Morgunblaðið - 07.04.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.04.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. APRIL 1978 □AIHATSU ÁRMÚLA 23 simi 81733 Amsterdam 8 heióríkt Apena 19 skýjað Berlín 34 sólskin Briissel 9 sólskín Chícago 15 rigning Frankfurt 8 skýjað Genf 14 skýjað Helsinki 2 skýjaö Jóhannesarb. 21 sólskin Kaupmannah. 6 sólskin Lissabon 15 rigning London 11 sólskin Los Angeles 21 skýjað Madríd 13 rigning Malaga 11 rigning Miami 25 heiðríkt Moskva 4 heiðrfkt New York 13 heiðríkt Ósló 7 sólskin Palma, Majorca 15 skýjað Paris 10 léttskýjað Róm 16 rigning Stokkhólmur 10 skýjað Tel Aviv 22 sólskin Tokýó 12 rigning Vancouver 11 skýjað Vínarborg 12 skýjað ríMr' Amerasinghe endurkosinn Genf, 6. apríl. AP. IIAMILTON Shirley Amerasinghe frá Sri Lanka var í dag endurkos- inn forseti hafréttarráðstefnunnar í Genf eftir nfu daga þóf. Meirihluti fulltrúa á ráðstefn- unni knúði fram atkvæðagreiðslu um Amerasinghe þótt regrlur segi að mikilvægar ákvarðanir skuli teknar samhljóða. Tillaga Asíu- ríkja um endurkosningu Ameras- inghe var samþykkt með 74 atkvæð- um gegn 18 en 13 sátu hjá. Tillaga SuðurAmeríkuríkja um að tillaga frá þeim um að forseti ráðstefnunn- ar skyldi kosinn samhljóða en ekki með atkvæðagrciðslu yrði látin sitja í fyrirrúmi var felld með 73 atkvæðum gegn 21 en 14 sátu hjá. Enn er ekki ljóst hvort lokið sé deilum um dagskráratriði á ráð- Amerasinghe stefnunni þannig að störf hennar geti hafizt fyrir alvöru þar sem Suður-Ameríkuríkin leggjast gegn því að Amerásinghe hafi umboð til að gera breytingar á uppkastinu að nýjum hafréttarsáttmála sem for- Framhald á bls. 19 Þetta gerdist 7. apríl 1976 — Teng Hsiao-ping steypt af stóli í Kína og Hua Kuo-feng skipaður forsætisráðherra. 1975 — Suður-víetnamskar flugvélar ráðast á höll Thieus forseta en hann sleppur ómeiddur. 1971 — Peking-stjórnin býður bandarísku borðtennisliði til Kína. 1967 — Mesta loftorrusta ísraelsmanna og Sýrlendinga í 19 ár. 1966 — Vetnissprengja úr bandarískri sprengjuflugvél finnst í Miðjarðarhafi undan strönd Spánar. 1961 — Milovan Djilas handtekinn í Júgóslavíu. 1953 — Dag Hammarskjöld kosinn framkvæmdastjóri SÞ. 1939 — ítalir gera innrás í Albaníu — Spánn gengur í A ndkominternbandaiag Þýzkalands, Ítalíu og Japans. 1897 — Tyrkir segja Grikkjum strið á hendur. 1652 — Hollendingar undir forystu van Riebecks stofna Höfðaborg í Suður-Afríku. Afmæli í dagi Francis Zavier, jesúítatrúboði (1506 — 1552) — WiIIiam Wordsworth, brezkt skáld (1770 — 1850) — Sir David Low, nýsjálenskur skopmyndateiknari — James Garner, bandarískur leikari (1928 — ...). Orð dagsins. Fullkomnun næst í smáum skömmtum. Tími er nauðsynlegur. Voltaire, franskur heimspekingur (1694—1778). 4. tilraun Agapovs til ad b jarga konu sinni Stokkhólmi, 6. apríl. Reuter. AP. VALENTIN Agapov, sem flúði frá Sovétríkjunum til Svíþjóðar fyrir tæpum fjórum árum, staðfesti í viðtali við Dagens Nyheter í dag, að sænskur flugmaður, sem hefur verið handtekinn, hefði reynt að smygla fjölskyldu hans frá Rússlandi. Agapov skildi eftir konu sína, dóttur og móður þegar hann flúði til Svíþjóðar. í samtali við Reuter í dag sagði hann, að hann hefði reynt í marga mánuði að smygla þeim með flugvél úr landi en tilraunirnar hefðu mistekizt fjórum sinnum. Tvívegis var veður of vont til þess að hægt væri að fljúga yfir Iandamæri Finnlands og Sovétríkj- anna og lenda á Ladogavatni ísilögðu. Þriðja tilraunin mistókst vegna vélarbilunar. Sænski flugmaðurinn gerði fjórðu tilraunina á laugardag og lenti á ísnum á Ladogavatni en þá var fjölskyldan ekki mætt á tilsettum stað og tfma. Flugmaðurinn, Karl-Göran Wickenberg var handtekinn í Imatra í Suðaustur-Finnlandi þegar hann hafði flogið aftur yfir landamærin. Búizt er við að hann verði leiddur fyrir rétt í Finnlandi fyrir að rjúfa landamæri og aðrar sakir. Hann var handtekinn í Tékkóslóvakíu í september 1971 fyrir tilraun til að fljúga úr landi með sez ára gamla tékkneska telpu til foreldra hennar í Svfþjóð. Hann og annar Svíi voru reknir úr landi einu ári sfðar. „Eg veit ekki hvað verður um fjölskyldu mína núna,“ sagði Agapov í samtalinu við Reuter. „Ég er dauðhræddur um að þau hafi verið handtekin. Ég vona að þau séu heima en veit það ekki.“ Agapov sagði að fjölskyldan hefði nokkrum sinnum farið til Ladoga sem er um 1.000 km frá Moskvu. Hann sagði að fjölskyldan hefði ekki verið sammála um flóttatilraunirnar. Hann sagði að aðeins tvö sæti væru í flugvél Wickenbergs og hann hefði talað við nokkra fiskimenn seinast þegar hann lenti. Hann taldi hugsanlegt að fjölskyldan hefði verið stöðvuð við eftirlitsstöð fyrir norðan Leníngrad. Agapov ákvað að gera þessar örvæntingarfullu tilraunir þar sem kona hans skrifaði honum að fjölskyldan ætti í miklum erfiðleikum. Hún sagði að betra væri að vera í fangelsi. Hún er fyrrverandi verkfræðingur og starfar nú við að hreinsa almenningssalerni. Hún segist sæta áreitni. Sjálfur hefur Agapov fengizt við verkfræðistörf í Örebro síðan hann fékk hæli í Svíþjóð. Að sögn Agapovs bauðst Wickenberg til að hjálpa honum. Wickenberg kvaðst ekki fullkomlega viss um að hann gæti það en vildi reyna. Hann varð að fljúga lágt til að sjást ekki í ratsjá. Agapov kvaðst hafa reynt að hafa samband við Thorbjörn Fálldin forsætisráðherra í gær en verið ráðlagt að ræða málið við fulltrúa utanríkisráðu- neytisins í Stokkhólmi. I Helsinki er aðeins sagt að ekkert bendi til þess að Wickenberg hafi haft nokkurn farþega eða annað meðferðis frá Sovétríkjunum. St jórnin í Chile sleppir föngum Santiago, 6. apríl. AP. AUGUSTO Pinochet Chileforseti hefur lýst því yfir að hann muni sleppa úr haldi öllum mönnum sem herdómstólar hafi dæmt til fangelsisvistar fyrir brot á öryggislögum og senda þá í útlegð. „Ilér eftir getur enginn sagt að í Chile sé fólk sem sé svipt fresli vegna liðinna stjórnmálaat- burða,“ sagði forsetinn í sjón- varpsræðu. Pinochet nefndi ekki fjölda þeirra sem skipun hans nær til en þeir eru 70 samkvæmt öðrum heimildum. Auk þess standa yfir réttarhöld í málum 100 annarra Framhald á bls. 19 Olíuverð hækkað • r i jum Í7 Zurich, 6. apríl. AP. AIIMED Zaki Zamani, olíuráð- herra Saudi Arabíu, sagði í svissneska sjónvarpinu í kvöld að olíuverð mundi áreiðanlega hækka á næstunni en ákvörðunar væri ekki að vænta fyrr en í fyrsta lagi í júnf. Samtök olíusöluríkja, Opec, halda óformlegan fund í Genf 4. maí, líklega um olíuverðið og ummæli Yamanis benda til þess að endanleg ákvörðun verði ekki tekin á þeim fundi. Yamani taldi enga ástæðu til þess að draga úr olíuframleiðslu Saudi Arabíu á næstunni en sagði að stjórn landsins kynni að fallast á nokkra hækkun olíuverðs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.