Morgunblaðið - 19.03.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.03.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 19. MARZ 1978 flt*«gttitfrl*feifr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiSsla Auglýsingar hf. Árvakur. Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson Björn Jóhannsson. Árni GarSar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10100. Aðalstræti 6. simi 22480. Að snúa halla í Iárslok 1975 var gjaldeyr- isstaðan neikvæð um 4.286 m. kr., mæld á-gengi í árslok 1977. Á árinu 1976 batnar gjaldeyrisstaðan verulega, eða um 3.990 m. kr., en var áfram neikvæð í árslok um tæpar 300 m. kr. Þessi bati heldur áfram á árinu 1977. I lok þess árs er gjaldeyrisstaðan jákvæð um 6000 m. kr. Gjaldeyrisstaða er endan- leg niðurstaða allra greiðsluhreyfinga gjaldeyris á vegum bankakerfisins. Hún er því háð þeim erlendu lántökum, sem hverju sinni koma inn í gjaldeyrismynd bankakerfisins, en erlendar lántökur fóru fram úr áætl- un ársins 1977 m.a. vegna mikillar aukningar skipa- innflutnings, bæði fiski- og farskipa. En jafnvel þótt lánahlið gjaldeyrisstöðunn- ar sé höfð í huga, sem skylt er, má ljóst vera, að hún viðskipta- hagnað hefur farið batnandi í tíð núverandi ríkisstjórnar. Viðskiptajöfnuður þjóðar- innar við umheiminn var hagstæður á árunum 1969 og 1970. Árið 1971 verður hann óhagstæður um 3.8 milljarða króna. Árið 1974, eða síðasta valdaár vinstri stjórnarinn- ar, fer óhagstæður við- skiptajöfnuður upp í 15 og Vt milljarð króna. Skuld- bindingar og gjörðir þeirrar stjórnar sögðu og til sín í 21.4 milljarða óhagstæðum viðskiptajöfnuði árið eftir, 1975. Viðskiptastaðan út á við skánar fyrst að ráði árið 1976. Þá lækkar óhagstæður viðskiptajöfnuður í rúma 4 milljarða króna, sem var u.þ.b. 1% af þjóðarfram- leiðslu, en hallinn hafði komizt í um 10% þjóðar- framleiðslunnar fyrir áhrif vinstri stjórnar. Samkvæmt upphaflegum spám fyrir árið 1977 var gert ráð fyrir óhagstæðum viðskiptajöfn- uði það ár í sama hlutfalli af þjóðarframleiðslu og árið áður, þ.e. 1%. Hins vegar er nú Ijóst að óhagstæður viðskiptajöfnuður ársins varð um 10 milljarðar króna, eða 2.8% af vergri þjóðarframleiðslu. Þessi óhagstæði viðskiptajöfnuður stafaði annars vegar af mikilli aukningu skipainn- flutnings, sem fyrr segir, en hins vegar af aukinni al- mennri eftirspurn, sem í senn byggðist á meiri kaup- getu og fjárfestingarsjónar- miðum vérðbólguþjóðfélags- ins. Hann byggðist hins vegar ekki á samdrætti í útflutningi, sem einnig fór nokkuð fram úr áætlun fyrir sl. ár, þó hvergi nærri í sama mæli og innflutningurinn. I upphafi þessa árs, 1978, var ljóst, að þjóðarbúskap- urinn stóð höllum fæti. Verðbólga fór vaxandi og fyrirsjáanlegir vóru rekstr- arörðugleikar útflutnings- greina þjóðarbúskaparins og raunar rekstrarstöðvun í fiskvinnslu — að öllu óbreyttu. Gengi íslenzku krónunnar var orðið óraun- hæft vegna sívaxandi mis- ræmis milli þróunar verð- lags í markaðslöndum fram- leiðslu okkar. Aukinn til- kostnaður heimafyrir gekk sem sé ekki sjálfkrafa út í verðlag í viðskiptalöndum okkar, heldur hlaut að koma fram í rekstrarhalla og jafnvel rekstrarstöðvun, án sérstakra efnahagsráðstaf- ana. Aukinn framleiðslu- kostnaður, umfram verð- hækkanir erlendis, stefndi í verulegan samdrátt í út- flutningsframleiðslunni, at- vinnuleysi heimafyrir og versnandi gjaldeyris- og viðskiptastöðu út á við. Mikil hækkun peningatekna á sl. ári hefur og aukið á eftirspurn eftir innfluttum vörum með neikvæðum áhrifum á viðskiptajöfnuð- inn. Þá hefur það enn aukið á vandann að gengi banda- ríska dollarans hefur farið lækkandi gagnvart óðrum gjaldmiðlum sl. misseri, en verulegur hluti gjaldeyris- tekna okkar er í dollurum. Framangreindar stað- reyndir lágu m.a. til grund- vallar ákvörðunar um geng- islækkun og aðrar efnahags- ráðstafanir til stuðnings atvinnugreinum þjóðarbús- ins. Með þessum ráðstöfun- um var stefnt að því að tryggja öruggan rekstur undirstöðuatvinnuvega og þar með fulla atvinnu, að hamla gegn annars viðblas- andi óðaverðbólgu og lagður grunnur að verðbólguhjöðn- un í náinni framtíð. En þessum ráðstöfunum var jafnframt stefnt að bættum viðskiptajöfnuði og bættri stöðu landsins eða þjóðar- búsins út á við. Til þess að ná þessum margþætta ár- angri þurfti nokkra fórn umsaminna en ekki fram kominna verðbóta á laun. Verðbótaákvæða, sem að öllum líkum hefðu ekki síður rýrnað í örari yerðbólgu, sem aðgerðaleysi hefði fylgt, sem og atvinnusamdrætti, er við blasti. í greinargerð með frv. til laga um breyt- ingu á gengi íslenzkrar krónu og ráðstafanir í kjöl- far þeirrar breytingar, segir, að stefnt hafi í allt að 5 milljarða króna viðskipta- halla á árinu 1978 að öllu óbreyttu. Ráðstafanir þessar muni hins vegar bæta við- skiptajöfnuðinn um 6 til 7 milljarða og snúa halla í afgang. Forsenda bættra lífskjara sem og bættrar viðskipta- stöðu þjóðarinnar út á við er aukin verðmætasköpun í landinu og aukinn útflutn- ingur framleiðsluverðmæta. Traust rekstrarstaða út- flutningsgreina okkar er frumforsenda þeirrar þró- unar. Þá skiptir og miklu máli að hinn almenni borg- ari, ríki, sveitarfélög, fyrir- tæki og stofnanir beini viðskiptum sínum og eftir- spurnum í ríkari mæli hér eftir en hingað til að inn- lendri framleiðslu, ekki sízt á sviði iðnaðar. I því efni geta hinir ýmsu hagsmuna- hópar og þjóðin öll tekið á með ríkisstjórninni í þeirri viðleitni að styrkja undir- stöður efnahagslegrar vel- ferðar í þjóðfélaginu og hagsæld okkar sem heildar, út á við og inn á við, í bráð og lengd. Reykjavíkurbréf Laugardagur 18. marz' Ný krossferð gegn ofbeldi Þessi vika hefur veriö viðburða- rík hér á landi ekki síður en í nágrannalöndum eins og Svíþjóð og Bretlandi. Islenzka Víetnam- nefndin, sem hefur á stefnuskrá sinni að berjast gegn heimsvalda- stefnu í hvaða mynd, sem hún birtist, hefur, í samráði við Friðarsamtök kvenna og fleiri aðila, efnt til margra funda til að mótmæla hernaði sovézku heims- valdasinnanna og kúbanskra her- sveita gegn Sómölum og hafa samtök þessi, ásamt fjölmörgum öðrum, hvatt íslendinga til að mótmæla hernaðaríhlutun sovézkra kommúnista í Eþíópíu og Ogaden-eyðimörk eins harðlega og unnt er, m.a. með mótmæla- stöðu við rússneska sendiráðið við Túngötu; einnig hafa verið harðorð mótmæli gegn morðum eþíópískra valdhafa á saklausu fólki. Sérstök samstarfsnefnd hefur verið skipuð og hefur hún sent frá sér ávarp gegn útþenslustefnu og imperial- isma Rússa og Kúbana, en í nefndinni eiga sæti m.a. Magnús Kjartansson, Starri í Garði, Hlöð- ver Sigurðsson, Þorbjörn Brodda- son, Brynja Benediktsdóttir, Arn- ar Jónsson, Snorri Jónsson, Vé- steinn Ólason, Silja Aðalsteins- dóttir, Bírgir Sigurðsson, Pétur Gunnarsson, Þröstur Ólafsson, Elísabet Gunnarsdóttir, Þórunn Klemensdóttir og Össur Skarp- héðinsson. I ávarpi samstarfsnefndarinnar er heitið á íslenzku þjóðina að þjappa sér saman um málstað lítillar þjóðar, Sómala, gegn hern- aði stórveldis og eru heimsvalda- sinnuð áform Sovétríkjanna og Kúbumanna á hinu mikilvæga svæði við Horn í Afríku fordæmd harðlega og bent á, að þau séu í cðli sínu engu betri en íhlutun Bandaríkjamanna í Víetnam á sínum tíma; þessi hergirni kommúnistaríkjanna tveggja sé ógnun við alþýðu heimsins og sjálfsákvörðunarrétt smáþjóða og fordæmanleg á allan hátt. Skorar nefndin á ríkisstjórn Islands að láta sendinefnd sína hjá Samein- uðu þjóðunum skipa sér í fylkingu með þeim þjóðum, sem lýst hafa andúð sinni á íhlutun þessari, og hafa frumkvæðið um að krefjast þess, að erlendar hersveitir verði á brott úr Eþíópíu og af Ogaden- svæðinu þegar í stað. Undir yfirlýsinguna hafa skrif- að fjölmörg félagasamtök, s.s. öll félög Alþýðubandalagsins og Frjálslyndra og vinstri manna, svo og Samband ungra framsóknar- manna í Reykjavík, Friðarsamtök íslenzkra kvenna, 8. marz hreyfing Rauðsokka, Menningarsamband íslands og Ráðstjórnarríkjanna (MÍR), Verðandi, félag vinstri sinnaðra stúdenta, Iðnnemasam- band íslands, Alþýðusamband íslands og nokkur launþegafélög undir stjórn kommúnista og Sam- band ungra jafnaðarmanna. Fjölmennur útifundur Þá hefur verið efnt til útifundar í Reykjavík eins og öðrum höfuð- borgum nág'rannaríkjanna, þar sem hernaðarstefna Sovétríkjanna hefur verið fordæmd. Aðalræðu- menn voru Helga Sigurjónsdóttir, Guðsteinn Þengilsson og Arnór Sigurjónsson. Á útifundinum, sem var mjög fjölmennur, var sam- þykkt svipuð ályktun og sam- starfsnefndin hefur látið frá sér fara, og var ákveðið að afhenda hana Farafanov, sendiherra. Af fundinum hélt fjölmenn kröfu- ganga undir rauðum fánum og ýmsum félagafánum, þ.á m. fána ASÍ, að bústað sovézka sendiherr- ans, þar sem nokkur hópur mót- mælenda úr Kommúnistaflokki íslands og Marx-Leninistasamtök- unum var saman kominn, með kröfuspjöld, þar sem á var letrað: Niður með heimsveldasinnana! Burt úr Ogaden, Rússar! Berjumst gegn heimsvaldastefnu kommún- istans Kastros! Hypjaðu þig heim, Brezhnev! — og ýmis vígorð önnur. Þegar kröfugangan kom að húsinu, ávarpaði Sigurður A. Magnússon mannfjöldann, en síð- an var Internasjónalinn sunginn alþýðu Sómalíu til styrktar og stuðnings í baráttu hennar gegn heimsvaldastefnu. Þá flutti Jakob- ína Sigurðardóttir ljóð tileinkað Sómölum og loks var þjóðsöngur landsins sunginn. Margir héldu á sómölskum fánum. Jón Múli Árna- son stjórnaði mótmælunum, en Ólafur Ragnar Grímsson afhenti sendiherranum mótmælaályktun- ina. Varð þá nokkur háreysti og létu ýmsir í ljós fyrirlitningu sína og reiði með hrópum og púi. Sendiherrann tók við mótmælun- um, en sagði, að Rússar hefðu sent herlið til Eþíópíu til að veita frelsishernum aðstoð og frelsa sómalska alþýðu undan ofbeldi kúgara sinna og því væri hernað- urinn á þeim slóðum þáttur í frelsisbaráttu heimsins fyrir alþýðuvöldum, gegn kapítalískum heimsvaldasinnum og því gjörólík- ur árás Bandaríkjamanna á Viet- nam. Svo var að sjá, að ýmsir féllust á þetta, a.m.k. hættu formæling- arnar að verulegu leyti, og ýmsir hurfu á brott, en aðrir héldu mótmælunum áfram og var það mikill meirihluti fundarmanna. Nokkru eftir að sendiherrann var horfinn inn í sendiráðið aftur, leystist fundurinn þó upp og fór hver til síns heima. Alþýðubandalagið haföi fund á Hótel Borg og var þar troðfullt, en þar flutti Kjartan Ólafsson aðal- ræðuna, en Verðandi, félag vinstri sinnaðra stúdenta, hafði opið hús í félagsheimili stúdenta og var þar fram borið kaffi og sungin ætt- jarðarlög. Þar var einnig fullt hús. Merkileg dagskrá Útvarpið minntist þessa atburð- ar með sérstakri dagskrá og fór Steinunn Jóhannesdóttir með sómölsk ættjarðarljóð, leikin var sómölsk tónlist og fulltrúi skæru- liða í Ogaden sagði frá reynslu sinni. Þótti lýsing hans á skrið- drekahernaði Rússa þar um slóðir í senn ógnleg og eftirminnileg og hefur Þjóðviljinn lagt út af henni í sérstakri forystugrein, sem vakið hefur mikla athygli af augljósum ástæðum. Þá var sagt frá landi og þjóð og komu ýmsir forystumenn Víetnam-hreyfingarinnar og Sam- taka hernámsandstæðinga fram í þætti þessum. Ráðgert er að sjónvarpið verði sér úti um nokkrar kvikmyndir af átökunum á landamærum Sómalíu og Eþíópíu og sýni þær nokkur kvöld í röð, en þó mun erfitt að fá slíkar myndir, því að Rússar og Kúbanir hafa verið ófúsir að dreifa þeim, eins og Bandaríkjamenn á sínum tíma, þegar átökin um Víetnam stóðu sem hæst. Ekki er búizt við, að unnt verði að fá myndir frá Svíþjóð eða Bretlandi, og getur því orðið bið á, að slíkar heimilda- Sovézkj hershöfdinginn Petrov stjórnaði leiftursókn- inni í Ogaden.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.