Morgunblaðið - 07.04.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.04.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1978 29 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100KL 10—11 FRÁ MÁNUDEGI að halda, samanber þessar stóru húsbyggingar hjá þessum félögum. Hvaðan fá þau þessa peninga sem þeir byggja fyrir nema frá trygg- ingatökum? Er þetta ekki óforskammað að ætlast til þess að ríkisstjórnin samþykki þessa umbeðnu hækk- un? Eg held að ráðherrarnir ættu að fara og skoða þessi milljónahús áður en þeir samþykkja þessa hækkunarbeiðni þeim til handa. Svona stórhýsi eru vart byggð nema af ágóða af háum trygginga- iðgjöldum. , Einn óánægður." Velvakandi ætlar sér ekki að hefja málsvörn fyrir tryggingafé- lög, en það verður að ætla að þau hafi góð og gild rök fyrir hækkun- arbeiðni sinni. Rétt er, að spyrja má hvort það stangist eitthvað á með hækkanir á iðgjöldum og byggingar félaganna, og ef félögin eitt eða fleiri vilja segja eitthvað um þau mál er sjáifsagt að birta umsagnir um það. Þessir hringdu . . Ferðir Akraborgar eru alla daga frá Reykjavík á 3ja tíma fresti. Frá kl. 10 fh. til kl. 19. eh. Frá Akranesi: kl. 8.30 — 11.30 — 14.30 — 17.30. Fró Reykjavík: kl. 10 — 13 — 16 og 19. Sérstök fargjöld fyrir hópferöir. Afsláttur veröur veittur fyrir farþega á alla kappleiki. Hafið samband viö framkvæmdastjóra í síma 93-1095. Ókurteisi? Vesturbæingur. — Mér finnst hafa borið á því að verzlunarfólk gæti ekki nægilegrar kurteisi í samskiptum sínum við viðskiptavinina. í nægi- legrar kurteisi í samskiptum sínum við viðskiptavinina. í stór- verzlunum í Reykjavík er farið að bera á ókurteisi gagnvart heiðar- legu fólki og verður nauðsynlegt að kenna verzlunarfólkinu kurteisi að mínu mati. Minnst var á þetta í frétt í Mbl. s.l. laugardag og aðgreindir vissir aldurshópar sem hefðu verið staðnir að því að hnupla úr búðum. Ég leyfi mér að minnast aðeins á þetta hér vegna þess að nýlega vissi ég til þess að borið var upp á saklausa konu hnupl og varð hún alveg miður sín á eftir. Finnst mér ástæða til að minna á að verzlunarfólk verður að gæta ítrustu kurteisi og var- færni þegar svona mál koma upp. • Ólga og ófriður? Maður sem vildi síður láta nafns síns getið sagðist vilja koma á framfæri nokkrum hugsunum sínum varðandi atvinnumálin og þau „umbrot" sem hann sagði vera á vinnumarkaðinum: — .Mér finnst vera orðin of mikið af alls konar kröfum og umbrotum á vinnumarkaðinum um þessar mundir. Allir muna þau læti sem voru kringum tveggja daga verkföllin í síðasta mánuði og hverjar skoðanir fólk hafði á þeim málum öllum. Nú eru enn á ný fundir og SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson í sænsku deildakeppninni í vetur kom þessi staða upp í skák þeirra Roland Thappers (Lund ASK) og Áke Carlssonar, (Lundby), sem hafði svart og átti leik: 23.... Hxh4+!, 24. gxh4 (Eftir 24. Kxh4 - Hh8+, 25. Kg5 - Hh5 er hvítur mát). Hd3+, 25. Dxd3 (Hvítur verður mát eftir 25. Kh2 — Rg4+) cxd3, 26. De6+, 27. Í5 — De3+, 28. Kg2 — Re4 og hvítur gafst upp. viðræður hafnar til að reyna að finna lausn á deilumálum aðila vinnumarkaðarins og lítið miðar, nema að hótanir eru undir yfir- borðinu og reyndar búið að boða til einhverra aðgerða. Segja má að nærri allar stéttir séu undir þessa sömu sök seldar, að fara með ófriði nánast, þ.e.‘ allir vilja bera meira úr býtum en þeir segjast hafa. Nú síðast hafa verið kynntar kröfur flugmanna og núverandi laun þeirra. An efa vilja allir reyna að skilja þeirra málstað og þeirra atvinnu, hún hefur mikla ábyrgð og miklar skyldur í för með sér fyrir þá, en er samt sem áður ekki í lagi að vera örlítið þolinmóður, og er ekki óþarfi að leggja niður flugið þó að eitthvað sé óklárt með túlkun samninga. Tjónið er töluvert fyrir Flugleiðir og mega þær við því? Annars ætla ég ekki að blanda mér í þessi deilumál, en mér finnst þjóðfélagið okkar einkennast um of af alls kyns kröfum og látum, sem eru algerlega óþörf. HOGNI HREKKVÍSI »-+ Stafakubbarnir? — Sá ég þá ekki á eldhúsborðinu? Umboðsmenn um land allt. H ANS PETERSEN HF BANKASTRÆTI GLÆSIBÆR AUSTURVER S: 20313 S: 82590 S: 36161 & SlGGA V/öGÁ £ Á/LVEgAU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.