Morgunblaðið - 07.04.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.04.1978, Blaðsíða 32
AlCiLÝSINÍiASÍMINN EK: 22480 JW»rcunbI«ötí> Al'(;l,VSiNI,ASIMIN’N ER: 22480 JH»r£mi(>I«ibtb 70. tbl. 65. árg. FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1978 Akureyri: Aðveituæð hitaveit- unnar skemmdist á 100 metra kafla Mikill vatnagangur í Eyjafirði Akureyri, 6. apríí. ASAHALKA hefur verið hér nú í nokkra daga og leysinj? ör. Jörð er óðum að koma upp og vatna- Bangur hefur verið mikill í héraðinu. Hann hefur valdið allmiklum skemmdum á vegum, sem viða hafa grafist illa og sumi ra*si hefur orðið að endurnýja, en gera við önnur til hráðabirgða. Af þessum sökum hafa vegir verið mjög ótryggir og erfiðir yfirfcrðar, svo að ökumenn hafa þruft að fara með allri gát. I nótt sprakk fram jarðvegsfilla ofan við aðveituæð Hitaveitu Akureyrar skammt norðan við bæinn Hvamm í Hrafnagilshreppi og skemmdist æðin nokkuð. Pípan er þarna á lofti og hrökk af undirstöðunum, sem hún hvílir á og færðist til á hér um bil 100 metra kafla, þannig að hún tók á sig 4—5 metra sveig. Við þetta tognaði á leiðslunni að sama skapi, en þó rofnaði hún ekki og enginn leki kom að henni. í öryggisskyni var rennsli heita vatnsins til bæjarins stöðvað í morgun meðan könnun á skemmd- um og bráðabirgðaviðgerð fór fram, en vatni var aftur hleypt á um kl. 18 í kvöld. Hins vegar verður lokaviðgerð á aðveitu- Dregið var af launum rúmlega 1.700 ríkis- starfemanna FYRIR liggja tölur um fjölda þeirra rikisstarfsmanna, sem dregið var af launum hjá vegna verkfallsins 1. og 2. marz. Dregið var frá rúmlega 1.700 manns og eru þar allir með taldir, félagar í BSRB, BHM og félagar í ASÍ. Félagar ASÍ vinna m.a. hjá Lands- smiðjunni, Pósti og sfma, Rikisprentsmiðjunni Guthen- berg o.fl. Höskuldur Jónsson ráðuneytisstjóri sagði í gær að svo hafi virzt sem þátttaka BIIM-manna hafi verið hlut- fallslega meiri en BSRB- manna. Þessar upplýsingar sýna, að BSRB-talan er mun lægri, þar sem t.d. í Guthenberg og Landsmiðjunni er umtalsverð- ur fjöldi ASI-manna. Hins vegar lágu við síðasta launa- uppgjör nafnalistar frá stofn- unum iðnaðarráðuneytisins og nokkrum skólum, þannig að BSRB-talan kann að hækka, þegar nafnalistar berast. Höskuldur Jónsson kvaðst þó viss um að fjöldi BSRB-manna, sem þátt tóku í verkfallinu, færi ekki upp fyrir 1.500 manns. Starfsmenn ríkisins, sem eiga félagsaðild að BSRB eru um 9 þúsund. Hinn 1. janúar 1977 voru stöður hjá ríkinu, sem í voru BSRB-menn, BHM- menn og þeir, sem skipaðir voru með ákveðnum launum af ráðherra, samtals 13.575. æðinni látin bíða betri tíma. Jarðvegur er víða mjög blautur og sums staðar alveg vatnssósa ofan á jarðklaka þannig að nokkur hætta er talin á, að smáskriður kunni að falla víðar, þar sem aðveituæðin liggur undir bröttum brekkum, melbörðum eða moldar- bökkum. Sv.P. Alþýðublað- ið vikublað eftir 31. júlí „MÁLIÐ er það, að við sjáum enga framtíð fyrir útgáfu Alþýðublaðsins sem dagblaðs eftir 31. júlf næstkomandi. Enda þótt allt sé á huldu um framtfðina eftir þann dag, tel ég langlfklegast að það verði ofan á að freista þess að halda blaðinu úti sem viku- blaði,“sagði Árni Gunnarsson, ritstjóri Alþýðublaðsins, f samtali við Mbl. í gær. Árni sagði, að samstarfs- samningur Alþýðublaðsins við Reykjaprent rynni út 31. júlí n.k. og væru allir samningar, við starfsfólk blaðsins miðaðir við þann tíma. „Það var ákveðið á sínum tíma að þiggja vissa aðstoð tiP útgáfu Alþýðublaðsins frá jafn- aðarmönnum á hinum Norður- löndunum, aðallega í Noregi, til að ekki bættist við 10 ára skuldabyrði blaðsins, en eins og málin standa núeru áhöld um það, hvort okkur tekst að halda í horfinu til 31. júlí,“ sagði Árni. Árni kvað þessi tímamót þeim mun hörmulegri, sem Alþýðublaðið ætti 60 ára afmæli síðar á árinu, en það hóf göngu sína síðla árs 1918. í leysingunum fyrir norðan fór aðveituæð hitaveitunnar á Akureyri út af undirstöðum og skemmdist á 100 metra kafla. Taka varð heita vatnið af Akureyri í gær á meðan skemmdir á aðveituæðinni voru kannaðar. Ljósm.i Sv. P. Stofnlánadeild landbúnaðarins: Hefur 400 milljónir til að siima nýjum umsókn- um upp á 2.100 millj. „ÞAÐ er alveg ljóst, að við höfum ekki nema um 400 milljónir króna til ráðstöf- unar, en okkur hafa borizt nýjar og endurnýjaðar umsóknir upp á um 2.100 milljónir,“ sagði Stefán Pálsson, forstöðumaður stofnlánadeildar land- búnaðarins, í samtali við Mbl. í gær. „Það verður Lífeyrissjóður verzlunarmanna: Sérstök endur- skoðun á reikn- ingum s.l. árs Framkvæmdastjóra vikið frá gengið frá þessu eftir helg- ina, en ég held að við komumst ekki hjá því að synja öllum umsóknum um lán til nýbygginga á gripa- húsum, en reyna að taka lánsumsóknir vegna íbúðar- húsa eins og hægt er og ef til vill einhverjar hlöðu- byggingar eða bygginga- framkvæmdir til að auka hagkvæmni búanna.“ Stefán sagði, að af þessum 2.100 milljónum væru umsóknir frá bændum um 1.500 milljónir og umsóknir frá vinnslustöðvum landbúnaðarins um 600 milljónir króna. Hins vegar hefði verið séð til þess, að stofnlánadeildin gæti fjármagnað öll áfangalán, eins og henni bæri skylda til, en þau lán eru vegna íbúðarhúsa og stærri gripahúsabygginga, sem komin eru í fokhelt ástand. Áfangalána- umsóknir nema 1.400 milljónum króna. Stefán Pálsson sagði, að lán stofnlánadeildarinnar væru fjár- mögnuð með lánsfé úr fram- kvæmdajóði og innlendri verð- tryggingu. „Ég sé enga leið til þess að við fáum meira fé,“ sagði Stefán. „Stefnan er að taka ekki erlend lán og innlent lánsfé liggur ekki á lausu. Við verðum því bara að spila úr því sem við höfum, enda þótt það sé aðeins lítið brot til að mæta því sem þarf, vegna nýrra umsókna." STJÓRN Lífeyrissjóðs verzlunar- manna óskaði fyrir nokkru eftir því að nánari endurskoðun færi fram á reikningum sjóðsins fyrir árið 1977 vegna athugasemda, sem fram höfðu komið frá löggilt- um endurskoðendum sjóðsins. Jafnframt var Ingvari N. Páls- syni, framkvæmdastjóra, vikið úr starfi hinn 24. febrúar sl. þar til annað verður ákveðið. Morgunblaðið sneri sér í gær til Péturs Blöndals, forstjóra Líf- eyrissjóðs verzlunarmanna og inni hann eftir þessu máli. Pétur Blöndal sagði: „Við frumendur- skoðun á reikningum Lífeyrissjóðs verzlunarmanna fyrir árið 1977, sem fram fór í byrjun þessa árs, bárust nokkrar athugasemdir frá löggiltum endurskoðendum sjóðs- ins. Á grundvelli þess ákvað stjórn sjóðsins að óska eftir enn nánari endurskoðun. Það hefur verið unnið að þessari endurskoðun og verður henni lokið í þesum mán- uði. Þar til henni er lokið og greinargerð endurskoðenda liggur fyrir er ekki rétt á þessu stigi að greina frá nánari málsatvikum. Stjórn sjóðsins mun fjalla um frekara framhald málsins ef þess gerist þörf. Ingvari N. Pálssyni framkvæmdastjóra var vikið úr starfi frá og með 24. febrúar sl. þar til annað verður ákveðið. Raunnsóknin er mjög umfangs- mikil, þar sem færslur í bókhaldi 1977 voru um tvö hundruð þúsund talsins." Loftleiðadeilan: Undirbúa málið fyrir Félagsdóm FÉLAG Loftleiðaflugmanna er nú að undirbúa það að leggja fram kæru til Félagsdóms vegna skerðingar á vísitöluupp- bótum Loftleiða við síðustu launagreiðslur flugmanna. Elr þess að vænta samkvæmt upplýsingum talsmanna flug- manna að málið verði lagt fyrir á næstu dögum. Davíð Scheving Thorsteinsson: „Pólitísk- ur skæru- hernaður” MORGUNBLAÐIÐ leitaði í gær til Davíðs Scheving Thorsteinssonar, formanns Félags íslenzkra iðnrek- enda, og spurði hann um álit hans á útflutningsbanni því, sem Verka- mannasamband íslands er nú að boða um landið. Davíð Scheving sagði: „Utflutningsbann það, sem nú er til umræðu, er algert siðleysi, sem mun hafa óheillavænleg áhrif á fjöregg þjóðarinnar, útflutning- inn, með ófyrirsjáanlegum afleið- ingum fyrir alla íbúa þessa lands. — Utflutningsbannið, ef til framkvæmda kemur, er pólitískur skæruhernaður, sem allir þjóðholl- ir menn, launþegar sem atvinnu- rekendur, eiga að rísa gegn af fullri einurð. Þetta mál á ekkert skylt við eðlilega kjarabaráttu."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.