Morgunblaðið - 10.02.1978, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.02.1978, Blaðsíða 8
g MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1978 Sverrir Hermannsson: Morgunblaðið og röksemdir úr neðra Blaðamenn verst mennta starfsstéttin Frumvarp um kjaradóm og kjör þingmanna veldur „f jaðrafoki” á Alþingi 0 Gylfi: Styrkja þarf traust og trúnað milli þings og þjóðar. Q Ellert: Kjaradómur kveði á um kjör þingmanna. £ Lúðvík: Þingmenn þiggi ekki jafnframt embættis- laun. % Eyjólfur: Þingmenn haldi tengslum við þjóðlífið og starfsþætti þess. FRUMVARP Gylfa Þ. Gíslasonar (A) og Ellerts B. Schram (S), þess efnis, að kjaradómur skuli ákveða laun og kjör alþing- ismanna kom til umræðu í neðri deild í gær. Harðar deilur urðu um frumvarp- ið. Þingmenn töldu sig og Alþingi sæta óréttmætri al- manna gagnrýni, m.a. vegna villandi framsetn- ingar fjölmiðla á málefn- Gylfi Þ. Gíslason. um þeirra. Dagblööin fengu ómældan skammt ámælis, m.a. Morgunblað- ið, og einn þingmaður sagði blaðmenn verst menntu starfsstétt þjóðfélagsins. Þessar umræður verða lauslega raktar hér á eftir, þó aðeins verði drepið á örfá efnisatriði í máli þing- manna. Kjaradómur og kjör þingmanna Gylfi Þ. Gíslason (A) sagði rangt, sem fram hefði verið hald- ið, að þingmenn ákvæðu laun sín sjálfir. Þeir tækju laun eftir lög- um, skv. ákveðnum launaflokki ríkisstarfsmanna. Hitt væri rétt, að þeir hefðu sjálfir sett þessi lög. Þingfararkaupsnefnd ákvæði endurgreiðslur, vegna útlagðs kostnaðar við þingmannsstarfið, s.s. dagpeninga, ferðakostnað, húsnæðiskostnað strjálbýlisþing- manna o.fl. GÞG sagði engu að síður rétt, þrátt fyrir rangar getsakir í garð þingmanna, að afsala ákvörðunar- rétti í þessu efni til kjaradóms, bæði varðandi laun og önnur kjör. Við ESch endurflytjum nú frum- varp um þetta efni, lítið breytt. Þá ákvæði Kjaradómur öll kjör þingmanna á sama hátt og hann gerir varðandi hæstaréttardóm- ara, ráðuneytisstjóra o.fi. Þar með væri frá þingmönnum tekið að þurfa að liggja undir getsökum í þessu efni. GÞG sagði dagblöð, sem styðja ríkisstjórnina, hafa deilt á núgildandi fyrirkomulag launaákvörðunar þingmanna, og stutt þann veg þau sjónarmið, sem fram komi í frumvarpi þeirra ESch. GÞG sagði það hagsmuni Al- þingis að ekki væri hægt að bera á borð þann áróður, að þingmenn sjálfir ákvörðuðu laun sín og kjör. Frv. væri iiður í að styrkja traust og trúnað milli þings og þjóðar. Þingmenn eiga að vera vel launaðir Ellert B. Schram (S) sagði mis- skiinings gæta, bæði í fjölmiðlum og almennum umræðum, um starfskjör þingmanna. Þingmenn sætu undir óréttmætri gagnrýni, jafnvel um skattsvik og annan óheiðarleika. Það væri t.d. út- Ellert B. Schram. breiddur misskilningur að þing- menn fengju aukagreiðslur fyrir nefndarstörf. Slfku væri ekki til að dreifa. Frumvarp þetta væri endurflutt til að taka af allan efa um, að réttilega væri staðið að launaákvörðunum vegna þing- manna í hugum almennings, þó getsakir í því efni væru hins veg- ar alrangar. ESch færði fram þrenns konar rök fyrir þvi að þingmenn ættu að hafa góð laun: 1) Ekki væri æski- legt að þingmenn þyrftu að leita starfa og launa utan þings, skipta starfskröftum sínum. 2) Ef laun væru lág myndu hæfustu ein- staklingarnir í þjóðfélaginu ekki sækjast eftir þingstörfum, sem væri óæskileg niðurstaða. 3) Þingmenn ættu að hafa þau laun, að ekki þyrfti að óttast freistingar um féburð. Dæmi þeks væru að vísu engin hérlendis — en erlend- is væri slíkt ekki einsdæmi. ESch sagði frumvarpið flutt til að eyða tortryggni og efla traust Alþingis út á við, m.a. vegna um- ræðna, sem átt hefðu sér stað f þjóðfélaginu um þessi efni. Það er skynsamlegt, bæði okkar vegna og annarra, að stíga þetta skref. Þingmenn ákveði sjálfir að gamalli hefð Sverrir Hermannsson (S), for- maður þingfararkaupsnefndar, andmælti frv. GÞG og ESch. Sagði hann þingmenn nú taka laun, lög- um skv., eftir 3. efsta flokki starfsmanna ríkisins. Þingfarar- kaupsnefnd hefði í fyrstu bókað þessi laun skv. BSRB-samningi, en síðar BHM-kjörum, m.a. í sam- ræmi við umsögn embættismanns i launadeild fjármálaráðuneytis. Þetta hefði að visu leitt til þess að launahækkun hefði verið hlið- stæð og hjá þeim, sem mesta hækkun hefðu fengið í ríkiskerf- inu. Sverrir Hermannsson. SvH. sagði að laun þingmanna myndu tvimælalaust hækka, ef hlutlaus dómur úrskurðaði þau. Hvað myndu rógburðarblöðin þá segja um niðurstöðuna? Jú, að til þess hefðu refirnir verið skornir — og benda á rökstuðning ESch fyrir góðum þingmannalaunum til stuðnings máli sínu. Þannig myndi afstaða „þessa lýðs“ verða. SvH sagði rangt að beygja af vegum framkominnar gagnrýni. Hann boðaði tillögu frá sér, þess efnis, að Alþingi taki þetta ákvörðunarvald alfarið í sínar hendur, bæði varðandi laun og önnur kjör. Að slíkri tillögu sam- þykktri gæti ég hugsað mér að flytja tillögu í þingfararkaups- nefnd um að lækka laun þing- manna nokkuð. SvH vék sérstaklega að skrifum Dagblaðsins, sem hann kallaði „snepil" með „þvaglituð skrif“. Það hefði sagt þingmenn Litla- hraunsmat, með og ásamt emb- ættismönnum, sem fjölluðu um mál þingmanns. Þetta blað hefði fengið greinargerð þingfarar- kaupsnefndar (sem sett var fram vegna umsagnar BHM-manna f blöðum) í hendur Braga Sigurðs- syni, fyrrv. sveitarstjóra í Ölafs- vík, til meðferðar eftir hans sið- gæðismati. SvH. vék ennfremur að tveimur leiðurum í Mbl., sem hann sagði hafa fjallað um kjör þingmanna. Mbl. hefði sagt það útúrsnúning, að þingmenn ákvæðu ekki laun sín, þar sem þeir hefðu sett lögin, sem fjölluðu um launin. Fleiri missagnir hafi verið þar á ferð, sem minni á röksemdir, er f sinni bernskubyggð „hefðu verið eign- aðar hinum gamla í neðsta". T.d. hefði Mbl. sagt þingmenn ívilna sjálfum sér í sköttum (talað um skattfríðindi í Mbl.). Ég á engin orð til að lýsa áliti minu á þessum skrifum Mbl., sem sá tor- tryggni í garð þingmanna á sama tima og þeir þurfa að fjalla um vandmeðfarnar efnahagsráðstaf- anir, sagði SvH. SvH vék að úrskurði ríkisskatt- stjóra varðandi kostnað við þing- mannsstarf, sem tæki af allan vafa í skattameðferð þingmanns- launa og kjara. Lúðvík Jósepsson. SvH endurtók, að Alþingi ætti að hverfa til gamallar hefðar og ákveða sjálft bæði laun sín og önnur kjör. Að því gerðu gætu þingmenn, ef svo byði við að horfa, lækkað laun sín. En gæta yrði sóma Alþingis fyrst og síðast. SvH fór að lokum nokkrum um- sagnarorðum uib íslenzka blaða- mannastétt, sem hann sagði skelfilega illa mennta, verst menntu starfsstéttina og gjörsam- lega óhæfa að sinna sínu hlut- verki í þjóðfélaginu. Um væri að ræða aðför til að kljúfa þingræðið í herðar niður. Framkomið frum- varp GÞG og ESch. væri hræðslu- frumvarp fram komið fyrir hræðslu sakir, „fyrir þessum lýð“. Leggja á kjaradóm af — Þingmenn þiggi ekki jafnframt embættislaun. Lúðvík Jósepsson (Abl) sagðist á móti frv. Leggja ætti kjaradóm af — ekki setja undir hann nýja fætur. Veita ætti BSRB og BHM fullan samningsrétt. Alþingis- menn eiga heldur ekki að skjóta sér undan þeirri ábyrgð að ákveða sjálfir iaun sín og kjör. Taka á sig gagnrýni, sem fram kunni að koma. Framkomið frv. leysir ekki þann vanda, sem Alþingi er í, vegna rangra getsaka. LJó tók undir með SvH að laun þingmanna myndu hækka i með- ferð kjaradóms. Og breytingin myndi skrifuð á klókheit þing- manna. LJó sagði laun þing- manna góð laun, miðað við al- menn kjör i landinu. Gera verður þá kröfu að þingmenn, sem slík laun taka, sinni alfarið þing- mannsstörfum sínum. Þeir eiga ekki að hafa önnur laun eða við- bótarlaun vegna annarra starfa í þágu rikisins. Þó væri það svo að ýmsir þingmenn væru jafnframt fastir starfsmenn annars staðar i ríkiskerfinu og hefðu föst laun þar, þó ekki væru greidd nema að hluta til. Ekki væri hægt að sinna þann veg tveimur störfum án þess að niður kæmi á öðru. Það á að vera okkar fyrsta verk að afnema það að þingmenn taki fullt þing- fararkaup og að auki laun fyrir önnur störf sem embættismenn rikisins. Boðaði LJó breytingartil- lögu frá sér um þetta efni. LJó sagði þingmenn þiggja laun að lögum og skattleg meðferð þeirra væri einnig að lögum. í sama launaflokki og þingmenn væru t.d. bæjarfógetar á Akur- eyri og í Hafnarfirði, flugmála- stjóri, forstjóri ATVR, forstj. Inn- kaupast. ríkisins, orkumálastjóri, skattstjórinn f Reykjavík, þjóð- leikhússtjóri — svo dæmi væru nefnd. I næsta launaflokki fyrir Eyjólfur Konráð Jónsson. ofan þingmenn væru: tollstjór- inn, útvarpsstjórinn og vegamála- stjórinn, — svo önnur dæmi væru tekin. Enn ofar væru hagstofu- stjóri, biskupinn, landlæknir, lög- reglustjórinn í Reykjavík, ráðu- neytisstjórar, sendiherrar og yfir- saksóknari o.fl. Loks fjallaði LJó um kostnað utanbæjarþingmanna, sem dvelja þyrftu í Rvik þingtimann, ferða- kostnað þeirra, dagpeninga og húsnæðiskostnað. Sama regla hefði gilt í þessu efni þau 36 ár, sem hann hefði setið á þingi. Greiðsla til þingmanna fyrir út- lagðan kostnað vegna þingstarfa og meðferð þeirra greiðslna væru hvorki felumál né skattsvik. Þar væri farið að lögum og byggt á hefð og réttsýni. Samband. þingmanna við þjóðlífið og atvinnulífið Eyjólfur Konráð Jónsson (S) minnti á breytingartillögu, sem hann hefði flutt á sínum tíma, þess efnis, að þingmenn tækju laun eftir B-1 en ekki B-3, það er lægri flokki. Sú tillaga hefði feng- ið 2 atkvæði, sitt og Þórarins Þór- arinssonar. EKJ sagði það sitt mat að þingmenn ættu að sinna öðrum störfum f þjóðfélaginu, 4—5 mán- uði ársins a.m.k., viðhalda tengsl- um við þjóðlífið og hina ýmsu þætti þjóðarbúskaparins. A þingi ættu ekki að sitja 60 atvinnupóli- tíkusar, heldur fólk úr hinum ýmsu starfsstéttum með þekkingu og starfsreynslu sem víðast að úr þjóðfélaginu. Af þessum sökum væri hann andvígur þeim rök- stuðningi, sem fram hefði komið í máli ESch. sem og frumvarpinu. Þingmenn ættu að ákvarða laun sín sjálfir en gera það sanngjarn- lega. EKJ kvaðst fagna orðum SvH og LJó, þess efnis, að til mála kæmi að lækka laun þingmanna. Framhald á bls. 19 Vara- þingmenn Tveir varaþingmenn hafa tekið sæti á alþingi: 1) Vilborg Harðardóttir (Abl.) í veikindaforföll- um Magnúsar Kjartans- sonar og Gunnar Sveins- son (F) í fjarveru Jóns Skaftasonar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.