Morgunblaðið - 10.02.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.02.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1978 Tiltölulega lágt hlutfall 3 ára loðnu veturna 1976 og 1977 er sennilega afleiðing Iftils vaxtarhraða og seinkun kynþroska eins og hætt er við að verði hjá stórum árgöngum þegar samkeppni verður um æti. Ar- gangurinn frá 1975 hrygnir að hluta til i fyrsta sinn i vetur ásamt af- ganginum af hinum sterka árgangi frá 1 974. Þess vegna er ekki ástæða til að takmarka veiðar á vetrarvertið 1978, en afli gæti þá orðið allt að 650 þúsund tonn. Öðru máli gegnir um veiðarnar seinni hluta ársins 1978. Þær munu byggjast á þeim hluta hins sterka árgangs, sem ekki varð kynþroska i ár (3 ára) og ár- ganginum frá 1976 sem talinn er h.u.b. helmingi minni, sbr. töflu 2. Niðurstöður athugana, sem gerðar verða á tímabilinu júlí-september 1978 og gangur veiða mun ráða úrslitum um það, hvort nauðsyn ber til að takmarka loðnuafla ársins 197. Rannsóknir á fjölda og útbreiðslu loðnuseiða sumarið 1977 sýndu, að árgangur þess árs er af svipaðri stærð og árgangurinn frá 1976. Þessir tveir árgangar munu bera uppi veiðina árið 1979 og að veru- legu leyti árið 1980. Með hliðsjón af þessu og meðan viðbrögð stofnsins við hinu stóraukna álagi eru að koma í Ijós, virðist óráðlegt að fara — Skýrsla Hafrann- sóknarstofnunar aldur þegar reiknuð er stærð hrygningarstofnsins. Þess ber þó að geta, að svo hefur dregið úr vaxtar- hraða 1974 árgangsins, að senni- lega verður hann ekki allur kyn- þroska 1978. Sá stofn sem hrygnir i raun á þessu ári verður þvi sennilega nokþru minni en gert er ráð fyrir í töflu hér að ofan. Hrygningarstofninn var um 350 þús. tonn áður en honum tók að hnigna upp úr 1964. Stefnt er að þvi, að stofninn nái aftur þessari stærð innan fárra ára. Tillögur um hámarksafla og tilhögun veiða 1978 Með tilliti til þess, sem að framan er getið og afrakstursgetu stofnsins hverju sinni, eru hér með gerðar eftirfarandi tillögur um hámarksafla og tilhögun sildveiða árið 1978. a) Leyfilegur hámarksafli verði 35.000 tonn. b) Þessum afla verði skipt milli hringnótar- og reknetabáta, en þar sem 3—4 ára sild (26—30 cm) verður i miklum meirihluta á miðun- um á hausti komanda, er eindregið lagt til, að sú aflaaukning sem gert er ráð fyrir frá fyrra ári verði fyrst og fremst tekin með reknetum og hring- nótaveiðar ekki auknar frá þvi sem var 1977. c) Hringnótaveiðar verði leyfðar 20. sept. — 20. nóv., en rekneta veiðar frá 20. ág. — 20. nóv. d) Reglugerð um bann við veiði smásitdar verði breytt þannig, að 27 cm sild og minni megi ekki vera meira en 25% i afla í stað 50% (eftir fjolda) Loðna Þróun veiðanna Loðnuveiðar í núverandi mynd hófust hér við land árið 1964, en þann vetur veiddust rúmlega 8 þús. tonn í hringnót við vestanverða suðurströndina og i Faxaflóa. í byrjun voru veiðarnar eingongu stundaðar á grunnsævi við suður- og vesturströndina. Þær hófust fljótlega eftir að fyrsta gangan kom upp að landinu og stóðu þar til hrygning var langt komin. Sumarið 1969 voru loðnuveiðar reyndar á djúpmiðum norðan- og norðaustanlands og út af Austfjörð- um veturinn eftir Arangur varð lítill sem enginn, enda útbúnaður annar og smærri í sniðum en nú er og með minnsta móti af loðnu á miðunum. Árið 1973 urðu þáttaskil, en þá voru veiðar reyndar i janúar á nýjan leik á Austfjarðamiðum. Hafa þær veiðar síðan verið mismiklar, en ár- vissar. Árið 1976 hófust sumar- og haustveiðar norðan og norvestan- lands. Þá fengust um 115 þúsund tonn, en 1977 tæp 260 þús. tonn. Framangreind þróun loðnu- veiðanna sést vel á töflu 6. Eins og við er að búast hafa orðið verulegar breytingar á þeim flota, sem loðnu- veiðar stundar. Upphaflega voru skipin tiltölulega fá, en fjölgaði ört og munu hafa verið á annað hundrað þegar mest var. Á seinni árum hefur skípum' fækkað nokkuð, en þau hafa hins vegar verið stækkuð mikið og búnaður allur aukinn og bættur, þannig að afköst eru nú margföld miðað við sama skipafjölda fyrir fá- um árum. Telja verður að afkasta geta islenska loðnuveiðiflotans sé orðin nægjanleg til þess að fullnýta loðnustofninn Stofnstærð og veiðiþol Fullnægjandi vitneskja er enn ekki fyrir hendi um heildarstærð loðnu- stofnsins né afföll milli ára af völd- um náttúrunnar. Til þessa liggja einkum þrjár ástæður: 1w9 skamm- lífi loðnunnar, 2) erfiðleikar við magnmælingar með fiskleitar- tækjum vegna isreks og veðurs á þeim tímum árs sem best er að framkvæma mælingar að öðru leyti, 3) grundvöllur til merkinga úr hring- nót varð fyrst fyrir hendi með til- komu sumarveiða. Að ofangreindum ástæðum er veiðiþol loðnustofnsins ekki ná- kvæmlega þekkt. Áætlað hefur verið að það sé á bilinu 1 —1.5 millj. tonna árlega og þar til ársins 1977 hafa veiðar verið langt neðan þess- ara marka. Tafla 2 sýnir fjölda veiddrar loðnu eftir aldursflokkum á vetrarvertfð ár- in 1 967—77 ásamt afla I þúsundum tonna, hundraðshluta 4 ára loðnu og hlutfallslegan fjölda loðnuseiða árin 1972—1977. Rannsóknir á fjölda og útbreiðslu loðnuseiða sýndu á sinum tíma, að árgangarnir 1972—75 voru mjög lóðir. Seinni tima athuganir hafa staðfest þetta og raunar leitt i Ijós, að svo hefur verið allt frá 1 969. fisksins er saman kominn á tiltölu- lega afmörkuðu svæði. Stofnstærðarmælingar hafa verið gerðar með fiskleitartækjum og enda þótt töluleg gildi séu nokkuð á reiki, er talið víst, að stærð hrygningar- stofnsins sé á bilinu 8—15 milljónir tonna. S.l. 2—3 ár hafa kolmunnaveiðar einkum verið stundaðar á hrygningarstöðvunum f marsapríl og við Færeyjar í mai. Tilraunaveiðar hafa nokkuð verið stundaðar út af Austfjörðum og í Austurdjúpi. Á árunum 1969—1971 fengu sovéskir skut- togarar t.d. verulegan kolmunnaafla á þessu svæði. Árið 1972 voru hringnótaveiðar reyndar, en árangur var fremur lélegur. Sumarið 1976 báru tilraunaveiðar með flotvörpu mjög góðan árangur. í júli 1977 fékk rannsóknaskip einnig mjög góðan afla út af norðanverðum Austfjörð- um og í kjölfar þess stundaði eitt fiskiskip kolmunnaveiðar á þessarn slóðum siðari hluta júlí s.l. með ágætum árangri. Líklegt er að mik- inn kolmunnaafla megi fá út af Aust- fjörðum að sumarlagi, en nauðsyn ber til að kanna betur hve langt fram á haust unnt er að stunda veiðarnar. Undanfarin ár hefur verið mikið af kolmunna á hafsvæðinu milli Græn lands og íslands. Ekki er Ijóst hvort þetta er hluti af aðalstofninum, en telja verður það fremur ólíklegt. Haustið 1977 voru gerðar þarna veiðitilraunir með flotvörpu á leigu- skipum og gefur árangur þeirra vonir um að þarna megi fiska mikið af kolmunna. Þessum veiðitilraunum verður að 1977 en árið áður og varð meðalafli á togtíma einungis 28 kg á móti 34 kg 1976. þrátt fyrir talsverða sókn- arminnkun Virðist sem þeir árgang- ar er komið hafa inn i nýtanlega hluta stofnsins á þessum svæðum undanfarin ár, séu mun minni en við Suður- og Suðausturland, enda var stofninn á þessu svæði verr farinn en víðast annars staðar. warið 1977 varð þó sumsstaðar vart við aukna nýliðun í undirmálshumri á þessu svæði. Nýir útreikningar byggðir á gögn- um frá 1 977 gefa til kynna, að þegar stofninn var siðast í hámarki um 1970, hafi sá hluti humarstofnsins sem nær lágmarksstærð til löndunar (þ.e. 7 cm halalengd eða 6 ára og eldri) verið um 18.7 þús. tonn. Vegna alltof mikillar sóknar á árun- um 1970—72 minnkaði stofninn ört og var kominn niður i um 11.2 þús. tonn árið 1974, en þá vargripið til öflugra friðunaraðgerða. Talið er að stofninn hafi verið kominn upp í 13.2 þús. tonn á s.l. ári og er aukn- ingin eins og að ofan greinir, fölgin i nýliðun árganganna 1969—71 í nýtanlegum hluta humarstofnsins á árunum 1975—1977, fyrst sem smáhumri og siðar millihumri. Hluti stórhumars i aflanum hefur nær sifellt farið minnkandi frá 1969 og verður áfram lágur á árinu 1978, þar eð hann flokkast ekki sem stórhum- ar fyrren u.þ.b. 9—10 ára gamall. Þó má vænta nokkurrar aukningar í stórhumri á árunum 1979—81 þegar árgangarnir frá 1969—71 hafa náð tilskildri stærð. Ástæður fyrir hinu mjög lága hlutfalli stór- humars i afla undanfarinna ára, má að nokkru rekja til heldur lélegra næstu 2—3 árin yfir neðri mörk þess veiðiþols. sem þegar hefur verið nefnt, þ.e. 1 milljón tonna á ári. Loks skal á það bent, að loðnan er skammlrfur fiskur og hafa sveiflur i stofnstærð því skemmri aðdraganda en hjá langlrfari tegundum. Tillögur um veiðitakmarkanir Til þess að tryggja svo sem kostur er viðvarandi hámarksafla og stuðla að öflun góðs hráefnis, er lagt til að settar verði eftirfarandi takmarkanir við loðnuveiðar: 1. Hámarksafli verði 1 milljón tonna á tímabilinu 1. júlí 1978 — 30. júní 1979. 2. Loðna 12 cm að lengd og minni verði friðuð með a) svæðislokunum og b) ákvæðum um aflasamsetningu eins og nú er og c) setningu reglu- gerðar um lágmarksmöskvastærð (19 mm). 3. Veiðibann frá lokum vetrarver- tíðar til 15. júlí meðan yngri árgangurinn er að taka út sumar- vöxt, loðnan er að fitna og átuinni- hald er mest. Kolmunni Rannsóknir á stærð kolmunna- stofnsins hafa einkum farið fram á hrygningarstöðvunum við Bretlands- eyjar, þar sem mikill hluti kynþroska fylgja eftir og þarf einkum að kanna á hvaða tima er hentugast að veiða og hvenær og hversu langan tima veiðivon er á hvoru svæði fyrir sig. Sá afli sem hingað til hefur verið tekinn er svo örlitið brot af stofnin- um. að telja verður hann mjög litið nýttan. Humar Heildarveiði á humri árið 1977 var sú sama og árið áður eða um 2.800 tonn, en það var í samræmi við leyfilegan hámarksafla. Framan af humarvertiðinni var meðalafli á tog- tima mun meiri en hann hefur verið um árabil. en seinni hluti vertiðar var lélegur. þannig að meðalaflinn á togtíma á allri vertiðinni varð endan- lega hinn sami og 1976. eða 36 kg. Árið 1977 jókst sóknin verulega við Vestmannaeyjar. i Meðallands- bug. Skeiðarárdjúpi og Breiðamerk- urdjúpi, en meðalafli á togtima á þessum svæðum varð þrátt fyrir það 39 kg á móti 37 kg árið áður. Þessi batamerki má rekja til humars. sem nú er kominn í veiðina og áætlaður úr árgöngum 1969—71. Vegna þessara árganga er mjög mikið af smáum humri og millihumri i aflan um. en hann er þó löngu orðinn kynþroska og veiðar á ókynþroska undirmálshumri eru ekki umtals- verðar. Humarveiðin við Suðvesturland, þ.e. frá Jökuldjúpi að Selvogsbanka gekk aftur á móti mun verr érið árganga, t.d. 1968, auk hinnar miklu veiði á árunum 1970—72. Þegar tillögur voru gerðar um leyfilegan hámarksafla árið 1977 var hlutur stórhumars litilsháttar of- metinn. Af þessum sökum og einnig til þess að stuðla að frekari uppbygg- ingu stofnsins er lagt til, að leyfileg- ur hámarsksaf li árið 1978 verði 2.500 tonn og að sóknartakmörkun um verði einkum beint að svæðum suðvestanlands. Hörpudiskur Áætlað er að hörpudisksaflinn árið 1977 hafi verið 3.500 tonn, en há- marki náði þessi veiði árið 1972. Það ár nam aflinn 7.349 tonnum. Eins og undanfarin ár takmarkaðist aflinn af lágu markaðsverði og lítilli sókn á stórum hluta þekktra veiði- svæða. Afli á sóknareiningu hélst góður á s.l. ári og ekki virðist hafa reynt um of á veiðiþol svæðanna, nema með fáum undantekningum. Talið er að veiðiþol þekktra miða nú sé um 5.000 tonn i Breiðafirði, 1.000 tonn á Vestfjörðum og a.m.k. 1.500 tonn i Húnaflóa eða samtals 7.500 tonn. Rækja Rækjuveiðum hér við land hefur nokkur undanfarin ár verið stjórnað með ákvæðum um hámarksafla fyrir hvert veiðisvæði, enda virðist rækj- an vera staðbundin. Aldursákvarðan- ir hafa t.d. leitt i Ijós. að vöxtur er mishraður og sveiflur i stærð ár- ganga koma ekki fram samtimis á hinum ýmsu svæðum. Veiði á einu veiðisvæði hefur þvi ekki áhrif á veiðar á öðru. Ekki er talið að um ofveiði sé að ræða á hinum hefð- bundnu veiðisvæðum. Á Breiðafirði náði aflinn hámarki árið 1974 eða 909 tonnum. Há- marksafrakstur þessa svæðis virðist vera 500—600 tonn. Árið 1975 varð ársaflinn einungis 334 tonn. Síðan 1976 hefur mikil fiskgengd verið I Breiðafirði og stórum hluta miðanna lokað i langan tima af þeim sökum. Árin 1976 og 1977 voru þannig ekki leyfðar rækjuveiðar fyrr en komið var fram á sumar og ein- ungis i Kolluál árið 1977 vegna lltils rækjuafla og mikils fisks. Kolluáll er talinn geta gefið af sér 70—80 tonn á ári, samkvæmt fyrstu útreikning- um. Árið 1977 voru tekin um 100 tonn á þvi svæði. Arnarfjarðarrækjan var ofveidd á árunum 1969—71 og voru veidd 690 tonn fyrri veturinn og 640 tonn seinni veturinn. Stofninn rétti ekki við fyrr en veturinn 1975—76, þegar leyft var að veiða 310 tonn. Veturinn 1976—77 var leyfilegur hámarksafli 520 tonn og 600 tonn veturinn 1977—78. Undanfarna vetur hafa góðir ár- gangar bæst i rækjustofninn i Ísa- fjarðardjúpi og var því lagt til að leyfilegur hámarksafli veturinn 1977—78 yrði 2.500 tonn. Á árunum 1965—1972 urðu all- miklar breytingar á rækjuveiðum i Húnaflóa. t.d fjölgaði veiðisvæðum og flokkunarvélar voru teknar i notk- un. Frá og með vetrinum 1972—73 hafa veiðarnar tekið litlum breyting- um og miðast stofnstærðarútreikn- ingar við s.l. fimm ár. Stofninn i Húnaflóa er ekki ofveiddur. sé litið á hann i heild. en veiðar hafa verið a11 skrykkjóttar á Ófeigsfjarðarflóa Rækjuafli i Húnaflóa var 1.940 tonn veturinn 1976—77, en lagt er til að leyft verði að veiða 2.000 tonn veturinn 1977—78. Á Axarfirði hafa veiðar verið stundaðar i þrjú ðr. Fyrstu niðurstöð- ur benda til þess. að stofninn þar geti gefið af sér um 800—900 tonn á ári. Er lagt til að leyfilegur há- marksafli nemi 850 tonnum fyrir vertiðina 1 977—78. Rækjan á Axar- firði og Húnaflóa á það sameiginlegt, að standa mun þéttar en á flestum öðrum svæðum. Ekki er enn komin næg reynsla á djúpslóðina við Norðurland til þess að áætla hámarksafrakstur. Grims- eyjarmiðin virðast þola 180—230 tonna ársafla. Rækjumiðin vi Kol- beinsey virðast þola meiri veiði, en erfitt er að gera sér grein fyrir af- rakstursgetu annarra djúpmiða norð- anlands. Sumarið 1977 hamlaði haf- is mjög veiðum við Norðurland, en það ár veiddust um 680 tonn á djúpmiðum norðanlands, þar af 310 tonn við Grímsey. Liklegt má telja að fleiri mið eigi eftir að finnast við Norðurland. Á Berufirði eru rækjumið á tak- mörkuðu svæði. Nú er talið að há- marksafrakstursgeta þeirra sé 75—80 tonn á ári. Afli á togtima var mjög hár allt árið 1977. Lagt er þvi til að leyfð verði veiði á 85 tonnum veturinn 1977—78. Rækjuvertiðin hefst viðast hvar i október eða nóvember og fæst oft einn þriðji til helmingur vertiðarafl- ans fyrir áramót. Reynt er að hafa leyfilegan hámarksafla nálægt varanlegum hámarksafrakstri og sem jafnastan frá ári til árs vegna þeirra, sem byggja afkomu sina á veiðunum. en slíkt verður þó að ráðast af ástanrji stofnsins hverju sinni. Hvalur og hvalveiðar Siðan veiðar á stórhval hófust að nýju árið 1948 hafa þær verið tak- markaðar við eina landstöð með 4 bátum. Auk þess hefur stöðin sjálf sett ýmsar takmarkanir á veiðarnar, ’t.d. fjölda hvala i veiðiferð. Rannsóknir á langreyði benda til þess. að stofninn sé fullnýttur með núverandi sókn. Samkvæmt tillög- um Alþjóðahvalveiðiráðsins má há- marksafli langreyðar vera mestur 304 hvalir á ári. en þó ekki fleiri en 1524 á hverju sex ára timabili. þannig að i raun má meðalársaflinn ekki vera meiri en 254 á timabilinu. Enn hefur Alþjóðahvalveiðiráðið samþykkt að hámarksafli á sand- reyði sé nú 84 á ári. en veiði á þessari tegund hefur verið mjög sveiflukennd. aðallega vegna breyti- legra gangna. Ekki hef ur ennþá verið sett aflahámark á búrhvalsveiðina við ísland. Á s.l. ári tóku gildi alþjóðleg ákvæði um hámarksafla á hrefnu. Leyfilegur hámarksafli innan is- lenskrar f iskveiðilögsögu er 200 dýr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.