Morgunblaðið - 18.04.1978, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 18.04.1978, Blaðsíða 46
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR .18. APRÍL 1978 Nú er komið að því að tala um 4 síðustu spyrnurnar sem við nefndum í 1. þætti, en þær eru utanfótarspyrna, táspyrna, hné- spyrna og hælspyrna. Þær eiga það allar sameiginlegt, að notkun þeirra í leiknum er fremur lítil. Hvers vegna? Jú, því er auðsvaraö, þær víkja einfaldlega fyrir betri ■ og nákvæmari spyrnuaðferðum, spyrnuað- ferðum sem þegar hafa verið nefndar. Vegna þessa förum við ekki eins nákvæm- lega í gegnum þessar spyrnuaðferðir sem hinar fjórar fyrstu. Utanfótarspyrna Við þessa spyrnuaðferð verðum við sjaldan vör þegar við fylgjumst með knattspyrnuleik hér á landi. En þjóðir sem lengra eru komnar á knattspyrnusviðinu, nýta sér einnig þennan spyrnumöguleika til samleiks og sendinga. Þessi spyrna hefur einnig verið nefnd ytri-markaspyrna, og er þaö vegna spyrnufiatarins sem er jarkinn utanverður, rétt aftar litlutá. Framkvæmdaratriði spyrnunnar er í stórum dráttum það sama og við utanverða ristarspyrnu. Við spyrnuna framkallast Mynd 19 A: Leið knattar fyrir spyrnuna B: Leið knattar eftir spyrnuna snúningur á knöttinn, þar sem fóturinn snertir knöttinn utanverðan. Á mynd 19. getum við séð eitt dæmi um notkun þessarar spyrnu. Knöttur sem kemur á móti leikmanni, er sendur áfram með þessari spyrnuaðferð. Við sveiflum fætinum létt móti knettinum og er jarkinn látinn strjúkast mjög utarlega við knöttinn. Við spyrnuna breytir hann stefnu og fær á sig mikinn snúning. Táspyrna Þessi spyrna var einu sinni mikið notuð, en hefur nú orðið að þoka fyrir öruggari spyrnuaðferðum. Þó kemur fyrir í einstökum tilfellum, að þessi spyrnuaðferð er notuð. Er það einna helst þegar leikmennirnir ná ekki til knattarins á annan hátt. Þannig er t.d. hægt að seilast til markskots eða bjarga sér úr erfiðari varnarstöðu, já og jafnvel senda knöttinn til samherja í síðustu lög, pota. Framkvæmd táspyrnunnar er sú sama og við ristarspyrnu. Mismunurinn er aðállega fólginn í stöðu ristarinnar, sem ekki er eins rétt, heldur þannig að tær lendi á miðjum Knatt- spyrnu- þættir Janus Gudlau^ssoii íók saman knetti. Á mynd 20 sjáum við hvernig leikmaður nær knetti af fótum mótherja síns með táspyrnu. Hnéspyrna Sú staða getur alltaf komið upp í leiknum, að leikmaður fær knöttinn óviðbúinn, og getur hvorki komið honum fyrir fætur sér né skallað hann. En til að halda áfram ferð sinni upp völlinn eða koma knetti í markið, aðþrengdur mótherjum, nýtir hann hnéð til að koma knettinum áfram. Yfirleitt framkvæmdist þessi spyrna í skrefinu áfram, þar sem við hæfum knöttinn með hnénu ofanverðu. Framkvæmdaratriði spyrnunnar er eiginlega það sama og við beina ristarsþyrnu, en sjálf spyrnan er frábrugðin eins og sést á mynd 21. Athugið að horfa á knöttinn. Hælspyrna Hælspyrna á lofti er óörugg spyrna, og notkun hennar í knattspyrnunni í dag er ekki mikil, en þó sjást einstaka leikmenn framkvæma hana á óvæntan og meistara- legan hátt. Kostir hælspyrnunnar í leik felur fyrst og fremst í sér hið óvænta. Má á og horfum á hann allan tímann. Athugið vel að loka ekki augunum um leið og skallað er. Hreyfingunni fylgjum við eftir. Höfuðspyrnunni getum við skipt í 3 hluta: a) Bakhall. b) Framsveifla, þar sem knöttur er hæfður. c) Spyrnunni fylgt eftir, framhald fram- sveiflu. Athugið vel myndir 24 og 25, þær hjálpa okkur að skilja framkvæmdaratriðin betur. þennan hátt oft hagræða leikstöðinni verulega. Athugum fyrst framkvæmd hælspyrnu á lofti: Knöttur sem svífur yfir höfuð, er tekinn þannig fram fyrir líkamann, að spyrnufæti er sveiflað aftur og upp í mjaðmalið, slökum í hnélið, en bolnum er hallað fram. Spyrnan er svo framkvæmd með snöggri beygju í hnélið. Armarnir hjálpa okkur til við jafnvægið. Höfði er snúið til hliðar, til þess að hægt sé að fylgjast með knettinum uns hann nemur við hælinn. Knöttur sem liggur eða veltur á jörðinni má spyrna með hæl, ennfremur knetti sem fellur niður. í báðum tilfellum er fóturinn settur fram fyrst, en síðan sveiflað aftur í mjaðma- og hnélið. Skýringarmyndir 22 og 23 eru einmitt um þessi atriði. - 0 - i nútíma knattspyrnu er tími til athafna mjög takmarkaður. Mótherjinn er þegar mættur þar sem knötturinn er og áreitir okkur, og um leið minnkar athafnafrelsi okkar með knöttinn. Við verðum því að koma knettinum frá okkur — til næsta samherja, áður en mótherjinn nær tökum á honum. En það er ekki alltaf sem við fáum knött þannig að við getum afgreitt hann með hægra eða vinstra fæti, og nýtt okkur þau spyrnuafbrigði sem við höfum þegar talað um. Háir knettir berast einnig til ykkar leikmanna meðan á leiknum stendur, svo að þessir knettir eru því yfirleitt sendir (spyrnt) með höfuðspyrnu eða skallaðir eins og nefnt er á „knattspyrnumáli“. Þið veröið því að vera fær um að framkvæma eitt tækniatriði til viðbótar við að koma knetti frá ykkur — að spyrna knetti með höfðinu — skalla hann. Höfuöspyrna (,,skalli“) Leikmenn sem framkvæmt geta nákvæm- ar höfuðspyrnur, sent knött til samherja, varist hættulegu marktækifæri mótherja (skallað knött frá marki) eða nýtt gott tækifæri viö mark andstæðinganna með höfuðspyrnu eru hverju liði mikilvægir. Við getum framkvæmt spyrnuna í kyrr- stööu, á hlaupum og einnig meö uppstökki af öðrum eða báðum fótum. Með mismun- andi beitingu höfuðs getum við ráðið stefnu (svifbraut) knattarirrs. Einnig kemur það fyrir að við sjá'úm leikmenn fleygja sér fram móti knetti og skalla harm meistaralega í mark andstæðinganna. Höfuöspyrna (í kyrrstööu) Grundvallaratriöin við framkvæmd spyrn- unnar verðum viö að athuga vel sem og að æfa þau vel ef við ætlum að ná góðum tökum á þessu skemmtilega tækniatriöi knattméðferðar: Víö stöndum í gangstöðu, fæturnir bognir nokkuð í hnjám og bolurinn hallast aftur. Upphandleggirnir eru niður meö síðum, bognir um olnboga. Hálsliðir stífir, hakan dregin inn og ennið flatt við knöttinn. Um leið og knötturinn nálgast kippum við bolnum snöggt fram og höfuðið fylgir með og færist gegn knettinum. Snörp rétta aftari fótar hjálpar okkur einnig við áðurnefnda hreyfingu. Knöttinn sköllum við með enninu Spyrnan æfð: 1. Spyrnan æfð án knattar. 2. Spyrnan æfð við dingul, sbr. mynd 26 sýnir okkur. 3. 2 og 2 æfa sig saman. Annar kastar knettinum, en hinn skallar til baka. Eftir nokkrar tilraunir er skipt um hlutverk, sjá mynd 27. í næsta þætti bætum við við erfiðari æfingum varðandi skallatækni og höldum síðan áfram með tækniatriðin, svo nú er um að gera að æfa sig vel og ná góðum tökum á fyrstu 3 æfingunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.