Morgunblaðið - 18.04.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. APRIL 1978
37
Sigurd Madslund
„Vel-
ferðar-
ríkið”
- ýkt og afbakað, en samt...
Ef viö hugsum of mikið um pólitík
eigum viö þaö á hættu aö skoðanir
okkar staöni og veröi litlausar. Við
missum hæfileikann til aö sjá og
skynja og vera opnir fyrir nýjum
hugmyndum. Pólitísk/ hugmynda-
fræöileg slagorö verka eins og
sefjandi töfraorö. Uppraunaleg
merking þeirra er farin veg allrar
veraldar en þau koma tilfinningum
okkar til aö ólga. Allir eru haldnir
hugtakaruglingi. Viö trúum aðeins á
eitthvaö ákveöið eitt. Viö gerum
okkur ekki grein fyrir því að til eru
fleiri möguleikar á aö leysa þessa
jöfnu vandamálanna.
Einasta lausnin sem menn trúa á
er sú, aö það séu aöeins stjórnmála-
mennirnir og skriffinnsku-sérfræð-
ingar ÞEIRRA sem geti leyst þjóðar-
vandamálin og vandamál sem viö
höfum aö hluta sjálf búið til og lífið,
tilveran sjálf á þátt í. Okkur dettur
ekkert annaö í hug. En sá sem lokar
sig inni í búri eigin hugmynda, lokar
um leiö aörar hugmyndir/ lausnir úti.
íhuganir um eina ákveöna lausn á
vandanum staöna, kalka og til-
finningarnar veröa ruglaðar, stjórn-
lausar, ofstækisfullar; við sjáum
hillingar og hlaupum eftir þeim, eftir
tilbúningi sem við látum ná tökum á
okkur, fylgja okkur en hann er samt
fjarlægur og „óraunverulegur."
Ríkiö gefur loforö, viö setjum fram
kröfur. Þaö er eins og við séum
hlekkjuð við steinhellu sem viö
hlaupum öskrandi í kringum en
komumst hvergi.
Til skilnings á þessari flóknu og
óskipulegu veröld okkar ætla ég aö
koma meö líkingar í spástíl: ýkjur,
hæöinslegar, ruddalegar og einfald-
ar.
Tilveran í samfélaginu er raunar
skopleg. Þess vegna ætla ég að ýkja
stórlega. Hvers vegna ekki? Veröldin
er pegar oröin snargeggjuö. Við
setjum í síauknum mæli allt okkar
traust á ríkisvaldið, pólitíkina, á
hugmyndafræði.
Fólkiö framselur sífellt meir þaö
vald sem þaö hefur, þ.e. valdið til aö
hafa áhrif á gang mála meö atkvæöi
sínu í kosningum. Allt of margir svífa
á vængjum hugmyndafræöinnar í
staö þess aö hugsa sjálfir, vega og
meta, vera til.
Ég ætla aö taka fyrir
velferöarríkiö, áhyggjuleysi og ör-
yggi. Vegna þeirrar tilhneigingar sem
í öllum löndum má greina í átt til
einræöis, verðum viö að taka fyrir
þau loforð sem gefin hafa verið í
lýðræðisríkjum um þjóöfélagslegar
úrbætur. Þaö sem ríkisstjórnirnar og
fólkiö* leggja svo mikiö upp úr, þ.e.
áhyggjulaust líf og öryggi. Það sem
á ensku heitir Social security
Welfare, velferö. í háþróuðam iön-
ríkjum sem búa viö lýöræöisstjórnar-
far safnaöist „auöur". Gnægð pen-
inga, flóö af „framleiösluvörum
(neyzluvörum), vörum og enn nýjum
vörufn.
Það er eitt sem viö veröum að
viðurkenna, ef viö getum horfst í
augu viö þaö, aö viö mannfólkiö
erum og höfum alltaf veriö haldin
græögi, erum óseðjandi og síngjörn
— og höfum þar af leiðandi étið yfir
okkur af þessum varningi og stönd-
um á blístri.
lönríkin, þau þjóöfélög skapa
ákveðinn þrýsting á sitt fólk. Yfir-
þunga, sem allir eiga aö bera, hver
einstakur. Gera kröfur til fólksins,
sem ekki veröur hjá komist.
Þetta skapar hræöslu (okkar á milli
sagt reiöi og árásargirni). Ótta viö aö
viö stöndumst ekki lífsgæðakapp-
hlaupið, „verðum ekki með" í hópi
þeirra sem starfa á vinnumarkaðnum
og fá hluta „launanna".
Ótti við að við verðum „sjúk" eöa
„veik" — og getum þess vegna ekki
„greitt", fyrir allt þaö sem viö eigum
og viljum eignast (til þess m.a. aö
standa jafnfætis hinum).
— Og þessi hræðslutilfinning nær
miklu lengra en til dagsins í dag,
næstu viku, næsta árs, yfir lengri
tíma en viö yfirleitt höfum til aö Ijfa.
Alveg til þess að hafa áhyggjur af aö
geta ekki greitt fyrir dauöa sinn á
sama tíma og við horfum í sjálfs-
blekkingu „framhjá" hinu raunveru-
lega öryggi.
Svo er það hræðslan viö aö verða
gamall og fá ekki aö vera meö, og
við getum ekki verið meö. Hræðslan
við að hafa ekki öryggi í ellinni.
Strax þegar flestir eru aö hefja lífiö
í samfélaginu, vinnu í því og þiggja
„laun fyrir" — hugsum við til
eftirlaunanna.
Og áhyggjurnar af ungdóminum.
Sem myndar ákveðinn þrýsting og
vill vera með.
Hversu lengi ertu „ungur“? Þar til
„ungur“ uppgötvar (allt of seint),
ungdómsárin eru skammtíma ástand
— því á meðan „ungur“ þrýstir á og
hrópar: ég er ungur, ferskur, fram-
tíðin — er „ungum" ýtt til hliöar af
„enn yngri“: Þegiöu og færöu þig. Þú
ert „garnall." Þaö er sárasta augna-
blikiö í lífi „gamla-ungs '.
Svo geröist þaö einn daginn á
„þróunarferlinum" að stjórnmála-
mennirnir geröu sér grein fyrir þeim
möguleikum sem þessi ótti bauö upp
á, sáu þennan draum fólksins um
áhyggjuleysi og öryggi. Að lokum var
þetta stóra nýja loforð meöal allra
þeirra loforöa, skrifað meö stórum
bókstöfum.
Viö skulum veita ykkur öryggi, viö
skulum veita ykkur áhyggjuleysí. Viö
skulum gera þjóöfélagiö okkar aö
velferðarþjóðfélagi. Við skulum ekki
aðeins hyggja að þeim sem verst eru
staddir, heldur öllum. Öllum vinn-
andi mönnum.
Fólkiö fékk velferðarríkiö, bætur,
tryggingar, allt. Fólkinu fjölgaöi og
fjölgaöi. Og velferðin öll kostaði
ógrynni peninga. Allt báknið
þarfnaöist fjölda starfsmanna og
sérmenntaöra starfsmanna á hinum
ýmsu félagslegu sviöum. Þ.e.a.s.
skriffinnsku-pýramídinn óx og
skattbyrðin varö meiri. Og skattarnir
uröu enn erfiöari viöfangs. Því
einhversstaðar frá veröa peningarnir
aö koma. Þaö kom aö því, aö allir
hagsmunahópar þjóðfélagsins geröu
kröfu til þess aö njóta þjónustu
velferðarríkisins.
Þegar öryggi og velferð var tryggt
á einu sviði, nokkrum sviöum, settu
fleiri og fleiri hópar fram kröfur um
það á öðrum og öllum sviðum.
Þjóðfélagið varð aö samfélagi
formúlunnar: „Þrýstingur veldur mót-
þrýstingi".
Flestir gleymdu því eöa geröu sér
ekki gein fyrir því, aö áhyggjulaust líf
sem tryggt er í bak og fyrir, öruggt,
er takmark sem erfitt er aö ná — ef
yfirleitt er hægt að ná því takmarki,
halda því viö, gera þaö varanlegt. Og
kostnaöarsamt, það allra kostnaöar-
samasta, ekki síst þegar þaö er ríkið
sem einhliöa fullnægir þessum kröf-
um fólksins.
Að lokum — þaö líöur að því aö
ekki er hægt að greiða þann kostnað
sem stofnað hefur verið til
Þar fyrir utan er velferöarþjóð-
félagiö skilyrt. Og skilyröin eru hörö.
Við skulum líta til 1. kostnaöarins,
Framhald á bls. 31
Sveinn Guðmundsson, Miðhúsum:
Kvittað fyrir bréf
í Morgunblaðinu 30. mars síð-
astliðinn er lítið bréf til mín frá
Skúla Bjarnasyni lækni í Búðar-
dal. Orsök þessa bréfs getur ekki
verið frétt mín í Morgunblaðinu
um læknisleysi á Reykhólum, en
það hefur um árabil þjakað
byggðina og teflir raunar framtíð
hennar í tvísýnu.
Frétt þessi er staðreynd og
skiptir mig ekki máli hvort
einhverjum líkar betur eða verr.
í starfi mínu sem fréttaritari,
tel ég mig hafa tvennskonar
skyldum að gegna. Það er að koma
almennum fréttum til Iesenda og
ég tel mig ekki yfir það hafinn að
leiðrétta hafi mér orðið á mistök.
Ég tel að lesendur jafn trausts
fréttablaðs og Morgunblaðsins eigi
að fá fréttirnar eins góðar og hægt
er hverju sinni. Auðvitað verður
stundum ekki hjá því komist að
leggja hlutlægt mat á sumar
fréttir, því að annars yrðu þær
engar fréttir. Ég hef reynt að
forðast huglægt mat og óskhyggju,
enda þarf ég þess ekki, vegna þess
að hafi ég haft eitthvert áhugamál
með að gera, sem ég tel að eigi
erindi til fleiri hefur Morgunblað-
ið jafnan verið mér svo velviljað
að birta þær. Oft hafa þessar
greinar verið settar þannig fram,
að þær áttu að vekja umhugsun og
umtal og hvetja lesendur til
skoðanamyndunar.
Þá skulum við athuga betur það
sem fer svona í fínu taugarnar á
þér, Skúli. Orðrétt segir í frétt
minni: „Þegar valdamenn lögðu
niður Reykhólalæknishérað var
því lofað, að læknir skyldi hafa
vetursetu á Reykhólum, en það
hefur gleymst eins og margt
annað.“
Samkvæmt upplýsingum sem ég
hef aflað mér frá oddvita Reyk-
hólahrepps, Inga Garðari Sigurðs-
syni, sem er jafnframt stjórnar-
maður í heilsugæslustöðinni í
Búðardal, var það forsenda fyrir
stofnun hennar, að á Reykhólum
gæti verið læknir um lengri eða
skemmri tíma. Þessa fundargerð
hlýtur þú að geta fengið að sjá og
lesa hjá formanni Heilsugæslu-
stöðvarinnar, því að hæg eru
heimatökin.
Til þess að sanna frekar að frétt
mín er rétt birti ég kafla úr
fundargerð frá því 29. júní 1972,
þar sem heilbrigðisnefndir Aust-
ur-Barðstrendinga og Dalamanna
ræddust við. I fundargérðinni
kemur þetta meðal annars fram:
„Á Reykhólum verði vikuleg mót-
taka læknis og þar sitji læknir
yfir erfiðustu vetrarmánuðina
enda fáist baktrygging fyrir því.
Heilsugæsluhjúkrunarkona
verði starfandi á Reykhólum eins
og heimild mun vera fyrir í
lagafrumvarpi.
Dalamenn lýstu ánægju sinni
yfir þróun þessara mála og lýstu
samþykki sfnu við þessar tillög-
ur.“ Hér lýkur tilvitnun.
Undir þessa fundargerð skrifa:
Ólafur É. Ólafsson, Sigurður
Þórólfsson, Ingi Garðar Sigurðs-
son, Gréta Aðalsteinsdóttir, Sig-
urður H. Guðmundsson, Yngvi
Ólafsson, Skjöldur Stefánsson.
Ég lýsi undrun minni yfir þeirri
smekkleysu Dalamanna er þennan
fund sátu að lýsa yfir ánægju sinni
með afturför í heilbrigðismálum
Austur-Barðstrendinga og ein-
hvern tímann hefði þetta verið
talið sigurhróp yfir föllnum and-
stæðingi.
Það var og er ekkert ánægjuefni
fyrir Austur-Barðstrendinga að
vera sviptur lækni sínum og
byggðarlagið gert að þriðja flokks
svæði, enda fækkar fólki hér
stöðugt þrátt fyrir ýmsar tilraunir
til þess að styrkja byggðina. Öll
ytri skilyrði eru fyrir hendi. Óvíða
meiri náttúrufegurð, allgóð höfn á
Reykhólum og mikil hitaorka, sem
vonandi tekst að nýta. Hér eru
allvellagaðar sveitir til landbúnað-
arframleiðslu. Vonandi verður líka
málshátturinn afsannaður hér, „að
þar æpir hvert stráið til annars
sem þunnskipað er“.
Því miður hef ég ekki undir
höndum lög nr. 56/1973 og ég neita
að trúa því að óreyndu að þáver-
andi heilbrigðisráðherra hafi
gengið móti óskum alþýðufólks í
Austur-Barðastrandarsýslu. Ef
hann hefði gert slíkt er með engu
móti hægt að kalla hann vin
alþýðunnar.
Að mínum dómi eru lög, sem
ganga þvert á óskir og vilja
fólksins, ómerk og ber að hrinda
þeim við fyrsta tækifæri. Annars
ber Dalamönnum að fara eftir því
samkomulagi er þeir hafa skrifað
undir og þar á meðal okkar ágæti
bankastjóri, Skjöldur Stefánsson,
sem er formaður Heilsugæslu-
stöðvarinnar.
Þú vilt ekki endurreisa Reyk-
hólalæknishérað og verðleggur
okkur á rúmar hundrað milljónir.
Þessi tala er sett fram án nokkurs
rökstuðnings og er of huglæg til að
nokkurt mark sé á henni takandi.
Það mætti alveg eins nefna
tölurnar 50 eða 500 milljónir.
Sveinn Guðmundsson.
Áður en haldið er lengra vil ég
vitna í umsögn annars læknis, sem
um árabil var héraðslæknir í
Búðardal og líka hér á Reykhólum
en það er Þórhallur B. Ólafsson
héraðslæknir í Hveragerði. Hann
segir meðal annars: ur ekki við
komið, að minnsta kosti ekki í
náinni framtíð. Valda þar um
aðallega samgönguerfiðleikar og
fólksfæð. Eitt þessara héraða er
Austur-Barðastrandasýsla. Þar
eru íbúar tæplega 500 manns.
(Greinargerðin er skrifuð um 1972.
Innskot gert af undirrituðum.)
Þannig að erfitt er að fá lækni
til búsetu af þeim sökum. En
fjarlægðir hindra viðunandi
læknisþjónustu úr nágrannahér-
uðum. Er ég á síðast liðnu sumri
var á ferðalagi þar vestra og virti
fyrir mér Reykhóla, þetta forna
höfuðból búsældar og allsnægta,
en nú aðeins tákn um vanþróun
dreifbýlisins í heild, fann ég þó að
fyrir mér og vonandi fleirum eru
Reykhólar tákn um annað og
meira en niðurníðslu og skeyting-
arleysi nútimans. Þeir eru áminn-
ing til allrar þjóðarinnar um
ógreidda skuld hennar við þetta
byggðarlag frá þeim tímum, er við
lá, að hungur og harðindi útrýmdi
þjóðinni. Með þessa skuld í huga
og jafnframt þá staðreynd, að
einmitt hér er uppflosnunin komin
á hættulegt stig, fannst mér það
ekki vera fráleit hugmynd, að á
Reykhólum yrði reist heilsuhæli,
bæði til að mæta brýnni þörf
samfélagsins í heild og einnig til
þess að skapa héraðinu bráðnauð-
synlega kjölfestu með tryggðri
heilbrigðisþjónustu og auknum
atvinnumöguleikum." Hér lýkur
tilvitnun í umrædda greinargerð
og er hún þess virði að vera lesin
í heild af þorra landsmanna. Hún
gæti opnað augu margra fyrir því
áð Reykhólar eru einn af framtíð-
arstöðum íslands.
Ég hef ekki bókhald um það hve
oft hafa fallið niður vikulegar
ferðir hjá lækni síðan 1975, því
trúi ég frásögn þinni varðandi það
efni. Engu að síður vil ég gera
eftirfarandi athugasemdir: Vegur-
inn er opnaður einu sinni í viku og
vegurinn fyrir Gilsfjörð og yfir
Svínadal oft ófær hina dagana, en
þá getur verið vel fært innan
byggðarinnar. Síðastliðnir þrír
vetur hafa verið mjög snjóléttir
hér vestanlands og því veit fólk
með sæmilegt minni að vegagerðin
getur ekki haldið veginum opnum,
ekki einu sinni á þriðjudögum í
snjóþungum og veðramiklum vetr-
um.
Ég er sammála þér um það, að
vegir okkar þyrftu að vera betri.
Ég er ekki forsvarsmaður þeirra
mála frekar en annarra mála hér.
Ég er aðeins andófsmaður gegn
valdasjúku kerfi, hvort sem sjúk-
leikinn birtist hjá ríkisvaldinu,
ættflokkahöfðingjum eða klíku-
hópum og ég geri mér fulla grein
fyrir því að rödd mín nær aðeins
til þeirra er nenna að hugsa hvert
mál og brjóta það til mergjar.
Ég hef oftar en einu sinni fært
rök fyrir þeirri skoðuh minni að
ódýrast og hagkvæmast sé að
leggja veginn yfir Gilsfjörð og
Þorskafjörð. Ég er sannfærður um
að það verður framtíðarlausnin, en
ef ég þekki kerfið rétt munu mörg
hliðarspor verða stigin áður en
besta leiðin verður valin.
Ekki hef ég orðið var við
hvatningarorð frá Heilsugæslu-
stjórninni um að vegabóta sé þörf,
eða að símasamband sé bætt og
væri það ekki út í hött að hvetja
stjórnina til að ýta við Landsím-
anum svo að þeir bættu úr því
aldamótafyrirkomulagi er hér
ríkir. Sjúkdómar eru einkamál, og
það er ekki hægt að tala heiman
að frá sér um þau má| og þar ofan
í kaupið er síminn aðeins opinn
11/24 úr sólarhring en aðeins 1/4
úr sólarhring á sunnudögum.
Einhvern veginn finnst mér þú
ekki hrifinn af því litla og smáa og
þá hlýtur þú að vera á móti dreifðu
sjúkrahúsakerfi. Sennilega viltu
hafa fá sjúkrahús og stór. Ef svo
væri ekki, værir þú heldur ekki
málflutningi þínum samkvæmur.
Þú hlýtur þess vegna að vera á
móti sjúkrahúsum á smærri stöð-
um eins og Stykkishólmi og
Húsavík svo dæmi séu nefnd.
Mundir þú vilja leggja til að smáu
sjúkrahúsin yrðu lögð niður og
starfsemi þeirra flutt til Reykja-
víkur.
Hvað finnst þér um þá stað-
reynd að á snjóléttasta svæði
landsins og þar sem samgöngur
eru góðar skulu heilsugæslustöðv-
ar vera byggðar með 15 km
millibili eins og á Hvolsvelli og
Hellu. Það er margt sem hugsa má
um og spyrja sjálfan sig um.
Að endingu þetta. Ég óska ykkur
öllum í Búðardal góðs gengis. Ég
vona að ykkur takist að byggja
upp fagurt og óeigingjarnt mann-
líf.
Eitt af skemmtilegustu ævintýr-
um okkar er sagan af henni
Rauðhettu litlu. Sú saga endaði vel
og ég vona að okkar saga hér fyrir
vestan éndi líka vel. Ég kveð þig
með bestu árnaðaróskum og þakka
þér fyrir tilefnaríkt bréf.
Miðhúsum, 2. apríl, 1978.
Sveinn Guðmundsson.