Morgunblaðið - 15.01.1978, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 15.01.1978, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNÚDAGUR 15. JÁNUAR 1978 47 Fordæmi um kommúnista í stjórn NATO-ríkis — segir The Guardian og bendir á Island Lundúnum — Róm — 14. janúar — Reuter. VIÐBRÖGÐ við yfirlýsingu Bandaríkjastjórnar f gær þar sem varað er við áhrifum kommúnista og aðild þeirra að rfkisstjórn á Italfu hafa orðið með misjöfnum hætti. Hið óháða brezka blað, The Guard- ian, fjallar um málið í forystu- grein og telur vfirlýsinguna óviðeigandi afskiptasemi. 1 greininni er bent á að fordæmi sé fyrir setu kommúnista f rfk- isstjórnum aðildarrfkja At- lantshafsbandalagsins, og er í því sambandi bent á Island. „Island, sem er aðili að At- lantshafsbandalaginu og þar sem eina mikilvægustu herstöð bandalagsins er að finna,“ segir The Guardian, „hefur haft kjörna ráðherra úr röðum kommúnista. Samt gerðist ekk- ert skelfilegt, hvorki með tilliti til Keflavíkurstöðvarinnar eða bandalagsins i heild. Að sjálf- sögðu er full ástæða til að vera að verði og jafnvel að óttast það sem er að gerast á Italíu um þessar mundir, en Carter for- seta hefur láðst að geta slíkra ástæðna." Blaðið telur það bera vott um óheiðarleika að lofa lýðræðið alla jafna en snúa svo við blaðinu þegar kosningaúr- slit séu andstæð hagsmunum Bandaríkjanna. The Daily Telegraph, sem einnig fjallar um málið i for- -ystugrein, er á öndverðri skoð- un, og telur yfirlýsingu Banda- ríkjastjórnar vera ferskan and- blæ og ánægjulega breytingu á þeirri stefnu stjórnar Carters hingað til að viðhafa helzt ekki orð, sem kunni að styggja svo- kölluð frjálslynd öfl. Spánski kommúnistaflokkur- inn hefur mótmælt harðlegayf- irlýsingu Carter-stjórnarinnar og telur hana frekiega íhiutun í innanríkismál á Italíu. Allt bendir til þess að viðræð- ur Andreottis við leiðtoga stjórnmálaflokka i dag í þvi skyni að fá þá til að styðja stjórn hans verði gagnslausar, og muni Andreotti biðjast lausnar á mánudaginn. Þá er talið að Leone forseti biðji hann um að reyna myndun nýrrar stjórnar, en mistakist það eins og allar horfur eru á, er gert ráð fyrir því að forset- inn rjúfi þing og boði til nýrra kosninga. Brezkum lögmanni neitað að verja Shcharansky Moskvu 14. jan. Reuter. BREZKUR lögfræðingur, Misa- dore Fisch, skýrði frá því í dag að sovézk stjórnvöld hefðu hafnað tilmælum hans um að fá að verja andófsmanninn Anatoli Shchar- ansky í væntanlegum réttarhöld- um. Fisch sagðist hafa farið með móður Shcharanskys til Leforto- vofangelsis þar sem fanginn situr og einnig hefðu þau farið á skrif- stofu aðalsaksóknara Moskvu- borgar. A báðum stöðum var þeim sagt að eingöngu sovézkur lög- fræðingur, sem hefði traust KBG- öryggislögreglunnar, myndi fá að annast vörn Shcharanskys. Hann hefur setið í fangelsi frá þvi í marz og er ákæran á hendur hon- um landráð að sögn stjórnvalda. Hann var einn af helztu meðlim- um Helsinki-hópsins svonefnda. Leiðrétting I GREIN Braga Kristjónssonar, sem birtist i Morgunblaðinu sl. fimmtudag, slæddist meinleg prentvilla. Þar stendur: Bæjar- yfirvöld rannsaka þá aðila o.sv.frv. en átti að standa: Bær yfirvöld rannsaka þá aðilja... SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Ég er háskólastúdent. Mig langar til að verða sann- kristinn maður, en mig vantar kraft til að ganga veginn. Hvernig get ég orðið sterkur, áhrifamikill, kristinn maður? Annar ungur maður, sem eins var ástatt um, sagði: „Trú mín var eins og vafningsviður á háskólabygg- ingunum. En þegar veggirnir falla. fellur vafnings- viðurinn líka“. Þeir eru margir á meðal okkar, sem eiga „trú annarra“. Þeir hafa tekið hana að erfð frá fjölskyld- um sínum, en hafa í rauninni ekki veitt Kristi viðtöku sjálfir. Þeir þekkja kjarna kristindómsins. en hafa aldrei höndlað hann. Fyrst áttu að ganga úr skugga um. hvort þú hefur í raun og veru mætt Kristi. Jesús sagði við Filippus: „Svo langa stund hef ég með yður verið, og þú, Filippus, þekkir mig ekki?“ (Jóh. 14.6). Gjörðu iðrun og veittu Kristi viðtöku. Því næst skaltu koma skipulagi á hinar hljóðu helgistundir þínar. Ég get alls ekki hugsaö mér að byrja neinn dag án þess að eiga stund við lestur ritningarinnar og í samfélagi við yfirboðara minn, ekki fremur en ég legði til orustu án fyrirmæla. 1 þriðja lagi skaltu láta trú þína í ljós. Stundum köllum við þetta að vitna. Heiminn hungrar í andleg- an veruleika. Vertu djarfur og gerðu aðra hluttak- andi í trú þinni. Og vertu svo að sjálfsögðu í söfnuði, sem veitir trú þinni næringu. Akureyri: Ruddagarri og loðnuflot- inn í Höfn SUÐVESTAN garri með rudda- veðri var á Akureyri um hádegis- bil í gær og því héldu fáir loðnu- bátar frá landi. Nokkrir ætluðu að halda sjó úti í firðinum, en utan fjarðar voru 9 vindstig og haugasjór. Nokkrir tugir loðnu- veiðibáta voru því áfram í höfn á Akureyri í gær. — Líbanon Framhald af bls. 1 fimm milljarða dollara aðstoð til að hjálpa Arabalöndum við að láta Palestínumenn fá fasta ból- festu í viðkomandi löndum. Á Vance að hafa sett þetta tilboð fram í desemberferð sinni um Miðausturlönd. Elias Sarkis, for- seti Líbanons, sagði nýlega að Líbanir myndu aldrei sætta sig við að Palestínumenn tækju sér bólfestu á svo mikið sem lófastór- um bletti á líbönsku landi. 1 Libanon búa um 400.000 Palestinumenn, en það er þó mjög gegn vilja stjórnarinnar í Beirut. I fregnum frá Beirut í morgun sagði ennfremur, að sprengja hefði lagt f rúst skrifstofur dag- blaðs sem styður mjög eindregið Líbýu og málflutning Gaddafis. Einn blaðamaður lézt. Þetta var önnur atlagan að fjölmiðli í Beirut á sólarhring en í hinni fyrri varð hvorki umtalsvert eignatjón né slys á mönnum. — Hubert Framhald af bls. 1 einkaþotu sína tii Minnesota til þess að flytja lík Humphreys til Washington. Humphrey fór með sömu þotu til Washington í október til að hefja aftur störf í þinginu þrátt fyrir veikindin. Carter sagði í yfirlýsingu að fágætt væri að bandariska þjóðin væri þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa á meðal sín jafnmerka og framsýna menn og Humphrey var. Walter Mondale varaforseti, skjólstæðingur Humphreys frá Minnesota, sagði að Humphrey vildi að menn „minntust hans með gleði en ekki sorg.“ Fjöldi aðdáenda Humphreys hringdu til skrifstofu hans í Washington til að votta sam- starfsmönnum hans samúð sína. — Fjármálaráðu- neytið Framhald af bls. 2 Þessi áætlun miðar við framleiðslu á 12500 — 15000 tonnum af steypu- styrktarjárni en það er markaðurinn í landinu yfir árið. Hráefnið í þessari verk- smiðju yrði að mestu brota- járn sem til fellur á íslandi en einnig önnur hjálpar- efni, m.a. efni sem Járn- blendiverksmiðjan kemur til með að framleiða. Reiknað er með 60 manna starfsliði í stálbræðsl- unni.“ — Færð á vegum . . . Framhald af bls. 48 dalsheiði voru t.d. orðnar ófærar þótt þar hefði verið rutt morgun- inn áður en fært var í kringum Isafjörð og milli Þingeyrar og Flateyrar. — Kekkonen Framhald af bls. 1 viðalsins spurður að því hverju hann myndi svara ef hann væri beðinn að gefa kost á sér eftir sex ár eða þegar næstu forseta- kosningar eru áætlaðar. „Ég teldi að sá maður sem bæri fram slíka spurhingu hefði mikla kímnigáfu,“ svaraði Kekkonen og brosti út að eyr- um. Enda þótt ekki sé spáð mikilli kjörsókn er talið að Kekkonen muni fá um 90% greiddra at- kvæða og hinir fjórir frambjóð- endurir varla meira en 10%. Þeir sem gagnrýna Kekkonen segja að hann hafi hneigzt ein- um of langt til samvinnu við Sovétríkin og sett hálfgerðan vinstristimpil á Finnland og óbreytt ástand kynni að stefna lýðræði og fullveldi landsins í voða. Stuðningsmenn hans líta svo á, að hann hafi með aðdáun- arverðum klókindum stutt að varðveizlu sjálfstæðis og full- veldis Finnlands, sem væri eng- inn hægðarleikur með Sovét- rikin sem næsta nágranna. — Vance Framhald af bls. 1 Vance skömmu fyrir brottförina til tsraels, að hann styddi heils- hugar þá skoðun Carters Banda- ríkjaforseta, að tsraelar yrðu að viðurkenna „lögmætan rétt Palestínumanna". Vance sagði að friðarsamningur yrði að byggjast á eðlilegum sam- skiptum aðilanna og hann sagði að ísraelar yrðu að hverfa frá landsvæðum sem þeir tóku á sitt vald í sex daga stríðinu og sam- komulag yrði að gera um örygg og viðurkennd landamæri í sam- ræmi við ályktanir Sameinuðu þjóðanna. Aftur á móti hafði hátt- settur bandarískur embættis- maður sagt blaðamönnum að tsraelar myndu ekki verða beðnir um að hverfa af vesturbakkanum og þeir yrðu ekki beittir neinum þvingunum til að fallast á að kom- ið yrði á riki Palestínumanna, enda sé af öllu ljóst að ísraelar myndu aldrei samþykkja slíkt. Bandaríkjastjórn mun vænta þess að viðræður stjórnmála- nefndarinnar í Jerúsalem muni að minnsta kosti leiða til þess að einhvers konar samkomulag náist sem skilji dyrnar eftir opnar, en bæði Egyptar og israelar hafa lýst því yfir að nú megi ekki mikið út af bera til að samningaviðræður ríkjanna fari út um þúfur. — Jarðskjálftar Framhald af bls. 1 innar vegna grjóthruns á flugvöll- inn. I Tókíó urðu engar verulegar skemmdir en skjálftarnir fundust þar margir og hús hristust, hús- gögn færðust úr stað og truflun varð á samgöngum. Um hríð var talin hætta á flóð- bylgju við strönd Tókíó, Yoko- hama og Yososuka en hún var liðin hjá siðdegis að því er talið var. Snædrottningin sýnd hjá Leikfélagi Akureyrar FYRSTA frumsýnig hjá Leik- félagi Akureyrar var barnaleik- ritið Snædrottningin eftir E. Schwarz, byggt á ævintýri H.C. Andersen. Þýðinguna gerðu Jór- unn Sigurðardóttir og Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir, sem einnig teiknar leikmynd og bún- inga, en Þórunn Sigurðardóttir er leikstjóri. Leikhljóð og tónlist er eftir Gunnar Reyni Sveinsson, en þau unnu öll að sýningu á verk- inu hjá Leikfélagi Kópavogs. Helztu hlutverk eru sögumaður og verzlunarfulltrúi, sem þeir Gestur E. Jónasson og Þórir Steingrímsson leika, ömmuna leikur Kristjana Jónsdóttir, og Snædrottninguna leikur Þórey Aðalsteinstíóttir. Þá taka gagn- fræðaskólanemendur einnig þátt í sýningunni með stórum hlut- verkum. 1 frétt frá Leikfélagi Akureyrar segir að leikrit þetta hafi verið fyrsta barnaleikrit er Þjóðleikhúsið sýndi fyrir nærri þremur áratugum. Næsta verkefni Leikfélags Akureyrar er leikritið Alfa Beta eftir Whitehead i þýðingu Krist- rúnar Eymundsdóttur. Leikstjóri er Brynja Benediktsdóttir og með aðalhlutverk fara Sigúrveig Jóns- dóttir og Erlingur Gíslason. Leik- myndateiknari er Þráinn Karls- son. Einnig er tilbúin leiksýning fyrir börn og fullorðna „I galdra- landi“, eftir Baldur Georgs í leik- stjórn Erlings Gíslasonar og verður farið með það verk í leik- för um Norðurland er samgöngur verða greiðari. Hér cru þátttakendur f sýningu Leikfélags Akurevrar á Snædrottningunni. en myndin er tekin f brekkunni ofan við lcikhúsið á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.