Morgunblaðið - 18.04.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.04.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 1978 13 mætti stytta verkið að nokkru og sérlega fella burt millispilin. Kór Langholtskirkju er marg- falt betri en kemur fram við flutning Misa Criolla. Einsöngvar- ar voru Sverrir Guðjónsson og Rúnar Matthíasson. Tónleikum þessum lauk svo með því að allir kórarnir sungu saman undir stjórn nokkurra stjórnenda og fluttu með aðstoð hljómsveitar tónverkið ísland eftir Sigfús Einarsson. Samsöngur kóranna var stórglæsilegur og einn áhrifa- mesti söngur sem undirritaður hefur heyrt. Það eina sem mætti árétta, er að ekki er rétt í öllum tilfellum að breyta raddsetningum á ættjarðarlögum, sem sungin eru við ýmis tækifæri. Spurningunni um það hvað fari vel eða illa verður aldrei svarað. Að slíta sundur upphaf þjóðsöngsins er „tiktúra" en ekki túlkun og smekk- leysa að auki. Sömuleiðis er gabbendinn í ísland ögrum skorið tónfræðibrella, sem brýtur sundur einfaldleika lagsins. Þetta eru að vísu smámunir, en hátíðin Söng- leikar 1978 er stórmál og líkleg til að örva starf kóra um allt land. Það er ástæða til að óska íslenzku söngfólki, stjórn Landssambands blandaðra kóra og framkvæmda- stjóra hátíðarinnar til hamingju með vel heppnaða sönghátíð. Jón Asgeirsson. eftir söngstjórann Björgvin Þór Valdimarsson, skemmtilegt og gamansamt lag. Björgvin gerði meira en aðrir söngstjórar í notkun vaxandi og minnkandi styrks. Söngstjórarnir sem hér komu fram hafa flestir aðeins fengist við söngstjórn í stuttan tíma en þegar náð töluverðum árángri. Stöðugt og langvarandi starf er undirstaða góðs árangurs og geta eins kórs er ekki síður undir hæfni söngstjórans komin en getu söngfólksins. Kór Söng- skólans í Reykjavík, undir stjórn Garðars Cortes, batt endahnútinn á þessa erfiðu og löngu tónleika og flutt'i kafla úr messu eftir Haydn. Þarna er öryggi og kunnátta meiri en almennt þekkist í kórum hérlendis og í samanburði við aðra kóra á þessu móti er hann frábær. Slíkur samanburður er ósanngjarn og hlýtur mat á frammistöðu kórsins að miðast við þá kóra sem atvinnulega séð eru tengdir söng. Einsöngvarar með kórnum voru Valgerur J. Gunnarsdóttir, Hrönn Hafliðadóttir, Magnús M. Magnús- son og Sigurður Þórðarson. Undir- leikarar með kórunum voru Krystyna Cortes, Jónína Gísla- dóttir, Agnes Löve, Geirþrúður V. Bogadóttir en undirleikari Sel- kórsins var ekki nafngreindur í efnisskrá. Jón Ásgeirsson. Ljósmyndir í Klausturhólum Nanna Búchert er dansk-ís- lenskur ljósmyndari, sem komið hefur fyrir sýningu á um 70 verka sinna í Klausturhólum. Hún er alin upp hérlendis og tók stúdentspróf frá MR, en giftist síðan til Danmerkur-, Fyrir nokkrum árum fór hún að fást við ljósmyndun og var það aðallega fréttamyndun fyrir dagblöð, en fljótt beindist hugur hennar að listrænum möguleik- um ljósmyndarans, og er þessi sýning á Klausturhólum árang- ur seinustu ára á þessu sviði. Hún hefur sýnt verk sín á ýmsum opinberum stofnunum og á listsýningum í Danmörk á undanförnum árum, og nú gerist það æ tíðara, að ljósmyndarar taki þátt í listsýningum. og að verk þeirra séu metin listrænu mati. Þetta er mjög látlaus sýning í Klausturhólum og allar mynd- irnar eru í litlu formati, eins og það heitir á fagmáli og vondri íslensku. Hér er engin tilraun gerð til að vera flott og fikta við tískulegt yfirbragð. Hér er miklu fremur myndbygging á Myndllst eftir VALTÝ PÉTURSSON ferð, sem minnir mjög á, hvern- ig góður myndlistarmaður skipuleggur verk sitt, þannig að myndflöturinn fái þýðingu og allt, sem í honum gerist. Hjá Nönnu verður vart næmrar tilfinningar fyrir myndgerð, sem er ekki hávaðasöm. Hún byggir verk sín þannig, að allt verður eins eðlilegt og frekast má verða. Það er viss ró og heimilislegur blær, sem verður manni minnisstæðastur, eftir að hafa séð þessa sýningu. Það má vel vera, að ekkert stórkostlegt sé hér á ferð, en það er geðþekkt og ber með sér virðingu fyrir verkefnum og möguleikum. Sér- lega hafði ég gaman að barna- myndum Nönnu, og sumar hverjar minntu mig á Viktoríu- tímabilið. Þessu var ég búinn að taka eftir, áður en ég sá í upplýsingum um listakonuna, að hún þekkir vel til fyrirrennara eins og Cameron o.fl. Myndin, sem fylgir þessum línum er dæmigerð fyrir ljós- myndir Nönnu. Látlaus en sterk og hefur það, sem Danir kalla „maleriske" eiginleika. Það er aðlaðandi tónn í þessari sýn- ingu, sem ég persónulega hafði ánægju af. Um tæknilega hlið málsins er ég mjög fávitandi og geri mér engar grillur um að mynda mér skoðanir á þeirri hlið málsins. Stundum kemur það fyrir, að maður lætur slíkt lönd og leið, en þá verða líka aðrir hlutir að gera sig gildandi, þannig að áhrifa gæti hjá manni. Þannig var það í þessu tilfelli, ég varð hrifinn, en veit ef til vill ekki alveg af hverju. Þetta var skemmtiíeg sýning, sem ég hafði ánægju af að sjá. Áð lokum vil ég aðeins benda á þær myndir, sem Nanna hefur gert í kirkjugörðum og að mínum dómi eru í sérflokki. Þau vita allt um Hafir þú hug á að kynnast betur hinum nýju IB-lánum og IB-veð- lánum, skaltu bara koma eða hringja. IB-ráðgjafar okkar kunna svör við spurningum þínum. Sé þess óskað, geta þeir einnig rætt og ráðlagt um hve lengi sparað er og hversu há upphæð. Að ýmsu þarf að hyggja til að sparn- aðaráætlunin standist. Hvað þarf lánið að vera hátt til að takmarkinu verði náð? Hvað eru líkur á að hægt sé að leggja mikið inn mánaðarlega? Svör við þeim spurningum ráða mestu um hve langt sparnaðartímabilið þarf að vera. Kynntu þér möguleikana betur. Hafðu samband við IB-ráðgjafana í aðalbanka eða einhverju útibúanna. Fyrirhyggja léttir framkvæmdir. Bankiþeirra sem hyggja aó framtíðinni Iðnaðarbankinn Lækjargötu 12, Sími 20580

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.