Morgunblaðið - 18.04.1978, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 1978
21
Tveír efnilegir leikmenn berjast um knöttinn á þessari mynd RAX, Sævar miðvörður Vals og Arnór framherji Víkinga. Númer 9 í
liði Víkings er Jóhann Torfason, en hann skoraði eina mark leiksins með miklu þrumuskoti þegar á 1. mínútunni.
VÍKINGAR BYRJAVEL
í KNATTSPYRNUNNI
Pétur með þrennu er ÍA vann ÍBV
VÍKINGAR tóku forystu í Reykjavfkurmótinu í knattðpyrnu er
liðið vann Val LO á sunnudaginn. Hafa Víkingar unnið báða leiki
sína í mótinu og í leiknum gegn Ármanni fékk liðið aukastig fyrir
4 mörk. Þa var Jóhann Torfason, sem skoraði mark Vfkinga strax
á fyrstu mínútu leiks Vals og Víkings. Gott mark hjá Jóhanni,
en varnarmistök af hálfu Vals. í leik Vals og Þróttar í sfðustu viku
fengu Valsmenn á sig svipað mark strax á fyrstu mfnútunni.
Víkingar voru atkvæðameiri í fyrri hálfleiknum, en f þeim síðari
áttu Valsmenn mun hættulegri tækifæri. Brást Guðmundi
Þorbjörnssyni t.d. herfilega bogalistin undir lok leiksins er hann
skaut framhjá galtómu Víkingsmarkinu af stuttu færi. Magnús
Bergs lék ekki með íélögum sínum að þessu sinni og verður trúlega
frá vegna meiðsla næstu 6—8 vikurnar.
Á laugardaginn voru tveir
leikir í Reykjavíkurmótinu.
Fram og Fylkir gerðu marka-
laust jafntéfli í slökum leik og
síðan unnu KR-ingar 4:0 sigur á
íslenska unglingalandsliðið f
handknattleik kom heim í gær-
kveldi og var frammistaða liðsins
mjög góð og hefur vakið athygli.
Sigurður Gunnarsson, sem
varð þriðji markhæsti maður
mótsins og skoraði alls 19 mörk,
sagði í viðtali við^Vforgunblaðið,
að ánægjulegast hefði.verið að
sigra Dani og koma þar með í veg
fyrir að þeir hlytu Norðurlanda-
meistaratitilinn. — Árangur liðs-
ins er fyrst og fremst að þakka
frábærri liðsheild, og þáttur
þjálfaranna er einnig stór.
Sigurður Sveinsson tók undir
með nafna sínum og sagði sigur
inn yfir Dönum hafa verið há-
punkt ferðarinnar. — Ég var
eltur í öllum leikjunum og fékk
ekki mikið svigrúm, var það
heldur óskemmtilegt hlutskipti,
sagði Sigurður Sveinsson að
lokum. Sjá nánar f opnu blaðsins.
Myndin er af hluta liðsins við
komuna til Reykjavfkur f gær.
- þr.
Ármanni Höfðu KR-ingar
undirtökin í leiknum allan
tímann og þeir Sigurður
Indriðason, Stefán Sigurðsson,
Vilhelm Fredriksen og Sverrir
Herbertsson skoruðu mörkin.
Akranes vann Vestmann-
eyinga 3:2 í skemmtilegum leik
á Skipaskaga á sunnudag. Pétur
Pétursson var í miklum ham í
leiknum og skoraði öll mörk ÍA.
Þeir Örn Oskarsson og Sigurlás
Þorleifsson skoruðu mörk ÍBV.
KA frá Akureyri kom suður
til tveggja æfingaleikja’ um
helgina. Liðið tapaði 2:3 fyrir
Þrótti, en vann Selfoss 4:1. I
leiknum við Þrótt skoruðu Sig-
björn Gunnarsson og Gunnar
Blöndal fyrir KA, en Baldur og
Halldór Árason (2) fyrir Þrótt.
I leiknum við Selfoss skoruðu
Gunnar Blöndal, Gunnar
Gunnarsson, Ármann Sverris-
son og Jóhann Jakbosson fyrir
norðanmenn.
Reynir og unglingalandsliðið
léku æfingaleik í Sandgerði á
laugardaginn og lauk leiknum
með jafntefli. Jón Guðmann
Pétursson skoraði fyrir Reyni í
lok fyrri hálfleiks, en undir lok
leiksins skoraði Ingólfur
Ingólfsson fallegt mark fyrir
unglingana og tryggði þeim
jafnteflið. Unglingalandsliðið
lék gegn Víkingi í síðustu viku
og lauk þeim leik einnig með
jafntefli, 2:2. Þeir Gunnar Örn
og Sigurjón Pálsson skoruðu
fyrir Víking, en Ómar Jóhanns-
son og Arnór Guðjohnsen fyrir
unglingana.
MORK A
MÖRK OFAN
• TEITUR ÞÓRÐARSON
virðist ætla að verða hverrar
þeirrar krónu virði, sem Öster
borgaði Jönköping er félagið
yfirtók samning hans síðast-
liðið haust. Teitur skoraði
fyrra mark Öster í 2.2 jafntefli
liðsins við Eltsborg á sunhu-
daginn og fékk öster þarna
dýrmætt stig á útivelli. Þá lék
Jönköping, lið þeirra Jóns
Péturssonar og Árna Stefáns-
sonar, sinn fyrsta leik í 2.
deildinni og varð einnig jafn-
tefli þar 2.2 — leikið var við
IFK á útivelli.
• ÁSGEIR SIGURVINSSON
var sömuleiðis á skotskónum í
3.1 sigurleik Standard á úti-
velli gegn Lokeren. Ásgeir
gerði 2 mörk Standard í
leiknum og átti stórleik. Royal
Union, lið Stefáns Halldórs-
sonar og Marteins Geirssonar
lék sinn síðasta leik f 2.
deildinni í Belgíu um heigina,
tapaði og endaði um miðja
deildina.
• AF HANDKNATTLEIKS-
MÖNNUM í V-Þýzkalandi er
það að frétta að Axel Axelsson
skoraði grimmt fyrir Danker-
sen er liðið lagði Huttenberg
að velli á útivelli, 17.14 urðu
úrslitin og Axel skoraði 8
mörk. Ólafur gerði 1 mark.
Einar Magnússon skoraði 4
mörk fyrir Hannover, sem
vann Rheinhausen 19.15. <
Göppingen vann Dietzenbach
18.14, Gunnar Einarsson lck
lítið með og skoraði ekki.
Ásgeir Sigurvinsson skoraði
tvö mörk fyrir Standard.
Fjórir landsliðspiltanna við komuna til Reykjavíkur í gær.
KÖLN
BIKAR-
MEISTARI
ÚRSLITALEIKUR þýzku
bikarkeppninnar í knatt-
spyrnu fór fram á laugardag-
inn. Til úrslita léku FC Köln
og Fortuna Dusseldorf og
lyktaði leiknum með sigri
Köln 2.0.
Bæði mörkin komu seint í
leiknum. Það fyrra skoraði
Bernd Cullman á 71. mínútu
en Roger van Gool skoraði
seinna markið á lokamínút-
unni. Áhorfendur voru 71
þúsund.
Köln á einnig möguleika á
því að verða þýzkur meistari í
knattspyrnu en dcildakeppnin
er komin á lokastig og berst
Köln við Borussia Mönchen-
gladbach um meistaratitilinn.