Morgunblaðið - 01.04.1978, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.04.1978, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1978 33 kynnzt því af eigin raun, að slíkt fólk hefur lifað jarðnesku lífi og ekki aðeins í bókum stórskálda. Slík reynsla vekur manni fögnuð. I henni er fyrirheit um sigur þess góða í grimmilegum átökum ógn- legrar aldar. Katrín var ákveðnari en Ingólf- ur. Hún var honum góður bak- hjarl, svo afskiptalaus sem hann var af öllu veraldarvafstri. Það sópaði að henni þegar hún var upp á sitt bezta og sá um gestrisni þeirra af gjöfulu hjarta. En það áttu þau sameiginlegt að spyrja ekki um eigin hag heldur gleði og aðbúnað annarra. Til þeirra var því auðvelt að sækja þá andlegu næringu og upplýsta viðhorf, sem bezt hefur dugað alþýðu manna hér á landi fyrr og nú. En af öðrum auði veraldlegum gátu þau ekki miðlað. Þó fannst börnunum aldrei neitt skorta á æskuheimil- inu, enda kunnu þau bæði til verka, ekki sízt húsmóðirin, sem saumaði jafnvel hverja flík á húsbóndann og börnin fimmtán. Sú kynslóð, sem nú er að vaxa úr grasi, mætti staldra við líf þessa fólks og íhuga raunveruleg verð- mæti með hliðsjón af þeirri lífsfyllingu, sem hægt var að sækja í baðstofuhlýtt umhverfi tengdaforeldra minna — og þeirra líka. Þegar yngri tvíburarnir, Magnús og Páll, þurftu að fara tií náms í Menntaskólann á Akureyri, fluttust þau að Kaupangsbakka í Eyjafirði og undu þar allvel hag sínum, þar til Ingólfur dó í janúar 1954. Hann hafði kviðið því að hverfa frá Hólsfjöllum vegna þess honum þótti sem þá væri bóndastarfi hans teflt í tvísýnu. En þegar hann naut sín í nýju og vinalegu umhverfi Eyjafjarðar, tók hann gleði sína og hafði jafnvel orð á því, að þau hefðu vel mátt flytjast fyrr. En nú var komið að sárs- aukafullri skilnaðarstund. Þau giftu sig 14. sept. 1913 og höfðu búið í góðri og farsælli sambúð um 40 ára skeið. Katrín átti sterka trú og sagði stundum, þegar móti blés og harmur var að þeim kveðinn: Þetta hefur víst átt að fara svona. Sú sannfæring nægði henni í einu og öllu, að einhver tilgangur væri í órannsakanlegum vegum guðs, ekki síður en þær götur áttu sér tilgang og markmið, sem lágu um æfintýri Vopnafjarðar í æsku hennar. í dag verður hún lögð við hlið Ingólfs í kirkjugarði Akureyrar. Sízt af öllu mundi hún telja þennan lokakafla í lífsbók sinni tilgangslausan. Af því mættu niðjar hennar, sem nú eru stórt hundrað, ýmislegt læra. En þó er þeim áreiðanlega þakklæti efst í huga og stoltir mega þeir vera af þessari konu, sem stendur okkur fyrir sjónum eins og sú eik sem blessuð er, margffaldast og uppfyll- ir jörðina. Þegar yngstu drengirnir þurftu að fara í Háskólann, fluttist Katrín til Reykjavíkur og bjó þeim heimili, þar til þeir kvæntust, en tók svo aftur að sér heimili Páls, sonar síns, og barnungrar sonar- dóttur, Guðnýjar Þóru, þegar Guðrún, kona Páls, dó í blóma lífsins. Þá var Katrín komin hátt á áttræðisaldur, en vílaði ekki fyrir sér að taka við nýju hlut- verki. Hún hafði unnið í Heklu á Akureyri og síðar í Bláfeldi í Reykjavík og sparaði ekki hlýyrðin um það góða fólk, sem hún vann með, né heldur þá- drengskapar- menn hjá lífeyrissjóði Iðju sem léttu undir með henni. Og í Borgarspítalanum átti hún ekki orð yfir það góða fólk, sem rétti henni líknandi hendur, og kvaddi lífið með undursamlegu þakklæti til þess, sem veitti henni hlutdeild í því fagnaðarerindi, sem vex úr góðum hug — til staðfestingar á þeim miklu sannindum, að þar eru guðs vegir, sem góðir menn fara. Sjálf var hún einn þeirra; góðorð til allra manna. Matthfas Johannessen Leikfélag Kópavogs Snœdrottningin Syning í dag kl. 3 Fáar sýningar eftir Miöasala frá kl. 1, sfmi 41985. AlKa.YSINOASIMINN ER: 22480 El B1 E1 B1 B1 B1 B1 SiiðWat Bingo kl. 3 i dag. Aðalvinningur vöruúttekt ffyrir kr. 40.000.— B1 B1 B1 B1 B1 B1 B1 BlElElElEIElEIEnElElEIEIEIEIElElElElBUilBl Opiö i kvöld Opiö i kvöld Opið i kvöld HÖT<L /AúA SÚLNASALUR Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar og söngkonan Þuríður Sigurðardóttir Dansað til kl. 2 Borðpantamr i sima 20221 eft- irkl. 4. Gestum er vinsamlega bent á að áskilinn er réttur til að ráðstafa fráteknum borðum eftir kl 20 30 Átthagasalur — Lækjarhvammur Opiö í kvöld til kl. 2. Hinir bráðskemmtilega og sívinsælu LÚDÓ OG STEFÁN leika ffyrir dansi. Opiö i kvöld Opið i kvöld Opið i kvöld Tilboð óskast í nokkrar fólksbifreiöar, Pick-Up bifreið og jeppabifreið er veröa sýndar að Grensásvegi 9 þriðjud. 4. apríl kl. 12—3. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri kl. 5. Sala Varnarliðseigna. Morgunblaðið óskar eftir blaðburðarf ólki AUSTURBÆR ingolfsstræti, Miöbær Sigtún Hverfisgata ' . „ 4-62. Uthverfi Sogavegur Upplýsingar í síma 35408 wgunftfiifrtfe l.apríl II1 gleðin er í Festi þetta kvöld Muniö, tíu tær uppí loft, takmarkiö, enginn sneyptur heim. HAUK A-stuð — HAUKA-stuðið er orginai. Sætaferðir: B.S.Í., Hafnarfirði og Torginu, Keflavík. 1. apríl nefndin. Hlutavelta Vals veröur haldin í lönaöarmannahúsínu Hallveigarstíg kl. 14.00 sunnudaginn 2. apríl. Fjöldi eigulegra muna. Engin núll — Mætiö snemma. Handkanttleiksdeild Vals.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.