Morgunblaðið - 07.04.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.04.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1978 Stjórn félags kvenstúdenta og háskólakvenna. Sitjandi frá vinstrii Halla Sigurjónsdóttir. Ingibjörg Guðmundsdóttir. for maður félagsins, Anna Bjarna- dóttir, einn af stofnendum fé- lagsins, Signý Sen og Steinunn Einarsdóttir. Standandi frá vinstri. Nína Gísladóttir, Kristín Ragnarsdóttir. Erna Erlings- dóttir, Brynhildur Kjartansdótt- ir, Bergljót Ingólfsdóttir og Sjöfn Sigurbjörnsdóttir. 6 háskólakonur stofnuðu félag fyrir hálfri öld í DAG, föstudaginn 7. apríl, eru liðin 50 ár frá því að sex íslenzkar konur stofnuðu með sér Félag íslenzkra háskóla- kvenna. Og í kvöld fagna félagskonur því með afmælis- hófi í Víkingasal Hótels Loft- leiða að viðstöddum tveimur erlendum gestum. formanni alþjóðasamtaka háskólakvenna IFUW, Daphne Pulvis, og fulltrúa „Danske kvindeliga akedemikere“, Birgitte Weiz Bentzon. Ávörp flytja formað- ur félagsins Ingibjörg Guðmundsdóttir, Ragnheiður Guðmundsdóttir fyrrv. formað- ur. Theresía Guðmundsdóttir og Anna Bjarnadóttir. sem beitti sér fyrir stofnun félags- ins fyrir hálfri öld. En öll skemmtiatriði eru flutt og samin af félagskonum. frum- samin tónlist eftir Jórunni Viðar, flutt af henni sjálfri og Lovísu Fjeldsted, og einnig flytur Geirlaug Þorvaldsdóttir ljóð eftir Drífu Viðar við tónlist Jórunnar, og Elísabet Erlings- dóttir syngur við undirleik hennar. Sigríður Ingimarsdótt- ir flytur frumsamda drápu og 25 ára stúdentar frá MR flytja frumsamið efni. • Sex stofnendur Það voru sex konur, sem saman komu í Reykjavík 7. apríl 1928 í þeim tilgangi að stofna félag tslenzkra háskólakvenna. Hugmyndina átti dr. Björg C. Þorláksson, einlærðasta kona Norðurlanda, sem þá var í Kaupmannahöfn. Anna Bjarna- dóttir kennari kveðst muna vel eftir þvi er Björg kom heim til hennar og ræddi við hana um stofnun slíks félags. Hafði kynnst starfsemi af því tagi i Danmörku. En tilgangurinn var m.a. að taka upp samband við menntakonur annars staðar. Anna beitti sér fyrir því að konurnar sex komu saman, en þær voru, auk hennar, Jóhanna Magnúsdóttir lyfjafræðingur, Katrín Thoroddsen læknir, Kristín Olafsdóttir læknir, Laufey Valdemarsdóttir og Tyra Lange tannlæknir. — Við vorum svo fáar, sagði Anna. En skilyrði um inngöngu var að hafa háskólapróf eða hafa numið í háskóla í 3 ár. En fljótlega voru inntökuskilyrðin rýmkuð, svo allir stúdentar gætu verið með og úr varð eiginlega samruni tveggja fél- aga, Félags háskólakvenna og Kvenstúdentafélag íslands og er svo enn. Sagði Anna að þetta hefði strax verið mjög skemmtilegur félagsskapur, fundir haldnir hjá Theodóru Sveinsdóttur í Kirkju- hvoli, og nýjum félögum fagnað á haustin með púnsbollu. Katrín Thoroddsen var fyrsti formað- urinn og var hrókur alls fagnað- ar. Sjálf var Anna fulltrúi félagsins á fyrsta þingi alþjóða- samtakanna í Genf 1929. Hún minntist þess, að mikið var rætt um „standard" eða gæði félaga í hinum ýmsu löndum og vakti ísland athygli þegar í ljós kom hve vel félagskonur væru menntaðar, þar sem 9,2% félaga voru doktorar. En glansinn fór dálítið af, þegar það skýrðist að þessi 9,2% voru ein kona, dr. Björg Þorláksson. Þegar kom að næsta alþjóðlega þinginu 1932 kom glæsilegt tilboð frá Ameríku, því samtökin ætluðu að borga farið fyrir fulltrúann vestur um haf. En Anna kenndi þá í Menntaskólanum og kvaðst ekki hafa treyst sér til að hlaupa frá kennslunni, komið fram í maímánuð. Svo að Helga Krabbe fór vestur. Fyrstu stjórnina skipuðu 3 konur, þær Katrín Thoroddsen læknir, sem var formaður, Kristín Ólafsdóttir læknir gjaldkeri og Anna Bjarnadóttir B.A. ritari. P’ormenn síðar voru Geirþrúður Hildur Bernhöft, Rannveig Þorsteinsdóttir, Ragn- heiður Guðmundsdóttir og Ingi- björg Guðmundsdóttir. • Þátttaka í alþjóðastarfi Fyrsta verkefni hins nýstofn- aða félags var að sækja um inntöku í L.F.U.W., en það félag var formlega stofnað 11. júlí 1919, að því er Ingibjörg Guðmundsdóttir formaður félagsins upplýsti. Tildrögin að stofnun I.F.U.W. voru þau, að seint á árinu 1918 komu 3 konur saman í hótelherbergi í New York, þær ensku prófessorarnir Caroline Spurgon, Rose Sidgwick og Dean Virginia Gildersleeve frá Bandaríkjun- um. Þær hittust til að ræða um hvernig mætti sporna við, að svona voði riði yfir heiminn eins og nýafstaðin styrjöld. Þá sagði prófessor Spurgon, „því ekki að stofna alþjóðafélagsskap há- skólakvenna til þess að stuðla að friði í heiminum eða svo að við a.m.k. höfum gert allt, sem við getum til þess að koma í veg fyrir að slíkar hörmungar komi yfir heiminn aftur. Fyrsta verkefni ísl. félagsins var, eins og fyrr greinir, að sækja um inntöku í Alþjóða- félag háskólakvenna. Inntöku- beiðnin var strax samþykkt á fulltrúaráðsfundi, sem haldinn var í Madrid sumarið 1928. Félagið hefur eftir megni leitast við að halda sambandinu við útlond með því að farið hafa fulltrúar þess, bæði á fulltrúa- mót og ráðstefnur allt fram á s.l. ár. Árið 1966 var svo -50. mótið haldið hér • í Reykjavík. Það tókst með ágætum og var félaginu til sóma. • Konum leyfð seta í Lærða skólanum 1904 Ingibjörg Guðmundsdóttir formaður sagði í stórum drátt- um sögu félagsins: Árið 1930 er nafni félagsins, með smá lagabreytingu, breytt í Kvenstúdentafélag Islands, og deild innan þess er Félag íslenskra háskólakvenna, sem annast sambandið við Alþjóða- samtökin. Þessi lagabreyting er skiljanleg, þegar haft er í huga, fyrsti að það er ekki fyrr en um haustið 1904 sem konum er leyft að sitja i lærða skólanum. Fyrsta konan, sem situr alla bekki skólans verður að fá undanþágu til að fá að taka inntökupróf um vorið, þar eð lögin öðluðust ekki gildi fyrr en um haustið eins og fyrr segir. Fyrsta konan, sem útskrifast í Háskóla íslands árið 1917, Kristin Ólafsdóttir læknir, las undir stúdentspróf alla bekkina utanskóla. Árið 1911, hinn 11. júlí, er konum leyft að ljúka fullnaðar- prófum frá öllum mennta- stofnunum landsins og öðluðust embættisgengi til jafns við karlmenn. í öðru lagii var þjóðin þá ekki nema 100.000 manns. Það var því ekki nema von, að þegar þingsályktunartillaga kom fram á Alþingi 1942 um að flytja Menntaskólann í Reykja- vík til Skálholts hins gamla biskupsseturs og gera hann aö menntaskóla, eingöngu fyrir pilta, en að Kvennaskólinn í Reykjavík skyldi dubbaður upp í vandaða uppeldisstofnun fyrir stúlkur, sniðna við þeirra hæfi; að þessum skrefum afturábak yrði mótmælt bæði af Kven- stúdentafélagi íslands og að sjálfsögðu Kvenréttindafélagi íslands. Með árunum tók félagið að sér margvísleg verkefni. Kven- stúdentafélagið safnaði m.a. fé á sínum tíma og gaf andvirði 2 herbergja á gamla og á nýja stúdentagarðinn. Árið 1953 fóru 4 félagskonur á alþjóðaráðstefnu háskóla- kvenna, sem haldin var í Lond- on, þáverandi formaður og varaformaður, Rannveig Þor- steinsdóttir og Ragnheiður Guðmundsdóttir, Theresía Guðmundsson og Ingibjörg Guðmundsdóttir. Þegar við komum heim fullar eidmóði, bárum við fram tillögur á félagsfundi, sagði Ingibjörg. Að styrkja heimilislausa há- skðlakonu í Mið-Evrópu, sem bjuggu í flóttamannabúðum. En MadaoeHegg-Hoffet (Sviss) var óþreytandi að á minna félögin á þessar heimilislausu háskóla- konur. 1948 var áætlað að 10.000 háskólakonur væru heimilis- lausar. Mörg aðildarfélög I.F.U.W. áttu, þegar hér var komið sögu „fósturdætur" — konur, sem þau styrktu. Samþykkt var að við legðum fram okkar skerf og við eignuð- umst „fósturdóttur", sem fékk matvæli, auk þess sendum við ullarvörur og bækur og nótur og við eina var að skrifast á við til andlegrar uppörvunar. Næsta tillaga var að bjóða I.F.U.W. styrk handa erlendri vísindakonu, sem við gætum haft tilbúinn fyrir næsta alþjóðaþing sem halda átti í París 1956. Þetta náði allt fram að ganga og var okkar styrkur síðan veittur breskri háskóla- konu, sem fékkst við þýðingar á Eddu kvæðum (Snorra Eddu). Sama ár var hafin sala á jólakortum Barnahjálpar Sam- einuðu þjóðanna, UNICEF kort- um, og hefur félagið séð um sölu á þeim hvert ár síðan. Var eitt UNICEF kortanna gert eftir íslenskri fyrirmynd, saumuðu teppi úr Þjóðminjasafni íslands, af fæðingu Krists. Kven- stúdentafélagið hafði í mörg ár unnið að því, að við gætum boðið fram fyrirmynd. Islensk lita- kona gaf fyrirmynd, en þetta forna teppi var valið írá 16. öld. • Styrkti viðgerð handritanna Þessi fyrsta styrkveiting var svo upphafið að 20 ára starfi hjá félaginu og styrktar hafa verið til náms konur bæði við innlend- ar og erlendar menntastofnanir. Eins styrks er ástæða til að geta um alveg sérstaklega. Þegar sýnt þótti, að Island endurheimti þjóðardýrgripi sína úr Árnasafni í Kaupmannahöfn, þá vildi Kvenstúdentafélag ís- lands fyrir sitt leyti fagna heimkomu handritanna með því að veita styrk til náms í viðgerð og meðferð handritanna, en hér var engin slík viðgerðarstofa fyrir hendi. Ragnheiður Guðmundsdóttir þáverandi for- maður félagsins kom með þessa hugmynd áður en hún lét af formennsku. Kvenstúdentafélagið gerði meira en að veita styrkinn, því það aðstoðaði styrkþega um námsdvöl, fyrst á Landsbóka- safni íslands, síðar í Englandi og naut þá aðstoðar Eiríks Benediktz, sendiráðunauts við íslenska sendiráðið í London, sem sá þar um alla fyrir- greiðslu. Sömuleiðis aðstoðaði féíagið styrkþega við að þessi viðgerð- arembætti kæmust í viðunandi iaunaflokk og átti viðtöl við bæði þáverandi menntamála- ráðherra og fleiri aðila. Fjáröflun hefur af ofan- greindu að sjálfsögðu verið mikið átak og fjár afiað með ýmsu móti. Öll þessi ár hafði kven- • stúdentafélagið ár hvert kaffi- sölu með kökum bökuðum af félgskonum. Á þessum kaffisöl- um voru einnig tískusýningar. Föt sýnd frá tískuversiunum borgarinnar, en félagskonur sýndu. sjálfar og lögðu fram mikla vinnu. Þetta var nýjung, sem kvenstúdentafélagið fitjaði upp á og síðar tóku ýmis félög þetta til fyrirmyndar. Flóamarkaðir hafa verið haldnir — kökubasarar og eitt sinn barnaskemmtun. En einnig hefur félagið hugsað um annað en veraldlega hiuti til öflunar fjár. Félagskonur hafa haldið er- indaflokka í útvarp, hver í einni háskólagrein. Einn veturinn stóð slíkur erindaflokkur hálfs mánaðarlega í 'A ár. Loks tóku nokkrar félagskon- ur að sér að halda uppi sam- felldri dagskrá í útvarp um skáldskap íslenskra kvenna á fyrri öldum. Allt andvirði fyrir erinda- flutning og dagsskrána gáfu félagskonur í styrkjasjóð- inn. • Til menntunar og fróðleiks Við Háskóla íslands er komin deil í hjúkrunarfræðum,'sem ein félagskona, María Pétursdóttir hjúkrunarfræðingur, hefur unn- ið mjög að að yrði að veruleika. Hún kynnti á félagsfundi þessa hugmynd og kvenstúdentafélag- ið ritaði bæði háskóla Islands og menntamálaráðherra bréf þess efnis að brýn þörf væri fyrir fleiri deildir, svo mjög sem færi í vöxt að konur lykju prófum til inngöngu í háskóla og a.m.k. til þessa væru fleiri konur í hjúkrunarfræðum en karlmenn. 1971 gaf heimspekideild Há- skóla íslands 20.000 kr í styrkja- sjóð, en félagið hafði aðstoðað við móttöku mótsgesta á alþjóð- legt málfræðingamót sem hér fór fram á vegum Háskóla Islands. Ávallt hafa svo verið fræðslu- fundir og nú undanfarin ár hafa verið mjög ánægjulegir hádegis- verðarfundir og fyrirlesarar bæði innan félags og utan fengnir og tekin fyrir mál, sem hafa verið efst á baugi hverju sinni. Ekki hefur listin verið snið- gengin, Jórunn Viðar tónskáld hafði eitt sinn heilan konsert fyrir félagið í hátíðasal Háskól- ans. Frumsamin kvæði við frumsamda tónlist hefur einnig verið flutt af listakonum í félaginu. Nú í nokkur ár hefur félagið haft einu sinni í mánuði „opið hús“ síðdegis til óformlegra viðræðna og nú síðastliðið ár í húsnæði, sem félagið hefur á leigu til að efla starfsemina. Eins og sjá má af því sem hér hefur verið rakið, hefur Kven- stúdentafélagið og Félag ís- lenzkra háskólakvenna beitt sér fyrir margvíslegum gagnlegum málefnum s.l. hálfa öld, og oft haft frumkvæði í málum, sem á sínum tíma voru erfið og fram- andi í samfélaginu en þykja nú alveg sjálfsögð. _ E.Pá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.