Morgunblaðið - 07.04.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.04.1978, Blaðsíða 17
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1978 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1978 17 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjór Ritstjórn og afgreiSsla Auglýsingar hf. Árvakur. Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen. Styrmir Gunnarsson. Þorbjöm Guðmundsson Björn Jóhannsson. ASalstræti 6. simi 1010>' Aðalstræti 6. simi 2248 Áskriftargjald 1 700.00 kr. á minuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakiS. Beiðni um löndunar- bann frá íslendingum! Það hefur vakið gífurlega athygli — og raunar farið mjög fyrir brjóstið á mörgum þjóðhollum íslendingum — að forsvarsmenn Verkamannasambandsins skyldu á blaðamannafundi í fyrradag hafa ymt að því, að ráðstafanir verði gerðar til þess að hafa samband við þá menn erlenda, sem hafa verið okkur hvað óvinveittastir í aðalsjálfstæðismálinu, útvíkkun landhelginnar og aukinni fiskvernd, og óska eftir því við þá, að þeir muni sjá til þess, að stöðvuð verði löndun á íslenzkum fiski í Bretlandi og Þýzkalandi, ef togarar okkar sigla með aflann á erlenda fiskmarkaði, meðan svonefnt útflutningsbann á að ríkja. íslendingum er í fersku minni, hvernig löndunarmenn, einkum í Bretlandi, hafa æ ofan í æ reynt að knýja þá til undanhalds í landhelgismálum, og það skýtur því nokkuð skökku við, þegar íslenzkir aðilar hyggjast biðja þessa sömu menn um að koma sér til hjálpar til að greiða íslenzkum útflutningi — og þar með íslenzkum sjómönnum að sjálfsögðu — enn eitt höggið. Á ýmsu áttum við von en ekki því, að fulltrúar íslenzkra verkamanna ættu eftir að ganga til búða þessara erlendu aðila og fá þá til að koma á löndunarbanni, sem kalla mætti heimatilbúið löndunarbann, ef af yrði. Við eigum eftir að sjá, hvernig fólkið í landinu brygðist við slíkri ósk íslenzkrar verkalýðsforystu. En enginn vafi er á því, að flestir fengju ógeð á slíku „bandalagi" við þá menn, sem hvað harðast hafa gengið fram í því að reyna að koma okkur á kné í erfiðum og áhættusömum þorskastríðum. Forystumenn launþegasamtaka, sem hafa látið sér detta slíka ósvinnu í hug, ættu að skoða málið betur, áður en þeir gengju fram af þjóð sinni með þessum hætti. Að öðru leyti er ástæðulaust að fjalla nú frekar um þetta svonefnda útflutningsbann, því ekki liggur enn fyrir, hvernig að því verður staðið. En það er hárrétt, sem Geir Hallgrímsson forsætisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að „afleiðingar aðgerðaleysis stjórnvalda hefðu fyrst og fremst komið niður á félögum í Verkamannasambandinu. Því er óskiljanlegt... ef verkamenn, en í þeirra hópi eru hinir lægstlaunuðu, ganga nú fram fyrir skjöldu til þess að berjast fyrir meiri tekjuhækkun hjá þeim, sem hærri hafa launin." Þó að við sjáum ekki enn fyrir, hvaða afleiðingar útflutningsbannið muni hafa, liggur hitt fyrir, að því er stefnt gegn þjóðarheill, eins og ástandið er í efnahagsmálum landsins. Við erum að reyna að berjast við verðbólguna, og þó að hægt gangi, hefur miðað í rétta átt, a.m.k. þangað til síðustu kjarasamningar voru gerðir. Á miðju síðasta ári hafði verðbólgunni verið hnikað niður úr 54% í tíð vinstri stjórnarinnar í 25%. Síðan hefur aftur sigið á ógæfuhliðina, eins og kunnugt er. Efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar voru gerðar í þvi skyni að tryggja fulla atvinnu og þann kaupmátt launa, sem hér hefur mestur verið. Það er athyglisvert, að á sama tíma og við þurfum ekki að berjast við neitt atvinnuleysi efna verkalýðsfélög í V-Evrópu til sérstaks mótmæladags gegn atvinnuleysi þar í álfunni. Kröfðust þau aðgerða til að draga úr hinu gífurlega atvinnuleysi, sem þar ríkir. Launþegasamtök á Islandi þurftu ekki að taka þátt í mótmælum þessa dags, því hér ríkir ekkert atvinnuleysi. Það segir sína sögu. Sama daginn og mótmælin gegn atvinnuleysi setja mestan svip á þjóðlífið í Evrópulöndum boða forystumenn íslenzkra verkamanna til blaðamannafundar — ekki til að mótmæla atvinnuleysi hér á landi eða lágum kjörum verkalýðs af þeim sökum, heldur til að lýsa yfir, að þeir hyggist koma í veg fyrir útskipun á íslenzkum afurðum og jafnvel biðja verstu andstæðinga okkar í undanförnum þorskastríðum að koma í veg fyrir útflutning íslenzkra afurða! Hvaða sögu skyldi þetta nú segja? Þurfum við að fara í grafgötur um, hvað íslenzkur almenningur segir um slík vinnuhrögð? Nei, það þurfum við áreiðanlega ekki. Við vitum, að slík vinnubrögð eiga ekki upp á pallborðið hjá almenningi á íslandi nú um stundir. Forsendurnar vantar. Þessir forystumenn launþega eiga áreiðanlega eftir að brenna sig á almenningsálitinu, áður en langur tími er liðinn. Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra, sagði ennfremur í fyrrnefndu samtali við Morgunblaðið, að útflutningsbann væri til þess fallið „að eyðileggja markaði fyrir afurðir okkar erlendis og mundi fyrst og síðast bitna á þeim, sem að því standa". Forsætisráðherra sagði ennfremur, að hann gæti ekki orða bundizt um þau áform Verkamannasambandsins að ætla að hvetja til löndunarbanns á íslenzkum fiski í nágrannalöndum okkar. „I 3 áratugi höfum við barizt fyrir því samhliða útfærslu fiskveiðilögsögunnar að eiga óhindraðan aðganga að þessum mörkuðum ... og því takmarki er nú náð. Það væri sorglegt, ef íslenzk verkalýðshreyfing yrði fyrst til þess að spilla þeim árangri og banna íslenzkum sjómönnum að bjarga sér.“ En svo blasir það jafnframt við, að aðgerðir þessar munu fyrst og síðast bitna á verkafólkinu sjálfu, þeim, sem missa tekjur, af þvi þeir fá ekki vinnu við útskipun, körlum og konum í frystihúsum, þegar þeim verður lokað hverju á fætur öðru og loks sjómönnum, sem eiga annað skilið úr þessari átt. En ef þetta fólk missir atvinnuna, ef það bætist í hóp þeirra atvinnuleysingja, sem stóðu að mótmælum í Evrópuríkjum í fyrradag, þá veit það a.m.k., hverjir bera sökina. Það eru að sjálfsögðu þeir, sem ákváðu aðgerðirnar. Kannski eiga þeir eftir að finna, að sá er eldurinn heitastur, sem á sjálfum brennur. Prófkjör Sjálfstæðis- flokksins í Garðabæ Föstudaginn 7. apríl og laugardag 8. apríl fer fram prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ til bæjarstjórnarkosninga. Kosið verður í Barnaskólanum við Vífilsstaðaveg kl. 17—21 á föstudag og 10—22 á laugardag. I framboði eru 17 manns og leitaði Morgunblaðið til þeirra og bað þá svara í nokkrum orðum hvaða málefnum væri mikilvægast að sinna í næstu bæjarstjórn. Ágúst Þorsteinsson forstjóri, 38 irs. Maki: María Helga Hjálmarsdóttir. Málefni bæjarfélags eins og Garöabæjar eru ótalmörg og flest knýjandi, enda erfitt að gera upp á milli þeirra. Þó er mér Ijóst eftir að hafa s.l. fjögur ár kynnst og veriö þátttakandi í bæjarstjórn, að eftirfar- andi málaflokkar eru brýnastir. Við verðum að leggja mikla áherzlu á gatnageröarframkvæmdlr. Mark- miöið ætti að vera í lok kjörtímabils- ins, að geta gengiö frá varanlegu slitlagi á götur jafnóöum og byggðakjarnar rísa. Eg tel mjög brýnt að sem fyrst verði lokið við seinni áfanga Gagn- fræðaskólans og helzt á kjörtímabil- inu. Að sjálfsögðu verður haldiö áfram á sömu braut og áður með skipu- lagningu bæjarins og m.a. gert ráð fyrir svæöum undir minni hús fyrir ungt fólk og roskiö. Akvörðun þarf að taka um framtíð- arstað Tónlistarskólans, en húsnæö- isþörf hans er mjög brýn. Aðstoöa þarf Bræörafélagiö með ráöum og dáð, til að Ijúka við byggingu bræðraheimilins. Ef ég verð valinn í bæjarstjórn mun markmiö mitt fyrst og fremst, að vinna málefnalega og samviskulega og taka ákvarðanir með hagsmuni bæjarfélagsins í heild í huga. Ársæll K. Gunnarsson bifvélavirki, 24 ára. Maki: Anna Hafsteinsdóttir. Þaö eru þau sömu mál og beðið hafa annarra bæjarstjórna, svo sem gatnagerö, íþróttamál, dagheimila- mál og svo framvegis. Ber að líta á þau mál og önnur, sem upp kunna að koma, með réttsýnu og raunsæi framar öðru. Eg tel að í því hverfi sem upprunalega myndar okkar bæjarfé- lag, Garöahverfi, sé mörgu ábóta- vant. Þar þarf að gera stóra bót á málum og lagfæra t.d. vegi. Þaö er persónulegt áhugamál mitt að fjölbrautaskóli verði stofnaöur hér í Garöabæ. Auk þess tel ég aö malbikunarframkvæmdir eigi að haldast í hendur við byggingarhrað- ann, þannig að íbúar nýrra svæða þurfi ekki að búa langtímum við moldargötur. BergÞór Úlfarsson 39 ára, kaupmaður. Maki: Valbjörg Jónsdóttir. Nauðsynlegt er aö gera stórt átak í gatnageröarmálum bæjarins. Bíða þar vissulega mikil verkefni viö frágang gatna með varanlegu slitlagi og lagningu gangbrauta sem ekki lengur má dragast aö leggja til atlögu við. Sérhverju bæjarfélagi er nauö- syn á blómlegu atvinnulífi. Hér er um þýðingarmikið grundvallaratriöi aö ræða í uppbyggingu öflugs bæjarfé- lags. Okkur Garöbæingum er því nauðsyn að vinna þessi mál af fullri einurð og skapa verzlunar- og iðnfyrirtækjum þá aöstööu að þau laðist til búsetu innan bæjarmark- anna. Sem formanni Æskulýðsnefnd- ar eru mér æskulýös- og tómstunda- mál af eölilegum ástæöum ofarlega í huga þegar litið er til þeirra málaflokka er þungt veröa metnir á næstu árum. Skapa þarf traustari grundvöll fyrir félagslega uppbygg- ingu hinna ýmsu íþrótta- og æsku- lýðsfélaga og auka og efla tóm- stunda- og íþróttaáhuga hinna eldri. Skólamálin eru mjög þýöingarmik- ill málaflokkur í bæjarfélagi sem Garöabæ. Málefnum þeirra sem lokið hafa grunnskólaprófi þarf aö gefa meiri gaum en veriö hefur og Ijóst er aö allur dráttur á byggingu gagnfræöaskólans mun gera fram- gang þessara mála allan mun erfiðari. Bryndís Þórarinsdóttir kennari, 32 ára Garöabær fyrir Garðbæinga? Út- þensla á honum hefur verið gífurleg undanfarin ár sem orðið hefur til þess að margar brýnar framkvæmdir sitja á hakanum. Því er það að við þurfum aö staldra viö og búa betur að þeim sem þegar eru komnir í bæinn. Til dæmis mætti hugsa til unglinganna og koma safnaðarheim- ilinu í gagnið fyrir þá, þar sem það er miösvæðis. Gatna- og gang- stéttárgerö í Lundum og eldri bæjarhlutum sem eru langt á eftir áætlun þarf að flýta sem mest. Þar sem Garðbæingar borga hæstu meöaiútsvör á mann er þaö dæma- laust aö viö skulum ekki hafa dagheimili fyrir börn útivinnandi kvenna í bænum. í dag er vart búandi í Garðabæ nema hafa tvær bifreiðir á heimili, því viö þurfum aö sækja alla þjónustu í önnur bæjarfélög, ekkert ungbarnaeftirlit er hér og þar meö engin heilsugæzlustöð sem er oröið mjög brýnt. Viö þurfum að gera ungu fólki sem hér elst upp auöveldara með aö koma yfir sig þaki meö aukinni fyrirgreiöslu, t.d. minnkum lóða- gjalda og minnkum lóða. Garðabær þyrfti aö sameinast Reykjavík og Kópavogi um aö koma öllu skolpi út úr Skerjafiröi, þar sem hann er og verður framtíöarskemmtisiglinga- staöur Stór-Reykjavíkursvæðisins. Einar Þorbjörnsson verkfræóingur, 39 ára. MAKI: Astrid Kofoed-Hansen. Ég tel það vera borgaralega skyldu hvers manns að gefa kost á sér, sem áhuga hefir á bæjarmálefnum yfirleitt og vill láta gott af sér leiða á þeim vettvangi. í ungu og ört vaxandi bæjarfélagi er af möru aö taka. Þeir málaflokkar sem ég tel vera mikil- vægasta og eru aö mínu mati meira og minna samtengdir eru æskulýðs- mál, skóla-, heilbrigðis-, og umhverf- ismál auk verklegra framkvæmda. Verklegar framkvæmdir, sem ætíð veröa aö miðast við raunverulega greiöslugetu bæjarsjóðs eru t.d. að Ijúka viö smíði Garöaskóla sem fyrst vegna skorts á kennslurými og félagslegri aöstöðu, einnig að leggja hönd á plóginn viö aö Ijúka smíöi safnaðarheimilis en þar mun skapast aöstaöa fyrir margs konar félags- starfsemi. Gatnaframkvæmdum ber aö hraöa sem mest. Lausn þarf að fá á umferöarleiöum aö og frá bænum. Síöast en ekki sízt þarf aö huga meira aö umhverfismálum og stuöla að notalegra umhverfi með ræktun og gróðursetningu innan bæjarfélagsins. Fríöa Proppé húsmóóir, 28 ára. Maki: Matthías Guóm. Pétursson. Verklegar framkvæmdir svo sem frágangur gatna og fleira, sem dregist hafa á langinn vegna óum- deilanlegra forgangsverkefna verða áreiðanlega mikiö á dagskrá hjá komandi bæjarstjórn. Farsæl lausn þeirra mála er brýn. Ég tel að á næstu árum veröi á allan hugsanlegan hátt aö gera bæjarfélagiö eftirsóknarvert fyrir einkaaöila til uppbyggingar frjáls atvinnurekstur svo sem í verzlun, iönaöi og þjónustu. Uppbyggingu miðbæjarins meö þetta í huga veröi hraðaö. Fjörtíu og fjögur prósent af íbúum Garöabæjar eru 18 ára og yngri. Þessi stóri hluti bæjarbúa á aö hafa möguleika þegar þar að kemur til að eignast sitt eigið íbúöahúsnæöi hér sem hentar þeim fjárhagslega og aö stærö. Einnig ætti unga fólkið að geta stundaö nám sem allra lengst innan bæjarmarkanna. Jákvæö þró- un þessara mála veröur áreiöanlega öruggasta leiðin til eflingar hins frjálsa félagastarfs í bænum. Síöast en ekki sízt: Miðað við nágrannasveitarfélögin er yfirbygging bæjarfélagsins í dag mjög hófleg. Á bæjarfulltrúum Sjálf- stæöisflokksins hvílir sú skylda aö gæta þess vandlega um ókomin ár að ekki myndist hér „bákn“ sem erfiðara veröur aö höggva niður en byggja upp. Garöar Sigurgeirsson bæjarstjóri, 41 árs. Maki: Dagný Ellingsen. í stuttu máli má segja, aö þaö verkefni sem næsta bæjarstjórn stendur andspænis sé áframhaldandi uppbygging þess myndarlega og ört vaxandi byggðarlags, sem Garöabær er orðinn. ( því starfi ber hæst mótun og útfærsla skipulags bæjarins i stórum og smáum atriðum meö það fyrir augum, aö hér haldi áfram aö myndast heilsteypt og umfram allt manneskjulegt byggöarlag, þar sem íbúum líöur vel í skynsamlegum tengslum við sitt umhverfi. Áfram verður að vinna vel að framgangi skólamála, en tiltölulega mjög margir Garöbæingar eru við nám, og íbúarnir gera sér fulla grein fyrir gildi og nauðsyn góðrar mennt- unar. Veröur því aö leggja áherzlu á góöa skóla og að íbúunum gefist í byggöarlaginu sjálfu kostur á öllu því námi, sem með skynsemi verður við komiö. Vegna hins mikla fjölda æskufólks veröur einnig áfram aö vinna aö sem beztum aöbúnaöi fyrir æskulýösstarfiö, íþróttaiökun og dagvistun barna. Mikla áherzlu veröur aö leggja á frágang gatna, sem hefur dregizt aftur úr m.a. vegna kostnaöarsamra skólamannvirkja. Efla ber samstarf viö nágrannasveitarfélögin á sem flestum sviðum, t.d. í skipulagsmál- um, akstri almenningsvagna og ekki sízt í atvinnumálum. — Loks nefni ég nauðsyn þess að hraöa endurskoðun verkaskiptinga á milli ríkis og sveitar- félags til þess aö gera báöum aöilum kleift aö standa betur og ábyrgari að sínum málum. Guöfinna Snæbjörnsdóttir bókari, 48 ára. Þau mál sem ég tel veröugt verkefni næstu bæjarstjórnar eru þau mál sem varöa yngstu og elztu bæjarbúana. Ber þar fyrst aö nefna leikskólann, honum verður aö Ijúka sem fyrst. Gæzluvelli bæjarins þarf aö endurbyggja, skapa þar inniað- stööu fyrir börnin. Koma þarf á fót félagsmiöstöö fyrir unglingana í bænum. Áður en mörg ár líða fer fjölgandi ellilífeyrisþegum hér í Garöabæ, og veröum við að vera tilbúin að mæta því meö aukinni þjónustu viö þennan hóp. Koma þarf á betri gæslu á hættulegum umferðarleiðum. Gatna- gerö þarf að endurskoða, einkum í eldri bæjarhverfum. Þjónustumið- stöö í safnaöarheimilinu á Hofstaöa- hæð þarf að komast í gagniö hið fyrsta. Vinna ber aö því aö hitaveita komi í öll hverfi bæjarins. Á ég þar viö elzta hverfið, Garðahverfi, sem er einn fegursti blettur bæjarins og ber aö hlúa aö. Þlnghús bæjarins, Garðaholt, þarf endurbóta viö hiö fyrsta. Verkefnin eru ótalmörg, hjá svo ungu og ört vaxandi byggðarlagi og vandi á heröum næstu bæjarstjórnar hvar eigi að bera niður. Guömundur Hallgrímsson lyfjafræöingur, 38 ára. Maki: Anna Guórún Hugadóttír. Ég get drepiö á nokkur atriði sem mér eru ofarlega í huga. Mig dreymir um aö Garðabær eignist sinn raun- verulega miöbæ. Þv! þarf aö hraöa uppbyggingu þjónustukjarna. Koma þarf á eðlilegum samgöngum viö nágrannasveitarfélögin — um slíkt er vart aö ræöa t dag miöaö viö þann umferöarþunga sem er á Hafnar- fjarðarvegi. Þótt ungt fólk sé í miklum meirlhluta í Garöabæ og þaö skorti athvarf fyrir ýmsa félagsstarfsemi má ekki gleyma þörfum eldra fólks í bænum, þær eru margvíslegar. Brýn þörf er fyrir heilsugæzlustöö og ætti þaö ekki aö vera ofætian svo stóru bæjarfélagi aö koma henni á fót. í sem stytztu máli vil ég gera Garöabæ aö sem sjálfstæöustu bæjarfélagi bæöi hvaö varðar atvinnutækifæri og f þjónustu viö bæjarbúa. Haraldur Einarsson húsasmíöameitari 52 ára. Maki Eufemia Krístinsdóttir. Aö mínu áliti er eitt af mikilvæg- ustu málum næstu bæjarstjórnar aö koma gatna- og gangstéttarmálum í bæjarfélaginu í gott horf. í þessu fyrirmyndar bæjarfélagi, sem við búum í, hafa oröiö þau hörmulegu mistök aö þessi liður hefur veriö trassaöur langt fram úr hömlu. Aö vísu veit ég aö í ungu bæjarfélagi er í mörg horn aö líta og oft ekki af of miklu fé aö taka til aö gera allt sem gera þarf. En hér verður aö vega og meta hlutina eftir eöli þeirra og standa við þau loforö sem íbúunum hafa veriö gefin um frágang gatna, gangstétta, stíga og opinna svæöa. Uppbygging ýmisskonar iönaöar í bæjarfélaginu er líka eitt af þeim málum sem hæst ber og tel ég aö okkur sé þaö mjög mikil nauösyn aö stuöla aö því meö öllum tiltækum ráðum aö svo megi verða. í íþrótta- og æskulýösmálum þarf næsta bæjarstjórn aö gera töluvert átak. Þaö þar þarf aö byggja upp íþróttavöllinn og lýsa upp allt úti- íþróttasvæöiö. Einnig verður aö búa æskufólki þessa bæjarfélags þá félagslegu aðstöðu, aö hún ekki þurfi aö sækja til annarra byggðarlaga til aö svala athafnaþrá sinni. Helgi K. Hjálmsson viðskiptafræöingur 48 ára. Maki: Ingibjörg Stephensen. Að mínum dómi er þaö höfuðmark- miöiö að hér vaxi bær, sem skapi íbúum sínum ekki aðeins ytri heldur einnig félagslega vellíöan. Ég tel aö allt, sem eykur samhygö og félagsvit- und fólks, eigi aö styöja af alefli. Nú þegar eru starfandi í okkar bæjarfél- agi fjölmörg frjáls félagasamtök, sem vinna aö þessu mikilvæga marki auk blómlegs kirkju- og safnaöarstarfs. Ég vil undirstrika þaö, aö ég tel aö þaö eigi aö vera eitt af höfuðmark- miðum bæjarstjórnarinnar að styöja þessa aðila meö ráöum og dáö, þar sem meö því á einstaklingurinn og frjálst framtak aö njóta sín sem bezt. Jón Sveinsson forstjóri 52 ára. Maki: Þuriður Hjörleifsdóttir. Það er margt sem komandi bæjar- stjórn hefur aö gera. Má þar nefna samgönguæöarnar bæöi um byggöarlagið og tengingu viö næstu byggðarlög, en þeim þarf aö Ijúka sem fyrst. Gera þarf stórátak í gatnageröarmálum, en þau hafa nokkuö dregist afturúr. Viö erum meö hálfbyggðan skóla og þótt honum veröi ekki lokiö meö einu handtaki þá þarf aö skipuleggja vel framkvæmdir allar viö hann sem og aðrar framkvæmdir og tengja vel saman fjármagn dg nýta sem bezt fjármagniö. Þá þarf aö hlynna aö íþróttaaöstööu sem annarri félags- starfsemi og búa tónlistarskólanum betri starfsaöstööu. Huga þarf vel að atvinnu, laða aö fyrirtæki þannig aö íbúar þurfi ekki aö leita út fyrir bæinn eftir atvinnutækifærum og á sama hátt þarf aö gera ungu fólkj kleift aö komast yfir húsnæöi innan byggðar- lagsins, en þaö hefur veriö dýrt og koma verður í veg fyrir aö unga fólkið flytji burt er þaö giftir sig. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru, því mörg þjónustumál eru óleyst, t.d. heilsu- gæzlustöö enda bæjarfélagiö ungt og í uppbyggingu. Margrét G. Thorlacius kennari, 47 ára. Maki: Jóhannes Sæmundsson. Ég hef mestan áhuga á skólamál- um þar sem ég er kennari, en það þarf að búa yngri og eldri nemendum betri aöstööu í skólunum sjálfum. Hvaö eldri nemendur áhrærir finnst mér að fela eigi þeim meiri ábyrgö, aö þeir eigi aö hafa sjálfir meira hönd í bagga. Ég hef mikinn áhuga fyrir kennslu 5 ára barna, þaö má búa þau betur undir námiö, t.d. færa námsefni 6 ára barna niður um aitt ár þannig aö lestrarnám geti hafizt 6 ára. Þá eru öryggismál mikiö vandamál hér, slys á börnum eru tíö og veröur aö gera eitthvaö til aö draga úr ökuhraða á íbúöargötum. Þaö þarf ekki nauösynlega mjög kostnaöar- samar aögerðir til aö draga úr slysum. Aö ööru leyti er af nógu aö taka; hér þyrfti aö koma á léttum iönaöi, búa betur aö þeim sem vilja eignast húsnæöi af viöráöanlegri stærö og verði og huga verður brátt aö málefnum aldraðra ( byggöarlaginu. Markús Sveinsson framkvæmdastjóri 35 ára. Maki: Helga Mattína Björnsdóttir. Meö því aö hafa búiö í Garðabæ, áöur Garöahreppi, í 10 ár, hef ég kynnst bæjarmálum frá ýmsum hliöum. Aö mínu mati ætti næsta bæjar- stjórn m.a. aö einbeita sér aö eftirfarandi málum: — Aögangur bæjarbúa aö upplýs- ingum um geröir bæjarstjórnar veröi geröur greiöari en nú er. — Fjölga ber atvinnutækifærum í bænum. — Skólar fyrlr grundvallarmennt- un veröi hér. — Til að gera Garöabæ að raunverulegu bæjarfélagi veröur aö laöa aö fjölbreyttari þjónustufyrir- tæki. — Byggöa- og samgönguskipulag innanbæjar og utan, skeröi sem minnst náttúru bæjarlandsins. — í bænum þarf að veröa félags- leg aöstaöa og athafnafrelsi fyrir alla aldurshópa eins og okkar velmeg- andi bæjarfélagi sæmir. — Bæjarsjóður er okkar sam- eiginlega pyngja. Sníða ber stakk eftir vexti, stjórna fjárútlátum á sem hagkvæmastan hátt, raða fram- kvæmdum skynsamlega og reyna aö fá því til leiðar komið, að utanaökom- andi tekjur skili sér og aukist í staö þess aö seilst sé í okkar eigin vasa. — Viö þurfum aö fá hreinar línur í verka- og tekjuskiptingu bæjar- og sveitarfélaga. — Við þurfum aö efla samstarf við nágrannabyggöirnar um öll okkar sameiginlegu hagsmunamál. Ragnar Ingimarsson prófessor, 43 ára. Maki: Halldóra M. Bjarnadóttir. Skynsamleg öflun og ráöstöfun fjármuna skattborgaranna. Einstaklingum, félögum og frjáls- um félagasamtökum veröi falið aö sjá um verkefni eða standa fyrir fram- kvæmdum eftir því sem þau hafa getu til. Unnið veröi aö því í ríkara mæli aö ungu fólki í bænum sé gert kleyft aö stofna hér heimili og koma sér upp húsnæði, með því aö hjálpa þessu fólki við að hjálpa sér sjálft. Nauðsyn ber til aö bæta samgöng- ur, bæöi innan bæjarins og meö tengingum viö nágrannabyggöirnar, þannig aö (búarnir, bæöi eldri og yngri, geti fariö á milli byggöahluta meö fullu öryggi. Þegar bæjarfélagiö ræöst í fram- kvæmdir eöa þjónustu ber nauösyn til aö þaö sé gert í þágu bæjarbúa allra. Eignaskattar, og þar meö taldir fasteignaskattar, eru óæskilegt skattform, og ættu neysluskattar aö koma í þeirra staö í ríkara mæli. í þessu sambandi er eðlilegt aö neytendur greiöi fullu veröi þá þjónustu sem þeir fá, og aöeins í undantekningartilfellum sé greitt með henni. Valddreifing þ.e. aukinn tilflutning- ur verkefna frá ríkinu til sveitarfélaga og þar meö aukið sjálfsforræöi einstaklinganna í eigin máium ætti aö vera á stefnuskrá næstu bæjarstjórnar. Sigurður Sigurjónsson, lögfræöingur, 33 ára. Eiginkona Hanna Hjördís Jónsdóttír. Ég tel aö leggja beri höfuö- áherzlu á 3 málaflokka næstu kjörtímabil, en þeir eru æskulýös- og skólamál, gatnamál og atvinnu- mál. Garöabær er bæjarféiag í örri þróun og vexti. Verkefnin eru því mörg. Ekki veröur allt framkvæmt í sömu andránni og kemur þá óhjákvæmilega aö því aö greina þurfi á milli hvaöa verkefni skuli njóta forgangs hverju sinni. Þaö er ekki aö ástæöulausu aö Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.