöku afli eða styrk.
Skýringin virðist
dálítið flókin: Eitt
hestafl • er sú orka,
sem þarf til að lyfta
75 kg um 1 metra á
einni sekúndu. t upp-
hafi var með hestafli
átt við hvað góður
hestur hafði þrek til
að gera, en síðar fóru
menn að nota þetta
hugtak um bíla.
Vinnan, sem bíllinn
leggur af mörkum er
aksturir .
Þrant
I þessu raðspili áttu
ekki að klippa út
reitina, heldur áttu
að reyna að finna,
hversu margir reitir
eru eins og sá, sem
hann heldur á í
hendinni — Hvað
heldurðu?
Z lusnBT
2. Þegar Jesús varð tólf ára fór hann í ferðalag með þeim.
Þau fóru til Jerúsalem-borgar.
'O
' 11
5. Þau fundu hann þá í einni kirkjunni.
Hann sat þar meðal fólksins.
Hann hlustaði og spurði og spjallaði við það.
6.
Við vitum
ekki mikið
um æsku
Jesú.
Kannski
var hann
líkur þér á
margan
hátt.
Við getum
að minnsta
kosti
hugsað
okkur það.
K.R.Þ. teiknaði
Ævintýri svörtu rottunnar
SEINT á degi lagðist stóra gufuskip-
ið upp að bryggjunni. Ferðalangarnir
á skipinu voru margir, og meðal
þeirra var svört rotta. Hún hafði
álpast út i skipið langt austur i lönd-
um. þó að henni likaði engan veginn
að ferðast á sjó. Seint um kvöldið
skaust hún i land.
Þetta var reglulega snotur rotta
— i augum þeirra, sem geðjast að
rottum. Hún var i þétthærðum,
svörtum loðfeldi, augun voru stór og
rófan hárlaus og fjarskalega löng. í
einu vetfangi hvarf rottan inn i vöru-
hlaða. sem stóð á hafnarbakkanum.
Hér leist henni vel á sig, best að
eiga hér heima fyrst um sinn. Þetta
var Ijómandi felustaður skammt frá
mannabústöðum. Héðan gat hún
sem best skroppið i smávegis heim-
sóknir, ef hana langaði til. Nú vildi
hún gjarnan fá sér eitthvað gott að
borða. þvi að fæðið hafði verið
óvenju rýrt á ferðalaginu. Hún hafði
orðið að gera sér að góðu hið léleg-
asta rusl og var þvi orðin mjög mög-
ur. Gott væri bragðið af litlum kjúkl-
ingi núna. og auk þess væri gaman
að hremma hann og draga hann burt
með sér rétt fyrir framan gogginn á
gömlu stóru hænunni. Það væri
skemmtileg veiðiferð. Rottan hnipr-
aði sig seman undir vöruhlaðanum.
Hún var svo glöð að vera komin á
þurrt land.
Allt i e:*>u varð hún vör við stóra
grá-brú»£ rottu. sem stóð rétt fyrir
framan h *na og hvessti á hana illúð-
leg augun.
„Hver crt þú?" spurði svarta rott-
an. Henni fannst auðvitað, að hún
hefði mestan réttin á vöruhlaðanum,
þar sem liún kom þangað fyrst.
„Þetta var skritin spuming",
sagði sú brúna. „Þú ættir nú eigin-
lega að vita, hver ég er. Ég er brúna
rottan eða flökkurottan. og við
flökkurottumar fyrirlitum svona
rusluaralýð eins og ykkur. þetta
svarta dót. Varaðu þig. kelli min. á
að þvaðra of mikið. annars beiti ég
tönnunum. Við brúnu rotturnar erum
af tignum ættum og höfum ferðast
viða. Sumar okkar voru svo finar
með sig að koma hingað á skipi.
Aðrar komu fótgangandi og syntu
yfir sjálfa Volgu. Við hræðumst ekki
vatnið þarna austur i Asiu. þaðan
sem við erum ættaðar. Við bjuggum
upphaflega við árnar þar. Við gátum
synt og kafað svo vel. að aðrir léku
það ekki eftir okkur. Slik ævi líður
manni seint úr minni".
„Vatn!" sagði svarta rottan. „Ú-
hú! Ég er hrædd við vatn".
„T:ktu ekki fram i fyrir mér".
hvæsti flökkurottan. ., Hlustaðu á
mig. Þegar við komum fyrst hingað
til Evrópu, úði hér og grúði af svört-
um rottum, einmitt svona dóti á borð
við þig. Þá lá við. að við kæmumst
hvergi fyrir. En við vorum bæði
stærri en þið og fleiri. Þess vegna
fórum við i strið við ykkur og hætt-
um ekki fyrr en engin ykkar var eftir.
En öðru hverju kemur svona svert-
ingi eins og þú siglandi hingað. Við
höfum samþykkt i félaginu okkar, að
hver slikur svertingi, sem gerir sig
merkilegan. skuli verða drepinn. Og
ég get ekki betur séð en að þú sért
full af gorgeir". Brúna rottan ætlaði
umsvifalaust að ráðast á þá svörtu.
En sú svarta var þá þegar rokin af
stað. Hún hljóp burt. sem fætur tog-
uðu. og linnti ekki á sprettinum. fyrr
en hún hélt sig hafa fundið kyrrlátan
stað. Sko. þarna var snoturt litið
hús. Þaðan lagði góðan ilm. Inni i
litla húsinu lá fleskbiti. Það væri
ekki ónýtt að fá að smakka flesk
núna eftir sultinn og ófriðinn. Hún
snuðraði gætilega kring um húsið.
En i sama bili heyrðist grunsamlegur
hvellur. Rottan hoppaði upp af skelf-
ingu. en gildran hafði þegar skollið
aftur og utan um rófubrodd hennar
og klippt hann af. Vesalings rottan
varð alveg ær af sársauka og skelf-
ing'j Hún hljóp allt hvað af tók niður
að skipinu. sem hún hafði komið
með, og þaðan fór hún ekki alla sina
ævi upp frá þvi.
(Þýtt úr dönsku)