Morgunblaðið - 10.02.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.02.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1978 23 VEÐUR víða um heim Amsterdam 1 heiSskýrt Aþena 15 heiSskýrt Berlin 0 skýjaS Brussel 2 sóiskin Chicago + 4 skýjað Frankfurt 0 skýjað Genf + 1 þoka Helsinki + 12 heiðskýrt Jóhannesarb. 25 sólskin Kaupmannah. + 2 sólskin Lissabon 14 rigning London 3 snjókoma Los Angeles 19 rigning Madrid 12 rigning Miamí 21 rigning Moskva + 8 skýjað New York 2 beiðskýrt Ósló + 5 heiðskýri Palma. Mallorka 13 skýjað Paris 5 skýjað Róm 7 sólskin Stokkhólmur + 5 skýjað Tel Aviv 18 sólskin Tokýó 8 skýjað Vancouver 11 skýjað Vínarborg + 2 skýjað Meira úraníum er á Grænlandi Briissel, 9. feb. AP S-VESTURHORN Grænlands er ríkara af úranium en áður var talið að þvi er talsmaður fram- kvæmdastjórnar Efnahagsbanda- lagsins sagði á fimmtudag. Samkvæmt nýju mati eru um 27.000 tonn af úraníum i Kvane- fjeld á Graenlandi, en ekki 15.700 tonn eins og áður var álitið. Á öðrum stöðum er álitið að séu um 16.000 tonn frekar en 10.000. Sam- kvæmt upplýsingum talsmanns- ins er vinnsla efnisins háð því að fundnar verði nýjar leiðir til að ná þvi úr jarðveginum. — Blaðamenn Framhala af bls. 2 framfæri að til vinnustöðvun- ar er boðað vegna þess að sam- komulag hefur ekki tekizt milli félagsins og viðsemjenda þess um samræmingu á kjörum blaðamanna og frétta- manna Ríkisútvarpsins, en aðilar höfðu orðið ásáttir um slíka samræmingu i samning- unum, sem undirritaðir voru 28. júlí í fyrra. Að mati Blaða- mannafélagsins vantar mikið á að samræming sé á launum þessara tveggja hópa en útgef- endur telja hins vegar að sam- ræming hafi þegar náðst. Sáttaumleitanir hafa reynzt árangurslausar til þessa. — Gengis- skráning Framhald af bls. 32. Alþingi með 11 atkvæðum gegn 6, en fyrr um daginn hafði það verið samþykkt i neðri deild með 23 atkvæðum gegn 8. Þar kom fram breyt- ingartillaga frá Gils Guðmundssyni (Abl) þess efnis að við ráðstöfun þess hluta gengishagnaðarins sem fer til hagræðingar i fisk- vinnslunni skyldi lögð sérstök áherzla á skipulag fiskiðnaðar- ins á svæðum sem verst eru sett atvinnulega og skila lakari nýtingu á hráefni og fjár- magni. Breytingartillagan var felld með 23 atkvæðum gegn 9. — Auka má sókn . . . Framhald af bls. 32. 6 þús. tonna hækkun frá veiðinni á s.l. ári. Þá er og lagt til að hámarksafli loðnu fari ekki yfir 1 milljón tonna á árinu 1978. Um humarstofninn er það að segja að lagt er til að veiðin fari ekki yfir 2.5 þús. tonn á yfirstand- andi ári og er hér um að ræða 200 tonna lækkun frá veiðinni s.l. ár. I skýrslunni segir ennfremur að auka megi mjög hörpudisksveiði frá þeim 3.9 þús. tonnum, er veiddust á s.l. ári, þvi áætlað sé að þekkt mið geti gefið af sér 7.5 þús. tonna ársafla. Þá er og lagt til að heildarafli rækju fari ekki yfir 6.7 þús. tonn á hinum ýmsu veiðislóðum, en þó sé enn óvíst um veiðar á nokkrum veiðisvæð- um, m.a. á djúpslóð úti af Norður- landi. Ennfremur kemur fram í skýrslunni, að lúðustofninn við tsland hafi verið ofnýttur um langt skeið. Heildaraflinn hafi komizt i hámark árið 1958, en þá veiddust 6.7 þús. tonn. Meðalárs- aflinn 1967—1976 hafi verið 2.6 þús. tonn og hlutur íslendinga verið 900 tonn. Sagt er að auka megi spærlings- veiði til muna, en engu að siður verði að fyljgast vel með þeim veiðum. Síðan segir að auka megi lönguveiði, en fram til þessa hafa verið veidd samtals 6—15 þús. tonn af þessum fiski árlega. Þá má og auka sókn í blálöngu. Af henni hafa veiðzt 3—6 þús. tonn á ári og hlutur tslendinga verið um helmingur aflans. Keiluafli á Is- landsmiðum hefur verið 5—8 þús. tonn á ári. Hlutur íslendinga i þessum afla hefur verið breytileg- ur eða frá 1.6 til 4.6 þús. tonn á ári. Eftir 1970 hefur hlutdeild Is- lendinga minnkað en hlutur Fær- eyinga aukizt. Á árinu 1976 var keiluafli Islendinga 2.9 þús. tonn, en heildarafli á Islandsmiðum 5.8 þús. tonn. Langhali er fiskur, sem Islend- ingar hafa ekki hagnýtt að neinu marki ennþá, enda fyrst verðlagð- ur 1976. Engar skýrslur liggja fyrir um veiði hér við land, en vitað er að Sovétmenn veiddu nokkuð af sléttlanghala við Island á árunum 1965—68. Þetta er hæg- vaxta tegundir, og veiðar Sovét- manna við Nýfundnaland hafa sýnd, að afli á sóknareiningu minnkar ört, þegar farið er að veiða langhala í stórum stíl. Þá er í skýrslunni bent á að stórauka megi veiði á kölmunna og segir að líklegt sé að mikinn kolmunnaafla megi fá undan Austfjörðum að sumarlagi, og nauðsyn beri til að kanna betur hve langt fram á haust sé unnt að stunda veiðarnar. BMW í nýjum búningi ÖRYGGI ER ÓMETANLEGT BMW bifreiðar eru byggðar fyrir meiri hraða og álag en flestar aðrar bifreiðar. Stefna BMW verksmiðjanna er að sameina eiginleika sportbíls og þægindi einkabíls. BMW er viðbragðsfljótur, lipur, stöðugur í akstri, rúmgóður með stórum rúðum og þægilegur fyrir ökumann og farþega. Góðir aksturseiginleikar tryggja öryggi í akstri. BMW BIFREIÐ ER ÖRUGG EIGN. KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633 mmmmm^^a^^ma^^mmmmmmmmrnm Utsala Útsala ÚTSALA Á BARNAFATNAÐI. Gaflabúðin Kirkjuhvoli. Skálhyltingar Skemmtikvöld verður haldið í Félagsheimili Kópavogs, laugardaginn 11. febrúar kl. 21. Allir fyrrverandi nemendur Skálholtsskóla hvattir til að koma. Stjórn Nemendasambandsins. Verkakvennafélagið Framsókn Allsherjar atkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar at: kvæðagreiðslu við stjórnarkjör í félaginu fyrir árið 1978 og er því hér með auglýst eftir tillögum um stjórn (5 manna) varastjórn (2 manna) 2 endurskoðenda og einn til vara. Frestur til að skila listum er til kl. 12 á hádegi mánudaginn 13. febr. 1978. Hverjum lista þurfa að fylgja meðmæli 100 fullgildra félags- manna. Listum ber að skila í skrifstofu félagsins í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Stjórnin. Spánarkvöld BENIDORM kynning HÚTEL HÖFN SIGLUFIRÐI 11. FEBRÚAR Feróakynning: BENIDORM Feróabingó Skemmtiatriói Dans Laugardag kl.9 Ferðamiðstöðin hf. Aöalstræti 9 - Simar 11255 & 12940

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.