Morgunblaðið - 01.04.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.04.1978, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1978 Plnr0ililllír|a|ií|» Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjöm Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Aðalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 1 700.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Bættir verzl- unarhættir Fram hefur verið lagt á Alþingi frv. til laga um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti, í samræmi við ákvæði þar um í stjórnarsáttmála. Frv. hefur þann megintilgang, skv. 1. gr. þess, að vinna að hagkvæmari nýtingu framleiðsluþátta þjóðfélagsins og sanngjarnri skiptingu þjóðartekna. Það skal annars vegar gert með því að vinna gegn ósanngjörnum viðskiptaháttum og hins vegar gegn samkeppnis- hömlum, er hafa í för með sér skaðlegar afleiðingar fyrir neytendur, atvinnurekendur eða þjóðfélagið í heild. Frv. tekur til hvers konar atvinnustarfsemi, s.s. framleiðslu, verzlunar og þjónustu, án tillits til þess, hvort hún er tekin af einstaklingum, félögum eða opinberum aðilum. Það tekur hins vegar ekki til launa, starfskjara né húsaleigu. Það nær heldur ekki til útflutnings né verðlagningar, sem ákveðið er með sérstökum lögum. PVamkvæmd ákvæða frv., ef að lögum verður, skal í höndum verðlagsráðs, samkeppnisnefndar og verðlagsstofnunar. Við verðlagsstofnun skal starfa sérstök deild, neytendamáladeild, er annast framkvæmd frv.gr., ef að lögum verða, varðandi óréttmæta viðskiptahætti og neytendavernd. Viðskiptaráðherra skipar formann verðlagsráðs án tilnefningar. Hann skipar og tvo ftr. í ráðið eftir tilnefningu samtaka atvinnurekenda og tvo eftir tilnefningu samtaka launþega. Auk þess tilnefnir Hæstiréttur tvo fulltrúa. Samkeppnisnefnd er síðan skipuð formanni verðlagsráðs og þeim 2 fulltrúum ráðsins, er Hæstiréttur tilnefnir. Hún fjallar um ákvæði varðandi IV. k?ifla laganna, er fjallar um markaðsráðandi fyrirtæki og samkeppnishömlur, og 26. og 27. gr. V. kafla laganna, er fjalla um brot gegn góðum viðskiptaháttum og villandi upplýsingar, m.a. í auglýsingum. Meginregla frv. felst í 8. gr. þess, þar sem kveðið er á um, að verðlagning skuli vera frjáls þegar samkeppni er nægileg til að tryggja æskilega verðmyndun og sanngjarnt verðlag. í frv. eru hins vegar fyrirvarar, sem gera ráð fyrir íhlutun um verðlagningu og álagningu í undantekningartilfellum, m.a. þegar um samkeppnishömlur er að ræða eða skilyrði myndast frá ósanngjarnri þróun verðlags og álagningar frá þjóðhagslegu sjónarmiði. 112. gr. frv. segir þó um þetta efni: „Verð og álagning má ekki ákvarða lægri en svo, að fyrirtæki þeirrar tegundar, er í 1. mgr. getur, fái greiddan nauðsynlegan kostnað við innkaup eða endurinnkaup vöru, framleiðslu, aðflutning, sölu, flutning ásamt afskriftum, svo og sanngjarnan, hreinan hagnað, þegar tekið er tillit til áhættunnar við framleiðslu vörunnar eða sölu." Akvæði þessarar frv.gr. eru mikilvægt spor frá ríkjandi verðlagshöftum og að þeim viðskiptaháttum, sem tíðkast hvarvetna um hinn frjálsa heim, og tryggt hafa mun stöðugra verðlag, þ.e. hægari verðbreytingar, en reyndin hefur verið hér á landi í haftajarðvegi. Frv. þetta tryggir íslenzkri verzlunarstétt, ef að lögum verður, tækifæri til að færa alþjóð heim sanninn um ágæti frjálsra verzlunarhátta. Reynist sú samkeppni, sem hér er að stefnt, jafnvel við íslenzkar aðstæður og hvarvetna annars staðar sem engin ástæða er til að efast um, er séð fyrir endann á úreltum haftareglum, sem fyrir löngu hafa dagað uppi annars staðar í ljósi reynslunnar. I IV. kafla laganna er fjallað um markaðsráðandi fyrirtæki og samkeppnishömlur. Með markaðsráðandi fyrirtækjum er átt við fyrirtæki, sem hafa yfir 25% veltu í viðkomandi starfsgreinum. Gert er ráð fyrir því að verðlagsstofnun hafi visst eftirlit með slíkum fyrirtækjum m.a. til að fyrirbyggja samkeppnishömlur og tLVggja eðlilega samkeppnisverðmyndun. Er í 19. gr. frv. rætt um samningaleið í því efni en ella fyrirmæli eða beitingu ákvæða 8. gr. laganna, sem grípa má til í undantekningartilfellum. I V. káfla laganna er fjallað um óréttmæta viðskiptahætti og neytendavernd, sem að hluta til heyra og undir samkeppnisnefnd. Er þar að finna ýmis ákvæði varðandi neytendavernd, sem ekki hafa áður verið í íslenzkum lögum, m.a. um almenna leiðbeininga- og upplýsingaskyldu við framboð vara, þjónustu og annars þess, er frv. tekur til. Eru ákvæði þessi yfirleitt sótt í hliðstæð neytendalög á Norðurlöndum, en þó færð að íslenzkum aðstæðum. Við Islendingar höfum, einir vestrænna þjóða, búið við verzlunarhöft, sem ýtt hafa undir íslenzka verðbólguþróun og skaðað okkur sem heild og einstaklinga meir, en menn gera sér í fljótu bragði grein fyrir. Þeim leifum verzlunarhafta, sem enn eru hér við lýðí, en nú er stefnt að að afnema, var rutt úr vegi í V-Evrópu fyrir áratugum síðan, þ.á m. á Norðurlöndum, en frv. það sem nú hefur verið lagt fram er í aðalatriðum byggt á hliðstæðri löggjöf annarra Norðurlanda. Það var því meir en tímabært að frv. þetta kæmi fram á Alþingi. Vonandi er að það sigli hraðbyri til samþykktar og verði að lögum áður en dagar þessa þings eru allir. Dr. Jóhannes Nordal; Um þróun efnahagsmála i. Islendingar eru flestum þjóð- um háðari utanríkisviðskiptum, og efnahagsþróunin í umheiminum hlýtur því mjög að setja svip sinn á íslenzkan þjóðarbúskap. Hins vegar hefur það margoft sýnt sig, að viö- skiptakjör Islendinga fylgja ekki nema að nokkru leyti almennum hagsveiflum, en því veldur fyrst og fremst hin mikla hlutdeild fiskafurða í út- flutningstekjunum. Er skýring- ar á þessu að leita í því, að verðlag á fiskafurðum er mjög háð breytilegu framboði ein- stakra fisktegunda og ýmsum séraðstæðum á fiskmörkuðum, þó að þróun heildareftirspurnar í markaðssölum skipti vitaskuld einnig miklu máli. Hefur þetta komið greinilega í ijós í hag- sveiflu undanfarinna ára. Þó hún hafi vissulega ekki, ef á heildiná er litið, haft minni áhrif hér á landi en víðast annars staðar, hefur ferill henn- ar þó verið að ýmsu leyti frábrugðinn því, sem verið hefur í flestum nálægum löndum, er fyrst og fremst byggja afkomu sína á iðnaði. Hefur þetta m.a. komið fram í mun óhagstæðari þróun viðskiptakjara hér á landi en víðast annars staðar á árunum 1974 og 1975, en á hinn böginn í örari bata á árunum 1976 og 1977. Þó að hagstæð ytri skilyrði hafi þannig hér komið til hjálpar og greitt fyrir örari afturbata síðustu tvö árin en í nágrannalöndunum, eru fram- tíðarhorfur nú áð ýmsu leyti tvísýnar. Kemur þar einkum tvennt til. Annars vegar hefur heildarþróun framleiðslu og eftirspurnar erlendis verið mun hægari en vonir stóðu til og lítil bjartsýni ríkjandi um skjótar breytingar til batnaðar. Hins vegar hefur verðbólgan hér á landi aftur farið vaxandi og hefur að undanförnu verið hlutfallslega meiri miðað við markaðslönd íslendinga en hún hefur verið um langt skeið, og hljóta afleiðingar þess að koma fram í versnandi samkeppnisað- stöðu atvinnuveganna, einkum þeirra, sem selja framleiðslu sína á erlendum mörkuðum. Skai nú nokkru nánar að þessum tveimur vandamálum vikið. II. Eftir hinn mikla efnahags- samdrátt á árunum 1974 og 1975 snerist þróunin nokkuð ört til betri vegar, einkum framan af árinu 1976, en á því ári komst hagvöxtur OECD-ríkja yfir 5%. Menn voru því nokkuð bjartsýn- ir á, að unnt yrði að tryggja áframhaldandi hagvöxt, unz tekist hefði að yfirvinna að mestu hið alvarlega atvinnu- leysi, sem efnahagssamdráttur- inn hafði víðast haft í för með sér. Þessar vonir hafa þó ekki rætzt nema að litlu leyti enn sem komið er. Þegar í árslok 1976 voru greinileg merki þess, að dregið hafði úr aukningu þjóðarframleiðslu á nýjan leik, og síðan hefur hún engan veginn nægt til þess að auka atvinnu almennt, og sums staðar hefur atvinnuleysi reyndar farið enn vaxandi allt fram undir þetta. Ilefur þróunin í þessu efni einkum verið óhagstæð í Evrópu, en þar var aukning þjóðarframleiðslu að meðaltali ekki nema- 2% á árinu 1977, og atvinnuleysi fór víðast vaxandi. Hins vegar var þróunin mun betri í þessu efni í Bandaríkjun- um, þar sem þjóðarframleiðslan jókst um 5% á árinu 1977, og þó nokkuð dró úr atvinnuleysi. Þetta misræmi í efnahags- þróuninni í Bandaríkjunum annars vegar og Evrópu og Japan hins vegar, hefur síðan orðið til þess, að viðskiptajöfn- uður Bandaríkjanna hefur versnað mjög, en það hefur svo aftur leitt til mikillar lækkunar á gengi dollars undanfarna þrjá ársfjórðunga. Orsakir þeirrar þróunar, sem nú hefur verið lýst, eru margvís- legar, en eiga vafalaust flestar rætur að rekja til olíukreppunn- ar og hinnar miklu verðbólgu áranna 1973—1974. Dregið hefur verulega úr fjárfestingu Dr. Jóhannes Nordal. vegna áhrifa verðbólgu og efna- hagsóvissu á afkomu fyrirtækja, og víða er við að etja offram- leiðsluvandamál vegna breyttr- ar efnahagsþróunar, og er þar skipasmíðaiðnaðurinn eitt gleggsta dæmið. Þótt eftir- spurnaraukningin í Banda- ríkjunum hafi ótvírætt létt öðrum þjóðum róðurinn, hefur lækkun Bandaríkjadollars að undanförnu haft gagnstæð áhrif. Hefur hún bæði íþyngt útflutningsframleiðslu þeirra ríkja. sem háðar eru sölu á dollaramarkaði, en jafnframt hefur hún valdið óróa og óvissu á gjaldeyris- og peningamörkuð- um, en hvort tveggja hefur neikvæð áhrif á þróun fjárfest- ingar. Vegna þess hve stór hluti útflutnings íslendinga er seldur fyrir dollara, liefur lækkun has átt verulegan þátt í að veikja stöðu útflutningsatvinnuveg- anna. III. Erfitt er um það að spá, hvort úr þessum vandamálum rætist í náinni framtíð. Yfirleitt telja alþjóðastofnanir engin líkindi til örari framleiðsluaukningar iðnaðarríkja á þessu ári en í fyrra og reyndar frekar búizt við því, að hún verði minni. Litlar horfur eru því taldar á minnkandi atvinnuleysi. Eink- um veldur það vonbrigðum, hve ríkjum með sterkan viðskipta- jöfnuð, einkum Þýzkaland og Japan, hefur sótzt seint í þeirri viðleitni að blása auknu lífi í efnahagsstarfsemi sína. Miklu máli skiptir þar vafalaust, hvort það tekst að stöðva frekari lækkun dollarans gagnvart marki og yeni og eyða því óvissuástandi, sem ríkt hefur á gjaldeyrismörkuðum. Hafa helztu iðnríkin verið að auka samstarf sitt að því marki að styrkja gengi dollarans, en bið getur orðið á því að fullur árangur náist. Meðal þess, sem horfir til betri vegar má einnig nefna batnandi greiðslujöfnuð og minnkandi verðbólgu í nokkrum löndum, einkum Bret- landi og Ítalíu, sem áttu til skamms tíma við mjög alvarlega efnahagsörðugleika að etja. Eru líkur til þess, að þessi lönd geti nú smám saman farið að örva innlenda eftirspurn og þannig lagt nokkuð af mörkum til aukins almenns hagvaxtar. Hinn tiltölulega hægi aftur- bati, sem hér hefur verið lýst samfara verulegu atvinnuleysi, sýnir hve erfitt hefur reynzt að leysa hagstjórnarvandamál síð- ustu ára og ná samtímis þeim efnahagslegu markmiðum, sem að hefur verið reynt að keppa. Svigrúmið til þess að örva eftirspurn og hvetja þannig til aukinnar framleiðslustarfsemi og fjárfestingar, hefur takmark- azt annars vegar af þeim greiðslujafnaðarerfiðleikum, sem siglt hafa í kjölfar olíu- verðshækkananna, en hins vegar af þeirri nauðsyn að draga sem mest úr verðbólgunni. Enginn vafi er á því að á báðum þessum sviðum hefur umtals- verður árangur náðst undanfar- in tvö ár. Hins vegar hefúr engri þjóð tekizt að draga samtímis bæði úr viðskiptahalla og verð- bólgu, nema með eftirspurnar- aðhaldi, sem óhjákvæmilega hefur haft hættu á atvinnuleysi í för með sér. Eru Bretland og Danmörk nærtæk dæmi um þennan vanda. IV. Ástæða er til að íhuga þróun efnahagsmála hér á landi að undanförnu í ljósi reynslu og vanda annarra þjóða, en hún hefur að mörgu leyti verið með sérstökum hætti. Frá miðju ári 1975 og til miðs árs 1977 tókst samtímis að draga stórlega úr viðskiptahallanum við útlönd og hægja verulega á verðbólgu- hraðanum án þess að til nokkurs atvinnuleysis kæmi. Þennan hagstæða árangur má vissulega að verulegum hluta þakka ört batnandi viðskiptakjörum, eink- um á árinu 1976, en hitt skipti einnig miklu máli, að þennan tíma tókst með tiltölulega hóf- legum launahækkunum og sveigjanlegri gengisskráningu að tryggja atvinnuvegunum viðunandi samkeppnisaðstöðu. Vonir stóðu því til þess, að Islendingum auðnaðist aö koma verðhólgunni niður á viðunandi stig og rétta við stöðu þjóðar- búsins út á við með minni fórnum en aðrar þjóðir hafa þurft að færa. Allt er þetta nú í tvísýnu á ný. Eftir þær gífurlegu hækkanir tekna og framleiðslukostnaðar, sem áttu sér stað frá miðju síðasta ári, raskaðist sam- keppnisaðstaða atvinnuveganna alvarlega og aftur stefndi í víðtækan hallarekstur eftir tveggja ára góðæri. Við þessar aðstæður hlaut að vera um þrjá meginkosti í stjórn efnahags- mála að velja. Sá var fyrstur að láta skeika sköpuðu um víxl- hækkanir launa og verðlags, en reyna þó að halda atvinnu- vegunum gangandi, svo lengi sem unnt væri með sílækkandi gengi, jafnvel þótt afleiðingin hlyti að verða enn vaxandi Framhald á hls. 26.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.