Morgunblaðið - 07.04.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.04.1978, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1978 KATtlNÚ Taktu þér nokkurra daga frí or farðu á veiðar með nokkrum sem eins er ástatt fyrir og þér! Næst komið þið til okkar til að sjá sjónvarpið okkar! Afsakið, við ætluðum að setja nýtt veggfóður á! BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Spilið í dag kom fyrir í Philip Morris Kvrópubikarkeppni, sem haldin var í Briissel í fyrra. Og við lítum á tvær úrspilsaðferðir, fyrst aðferð eins keppenda. sem ekki gekk vel, og si'ðan vinnings- leið sigurvegarans í keppninni. Gjafari norður, allir utan haettu. Norður S. Á8752 H. Á9 T. ÁD92 L. 104 Vestur Austur S. KG1063 S. D9 H. 107 H. D65 T. 865 T. 107 L. KD6 L. G87532 Suður S. 4 H. KG8432 T. KG43 L. Á9 Spilaður var tvímenningur og í umræddum tilfellum var suður sagnhafi í sex hjörtum þó að tígulslemman væri mun öruggari samningur. Og í báðum tilfellum spilaði vestur út laufkóngi, sem tekinn var með ás. En þá skildu leiðir þó báðir spilárarnir sæju, að svíning fyrir hjartadrottningu væri ónauðsynleg lægju spaðarnir 4—3 hjá A—V. En þá var hægt að láta lauf í fimmta spaðann. I fyrra tilvikinu tók sagnhafi á hjartaás og kóng áður en hann hafði trompað tvo spaða á hend- inni. Og þá voru tveir gjafaslagir óumflýjanlegir. En sigurvegarinn, Frakkinn Tinter, fann bestu leiðina. Hann tók strax á spaðaás og trompaði spaöa á hendinni. Hjarta á ásinn og aftur spaði trompaður. Þá kom í ljós, að hann lá 5—2 og hjartasvíningin var orðin nauðsyn. Tígull á ásinn og hjartagosa svínað — unnið spil. Einhverjum kann að þyrkja þetta mörg orð um auðvelt spil. Það nægði að svina strax hjarta og gefa bara laufslaginn í lokin. En það hefði þýtt, að aðeins var veðjað á einn hest. Eftir þetta útspil hefði spilið alltaf tapast þegar vestur ætti drottninguna. Báðir spilararnir gerðu sér Ijóst, að betra var að veðja á tvo hesta og málið var því að nýta möguleik- ana í réttri röð. Heyrðu! Til allrar hamingju, verð ég að segja, var pelsinn farinn úr glugganum þegar ég gekk framhjá búðinni áðan. Vantar lesefni ,;Velvakandi góður! í gegnum árin hef ég dvalið töluvert erlendis, bæði vegna atvinnu minnar og annars. Þar hefur það vakið athygli mína, að það þarf ekki annað en koma inn í litla matvöruverzlun, að þá skal þar vera rekkur með blöðum, bæði dagblöðum og tímaritum ásamt reyfurum (kiljum). Það er ljóst, að blöð, tímarit og reyfarar sem afþreyingarefni þjóna miklu hlut- verki f lífi fólks, ekki síst eftir að tómstundum fjölgaði. Þegar litið er á hvernig að þessum hlutum er búið á íslandi, kemur allt annað í ljós. Verslunum og hinum svokölluðu „sjoppum" virðist ekki vera ljóst þjónustu- hlutverk sitt í þessum efnum, því yfirleitt er lesefni, sem þar er á boðstólum, mjög lítið, og úrvalið nánast ekkert. eg minnist þess, þegar ég var staddur í kaupstað norðanlands, að ég vildi fá mér lesefni. Þetta var eftir kl. 6, en þó var a.m.k. ein „sjoppa" eða kvöld- sala opin. Þar gat ég ekki einu sinni fengið dagblöðin keypt, af þeirri einföldu ástæðu, að þau voru ekki til sölu. Ekki fyrir löngu síðan kom ég í Kaffivagninn á Granda- garði, og það eina, sem ég gat fengið þar, voru Vikan og Urval. Það ber þó að segja, að frá þessu eru margar undantekningar. Til eru bæði í Reykjavík og úti á landi verslanir, sem gegna þessu þjón- ustuhlutverki með miklum sóma. Tilgangur þessa bréfs er að ýta dálítið við eigendum þessara verslana, með að hafa á boðstólum fjölbreytt úrval blaða, tímarita og reyfara, og er þetta bréf þá ekki til einskis skrifað, ef bót verður ráðin á. Einar.“ • Er þetta hægt? „Er hægt að fara fram á 67% hækkun bifreiðatrygginga þar sem fyrirsjáanlegt er að tryggingafé- lögin þurfa ekki á þeirri hækkun MAÐURINN A BEKKNUM Framhaldssaga eftir Georges Simenon Jóhanna Kristjónsdóttir islenzkaði 16 mjög ófrítt barn og hún hafði áreiðanlcga alltaf gert sér grein fyrir Ijótleika sinum. Hún leit um öxl f áttina til gömlu konunnar og hvíslaði. — Viljið þér ekki fá yður sæti? — Ég held að móðir yðar... — Við getum talað saman þótt mamma sitji þarna. Hún er heyrnarlaus. Ilún er bara glöð þegar hún sér að einhver kemur. Hann þorði ekki að segja við hana að hann fengi innilokun- arkennd hér, þar sem þessi vistarvera gaf honum svo sterklega á tilfinninguna að lífið rynni hjá þessum tveimur konum og hefði alltaf gert það. án þess þær hefðu nokkurn tíma haft tengsl við veruleik- ann. Leone virtist aldursiaus. Sennilega var hún kominn töluvert yfir fimmtugt. Móðir hennar hlaut að vera minnsta kosti áttræð og hún starði á aðkomumanninn með litlum cn f jörlegum augum. Það var ekki frá henni sem Leone hafði sitt myndarlega krókanef heldur frá föðurnum, en mynd af honum hékk á veggnum. — Ég var að koma frá húsverðinum í Ruc de Bondy. — Þetta hefur sjálfsagt ver- ið áfall íyrir hana. — Já, hcnni var mjög hlýtt til hans. — Öllum var hlýtt til hans. Við þessi orð færðist roði fram í fölar kinnar hennar og hún flýtti sér að bæta við. — Hann var slíkt góðmenni. — Þér hafið oft hitt hann eftir að fyrirtækið hætti störf- um ekki satt? — Hann hefur komið hingað nokkrum sinnum. Það væri ofmælt að segja hann hcfði komið oft, Hann hafði ákaflega mikið að gera og búðin mín er langt frá miðhænum. — Vitið þér hvað hann fékkst við í seinni tíð. — Nei, það spurði ég hann aldrei um. En mér sýndist honum vegna mjög vel. Hann var áreiðanlega með fyrirtæki sjálfur þvf að mér sýndist hann ekki hafa neinn fastan vinnu- tíma svo að hann hefur áreiðan- lega ráðið sér að einhverju leyti sjálfur. — Hann hefur aldrei minnzt á fólk sem hann hefði samneyti við? — Nei, við töluðum mest um gamla daga. llm húsið í Rue de Bondy. Fyrirtækið og um hr. Max. Það var mikið fyrirtæki á sinni tíð. Hún hikaði. Svo spurði hún. — Þér hafið náttúrlega tal- að við konuna hans? — Já, í gærkvöldi. — Hvað sagði hún? — Hún skildi ekki hvernig gat staðið á því að maðurinn hennar var klæddur í brúna skó á þeirri stundu er hann var myrtur. Hún staðhæfir að morðinginn hljóti að hafa klætt hann í þá. En fröken Leone haíði eins og húsvörðurinn veitt athygli brúnu skónum. — Nei, hann var oft í þeim, — Líka þegar hann starfaði í Rue de Bondy? — Nei, ekki fyrr en síðar. Töluvert löngu síðar. — Hvað eigið þér við með „töluvert“ löngu síðar? — Kannski ári eða svo. — Fannst yður skrítið að sjá hann á brúnum skóm? — Já, það var náttúriega mjög ólíkt því hvernig hann hafði klæðzt áður. — Hvað datt yður helzt í hug? — Að hann hefði breytzt. — Hafði hann breytzt? — Hann var ekki eins og áður. Ekki nákvæmlega. flann spaugaði á annan hátt. Það kom meira að segja fyrir hann ræki upp skellihlátur. Og það gerði hann ekki áður fyrri? — Nei, ekki á sama hátt. Það hlýtur eitthvað að hafa gerzt — einhver breyting orðið á lifn- aðarháttum hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.