Morgunblaðið - 01.04.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.04.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1978 HÓLMUR Á STRANDSTAÐ í ÓLAFSFIRÐI — Eins og sést á þessari mynd er Hólmur strandaður skammt frá hafnargarðinum á Ólafsfirði og þar rétt fyrir ofan er byggðin. Ljósm.: Svavar Magnússon. RARIK hefur greitt 55 millj. olíuskuldina Fékk 305 milljónir kr. til þess og til efniskaupa i Austurlínu Qvíst hvort Hólmur næst á flot: Rætt um að moka saltinu úr skipinu EKKI tókst að ná færeyska flutningaskipinu Hólmur af strandstað í Olafsfirði í fyrrinótt, eins og þá var ráðgert. Varðskip- ið Óðinn reyndi þá að ná Hólmi á flot á flóðinu um nóttina. en þá vildi ekki betur til en svo að dráttarvírinn slitnaði við hlið varðskipsins. Síðan hefur ekki verið reynt að ná skipinu á flot, og óvíst er hvort það er hægt mcð góðu móti, þar sem skipið hefur nú sigið töluvert í sandin. Hins vegar hefur verið rætt um að létta skipið. með því að moka saltfarminum fyrir borð, en það hefur ekki verið ákveðið enn. Þá var Morgunblaðinu tjáð í gær gð menn deildu um hvort það borg- aði sig að ná Hólmi á flot, þar sem skipið er orðið 55 ára gamalt. Morgunblaðið var tjáð í gær, að komið hefðu upp óskir um að létta Hólm, — en í skipinu eru 100 lestir af salti — með því að moka saltinu í sjóinn, en tryggingarfélag skips- ins hefði neitað þeirri ósk af einhverri ástæðu. Ahöfn skipsins hefur verið um borð frá því að það strandaði og átt sæmilega vist, en í gærkvöldi átti að flytja áhöfnina í land á Ólafsfirði. Þá eru menn frá tryggingarfélagi skipsins og eigendum þess væntanlegir til Ólafsfjarðar á morgun. Hluti Reykjavík- ur vatnslaus í gær STÓR hluti Reykjavíkurborgar varð vatnslaus eftir hádegi í gær og var vatn almennt ekki komið í hús fyrr en eftir kvöldmat. bað voru aðeins hús í austasta hluta borgarinnar sem ekki urðu vatns- laus. og að sögn bórodds Th. Sigurðssonar vatnsveitustjóra, er langt síðan jafn stór hluti borgar- innar hefur orðið vatnslaus. Þóroddur Th. Sigurðsson sagði þegar Morgunblaðið ræddi við hann, að það hefði verið um kl. 9 í gærmorgun, sem fyrst hefði orðið vart bilunar á vatnsæð inn til borgarinnar. Vinnuvél frá Hlað- bæ, sem var að grafa fyrir aðfærsluæð hitaveitunnar frá Elliðaá að Öskjuhlíð, hefði þá rifið í sundur 600 mm vatnsæð sunnan við Bústaðaveg. Þessi æð hefði verið skammt frá aðalæðinni inn til borgarinnar og þegar átt hefði Framhald á bls.26 „RAFMAGNSVEITUR ríkisins hafa gert upp vanskilaskuldir sínar vegna úttekta í janúar og febrúar, eins og lofað var,“ sagði Vilhjálmur Jónson, for- stjóri Olíufélagsins h.f., í sam- tali við Mbl. í gær. „Næsti gjalddagi hjá þeim er svo 25 apríl, en þá eiga þeir að greiða fyrir marzúttektina*. Eins og komið hefur fram, námu vanskil rafmagnsveitn- anna vegna olíukaupa í janúar og febrúar 55 milljónum króna, en Vilhjálmur Jónsson sagði, að „vanskilavextir yrðu reiknaðir eftir á“. Kristján Jónsson, rafmagns- stjóri, sagði í samtali við Mbl., að auk 55 milljónanna hefði Rarik fengið 250 milljónir króna til að leysa út efni í Austurlínu og myndi vinna við hana nú hefjast aftur og yrði vonandi Laus úr gæzlu MAÐUR sá sem á föstudaginn langa var settur í gæzluvarðhald vegna kæru ungrar stúlku um nauðgun, var sleppt lausum í gærkvöldi, en þá þótti ekki ástæða til að yfirheyra hann lengur að sinni. Útsölunni að ljúka: 500 tonn af smjöri hafa selzt ALLMJÖG hefur gengið á þá fjárhæð. sem ríkisstjórnin ákvað að leggja fram í því skyni að auka smjörsöluna í landinu og minnka smjör- birgðir. Samkvæmt upplýsing- um Guðmundar Sigþórssonar deildarstjóra f landbúnaðar- ráðuneytinu þarf á næstunni að taka til athugunar hvort hætta skuli „smjörútsölunni“ cða leggja fram meira fé til að greiða niður smjörverðið. Samkvæmt upplýsingum Guðmundar hefur smjörsala verið mjög mikil síðan smjör- verðið var lækkað. Hefur smjörsalan numið 500 tonnum á s.l. tveimur mánuðum en áður er gripið var til þess ráðs að lækka smjörverðið var mánaðarsalah á bilinu 110—120 tonn. Salan hefur því ríflega tvöfaldast. Verulega hefur gengið á smjörbirgðirnar eða „smjörfjallið" svokallaða, en þær voru um 1100 tonn áður en gripið var til fyrrgreindra ráðstafana til að auka smjör- söluna. Tuttugu ritstjórar frá sænskum kratablöðum eru staddir hérlendis lokið við hana á árinu. Efni í Vesturlínu sagði Kristján að kæmi ekki fyrr en í maílok eða í júní. Kristján sagði, að þessar 305 milljónir kæmu þannig til, að flýtt hefði verið greiðsluáætlun ríkissjóðs til fyrirtækisins með- an unnið er að heildarlausn mála, eins og Kristján orðaði það. UM 20 ritstjórar frá blöðum sænskra jafnaðarmanna dveljast um þessar mundir hér á landi. Komu þeir í gær og ætla að vera hér til 3. apríi, aðallega í því skyni að kynna sér efnahagsmál og stjórnmálaástandið hér á landi eftir því sem tækifæri gefst til. Hitaveita Akureyrar formlega vigð í gær Gunnar Thoroddsen orkumálaráð- herra skrifar nafn sitt í gestabók Hitaveitu Akureyrar við vígslu hitaveitunnar í gær. aESI' Akuroyri. 31. marz. HITAVEITA Akureyrar var formlega vígð og tekin í notkun í dag, við hátiðlega athöfn, sem hófst í dælustöðinni á Laugalandi kl. 14. bar voru viðstaddir meðal annara Gunnar Thoroddsen orku- Stefán Reykjalín. forseti bæjarstjórnar Akureyrar, ræsir dælubúnaðinn í dæluhúsinu að Laugalandi, við hlið hans er Ingólfur Árnason, formaður hitaveitunefndar Akureyrar. Ljósm.: Sv.P. málaráðherra og frú hans, Jakob Björnsson orkumálastjóri, for- svarsmenn Landsbanka íslands, bæjarfulltrúar á Akureyri, starfs- menn hitaveitunnar og fleiri gestir. Athöfnin hófst með því, að Ingólfur Árnason, formaður Hita- veitunefndar Akureyrar, flutti ræðu og lýsti aðdraganda að stofnun fyrirtækisins, en síðan bað hann Stefán Reykjalín, forseta bæjarstjórnar Ákureyrar, að þrýsta á hnapp og setja í gang dælu til merkis um það að hitaveitan væri formlega tekin til starfa. Stefán Reykjalín flutti síðan stutt ávarp og þegar hann hafði lokið máli sínu og sett dæluna í gang tók séra Bjartmar Kristjáns- son sóknarprestur á Syðra-Lauga- landi til máls. Síðan talaði dr. Gunnar Thoroddsen orkumálaráð- herra og flutti Akureyringum og Framhald á bls. 26 Aðalfundur Iðnaðarbankans Aðalfundur Iðnaðarbankans verður haldinn í dag, laugardag og hefst kl. 2 að Hótel Sögu. A fundinum verður greint frá starfi bankans á s.l. ári og lagðir fram reikningar. Á fundinum verður tekin ákvörðun um útgáfu jöfnun- arhlutabréfa og aukið hlutafé. Hluthafar í Iðnaðarbankanum eru nú um 1300.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.