Morgunblaðið - 18.04.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.04.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 1978 3 GEYSIHARÐUR árekst- ur varð á Vesturlandsvegi við Skálatún laust eftir hádegi á sunnudag. Þar rákust santan tvær bif- reiðar og voru fjórir menn fluttir á slysadeild Borgarspítalans meira og minna slasaðir. Bifreið- arnar eru gjörónýtar. Grunur leikur á því að ökumaður bifreiðarinnar, sem árekstrinum olli, hafi verið undir áhrifum áfengis. Fjórír slösuðust í hörðum árekstri á Vesturlandsvegi valt. í Lada-bifreiðinni voru tveir menn og slösuð- ust báðir og sérstaklega þó ökumaðurinn, sem að að- gerð lokinni var lagður inn á gjörgæzludeild. Er hann fótbrotinn, nefbrotinn, kinnbeinsbrotinn, rifbrot- inn og hlaut auk þess innvortis meiðsli. Félagi hans meiddist töluvert í andliti. í Volkswagenbif- reiðinni voru feðgar og slasaðist ökumaðurinn töluvert á fótum en sonur hans hruflaðist og kvart- aði um meyðsli í maga en slapp að öðru leyti án meiðsla. Sem fyrr segir leikur grunur á því að ökumaður Lada-bifreiðarinnar hafi verið undir áhrifum áfeng- is. Bflarnir erir ónýtir eins og sjá má á myndunum. Ljósm. Eðvar Olafsson. Volkswagen-rúgbrauð svokallað var á leið frá Reykjavík en Lada-bifreið á leið í bæinn. Rétt áður en bifreiðarnar mættust snarbeygði Lada-bifreiðin yfir á öfugan vegarhelm- ing og skall harkalega á vinstra framhorni Volks- wagenbifreiðarinnar. Þeyttist síðarnefnda bif- reiðin útaf veginum og Flugvélin á brautinni á ísafjarðarflugvelli, en á hinni myndinni sést hvar verið er að fjarlægja hana. Ljósm.: Mbl. Úlfar Ágústsson. Gleymdi að setja hjólin niður LJÓST er nú að það var fyrir mannleg mistök en ekki bilun í tækjabúnaði að lítil flugvél frá Flusfélagi Norðurlands magalenti á flugvellinum á ísafirði sl. laugardag. Að sögn taismanns loftferðaeftirlitsins gleymdi flugmaðurinn að láta hjól vélarinnar niður í lending- unni. Flugvélin var í áætlunarflugi og var að koma frá Akureyri inn til lendingar á ísafirði þegar óhappið varð. Flugmaðurinn var einn í vélinni þegar þetta gerðist. Óhappið kom algjörlega flatt upp á flugvallarstarfsmenn á ísafirði sem vissu ekki fyrr en flugvélin kom inn og lenti á maganum án þess að hjólin kæmu nokkru sinni niður. Flugvélin lá á flugbrautinni frá því um 11.30 og þar til um kl. 5 um daginn, og gat þess vegna engin flugumferð farið fram um flugvöllinn á meðan. Meðal annars þurftu farþegar sem ætluðu með Fokker-vél Flugfélagsins að bíða allan þennan tíma og olli þessi bið mikilli gremju meðal þeirra, að sögn fréttaritara Mbl. á ísafirði en ástæðan mun hafa verið sú að tryggingafélag vélarinnar krafðist þess að vélin yrði ekki hreyfð fyrr en fulltrúi þess væri kominn á staðinn. Þegar hapn loks kom var fárra mínútna verk að taka vélina af flugbraut- inni. I samtali við Mbl. í gær sagði Skúli Jón Sigurðsson, talsmaður loftferðaeftirlitsins, að ekki væri unnt að draga dul á, að óhapp þetta stafaði af því að flugmaðurinn hreinlega gleymdi að setja hjól vélarinnar niður í lendingunni. Ekkert benti til þess að bilun hefði orðið í búnaði vélarinnar. Skúli kvað ekki einsdæmi að atvik af þessu tagi kæmu fyrir, þetta væri eins og hver önnur mannleg mistök sem ekki ættu að geta komið fyrir en gerðu það engu að síður. ■■ mmm —t ■ Guðrún skip- uð lektor MENNTAMÁLARÁÐHERRA skipaði í gær Guðrúnu Erlends- dóttur lögfræðing lektor við lagadeild Háskóla íslands. Aðal- svið hins nýja lektors verður stjórnarfarsréttur. Eins og fram hefur komið í Mbl. voru þrír umsækjendur um lektorsstöðuna og við atkvæða- greiðslu meðal kennara í lagadeild fengu tveir þeirra jafn mörg atkvæði, Guðrún og Björn Þ. Guðmundsson borgardómari, 4 atkvæði hvort. „Ovænt sumargjöf’ MIÐVIKUDAGINN 19. apríl, síð- asta vetrardag, efnir Rithöfunda- samband Islands til bóksölu á Bernhöftstorfunni til ágóða fyrir sambandið, eins og venja hefur verið tvö undanfarin ár. Þar verða seldar bækur áritaðar af höfundum og eru þær innpakk- aðar svo að enginn veit hvaða bók hann hreppir. Hver pakki kostar tvö þúsund krónur. Flestir bókaútgefendur í landinu hafa gefið nýjar eða nýlegar bækur og úrval er mikið. Opið síðasta vetrardag á Torf- unni í Bankastræti klukkan 10 til 6. (Fréttatilk. frá Rithöfundasambandi íslands)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.