Morgunblaðið - 07.04.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.04.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1978 Ársþing Félags íslenzkra iðnrekenda: Framleiðsluaukning 99 mun minni en á s.l. ári - afkoman stórum verri 199 „Framleiðsluaukning, sem mörg undanfarin ár hefur verið mest í iðnaðinum af atvinnugreinum okkar íslendinga, var mun minni á 8.1. ári en 1976 og afkoma iðnaðarins, sem hefur verið þjóð- hættulega léleg undanfarinn ára- tug, versnaði stórlega á árinu 1977,“ sagði Davíð Scheving Thorsteinsson, formaður Félags fslenzkra iðnrekenda, á ársþingi FÍI að hótel Loftleiðum í gær. — „Og á þessu sést að algerrar endurskipunar efnahagsmála er þörf, sem miði að því að skapa atvinnuvegunum heilbrigð rekstursskilyrði og í því sam- bandi fer iðnaðurinn ekki fram á nein forréttindi.“ Þetta ársþing Félags íslenzkra Meirihluti Allsherjamefndar S.Þ.: Samþykkur þjóðarat- kvæði um áfengt öl EINS og Mbl. hefur skýrt frá áður liggur fyrir Alþingi tillaga — flutt af Jóni G. Sólnes — um þjóðaratkvæði, samtímis næstu Óskar Borg látinn þingkosningum, hvort heimila skuli framleiðslu og sölu áfengs öls. Meirihluti Allsherjarnefndar sameinaðs þings, þeir Ellert B. Schram, Ólafur G. Einarsson og Magnús T. ólafsson, hafa lagt fram nefndarálit, þar sem þeir mæla með samþykkt tillögunnar, með bréytingu á aldursákvæðum varðandi atkvæðisrétt. Upphaf- lega tillagan gerði ráð fyrir að allir, sem náð hefðu 18 ára aldri þegar atkvæðagreiðslan fer fram, hefðu atkvæðisrétt. Tillögugrein- in hljóðar hinsvegar svo í breyt- ingu meirihluta allsherjarnefnd- ar, „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að láta fara fram í sambandi við næstu alþingiskosn- Framhald á bls. 19 iðnrekenda er hið 44 í röðinni, en það hófst með venjulegum aðal- fundarstörfum, þar sem aðalfram- kvæmdastjóri félagsins, Haukur Björnsson, flutti skýrslu s.l. árs.og lagðir voru fram reikningar fé- lagsins. Davíð Scheving Thor- steinsson var endurkjörinn for- maður félagsins og aðrir í stjórn eru Björn Guðmundsson, Kristinn Guðjónsson, Sveinn S. Valfells, Pétur Eiríksson, Víglundur Þor- steinsson og Agnar Kristjánsson. Þá flutti borgarstjóri, Birgir Isleifur Gunnarsson, ræðu, þar sem hann fjallaði um „atvinnu- málastefnu Reykjavíkur": Borgar- stjóri sagði m.a. í ræðu sinni, að til að tryggja atvinnuöryggi í Reykjavík í framtíðinni almennt Framhald á bls. 18 %£»?(>■ í GÆRKVÖLDI kl. 20.30 hófst í Norræna húsinu kynning á starfsemi Skógræktar ríkisins og Skógræktarfélags (slands. Jónas Jónsson forseti Skógræktarfélags íslands og Sigurður Blöndal skógræktarstjóri fluttu ávarp við opnunina og að því loknu flutti Ola Börset prófessor við landbúnaðarháskólann að Ási í Noregi fyrirlestur um skógrækt á norðurslóðum. Á morgun, laugardag, verður kynning á starfsemi skógræktarinnar og Skógræktarfélags- ins í anddyri Norræna hússins en þar hefur verið komið fyrir myndaspjöldum og á laugardagskvöld verður kynning á þeim félögum og stofnunum, sem að skógræktarmálum starfa. Sigurður Blöndal flytur erindi um Skógrækt rfkisins, Snorri Sigurðsson erindi um Skógræktarfélag íslands og Oddur Andrésson bóndi á Neðra-Hálsi í Kjós flytur erindi um Landgræðslusjóð. Myndina hér að ofan tók RAX við opnun skógræktarkynningar- innar í gærkvöldi. Kæra vegna eftirlíkinga á íslenzkum ullarvörum í Bandaríkjunum og Kanada KÆRT hefur verið til neytenda- og verzlunardómstóla í Banda- ríkjunum og Kanada mál vegna eftirlikinga á ullarvörum ís- lenzkra ullarframleiðenda, en borið hefur á því í þessum löndum að á boðstóium séu vörum sem sagðar eru framleiddar á íslandi, en eru það ekki í raun. Paul Johnson, bandarískur lög- fræðingur, búsettur í Chicago og ræðismaður Islands þar, hefur annast þetta mál í samvinnu við Útflutningsmiðstöð iðnaðarins, Hildu h.f. og Samband ísl. sam- vinnufélaga. — Við höfum orðið varir við mjög mikið af peysum, frökkum og BSRB greiðir verkfallsstyrki: ÓSKAR Borg lögfræðingur lézt að heimili sínu í Reykjavík í fyrri- nótt, á 82. aldursári. Óskar fæddist í Reykjavík 10. desember 1896. Hann varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1917, lauk síðan lögfræðinámi frá Háskóla Islands. Um 12 ára skeið starfaði hann sem lögfræðingur á ísafirði, en fluttist síðan til Reykjavíkur á ný og starfaði í mörg ár sem Framhald á bls. 18 5 og 10 þúsund krónu styrkir FJÁRSÖFNUN er nú að hefjast á vegum Bandalags starfsmanna ríkis og bæja vegna svokallaðs refsifrádráttar, sem ríkið og Reykjavíkurborg beittu við starfsmenn sína vegna verkfalls- ins 1. og 2. marz síðastliðinn. Ákveðið hefur verið að bandalag- Flugið yfir Atlantshaf: „Lítið þarf að rugga bátn um til að illa geti horft — segir Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða 99 „Við erum búnir að vera með okkar fargjöld á markaðnum frá 10. janúar og það hefur sýnt sig að vera skynsamleg ráðstöfun, því ferðaskrifstofur og aðrir söluaðilar hafa þá vitað að hverju var hægt að ganga hjá okkur meðan far- gjöld annarra hafa meira verið á reki og þetta hefur sýnt sig vera mjög sterkt fyrir okkur í þeirri ringulreið, sem nú rík- ir,“ sagði Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, er Mbl. spurði hann í gær álits á hinum nýju fargjöldum, sem nú hafa verið auglýst á flugleiðinni yfir Átlantshafið, og þeim áhrifum, sem þessi harðnandi sam- keppni hefði á stöðu Flugleiða. Sigurður sagði, að enn hefðu hin nýju fargjöld ekki verið samþykkt „á báðum endum", enda þótt búið væri að skrá þau í Bandaríkjunum. „Þessi far- Sigurður Helgason gjöld eiga eftir að hljóta viður- kenningu á meginlandinu, og því á eftir að sjá, hvort þau raunverulega fara í gegn. Þá er þess að geta, að þessi fargjöld eru háð margs konar takmörkunum; farþegar verða að bóka sig með svo og svo löngum fyrirvara og sum far- gjöldin eru bein biðgjöld, þar sem farþeginn tekur áhættuna, hvort hann kemst með eða ekki. Loks eru þessi fargjöld háð takmörkuðum sætafjölda, þar sem gert er ráð fyrir því, að flugfélögin, selji aðeins í ákveðið sætahlutfall gegn þessum sér- stöku fargjöldum. Þannig eru á þessu verulegar hömlur. Um áhrif þessa á Flugleiðir get ég ekkert sagt að svo stöddu. Til þess eru hlutirnir allt of mikið á reiki. En hitt get ég sagt, að samkeppnin á Atlants- hafsflugleiðinni hefur aldrei verið eins viðkvæm og nú, þannig að iítið þarf að rugga bátnum til að illa geti horft." ið greiði þeim sem dregið var af, 5 þúsund krónur fyrir 8% fefsi- frádrátt og 10 þúsund krónur fyrir 16% refsifrádrátt og er hvort tveggja miðað við fullt starf. Frá þessu var skýrt á blaða- mannafundi í gær, sem BSRB og verkfallssjóður þess efndu til. Verkfallssjóður BSRB er nú að upphæð 7 milljónir króna, sem þýðir að unnt sé að greiða 700 manns 10 þúsund krónur. Á fundinum upplýsti Kristján Thorlacius, formaður BSRB, að samkvæmt upplýsingum launa- deildar fjármálaráðuneytissins hefði frádrætti verið beitt gagn- vart 2 þúsund ríkisstarfsmönnum Framhald á bls. 19 Paul Sveinbjörn Johnson rekur ættir sínar til íslands, en hann er bandarískur lögfræðingur búsett- ur í Chicago og jafnframt ræðis- maður íslands þar. Ljósm.i Kristján. öðrum flíkum, sagði Johnson, sem eru sagðar framleiddar á íslandi, en ég hef rætt við Úlf Sigurmunds- son, Bergþór Konráðsson og fleiri aðila, sem hafa með þessi mál að gera hérlendis og höfum við ekki getað komizt að því hvaða íslenzk- ur framleiðandi hér getur verið að verki. Hins vegar höfum við séð í verzlunum t.d. í Bandaríkjunum peysur sem framleiddar eru í Danmörku, erftirlíkingar, vörur framleiddar úr íslenzkri ull og við því er ekkert að segja. En þegar sagt er að einhver flík sé fram- Framhald á bls. 18 Albert Guðmundsson: „Frumvarp til laga, er bairni verkföll...,, ef útflutningsbann verður ekki afturkallað ALBERT Guðmundsson hefur lagt fram tillögu til þingsálykt- unar svohljóðandi. „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að beita áhrifum sfnum til að Verka- mannasamband íslands dragi til baka samþykkt sína um bann við útskipun á varningi, sem ætlaður er til útflutnings. Beri sú tilraun ekki tilætiaðan árangur, ályktar Alþingi jafnframt að fela ríkis- stjórninni að leggja fram frv. til laga, er banni verkföll og aðrar aðgerðir, er torveidi það að koma megi útflutningsafurðum lands- manna á erlendan markað.“ í greinargerð segir flutnings- maður að ákvörðun Verkamanna- sambandsins hafi vakið ótta hjá fólki. Nauðsynlegt sé að ríkis- stjórnin reyni til hins ítrasta að fá viðkomendur til að draga til baka þessa ákvörðun. Beri slík tilraun Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.