Morgunblaðið - 15.01.1978, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 15.01.1978, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JANUAR 1978 35 Gluggað í heimildarrit um framleiðslumöguleika meðalfjárfestingakostnaður er 17,9 millj. króna á starfsmann. Með samanburði þessum má gera greinarmun á nokkrum tegundum starfstækifæra. 1. í fyrsta lagi eru stærri verk- smiðjurnar steinullarfram- leiðslu, basaltbræðslu og sykur- hreinsun, en i þeim er áætlaður 56% mannaflans og 54,5% fjár- festingarinnar. Fjárfes^ngin á mann i þessum greinum er ná- lægt meðaltali en augljóslega er um allstórar framkvæmdir, sem ekki er líklegt að einstakl- ingar eða innlent einkafyrir- tæki væddi. Áhætta um starfsrækslu þessara fyrirtækja er allmikil og þarf 'sérstaklega að tryggja markaðshliðar þessara fyrir- tækja mjög vel. Stofnkostnaður er hér miðað við árlegt fram- leiðsluverðmæti i steinullar- og basaltvinnslu og þáttur fjár- festingakostnaðar i fram- leiðsluverðmæti mjög hár. Má augljóslega litið út af bregóa um framleiðslu og sölu að ekki verði óbærilegur halli á rekstri. Tæknilegar forsendur eru held- ur ekki ljósar og þarf sérstak- lega að kanna hvort hægt er að fá bræðsluofn til steinullar- og basaltvinnslu sem henta ís- lenskum aðstæðum nægilega vel og ber aó leggja í það atriði vandaða vinnu. Um sykurhreinsun gildir það, að innlendur markaður er mjög lítill fyrir afköst hagkvæmrar sykurverksmiðju og yrði hún að hafa tryggðan allan islenska sykurmarkaðinn. Sveiflur á verðlagi hrásykurs og unnins sykurs erlendis eru svo miklar að afkoma getur orðið mjög sveiflukennd, ef um samkeppni við frjálsan innflutning yrði að ræða. inga, þ.e. e.instakra garðyrkju- bænda. Ef miða á við þess kon- ar rekstur, sem gerir útflutning húgsanlegan verður að gera ráð fyrir samstarfi innlendra og er- lendra fyrirtækja eða þátttöku opinberra aðila. Stofnkostnað- ur er nokkuð hár miðað við árlegt framleiðsluverómæti eða nálægt 2 á móti 1. Verður þvi adgljóslega að tryggja vel rekstrargrundvöll slíks fyrir- tækis og er markaðshliðin þar veigamesti þátturinn. Líklegt er að ylræktun græn- metis fyrir innlendan markað geti þróast svo sem verið hefur og byggst upp í smærri eining- um, sem eru við hæfi einstakra garðyrkjubænda. Þó er vandséð að framleiðslueiningar af hag- kvæmri stærð og búnaði geti byggst án sérstaklega hagstæðr- ar lánafyrirgreiðslu. A það skal bent að gróðurhúsabyggingar hafa erlendis yfirleitt notið sér- staklega hagstæðra lánakjara, miðað við hinn almenn lána- markað. 4. Fiskræktin, þ.e. bleikjurækt til matar, sýnir langhæsta tölu stofnkostnaóar miðað við starfstækifæra og byggist það á mikilli sjálfvirkni í þessari grein og háu hlutfalli bústofns (eldisfisks) miðað við fram- leiðslu. Er mikill hluti fjárbind- ingarinnar í bústofninum og felst í því töluverð áhætta hjá slíku fyrirtæki ef eitthvað bregður út af um tæknibúnað, vatnsmagn eða heilbrigði bú- stofnsins. Vaknar því sú spruning hvort ekki væri rétt að dreifa áhætt- unni meira, t.d. með þvi að hafa verkaskiptingu um klak og seiðaeldi annars vegar og eldi fyrir markað hins vegar og væri hið siðarnefnda í höndum fleiri Vilhjálmur Lúðvíksson Ph. D. efnaverkfræðingur (ldl). Þessi stærstu framleiðslu- tækifæri þurfa því án efa mik- inn og vandaðan undirbúning og er liklégt að einhvers konar þáttöku ríkisvaldsins þurfi í þeim eða jafnvel aðild erlendra aðila. 2. Nokkrar greinar steinefna- iðnaðar, þ.e. framleiðsla stein- efnablanda, gervitimburs og byggingareininga er sögð þurfa 30—50 millj. kr/mann i fjár- festingu. Hins vegar er talið að stofnkostnaður sé tiltölulega lágur miðað við árlegt fram- leiðsluverðmæti eða 0,3—1,0 kr/kr. Þennan iðnað sýnist unnt að byggja í þrepum og gæti hann trúlega rúmast innan fjárhags- getu einkafyrirtækja ef hag- stæð lán eru veitt. Markaóurinn er hér óvissasti þátturinn ásamt tæknilegum forsendum um efnisgæði og vinnslumöguleika, en ef þeir þættir eru í lagi er hér um mjög áhugaverðan iðn- að að ræða, sem ekki virðist viðkvæmur fyrir launabreyt- ingum og er því hugsanlega há- launaiðnaður. 3. Ylræktin er stendur nálægt meðallagi að því er varðar stofnkostnað á mannár eða 16—20 millj. á mannár. Heildarstofnkostnaður stærri ylræktarvera er þó allhár mið- að við líklegt bolmagn einstakl- smærri aðila er bæru þá tak- markaða áhættu hver, en með þessu lagi yrðu einnig fleiri sem störfuðu við þessa grein og stofnkostnaður gæti hugsan- lega orðið breytilegur og eitt- hvað lægri en hér kemur fram og innan fjárhagslegra mögu- leika einstaklinga. 5. Sjávarútvegsgreinarnar, þ.e. þurrkun smáfisks, saltfisks, vinnsla slógkjarna, ennfremur framleiðsla fiskafóðurs og þil- plötugerð sýnast öll vera tæki- fæ*i, sem tvímælalaust má telja innan ramma þess, sem einka- fyrirtæki gætu ráðið við. Salt- fiskþurrkun og framleiðsla fiskafóðurs eru reyndar þegar starfrækt og er hér á þessar greinar minnst vegna þess að þær eru á byrjunarstigi og gætu aukist allverulega af um- fangi. Ennfremur benda þær til verkefna, sem telja má dæmi- gerö fyrir möguleika þessa svæðis og byggjast á auðlindum þess. I þessum greinum er stofnkostnaður á hvert starfs- tækifæri lægstur af þeim sem í töflunni er talinn. Hlutfall stofnkostnaðar á móti árlegu framleiðsluverðmæti er tiltölu- lega hagstætt i flestum þessara greina. Sýnist þannig tiltölu- lega auðveldlega liggja fyrir að efla þær“. — sf. Hefst á morgun Kápur Ulpur Jakkar Laugavegi 66 II hæö Vorum að fá mikið magn af glæsilegum pottaplöntum m.a.:— BURKNAR PÁLMAR RÚSSNESKUR VÍNVIÐUR ÁRELÍA KAKTUSAR Velkomin í gróöurhúsið blómouol Gróóurhúsió v/Sigtún sími 36770 tW

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.