Morgunblaðið - 01.04.1978, Blaðsíða 48
AKiLVSIMiASIMINN ER:
22480
FUrgunblfibih
AKílVsINííASÍMINN ER:
22480
JRarflwnblntijÖ
LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1978
Kristján Thorlacius formaður BSRB og Matthías Á. Mathiesen fjármálaráðherra ræðast við á
fundinum í gær í hópi samninganefndarmanna BSRB og ríkisins.
37 grunna í Nígeríu
Lokíð við að steypa
Innan íslenzku ríkisstjórnarinn-
ar fellur seta á þessu fundum
undir forsætisráðherra og sat því
Geir Hallgrímsson fundinn af
hálfu íslands, en af hálfu Svía
Johannes Antonsson, formaður
ráðherranefndarinnar, Bjartmar
Gjerde, orkumálaráðherra Noregs,
Pirkku Työlajárne, félags- og
heilbrigðisráðherra Finna og Lisa
Östergaard, aðstoðarutanríkisráð-
herra Danmerkur.
Á dagskrá fundarins hér var
aðallega framkvæmdaáætlun ráð-
Frá fundi norrænu ráðherranna í Norræna húsinu í gær.
Ljósm.i RAX
r
10-manna nefnd ASI:
Stefnt að útfhitn-
mgsbanni 10. apríl
Endanleg ákvörðun tekin af Verkamannasambandinu eftir helgi
FULLTRÚAR Aiþýðusambands
Islands og vinnuveitenda áttu
saman stuttan fund í gærmorgun.
Þar kynntu menn hugmyndir
þær. sem hvor aðili um sig haíði
ra-tt í sinn hóp og tilkynntu
vinnuveitendur jafnframt að þeir
hefðu óskað eftir viðræðum við
ríkisstjórn um málin, en eins og
kunnugt er hefur ASÍ gert kröfur
Bíómiðinn
í 500 kr.
HEIMILUÐ hefur verið 259?
hækkun á aðgöngumiðum kvik-
myndahúsa. Hækkar miðinn úr
400 krónum í 500 krónur og
barnamiðinn h.ækkar úr 200 í
250 krónur. Framangreint verð
er miðað við venjulegar sýning-
ar en kvikmyndahúsunum er
heimilt að hækka miðaverð á
sérstakar sýningar, t.d. þegar
sýndar eru nýjar myndir.
um ígildi kjarasamninganna eins
og það var orðað á sínum tíma.
Er búizt við því að vinnuveit-
endur ræði við stjórnvöld eftir
helgi. Að því viðtali loknu myndu
vinnuveitendur si'ðan eiga fund
með ASÍ á ný. Eftir fundinn í gær
kom 10-manna nefnd ASÍ síðan
saman til fundar og var þar
ákveðið að stefnt skyldi að
útflutningsbanni. sem boðað yrði
na*stu daga og gæti komið til
framkvæmda einhvern tíma upp
úr 10. apríl.
Ólafur Jónsson, forstjóri Vinnu-
veitendasambands Islands kvað
menn hafa skilið í góðu eftir
viðræðufundinn í dag. Hann kvað
fulltrúa ASÍ eftir atvikum látið
sér vel líka þá tilkynningu vinnu-
veitenda að þeir hefðu óskað eftir
viðræðum við ríkisstjórnina, en
hefðu jafnframt tilkvnnt að þeir
halc
Fram húlcl á bls. 27
„ÞAÐ er óhætt að segja að
framkvæmdir gangi vel hjá okk-
ur og nú þegar erum við búnir að
steypa samtals 37 grunna undir
hús í þeim byggingaráföngum,
sem við erum með,“ sagði Haf-
steinn Baldvtnsson hjá Scan-
house Ltd. í Lagos í Nígeríu
þegar Morgunblaðið ræddi við
hann í gærdag þar syðra.
Hafsteinn sagði að þeir væru
með tvö verk í gangi nú, annars
vegar væru þeir með 168 einbýlis-
hús og búið væri að steypa 20
grunna af þeim áfanga og hins
vegar væru þeir með 101 einbýlis-
hús, þar væri lokið við að steypa
17 grunna. Auk þessa væru þeir
einnig að reisa stálgrindarhús,
sem þeir væru með umboð fyrir i
Nígeríu.
Að sögn Hafsteins vinna nú á
milli 500 og 550 manns við
byggingarframkvæmdir á vegum
Scanhouse í Nígeríu og þar af væri
21 Evrópubúi, sem ynni við þessar
framkvæmdir. Langflestir væru
Islendingar eða 14 talsins og þar
við bættist að stjórnendur Scan-
house væru frá Íslandi.
Hafsteinn sagði að ís-
lendingarnir hefðu það allir mjög
Framhald á bls. 26
Ungir ofbeldis-
menn ráðast að
fólki og bílum
Rannsóknarlögreglan hafði í
gær til yfirheyrslu unga pilta á
aldrinum 15—16 ára, sem í
fyrrinótt gengu ölvaðir um götur
bæjarins, réðust að tveimur
mönnum, rændu annan þeirra og
skemmdu auk þess nokkra bíla.
Piltarnir höfðu verið að drekka
áfengi fyrir utan Klúbbinn á
fimmtudagskvöldið. Að dansleik
loknum lentu þeir í ryskingum við
mann nokkurn en hann losnaði
undan þeim og gekk heim á leið.
Piltarnir, sem voru 5 saman,
Framhald á bls. 26
Samstarfsráðherrar
Norðurlanda funda hér
FUNDUR ráðherra þeirra á
Norðurlöndum sem fara mcð
norræn málefni innan ríkis-
stjórna sinna var haldinn hér í
Norræna húsinu í gær. Alls sátu
milli 25 og 30 manns fundinn,
ráðherrar, embættismenn og
starfsmenn.
herranefndarinnar fyrir næsta
starfsár og fjárhagsáætlun, að
sögn Guðmundar Benediktssonar,
ráðuneytisstjóra í forsætisráðu-
neytinu.
Heimildamynd um Geys-
isslysið í undirbúningi
Verið að ljúka við mynd um Engel Lund hjá Sagafilm
KVIKMYNDAFÉLAGIÐ Saga-
film er um þcssar mundir að
undirbúa gerð heimildamyndar
um Geysisslysið á Vatnajökli,
jafnframt því sem verið er að
Ijúka gcrð myndar um ævi og
feril söngkonunnar kunnu,
Engel Lund eða Göggu Lund,
eins og hún er jafnan nefnd í
kunningja hópi, en hún hefur
átt meiri þátt en nokkur annar
í að kynna fslenzk sönglög og
þjóðvísur á erlendri grund.
Aðstandendur Saga-film eru
þeir kvikmyndagerðarmennirnir
Snorri Þórisson og Jón Þór
Hannesson, en ásamt þeim
hefur Frank Ponsi listfræðingur
unnið að gerð myndarinnar. í
myndinni er æviferill Engel
Lund rakinn í máli og ljósmynd-
um en fléttað inn í viðtölum við
hana og fólk sem þekkir hana
eða hefur unnið með henni, bæði
hér heima og erlendis.
Að sögn Jóns Þórs Hannes-
sonar er m.a. rætt við fólk sem
vann með henni og umgekkst
hana úti í Bretlandi, og voru þau
viðtöl tekin ytra. Meðal þeirra
sem rætt er við, er undirleikari
hennar þar, forstöðumaður
listasals þar sem Engel Lund
kom oft fram og við ekkju
brezka tónskáldsins, Vaughan
Williams, sem er kunningjakona
hennar frá fornu fari. Þá var
einnig kvikmyndað úti í Dan-
mörku, þar sem Engel Lund
dvelst ávallt á sumrin og sést
hún þar með systkinum sínum
og einnig er brugðið upp mynd-
um héðan að heiman af starfi
Engel Lund í Tónlistarskólanum
í Reykjavík og þar sem hún er
meðal vina sinna.
Myndin um Geysisslysið er
Framhald á bls. 27
F j ármálaráðherr a
hafnaði endurskoð-
un kaupliða BSR6
FUNDUR var í ga*r haldinn með
fjármálaráðherra og samninga-
nefnd ríkisins annars vegar og
formanni og samninganefnd
BSRB hins vegar, þar sem rædd
var krafa bandalagsins um
cndurskoðun kaupliða kjara-
samnings BSRB vegna skerðing-
ar vísitölubóta. Á fundinum
afhenti fjármálaráðherra skrif-
legt svar við kröfum BSRB, þar
sem tilgreindar voru ástæður
fyrir því að ekki væri grundvöll-
Framhald á bls. 27