Morgunblaðið - 01.04.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.04.1978, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1978 UfllHOIIP Umsjón. TRYGGVI GUNNARSSON OG ANDERS IIANSEN. Arðránshugtak kommún- ista er vel þekkt í heimi stjórnmála og hagfræði. Það gengur út frá því að atvinnu- rekendur hirði afrakstur vinnu verkalýðsins sem aftur fái aðeins lítinn hlut verð- mætanna sem vinnan hefur skapað, rétt nóg til að skrimta af meðan atvinnu- rekendur lifa í vellystingum praktuglega. Þessi kenning kommúnista nær eðlilega ekki yfir þann stóra hóp manna í þjóðfélagi okkar sem lifir góðu lífi á hlut verkalýðsins, sum sé þá sem hafa sitt lífsstarf og lifibrauð af því að vera í svokallaðri forystu fyrir verkalýðnum. Hér er að sjálfsögðu átt við bubbana sem nefna mætti verkalýðs- rekendur til samræmis við þá stétt sem þeir sjálfir segja lifa afætulífi á verkalýðnum. Ábyrgðarleysi og ósvífni þessa hóps hefur aldrei haft í för með sér annað en óþægindi og erfiðleika fyrir alþýðufólkið sem þeir smjaðra fyrir og vilja ráðsk- ast með, enda eru þeir langflestir illa upplýstir og greindarlausir aular. Hvað eftir annað hafa þeir orðið uppvísir að misnotkun stöðu sinnar í pólitískum loddaraleik við ímyndaða „óvini alþýðunnar." Þeir víla það ekki fyrir sér að fórna hagsmunum fólksins fyrir hvert það smápeð sem þeir telja sínum vafasama máls- stað til framdráttar. Þeim stæði hjartanlega á sama ef út breiddist atvinnuleysi meðal launafólks ef þeim sjálfum væri borgið og „verkalýðsflokki" þeirra yk- ist lítilsháttar fylgi. Þetta sjónarmið að setja eigin hag og flokksins ofar hag alþýðufólksins hefur Þeir héldu að ófrægingar- og fölsunarherferð þeirra gegn efnahagsráðstöfunum ríkis- valdsins væri árangursrík og þeir töldu að ríkisstjórnin nyti ekki trausts almennings. Hvort tveggja var byggt á röngu mati og misskilningi. Flestir munu einnig á þeirri skoðun að vænlegra sé að eftirláta þeim stjórn efnahags- og atvinnumála sem til þess hafa þekkingu og hæfileika. Fólk er enn ekki búið að gleyma sjóðþurrð vinstri stjórnarinnar þó að Hreinn Loftsson: Verkalýðshreyfing á villigötum margoft opinberast, núna síðast þegar þeir reyndu að etja þjóðinni til lögbrota. Þá sýndi alþýðan eftirminnilega hversu „sómakær og löghlýð- in“ hún er, sfo notaður sé frasi eins verkalýðsrekand- ans í sjónvarpinu á dögunum. Þjóðin sneri einfaldlega baki við fyrirmælum verkalýðs- rekendanna. Það var áminn- ing sem þeir áttu ekki von á. Staðreyndin er nefnilega sú að allur þorri almennings hugsar til þess með hryllingi að þessir menn hafi hin minnstu áhrif á gang þjóð- mála. Ástæðan er einfaldlega frammistaða þeirra í verka- lýðshreyfingunni sjálfri, þar sem þeir hafa hvatt til stéttastríðs og vinnudeilna til þess eins að gera ríkis- valdinu erfitt fyrir. aðstandendur hennar vilji gleyma. Allir vita að enn sjást þeirrar helstjórnar merki. En af grunnhyggni og fyrirlitningu á alþýðunni sem þeir segjast berjast fyrir, telja þeir að enn sé hægt að bjóða upp á sömu klisjurnar og ala á sömu óánægjunni. Þess vegna biðu þeir spenntir kosninganna í vor þangað til hin misheppn- aða verkfallsboðun kveikti hjá þeim ljós. En það ljós slökknaði jafnskjótt og enn bíða þeir kosninganna í ofvæni, fremur þó af ósk- hyggju en rökhyggju. Þeir vilja nefnilega ekki vita það að íslensk alþýða hugsar þessum óvini sínum þegjandi þörfina. Fyrir henni rann upp ljós sem ekki hefur slokknað, ljós sem beinist að hinum sönnu arðrænendum hennar. Ljós sem lýsir upp blóðsuguna sem frá öndverðu hefur lifað og nærst á henni og aldrei gert annað en ógagn. Þrátt fyrir kenningu kommúnista sem verkalýðs- rekendur hafa borið fyrir sig um arðrænendur verkalýðs- ins þá hafa þeir opinberast henni sem hinir einu sönnu arðrænendur og afætur. Þeir hafa sogið allan mátt og þrótt úr samtökum verka- fólks og þeir hafa verið dragbítar hennar með and- styggilegum hætti. Verkalýðsrekendurnir hafa með andfélagslegu stétta- og arðránsfjasi leitt verkalýðshreyfinguna frá því markmiði sem verkafólkið kýs helst; vinnufrið og bætt- an hag. Það markmið næst einung- is með stéttasamvinnu í stað stéttastríðs, með það í huga ætti verkalýðshreyfingin að varpa hinum sönnu andstæð- ingum sínum, verkalýðs- rekendunum, út í ystu myrk- ur. í námi er talinn sá tími mikilvægastur sem fer til upprifjunar. I stjórnmálum hlýtur þetta einnig að vera mikilvægt svo hægt sé a.m.k. að læra af mistökunum. í þessari grein er ætlunin að rifja upp stjórnmálaat- burðina frá 1974 verkalýð og stjórnarandstöðu til fróð- leiks. í leiðara Þjóðviljans 1. mars 1974 sem nefndur er: Verkalýðsbarátta — stjórn- málabarátta, segir frá því fyrst að verkalýðsbaráttan standi ekki eingöngu um krónutölu heldur einnig um áfangasigra. Er það nefnt kauptrygging sem dæmi. En svo segir frá því að vinsam- leg stjórn sé við völd og orðrétt: „Þessi staðreynd sýnir enn einu sinni þvílíkt vald verkalýðurinn hefur ef það er ekki aðeins á faglega sviðinu heldur einnig á þvi pólitíska. Þetta ætti að sýna launamönnum fram á þær skyldur sem þeir hafa við ríkisstjórn sem beitir valdi sínu í þágu hagsmuna vinnustéttanna (leturbr. mín). Geri launamaður sér ekki grein fyrir þessari stað- reynd er hætt að sýnin förlist á önnur vandamál." — Síðan er rætt um að ekki eigi að draga línu milli faglegrar og pólitískrar baráttu. Þá segir: „Af því leiðir að þegar verkalýðsflokkur eins og Al- þýðubandalagið er aðili að ríkisstjórn hefur verkalýður- inn og samtök hans bein áhrif á ríkisvaldið og þar með mikla pólitíska ábyrgð. (leturbr. mín) Þessi atriði eru ekki skrifuð í forystu- grein af neinni dægurpóli- tískri ástæðu heldur af al- mennum ástæðum einfald- lega til að minna á meginatr- iði sem aldrei má gleymast í starfi verkalýðssamtak- anna.“ — Nú er það ekki ætlun mín að fylla þessa síðu með leirburðum -Þjóðviljans en þessi formáli var nauðsyn- legur vegna framhaldsins. Eg vil um leið benda á hinn föðurlega tón í þessum leið- ara. Þann 3. mars segir Þjóð- viljinn frá því að verðmæta- aukning iðnaðarvara til út- flutnings hafi aukist um 40% á s.l. ári. Tveimur dögum seinna er sagt frá því gífur- lega háa verði sem sé á loðnumjöli. En sama dag er önnur frétt sem vekur meiri athygli. Landbúnaðarvörur hækka um 20—30% nokkrum dögum eftir að launasamningar við launþega voru gerðir. Fleiri hækkanir fylgja á eftir eða eins og Þjóðviljinn segir 12. mars: „Frá því kjarasamn- ingarnir voru undirritaðir fyrir um hálfum mánuðu hefur mikil verðhækkunar- alda risið. Það era sama sagan og vejulega, vinstri höndin tekur það sem sú hægri gefur og alveg sama við hvora höndina ríkis- stjórnir kenna sig.“ — Sé litið í leiðara Þjóðvilj- ans 6. mars er talað um hið sjálfvirka verðbolgukerfi og valdsvið sexmanna-nefndar- innar varðandi hækkanir á landbúnaðarvörum. Þá segir orðrétt: „Hvað sem öðru líður er það staðreynd að það þekkist hvergi nema ' a ís- landi að launafólk fái allar þær almennar verðhækkanir bættar á þriggja mánaða fresti með vísitölu á laun." — Þarna er jarðvegurinn undirbúinn því daginn eftir er frumvarp til laga um skattakerfisbreytingu lagt fram. Tekjuskatturinn átti að lækka um 2,7 milljaðar króna sem þýddi heildar- skattlækkun upp á 2—3%. Á móti átti söluakatturinn að hækka um 5%. Það kom svo í ljós að með þessu græddi ríkissjóður rúma 4 milijarða. Með þessu frumvarpi byrj- aði dauðastríð vinstri stjórnarinnar því greinar frumvarpsins voru sam- þykktar og felldar á víxl eftir deildum. Þár kom að kratar björguðu ríkisstjórninni því söluskatturinn var aðeins hækkaður um 4% og yfirlýs- ing kom um að landbúnaðar- vörur yrðu ekki greiddar meir niður.* Þessi yfirlýsing reyndist síðar gagnslaus. Þann 18. maí var svo gengið fellt um 4% eða samtals 10% far áramótum og gerðar stórfelldar niður- greiðslur á landbúnaðarvör- um eða um 2 milljarða. Þessi — niðurgreiðsla nam um 8 vísitölustigum en ljóst var að launþeginn varð að taka á sig 5—7 vísitölustig bótalaust. Þetta þýddi hallarekstur Gísli Baldvinsson: Upprifjun ríkissjóðs upp á fjórða millj- arð, eða eins og Björn Jóns- son forseti A.S.Í. sagði í viðtali við Mbl. 22. maí 1974.: „í sambandi við niðurgreiðsl- ur landbúnaðarvara vil ég taka fram að til þeirra eru engir peningar handbærir svo neytendur verða að borga síðar meir vöruna á réttu verði. Þetta er blekking.“ Sem sagt kosningavíxill. Það sem alþýðubandalags- ráðherrarnir lögðu til vorið 1974 var: I. Allar kjarabætur umfram 20% ógildar. II. Frestun eða afnám vísitölu. III. Lækkandi útflutnings- verði yrði mætt með gengis- fellingu. IV. Engir launasamningar gerðir án samþykkis ríkis- stjórnarinnar. Þessar tillögur náðu ekki allar fr’am að ganga en berum saman hvað gerðist: I. Vísitölustig um það bil 5—7% tekin af launafólki eða um einn milljarður. II. Vísitöluútreikningum raskað með því að taka bíl, áfengi og tóbak ekki til útreikninga. III. Söluskattur hækkaður um 4% án þess að hann kæmi til útreikninga í vísi- tölu. IV. Kaupmátturinn rýrn- aði um 12% frá 1. mars til 1. júní. V. Gengið fellt og látið síga um 10%. á fimm mánuðum. VI. Gengið á gjaldeyris- varasjóðinn svo endingartími hans varð enginn. Allt þetta var gert án samráðs við launþega í land- inu. Þetta ætti að nægja fyrir þá sem heima sátu 1. og 2. mars s.l.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.