Morgunblaðið - 18.04.1978, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.04.1978, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 1978 47 Araf at heitir Kurt W aldheim aðstoð Beirút 17. apríl. Reuter. PALESTÍNUSKÆRULIÐAR fulP vissuöu Kurt Waldheim, fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð anna. um það í dag, að þeir myndu ckki trufla tilraunir gæzluliða S.Þ. til að flýta brott- flutningi ísraelsmanna frá Suð- urLíbanon. Waldheim, sem gagnrýnt hefur hægan brottflutning Israels- manna, sagði við blaðamenn að Yasser Arafat hefði fullvissað sig um að Palestínuskaeruliðar myndu aðstoða gæzluliðana við friðar- gæzlustörf í Líbanon. Hins vegar sagði Waldheim ekki Framhald á bls. 31 Líkí Chaplins rænt af trúarástæðum? Los Angeles, 17. apríl AP. „LÍKI Chaplins var ekki rænt úr gröfinni í svissneskum kirkjugarði í auðgunarskyni heldur vegna þess að Chaplin var gyðingur," sagði dagblaðið Herald-Examiner í Los Angeles í dag. Blaðamaðurinn James Bacon sagðist hafa það frá áreiðanlegum heimildum að líkþjófnaðurinn hefði verið af hreinum trúarástæðum, því fjölskylda hins látna hefði ekki verið krafin um peninga og frú Chaplin hefði verið skýrt frá því hvar líkið væri niður komið. Sagði blaðamaðurinn, að hann vissi ekki hvað frú Chaplin hefði gert við líkið og hún væri ófáanleg til að gefa upplýsingar þar að lútandi. Sagði Bacon ennfremur að heimildir sem ekki mætti nafngreina hefðu skýrt frá því að fólk, sem ekki væri gyðingatrúar og ætti ættingja grafna í kirkjugarðinum Corsier-sur-Vevey hefði látið mót- mæli sín í ljós með því að fjarlægja lík Chaplins úr gröf sinni. Chaplin sem lézt á jóladag á s.l. ári 88 ára að aldri var fæddur gyðingur. Borgarstjórinn í Corsier-sur-Vé- vey skýrði frá því í dag að engar Þúsundir sofa úti Palermo, 17. apríl. AP. HUNDRUÐ þúsunda höfðust við úti undir beru lofti í Palermo, Catania, Messina og annars staðar á Sikiley í nótt, aðra nóttina í röð, af ótta við nýja jarðskjálfta. Fimm fórust í jarðskjálftum í gær og gömul hús hrundu. Tugir slösuðust. Clay hers- höfðingi lézt í gær Chatham, Massachusetts, 17. apríl AP. LUCIUS O. Clay, hershöfðingi, varamaður Dweight D. Eisen- howers í Evrópu í heimsstyrjöld- inni síðari, og maðurinn sem skipulagði loftbrúna til Berlínar, lózt í dag að heimili sínu, áttræður að aldri. Clay var útnefndur varaher- námsstjóri í Þýzkalandi árið 1946, og áriö eftir var hann geröur að yfirhershöföingja bandaríska hersins í Evrópu sem og yfirmanni bandaríska hernámsliðsins í Þýzkalandi. Hann skipulagöi loftbrúna til Berlínar, sem komið var á er Sovétmenn ætluöu að neyöa Bandaríkjamenn, Breta gg Frakka til aö yfirgefa Berlín. Clay hætti í hernum 1949. reglur væru til um það hverja mætti grafa í kirkjugarðinum og þar hefðu margir gyðingar verið jarðsettir. Þá sagði borgarstjórinn ennfremur að þótt Chaplin hefði fæðst gyðingur hefði hann allt sitt líf stutt ensku kirkjuna, þótt hann hefði ekki verið meðlimur hennar. Presturinn, sem jarðsetti Chaplin sagði að hann hefði ekki tilheyrt neinum trúarhópi opinberlega þegar dauða hans bar að. Að því er Herald-Examiner skýrði frá, var eiginkonu Chaplins, Oonu, gert viðvart um hvar líkið væri niður komið innan sólarhrings frá ráni þess. Fjár var ekki krafist að sögn blaðsins þótt vitað sé að landareign Chaplins heitins sé metin á hundrað milljónir Bandaríkjadala. Veður víða um heim Amsterdam 9 bjárt Apena 19 skýjað Bertín 12 skýjað BrUssel 9 skýjað Chicago 9 skýjaö Frankfurt 9 snjókoma Genf -2 skýjað Helsinki 7 sólskin Jóhannesarb. 20 sólskin Kaupmannah. 10 sólskin Lissabon 17 skýjað London 10 sólskin Los Angeles 17 bjart Madrid 20 sólskin Malaga 23 skýjað Miami 25 bjart Moskva 14 bjart New York 15 bjart Ósló 9 skýjaö Palma, Majorca 16 bjart París 9 skýjaö Róm 11 skýjað Stokkhólmur 10 sólskin Tel Aviv 23 bjart Tokyó 20 skýjað Vancouver 10 skýjað Vín 7 skýjað í GÆR ítrekuðu ftölsk stjórn- völd þá ákvörðun sína, að ekki yrði samið við ræningja Aldo Moros, sem dæmdu hann til dauða s.l. laugardag eins og fram hefur komið í fréttum. í símaviðtali við Morgun- blaðið f gær sagði Hilmar Kristjónsson, starfsmaður hjá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna f Róm, að ákvörðun ftalskra stjórnvalda byggðist á þvf að semdu þau við ræningja Moros' væru þau um leið að viðurkenna starfsemi þeirra. „Svo virðist sem Vatíkanið hér sé að reyna að ná sambandi við ræningja Rauðu herdeild- anna, sem gætu allt eins verið fasistar,“ sagði Hilmar. „Öngþveitið er orðið slíkt að pólitíkin er komin í heilan hring en er ekki á láréttri línu eins og almennt gerist og gengur. Hér virðist ekki lengur um að ræða hægri eða vinstri öfgasinna, maóista eða kommúnista, held- ur það sem fólk kallar „extra parlamentari", öfgasinnaða hópa sem eiga ekki fulltrúa á þingi, eru á móti þingi og vilja brjóta stjórnkerfið niður þótt enginn viti hvað þeir vilja Þetta-er fréttatil- frétta frá Rauðu her deildunum, sem skýrir frá því að Aldo Moro fyrr- verandi for- for-sætis- for-sæ hafi verið dæmd- ur til dauða. Frétta tilkynn ingin var send til dagblaða f Róm, Tór fnó, Mflanó og Genúa í gærkvöldi. 99 Græða ekkert á því að drepa Moro strax” -segir Hilmar Kristjónsson i Róm byggja upp í staðinn, allra síst þeir sjálfir. Lögreglueftirlit hefur verið geysistrangt hér undanfarinn mánuð eða frá því að Moro var rænt og þannig fann lögreglan til dæmis mann nokkurn sem rænt hafði verið af einhverri smámafíu í auðgunarskyni. Almennt er álitið að Moro sé enn á lífi enda er ræningjum hans lítill hagur í því að drepa hann strax og því lítur út fyrir að spennan haldist enn um hríð. Kröfur þeirra hafa verið það óákveðnar að stjórnvöld vita eiginlega ekki hvernig þau eiga að bregðast við þeim. Ræningjarnir heimta að fjórtán meðlimir Rauðu her- deildanna sem eru í haldi í Tórínó verði látnir lausir, þar á meðal einn aðalmaður þeirra, Cursio. Stjórnvöld hafa ákveðið að réttarhöldunum í Tórínó verði haldið áfram með venju- legum hraða, sem á ítalska vísu er hægur. Hefur ítalska stjórnin með þessu tekið sömu afstöðu í málinu og þýzk stjórnvöld forð- um í sambandi við ránið á Schleyer. Kristilegir demókrat- ar hafa skýrt frá því að einskis verði látið ófreistað til að ná Moro heilum á húfi úr höndum ræningjanna og segjast meira að segja reiðubúnir að kaupa Moro lausan." Samúð með Moro er þó nokk- uð blandin. Þótt hér sé um að ræða einn virtasta stjórnmála- mann Ítalíu taldi Hilmar að bréf þau, er hann hefði verið þvingaður til að skrifa, bæði til fjölskyldu sinnar og annarra Framhald á bls. 31 Njósnatækin í Himalayafjölliim: Indlandsstjóm vissi um tækin Nýja Delhi 17. apríl. Reuter. INDLANDSSTJÓRN lýsti pví yfir í dag aö Bandaríkjamenn heföu haft full samráð við indversk stjórnvöld pegar peir komu fyrir kjarnorku- knúnum njósnatækjum í Hímalaya- fjöllum til að geta fylgzt með kínverskum eldflaugaæfingum árið 1968. McKinney og May flúin til Kanada London 17. apríl. AP. Reuter. LÖGREGLA tilkynnti í dag aö verið gæti að Joyce McKinney, fyrrver- andi fegurðardrottning, og vinur hennar Keit May heföu flúiö til Kanada á miðvikudag. Þau voru látin laus gegn tryggingu í síðustu viku, og áttu að tilkynna sig á lögreglustöð á hverjum degi. Ekkert hefur til þeirra spurzt síðan á miövikudag, en lögreglan segir að par sem svari til lýsingarinnar hafi farið með flugvél frá Shannon-flug- velli á írlandi áleiöis til Toronto og Montreal á miðvikudag. Herma fregnir að skötuhjúin hafi þótzt vera heyrnarlaus og mállaus. Leigubifreiöarstjóri hefur einnig sagzt hafa ekið pari frá húsi því er McKinney bjó í í Noröur-London til járnbrautarstöövar í London á mið- vikudagsmorgun. McKinney og May eiga aö koma fyrir rétt á næstunni sökuö um að Framhald á bls. 31 Þá viöurkenndi forsætisráöherra Indlands, Morarji Desai, að eitt njósnatækjanna, sem knúið er plútóníum 238, væri týnt í snævi- Þöktum tindi fjaUsins Mount Nanda Devi, sem er 7.816 metra hátt. Hins vegar vísaði Desai á bug fullyrðingum bandarísks tímarits um aö veriö gæti aö plútóníumiö læki út og mengaði ána Ganges. Ganges á upptök sín skammt frá Mount Nanda Devi. Desai sagöi aö þrír ráöherrar, Jawaherlal Nehru, Lal Bahadur Shastri og Indira Gandhi, heföu aöstoöaö Bandaríkjastjórn viö þess- ar aögeröir á árunum 1964—‘68. Desai sagöi ekki berum orðum aö tækin heföu verið notuö til aö njósna um eldflaugatilraunir Kínverja, en engum sem hlutstaói á orö Desais, duldist hver tilgangur njósnatækj- anna hefði verið. Kínverjar og Indverjar háöu stríð út af landamær- um sínum 1962. Forsætisráöherrann sagöi, að njósnatækiö heföi týnzt áriö 1965 í snjóflóói í Mount Nanda Devi. í tækinu voru um eitt og hálft kíló af plútóníum. Árið 1967 var ööru njósnatæki komið fyrir á svipuöum slóöum, og starfaöi þaö alveg eðlilega í eitt ár, en var þá fjarlægt og flutt til Bandaríkjanna. Telja fréttaskýrendur líklegt aö njósnagervihnöttur hafi tekið viö hlutverki þess tækis. Desai sagöi að nokkrar tilraunir heföu verið geröar til að finna týnda njósnatækið en þær heföu allar fariö út um þúfur. Rannsóknir hafa veriö geröar á því hvort vatn Ganges væri mengaó af plútóníum, en niöurstööur bentu til þess aö svo væri ekki. Sagöi Desai aö hann sæi enga ástæöu til aó óttast mengun og aö ólíklegt væri aö plútóníumiö hefði nokkur áhrif á íbúa í nágrenni Mount Nanda Devi. Desai neitaði algjörlega aö banda- ríska leyniþjónustan CIA eöa ind- verska leyniþjónustan heföu átt nokkurn hluta aö máli, en sagöi að „vísindastofnun í Indlandi heföi komið njósnatækjunum fyrir". Fréttaskýrendur í Nýju-Delhí veltu því fyrir sér í dag hvort veriö gæti aö fréttin um njósnatækin heföi veriö látin leka út í Bandaríkjunum til aö klekkja á Indíur Gandhi. Gandhi sem felld var í kosningum fyrir ári, vinnur nú hvern kosningasigurinn á fætur öörum og viröist til alls líkleg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.