Morgunblaðið - 10.02.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.02.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. FEBRUAR 1978 11 Horace Parlan pfanóleikari Doug Raney gftarleikari Horace Parlan tríóid á vegum J ass vakningar Wilbure Little bassaleikari stasp rang Eftír Arna Johnsen Það er íslenskum djassunn- endum mikið gleðiefni að Jazz- vakning skuli hafa ráðist í það verk að fá hingað til lands tríó píanistans Horace Parlans. Tri- óið er nú á hljómleikaferð um Evrópu og hefur vakið mikla athygli og héðan halda þeir fé- lagar til Óslóar þar sem þeir munu m.a. hljóðrita hljómplötu fyrir SteepleChase. Flestir sem fylgst hafa með djasstónlist kannast við píanist- ann Horace Parlan, en hann gat sér gott orð fyrir leik sinn með Charles Mingus og Roland Kirk. 1972 flutti hann frá New York til Kaupmannahafnar. Um þá flutninga segir hann: „Ástæða þess að ég flutti frá New York til Kaupmannahafn- ar var tvíþætt. Mér leið illa I New' York bæði sem manneskju og tónlistarmanni. Síðustu tvö árin þar lék ég meira og minna allskonar tónlist sem fullnægði mér ekki tónlistarlega auk þess heillaði mannlífið í New York mig ekki. Ég hafði heimsótt Kaupmannahöfn árið 1970 þeg- ar ég lék í Skandinaviu með Miriam Makeba og þótti Höfn skemmtileg og friðsæl borg og hitti þar indælt fólk. Þar bjuggu þá Kenny Drew, Ben heitinn Webster og Dexter Gor- don. Eg hef aldrei séð eftir þessari ákvörðun minni og í Höfn hef ég fengið fleiri tæki- færi til að leika með amerísk- um djassleikurum heldur en ég fékk síðustu árin í New York.“ Fimm ára gamall veiktist Parlan af lömunarveiki og hef- ur aldrei fengið fullan styrk i hægri hendi. Þessi lömun átti sinn þátt i að hann skóp hinn þekkta stíl sinn þar sem vinstri höndin er ráðandi á þeim tím- um er einnar línu-píanistar voru allsráðandi. Horace Parl- an er píanisti sem kann að leika með báðum höndum var oft skrifað í gagnrýni um hann á þeim árum. Fyrir utan Bud Powell er Horace Silver sá' píanisti sem mest áhrif hefur haft á Parlan í mótun stils síns. Parlan hefur leikið inn á hljómplötur með fjölda þekktra djassleikara og hljóðritaði fyrstu plötuna undir eigin nafni 1958 með Mingus á bass- ann. Nýjustu hljómplötur hans eru gefnar út af SteepleChase Nielsar Winthers: Frank-Ly Speaking, tekinn upp í New York i febrúar 1977. Þar leikur gamall félagi Parl- ans á trommur, A1 Harewood, en þeir léku saman árið 1961 i samvinnuhljómsveitinni Play- house Four, félagar þeirra, George Tucker og Booker Erw- in, sem tvisvar heimsótti Is- land, eru báðir látnir. Goin’Home, dúettplata með tenórsaxofónleikaranum Archie Shepp, tekin upp í Höfn i apríl 1977, þar sem þeir leika gamla negrasálma. Félagar Parlans að þessu sinni eru ekki af verri endan- um. Gitarleikarinn Doug Raney er aðeins 21 árs gamall. Hann hóf ungur að leika á gítar enda hæg heimatökin þar sem faðir hans er einn af þekktustu gítar- leikurum djassins, Jimmi Raney. Raney er trúlega þekkt- astur fyrir leik sinn með Stan Getz en hefur á siðari árum ekki verið mikið í sviðsljósinu, þó hafa þeir feðgar komið fram í New York og leikið dúetta á gítara. Fyrsta hljómplata Doug Raneys mun koma út innan skamms hjá SteepleChase. Wilbury Little hefur leikið með fjölda af þekktustu djass- leikurum veraldar, svo sem Mil- es Davis, Lester Young, John Coltrane og J.J. Johnson. Hann lék með Elvin Jones- kvartettinum og nýjasta plata hans er með gamla Parker- pianistanum Duke Jordan (SteepleChase 1063/64). Eitt er víst: það er mikill fengur fyrir þá sem hafa gaman af góðum djass að þessir menn skuli leggja leið sina til íslands. Það er lofsverð frumkvæði hjá Jassvakningu að fá þá hingað. Hljómleikar þeirra verða: laugardagskvöld kl. 21 í Há- tíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð, sunnudagskvöld kl. 21 að Hótel Esju og mánudags- kvöld kl. 21 að Hótel Loftleið- um. Mjög léleg vetrarvertíð hjá Þorlákshafnarbátum Þorlákshöfn, 9. feb. MJÖG lélegur afli hefur verið hjá Þorlákshafnarbátum, það sem af er þessu ári og reyndar fátt, sem bendir til þess að vetrarvertlð sé vfirstandandi. 1 einu frystihús- inu, sem er á staðnum, hangir rétt 1 þvl að dagvinna sé unnin. Hjá saltfiskverkunarstöðvunum hef- ur aftur á móti verið sæmilega mikil vinna. Sú vinna er aðallega 1 sambandi við frágang á slldinni, sem er ævinlega mikill og tfma- frekur, allt þangað til tunnurnar koma f skip og enn er sfldin ekki öll farin og þvf er eftir að vinna við hana ennþá. Þrír aflahæstu bátarnir hér nú eru Höfrungur III með 173 tonn í 9 róðrum, Jón á Hofi með 168 tonn í 9 róðrum og Friðrik Sigurðsson með 135 tonn í 8 róðr- um. Þessir bátar eru allir með net. Með línu eru tveir bátar, Steinunn Sæmundsdóttir með 73 tonn í 22 róðrum og Snætindur með 65 tonn í 21 róðri. Línu- bátarnir hafa aflað vel að undan- förnu ea upp í 5,5 tonn í róðri af mjög góðum fiski, sem er fluttur burtu héðan. Afli togarans Jóns Vídalíns er 194 tonn í tveimur sjóferðum, og afli togarans Brynjólfs er 83 tonn, einnig í tveimur sjóferðum. Heildarafli frááramótum fram til 6. febrúar 968 tonn hjá 16 bátum í 142 róðrum. Meðalafli á bát eru 6 tonn og 818 kg. Heildar- afli togaranna er 276 tonn f 4 sjóferðum. Meðalafli á skip er 69,1 toitn. Til samanburðar má geta þess, að á sama tíma í fyrra var heildarbátaaflinn 1532 tonn og 830 kg í 231 róðri. Meðalafli á bát var þá 6 tonn og 635 kg. A sama tíma árið 1976 var heildar- bátaaflinn 1,866 tonn og 230 kg i 214 róðrum. Meðalafli á bát var þá 8 tonn, 720 kg. Búist er við því að bátarnir verði alls 22 siðar á vertíðinni. Þá má sjá það á ofangreindu, að held- ur sígur á ógæfuhliðina með afla- brögðin frá ári til árs. Hér vona menn þó hið bezta að úr rætist með aflabrögð og ýmislegt annað á þessari vertið. — Ra»nhei«ur. Þetta gerðist... Föstudagur, 10. febrúar 1973 Henry Kissinger kemur í fyrstu opinberu heimsóknina til Hanoi frá því samið var vopnahlé i Vietnam. 1962 Rússar afhenda njósna- flugmanninn Francis Gar.v Powers i skiptum fyrir njósnar- ann Rudolf Abel. 1943 Attundi her Breta nær landamærum Túnis. 1846 Breskar hersveitir sigra Sikha við Sobrhan á Indlandi. 1840 Viktorfa Englands- drottning giftist Albert prins. 1828 Simon Bolivar nær völdum í Kólombíu. 1811 Rússar hernema Bel- grað og taka hermenn Tyrkja til fanga. 1763 Frakkar eftirláta Bret- um Kanada í Parísarfriðnum. 1567 Henry Darnley eigin- maður Mary Skotadrottningai myrtur. TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS WKARNABÆR Laugaveg 20. Laugaveg 66 Austurstræti 22 Glæsibæ Simi 28155

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.