Morgunblaðið - 01.04.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.04.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. APRIL 1978 13 Hagkvæmast fyrir ís- lenzka ríkið að bjóða út verk á frjálsum markaði Frá aðalfundi Verktakasambands Islands þessum málum og láta ekki glepjast af því, sem er lítt markvert. Ég hefi fram að þessu fjallað um viðhorfin í iðnaðarlöndunum almennt og þó einkum í vestræn- um iðnaðarlöndum. Ég vil að lokum fjalla nokkuð um íslenzk málefni sérstaklega. Rétt er að byrja á því að spyrja, hvernig hagvöxtur hafi verið á Islandi samanborið við önnur lönd. Gylfi Þ. Gíslason sagði í gær, að ef litið væri yfir allt tímabilið frá aldamótum, hefði hagvöxtur hér verið örari heldur en í nágranna- löndunum. Ég býst við að þetta sé rétt, þótt í sumum löndum eins og t.d. í Finnlandi hafi hagvöxtur sennilega verið jafnör eða örari en hér. Ég tel aftur á móti ekki, að þetta eigi við um tímabilið eftir styrjöldina. Ef við lítum á tíma- bilið frá 1950 er heildarhagvöxtur- inn að vísu mjög svipaður á íslandi og í þeim Evrópulöndum, sem eru innan OECD. í þeim var hagvöxt- ur talinn 3,8% að meðaltali á ári 1950-1960 og 4,8% 1960-1970. Hér á Islandi er hagvöxtur, þ.e. vöxtur þjóðarframleiðslu, talinn hafa verið 4,3% 1950—1960 og 5,0% 1960—1970. Þetta eru mjög svipaðar tölur eins og við sjáum, en hins vegar verður annað upp á teningnum, ef reiknað er á mann. Þá kemur fram, að í Evrópulönd- um OECD var hagvöxtur á mann mjög svipaður báða áratugina, 3,7 og 3,8% á ári, en á íslandi var hann 2,1% fyrra áratuginn og 2,8% þann síðari. Við erum því 1—2% undir meðaltali þessara landa og í hópi þeirra landa, sem minnstum hagvexti hafa náð á mann, reiknað á þessum 20 árum. Erfiðara er um samanburð fyrir undanfarin ár, 1970—1976, fullkomnar tölur liggja ekki fyrir og miklar sveiflur hafa orðið bæði hér og annars staðar. Ég býst þó við, að eitthvað svipað verði uppi á teningnum fyrir þau ár. Nú kemur að öðru atriði. Þótt hagvöxtur hafi verið hægari en í öðrum Evrópulöndum á þessum árum felur það ekki í sér að hagsældaraukning hafi verið minni en annars staðar á þessu sama tímabili. Hér kemur til sögunnar bati viðskiptakjara, sem við nutum en hinar þjóðirnar ekki. A tuttugu ára tímabilinu 1950—1970 hafa viðskiptakjör á mann á Islandi batnað um það bil l‘/2% á ári að meðaltali, nokkru minna fyrri áratuginn og nokkru meira þann seinni. Þegar þessu er bætt við, koma fram álíka tölur eins og hjá hinum þjóðunum. Vöxtur þjóðartekna á mann, sem við getum litið á sem mælikvarða efnahagslegrar hagsældar, er því svipaður hér á landi eins og í þessum löndum. Enginn er ánægður Það er alkunna, að menn eru ekki mjög ánægðir með afkomu sína hér á landi. Þessa dagana eru loðnuskipstjórar í verkfalli og hafa haldið skipum sínum til hafnar. Þetta eru tekjuhæstu menn á Islandi, en þeir telja sig þó bersýnilega ekki hafa nóg að bíta og brenna. Þannig er þessu farið, hvert sem við lítum. Á nýliðnu ári hafa staðið yfir miklar launadeilur og miklar kjarabætur hafa orðið. Þó er enginn ánægður. Menn vilja með öðrum orðum bera meira úr býtum fyrir sig sjálfa. í viðbót við þetta kemur svo, að hér á landi eru framundan meiri verkefni en hjá flestum öðrum þjóðum, vegna þess, að við erum fáir og lifum í stóru og tiltölulega lítt numdu landi. Ef við ætlum að geta sinnt þeim verkefnum að marki, veitir ekki af verulegum hagvexti. Rökin fyrir því, að hagvöxtur þurfi að vera mikill á næstu árum og áratugum eiga því við á íslandi í enn ríkara mæli heldur en í flestum öðrum löndum. I þessu sambandi skiptir einnig máli, hvaða horfur eru varðandi þróun viðskiptakjaranna. Geta þau fært okkur þann ábata í framtíðinni, sem þau gerðu síðast- liðin tíu til tuttugu ár? Það er erfitt að mynda sér skoðun á þessu. Mér býður þó í gruQ, að það sé hæpið að búast við slíku og óvarlegt af íslendingum að byggja áætlanir sínar á von um slíkan hagnað. Bati viðskiptakjara hefur að verulegu leyti byggst á skorti á fiski vegna ofveiði. Ekki virðist ósennilegt, að afleiðing stækkunar fiskveiðilögsögu verði aukning á framboði á fiski næsta áratuginn. Þetta gæti leitt til þess að viðskiptakjör okkar versnuðu. Annað mál er svo hvort þróun eftirspurnar getur vegið á móti þessu. Við framleiðum lúxusvöru fyrir ríkustu þjóðir heims, en ekki fæðu handa hungruðum og fátæk- um heimi. Það er önnur ástæða þess, að viðskiptakjör ökkar hafa farið batnandi. Verið getur, að bættur efnahagur og breyttar lífsvenjur í þessum löndum leiði enn sem fyrr til vaxandi eftir- sj)urnar, er komi okkur til góða. Ég held samt sem áður, að óvarlegt sé að gera ráð fyrir áframhaldandi bata viðskipta- kjara og því beri enn meiri nauðsyn til þess að hagvöxtur aukist. Náttúruauðlindir landsins veita nægan grundvöll til þess að standa undir örum hagvexti. Ef vel er á málum haldið gætu fiskveiðar aukist í allt að 2 millj. tonna að því að talið er, og nýting aflans getur enn aukist mikið. Um orkuna gildir þetta í enn ríkara mæli. Þar erum við enn á byrjun- arstigi og nýtum innan -við 10% þeirra orkulinda, sem kunnar eru með nokkurri vissu. Um þá orku- lind, sem lítið er vitað um, jarðvarmann á háhitasvæðum, gildir þetta ennþá fremur. Við munum heldur ekki eiga við nein alvarleg mengunarvandamál að stríða í fyrirsjáanlegri framtíð, og tiltölulega auðvelt að fást við þau vandamál, séu ráð í tíma tekin. Svo er vel menntuðu og hæfu fólki á að skipa í þessu landi, sem getur fljótt hagnýtt sér nýja tækni. Gatan er því greið. Við höfum öll grundvallarskilyrði til þess að geta haldið uppi örum hagvexti. Hvort það tekst, er aftur á móti undir því komið, hvort við erum enn til þess að stjórna okkur sjálfir, og umfram allt hvort við getum ráðið við verðbólguna. Aðalfundur verktakasambands íslands var haldinn 17. marz s.l. Formaður sambandsins, Ármann Örn Ármannsson, setti fund og var Leifur Hannesson kjörinn fundar- stjóri. Framkvæmdastjóri sam- bandsins, Othar Örn Petersen, flutti skýrslu stjórnar. Um 90 af hundraði félaga sambandsins sóttu fundinn. Á starfsárinu var fengizt við hin ýmsu verkefni, sem máli skipta fyrir verktakaiðnaðinn, og má þarf nefna endurskoðun almennra útboðs- og samningsskilmála um verkfram- kvæmdir (ÍSÍ-30),' kjaramál og barátta fyrir eðlilegum grundvelli verktakaiðnaðar á Islandi. Auk þess hélt sambandið tvo almenna fundi við mikla aðsókn um málefnin „Hvernig á að standa að opinberum framkvæmdum?“ og „Verklegar framkvæmdir á Keflavíkurflur- velli“. Þá hóf sambandið útgáfu fréttabréfs á árinu. Tvær ályktanir voru samþykktar á fundinum og fara þær hér á eftir: — Aðalfundur Verktakasambands íslands, haldinn föstudaginn 17. marz 1978 bendir á þá þjóðar- nauðsyn að hafa sterkan verktaka- iðnað í landinu til þess, að tækni- þekking í heiminum í dag verði nýtt hér á landi sem skyldi. Jafnframt bendir aðalfundurinn á, að sterk verktakastarfsemi er nauðsynleg frá þjóðhagslegu sjónarmiði.- Skorar aðalfundurinn á íslenzk stjórnvöld að búa íslenzkum verktakaiðnaði viðunandi starfskil.vrði m.a. með fjármagnsfyrirgreiðslu á við aðra atvinnuvegi og með því að létta á gífurlegri gjaldtöku ríkisins af tækjum og byggingarefni til mann- virkjagerðar, svo sem háum tolli og þar að auki söluskatti af vélanotkun. — Aðalfundur Verktakasambands íslands, haldinn föstudaginn 17. marz 1978, ítrekar enn þá skoðun sambandsins, að íslenzk stjórnvöld eigi að hlutast til um, að allar verklegar framkvæmdir á vegum ríkisins og sjálfstæðra stofnana þess séu boðnar út. I því sambandi er bent á að telja verður að sannreynt sé, að hagkvæmast er fyrir íslenzka ríkið að bjóða verk út á frjálsum markaði. Þá er sérstak- lega varað við þeirri þróun, að ýmsar ríkisstofnanir hafi á sinni hendi alla þætti verklegra fram- kvæmda, þ.e. hönnun, verkáætlun, framkvæmd, eftirlit og úttekt í verklok, þar sem enginn annar aðili kemur nærri. Þá er það staðreynd að verk sem boðin eru út, eru betur undirbúin heldur en verk, sem framkvæmd eru að öllu leyti í sömu stofnun. Jafnframt fagnar aðalfundurinn franikominni stefnu iðnaðarráð- herra í málefnum verktaka- iðnaðarins og vísar í því sambandi á framtak Landsvirkjunar vegna útboðsframkvæmda við Hraun- eyjarfossvirkjun. I stjórn sambandsins voru kjörnir Ármann Örn Ármannsson, formaður og aðrir í stjórn eru Guðmundur Þengilsson, Páll Sigur- jónsson, Pétur Jónsson og Sigurður Sigurjónsson. Sambandið hefur nú skrifstofu að Háaleitisbraut 68. (Frá Verktakasambandi Islands) því skora ég á forráðamenn Dómkirkjunnar að líta á málið í ljósi þessa. Það er gert að miklu máli í greinargerðinni, að kirkju- kórinn hafi nánast verið óstarf- hæfur vegna mannfæðar og vegna þess að Ragnar hafi verið hættur að sinna honum. í þessu sambandi ber að benda á það, að það verður æ erfiðara og erfiðara að fá fólk til þess að binda sig við söng við guðsþjónustur, og það er alveg sérstaklega erfitt að fá fólk til þess að taka það að sér að syngja í þeim kirkjum, þar sem messað er tvisvar á hverjum sunnudegi meira en helminginn af árinu. Þetta vita forráðamenn Dómkirkj- unnar, ef þeir vilja vita það, og þeir eiga að vita það, að á þessu á Ragnar enga sök, og þess vegna er ekki hægt að vísa honum úr starfi á þessari forsendu. Það er líka gert að miklu máli í greinar- gerðinni, að Ragnar skuli hafa leyft sér það að taka að sér störf utan kirkjunnar svo sem með því að taka að sér hljómsveitarstjórn við óperuflutning í Þjóðleikhúsinu. Út frá þessu er ef til vill ekki úr vegi að upplýsa það hver fastalaun dómorganistans eru. Þau eru sjötíu og eitt prósent af þeim launum, sem kennarar við tónlist- arskólana í landinu fá. Fastalaun dómorganistans eru því skv. nú- gildandi samningum kr. 167.000 á mánuði. Úr því svo er, að organ- istastarfið við sjálfa höfuðkirkju landsins er ekki betur launað en þetta, því skyldi þá sá, sem hefur það á hendi, ekki átölulaust mega eiga þess kost að afla sér auka- tekna við störf utan kirkjunnar. Eða líta forráðamenn Dómkirkj- unnar svo á, að það séu forréttindi presta hennar að auka tekjur Framhald á bls. 45. ^hvölí'^ ÍRIAND / Þórskaffi sunnudaginn 2.apríl kl. 19-1.00. Matur Kvikmynd Ásadans Randver Danssýning Bingó Uppákoma Þeir matargestir sem koma fyrir kl. 20.00 verða sjálfkrafa þátttakendur í ferðahappdrætti og fá ókeypis lystauka. Borðapantanir í síma 2 33 33 kl. 16-19 daglega. Pantið snemma þi'i síðast var húsfyllir! TSatnvinnu- (3) LANDSÝN ÆinJjý" — SKÓLAVÖRÐUSTÍG 16 SÍMI 28899 AUSTURSTRÆTI 12 SIMI 27077

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.