Morgunblaðið - 01.04.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.04.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐT LAJJGARDAGUR 1. APRÍL 1978 : u: t:. . . * v* f , 23 Grunaður nm kvennamorð Los Angeles, 30. marz. Reuter. LÖGREGLA Los Angeles-borgar yfirheyrði í kvöld tvo menn sem grunaðir eru um að hafa myrt 13 ungar konur á undanförnum sex mánuðum. Konurnar hafa allar fundist kyrktar á afviknum stöðum í nágrenni borgarinnar. Lögreglustjóri Los Angeles, Daryl Gates, sagði að enn þá hefðu mennirnir tveir, George Shamshak og Peter Mark Jones, ekki verið ákærðir fyrir morðin. Shamshak afplánar nú fang- elsisdóm í Boston, Massachusetts, fyrir bankarán. Hann sagði fangelsisyfirvöldum þar að hann hefði myrt tvær stúlkur 9. og 16. nóvember. Mark Jones var handtekinn á heimili sínu, en hann hefur ennþá ekki játað á sig morðin. Adolf Hitler í Sviss Zurich, 31. marz. AP. STARFSFÓLKIÐ á hótelinu trúði varla eigin eyrum þegar ungur verkamaður gekk ró- lega inn í forsalinn og skráði sig sem gest á hóteiinu undir nafninu Adolf Ilitler. Sú dýrð unga mannsins stóð ekki lengi því að von bráðar var lögregla komin á vettvang. í ljós kom að Hitler hinn ungi og vitorðsmaður hans höfðu staðið fyrir fjölda innbrota í Zurich upp á síðkastið. Var „Hitler" færður til yfirheyrslu hjá lögreglunni umsvifalaust. Óeirðir í Teheran Tehcran, 31. marz. Reuter. HÓPUR óeirðarseggja braut rúð- ur í bönkum í Teheran í dag, kveikt var í bifreiðum og gerður aðsúgur að ýmsum stjórnarskrif- stofum. Er þetta fimmti dagurinn í röð að til mikilla átaka og bióðugra óeirða kemur í íran og þó einkum í höfuðborginni Teher an. Stjórnvöld segja að skipulagð- ur marxistahópur standi fyrir þessum óeirðum og hafi fengið stuðning erlendis frá. en það hefur þó ekki verið nánar skil- greint. Lögregla segir að sami hópur beri ábyrgð á óeirðum í Tabriz í íran í síðasta mánuði, en þá létust 12 manns og um 120 manns slösuðust. Ekki hefur verið greint frá því hvort manntjón varð í átökum dagsins, en í gær létust að minnsta kosti fjórir í bardögum við lög- reglu. Umdeild- Myndin er tekin þegar beigiski auðjöfurinn Jean Edouard Emphain kom til bandarísks sjúkrahúss í Neully eítir að mannræningjar höfðu sleppt honum úr haldi. Epain vísadi á eina vistarveru París, 31. marz. AP. JEAN Empain tókst í dag að vísa lögreglu á hús nokkurt fyrir sunnan París og sagði það vera einn af þeim stöðum þar sem hann var hafður í haldi á þeim nfu vikum sem hann var á valdi mannræningja. Merkur vísinda- maður andast Toronto, 31. marz. Reuter. CHARLES Herbert Best, sem ásamt Frederick Bant- ing uppgötvaði lyfið insúlín árið 1921, andaðist í dag á sjúkrahúsi í Toronto 79 ára að aldri. San Francisco, 31. marz. AP. LÆKNAR létu í dag í Ijós undrun sína yfir pví að ungur maður Harold Brown skyldi hafa lifað af 27 hæða fall í gær. Brown lenti á steinsteyptu gólfi og telja kunnugir aö fallhraði hans hafi verið um 165 kíló- metrar á klukkustund er hann skall í gólf- ínu. Brown tvímjaöma- grindarbrotnaöi, hné- skeljarnar á báöum fótum brotnuðu sem og annar hæll Browns, en svo virð- ist sem hann hafi enginn innvortist meiðsl hlotið af fall- inu. Samkvæmt frásögn Lifði af 29 hæða fall vitna komst Brown inn í hina 32 hæða Trans- america-byggingu í San Francisco seint um á miövikudags- kvöld er öryggisvörð- ur hleypti starfsmanni við bygginguna út. Brown hljóp inn og fram hjá dyraverðin- um kallandi: „Mig langar til að sjá mann- inn sem býr á toppin- um, ég var sendur af Guði." Öryggisvörður- inn og lögregla eltu Brown upp á 32. hæð, en þar tókst Brown að komast inn í loftræsi- göng. Klifraði Brown niður þrjár hæðir, æp- andi fúkyrði að eftir- leitarmönnum sínum oghrækjandi á þá. Þá hrópaði hann „bless" til lögreglunnar og lét sig falla niður 29 hæð- ir. Brown var með fullri meövitund er hann var fluttur í sjúkrabif- reið á sjúkrahús og söng hann þá pop-lög hástöfum, milli þess sem hann stundi: „Hjálpaðu mér, Guð, hjálpaöu mér.“ Ekki er vitað hvort Brown var undir áhrif- um fíkniefna. Uppgötvun Bests og Bantings var byggð á kenn- ingu um að efni í magakirtli gæti minnkað hlutfall sykurs í blóðinu. Kenningin var ekki ný af nálinni, en tvímenningunum tókst fyrstum allra að einangra insúlínið úr magakirtlum hunda. Best fæddist 1899 í West Pembroke, Maine, og var af kanadísku bergi brotinn. Hann stundaði nám í læknisfræði við háskólann í Toronto og kynntist þar Banting. Banting og Best hlutu ásamt deildarstjóra læknis- fræðideildarinnar við háskólann í Toronto, J.J.R. Macleod, Nóbels- verðlaunin í læknisfræði 1923. Banting var aðlaður 1934 fyrir framlag sitt til læknavísindanna, en fórst sjö árum síðar í flugslysi. Best lét af störfum fram- kvæmdastjóra Best og Bantining deildar tilraunalæknisfræði við Torontoháskóla 1967 og varði síðustu árum sínum til fyrirlestra- ferða um sykursýki. Han barðist ötullega fyrir því að tilraunir væru gerðar með fleiri lyf gegn sykur* sýki og var sjálfur mikils metinn fyrir rannsóknir sínar. Empain gekkst undir læknis- rannsókn eftir að honum var sleppt en fór af sjúkrahúsinu í dag. Var þá ekið til hússins í Savigny-sur-gorge að fyrirsögn hans, að því er lögregluheimildir sögðu. Skýrði Empain lögreglunni frá því að hann hefði verið fangi í kjallara þessa húss síðustu þrjár vikurnar sem hann var í haldi. Ung hjón eiga húsiö og hafa þau nú verið handsömuð og grunuð um að vera viðriðin málið. Frönsk lögregluyfirvöld skýrðu einnig frá því að tekizt hefði að þekkja fimm aðra sem grunaðir eru um að vera félagar í hópi þeim sem stóðu að ráninu á Empain. opnaður Tokýó, 31. marz. Reuter. JAPANSKA ríkisstjórnin ákvað á fundi í dag að opna hinn nýja og umdeilda al- þjóðaflugvöll við Tókýó um miðjan maí, að því er tals- maður ríkisstjórnarinnar skýrði frá í dag. Ekki hefur enn verið ákveðið nákvæmlega hvaða dag flugvöllurinn verður opn- aður, en það verður væntan- lega ákveðið á næsta ríkis- stjórnarfundi á fimmtudag. Forsætisráðherra Japans, Takeo Fukuda, sagði í dag, að hann væri staðráðinn í að láta ekkert koma í veg fyrir opnun flugvallarins í maí. Öll öryggisvarzla verður hert á vellinum, en hans gæta nú um 14.000 lögreglumenn. Sovézkur skip- stjóri sektaður Portsall, Frakklandi, 31. marz. Reuter. SKIPSTJÓRI sovéska flutninga- skipsins Aktau var í dag dæmdur í 30.000 franka sekt (2,1 milljón krónur) fyrir að hafa dælt olíu í Ermarsund. Tveir ferjuskipstjórar tiíkynntu yfirvöldum að þeir hefðu séð olíunni dælt úr flutningaskipinu. Er þar nokkurra kílómetra olíu- brák. Þetta gerðist 1971 — Upplýsingar frá Mariner 10 gefa til kynna að enginn fylgi- hnöttur snúist um Merkúr. 1968 — Stórsókn hafin til að bjarga banda- rískum iandgöngulið- um úr umsátri í Khe Sanh í Suður-Víetnam. 1966 — Stjórn Harold Wilsons endurkjörin með niikluni meiri- hluta í þingkosningum í Bretlandi. 1960 — Suður-Afríku- stjórn bannar samtök blökkumanna (Afríska þjóðarráðið og Ala- fríska þjóðarráðið). 1918 -- Rússar hefja truflanir á samgöng- um milli Berlínar og Vestur-Þýzkalands. 1945 — Innrás Banda- ríkjamanna i Okinawa hefst. 1939 — Franco lýsir yfir að borgarastríðinu á Spáni sé lokið. 1933 — G.vðingaof- sóknir hefjast í Þýzka- landi. 1918 - Brezki flug- herinn (RAFl stofnað- ur. 1572 — Frelsisstríð Hoilendinga hefst. Afmælii Wiliiam Harvey, enskur eðlis- fraiðingur (1578 — 1657) — Otto von Bis- marck fursti, þýzkur stjórnskörungur (1815 — 1898) — Edmond Röstand. franskur rit- höfundur (1868 — 1919) — Sergei Rach- maninoff, rússneskt tónskáld (1873 - 1943) — Debbie Reynolds, bandarísk leikkona (1932 —) — lafði Ciem- entine Churchiil, kona brezka forsætisráð- herrans (1885 — 1977). Hugleiöing dagsinsi Hverja mínútu sem við erum reiðir glötum við sextíu sekúndum af hamingju — Ralph Waldo Emerson, bandarískur rithöf- undur (1803 — 18821. Ösennilegt að lík Chaplins finnist Vevey, Sviss, 30. marz. Reuter RANNSÓKNARDÓMARI sagði í dag. að óliklegt væri að lík gamanleikarans Charlie Chaplins, sem rænt var úr gröf hans fyrir nær mánuöi. fvndist nokkurn tíma. Dómarinn sagði að svissneska lögreglan hefði náið samstarf við lögreglu ann- arra landa út aí ráninu. en ekkert sem ljósi gæti varpað á málið hefði komið fram. Engar marktækar kröfur um lausnargjald hafa verið bornar fram, en talsverður fjöldi fólks hefur þótzt hafa líkið undir höndum og krafizt lausnargjalds. Við athugun hefur alltaf reynzt verið um gabb að ræða. Lögregla á ekki von á að líkræningjarnir láti nokkurn tíma í sér heyra en telur að líkinu hafi rænt menn, sem töldu að það ætti betur heima í annarri gröf. Stöðugur straumur aðdáenda Chaplins fer þó til hinnar tómu grafar hans í Vevey, og á hverjum degi eru lagðar á hana nýjir blómsveigar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.