Morgunblaðið - 18.04.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.04.1978, Blaðsíða 27
 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 1978 35 Athugasemd frá Sambandi íslenzkra tryggingafélaga í VIÐTALI í Dagblaðinu 7. þ.m. vjð framkvæmdastjóra félags ís- lenzkra bifreiðaeigenda koma fram órökstuddar fullyrðingar varðandi ábyrgðartryggingar öku- tækja. Af þeim sökum bið ég yður, hr. ritstjóri, að birta eftirfarandi athugasemd, sérstaklega með til- liti til þess, að maðurinn, stöðu sinnar vegna, ætti að þekkja málið betur en viðtalið gefur tilefni til. Haft er eftir framkvæmdastjór- anum: 1. Að hækkanir þær, sem trygg- ingafélögin hafa fengið „séu allt of miklar, enda séu þær hin síðari ár all miklu hærri en verðbólgunni nemur". 2. Þá segir, að við hækkun ið- gjalda „virtist ætíð gleymast að taka tillit til 15 þúsund króna sjálfsábyrgðar". 3. Þá er minnt á tjón, sem slysavaldar greiða sjálfir beint og „um að ræða gífurlegar fjárhæðir, sem tryggingafélögin slyppu við, er saman væri tekið“. 4. Væntanlega til að gera trygg- ingafélögin enn tortryggilegri er sagt að „Haldið er á lofti sífelldum taprekstri, en á sama tíma berjast félögin um hverja einustu bíl- tryggingu. Sú hlið málsins er öll hin einkennilegasta“. I þessu sambandi er rétt að benda á: 1. Tjónkostnaður tryggingafélag- anna liggur fyrir og hvernig þessi tryggingagrein kemur út. Ákvörð- un iðgjalds felst ekki í þvi einu að reikna út verðbólguna frá upphafi tryggingaárs til loka þess og síðan hækka næsta árs iðgjald hlutfalls- lega eftir því. Margir aðrir þættir koma inn í myndina. Sem dæmi má nefna, hver tjónareynslan hefur í raun verið hin ýmsu tryggingaár, tjónatíðni og tjóna- samsetning (slysatjón/ munatjón), hvaða horfur eru framundan samkvæmt upplýsingum sem fyrir liggja. Verðbólguþróun er vissulega áhrifaríkur þáttur tjónakostnað- arins. í því sambandi verður að hafa í huga, að slysatjón, sem hafa Bók um konur í listum MORGUNBLAÐINU hefur borizt bókin ^ívindelige kunstnere í 1500 og 1600 tallett eftir Grethe Holm- en. Bókin ber undirtitilinn „For- fattere, malere og Komponister. Borgens forlag gefur bókina út. Bókin skiptist í nokkra megin- kafla, eftir tímum og löndum og einnig eftir því hvaða listgreinar viðkomandi listakona hefur lagt stund á. Bókin er vönduð að frágangi og prýdd fjölda mynda. Aftast er heimilda- og nafnaskrá. Bókin Kvindelige kunstnere er 208 bls. að lengd. / \r<;nsi\<; \- SIMIW \M. 22480 í för með sér varanlega örorku dragast í uppgjöri, þar sem örorkumat getur ekki farið fram fyrr en þó nokkru síðar af læknisfræðilegum ástæðum, en tjónþoli fær bætur miðaðar við það kaupgjald, þegar örorkumatið liggur loks fyrir. Hér má minna á, að 1. desember 1977 höfðu laun hækkað um 60—70% á ári. Þjóð- hagsstofnun spáir nú 40% verð- bólgu fyrrihluta þessa árs og 35% síðari hlutann. Á sama tíma eru vextir neikvæðir um 12% þrátt fyrir breytta vaxtastefnu frá í nóvember 1977 og voru neikvæðir um 22% til 23% árið 1974 og 1975, sem þýðir í raun, að tjón (t.d. slysatjón), sem í bótasjóði eru, hækka mun meir, en ávöxtun tryggingasjóðsins nemur. Þetta atriði hefur vissulega valdið ábyrgt hugsandi mönnum auknum áhyggjum. Þeir útreikningar sem nefndir hafa verið, eru gerðir af tryggingafélögunum. Þeir eru yfir- farnir af Tryggingaeftirlitinu, sem jafnframt gerir sína sjálfstæðu útreikninga og úttekt. Fyrir hefur komið að þriðji sérfræðiaðilinn hefur verið fenginn til að segja álit sitt á þeim útreikningum, sem legið hafa fyrir. Þegar rætt er um iðgjalds- ákvörðun ökutækjatrygginga vill það gleymast, að tilgangurinn með lögbundinni ábyrgðartryggingu er ekki sá einn að vernda bíleigand- ann gegn miklum fjárkröfum, heldur engu síður að tryggja, að hinn saklausi tjónþoli fái fjár- hagstjón sitt bætt. 2. Hver einasta króna, sem inn kemur vegna sjálfsábyrgðar tjón- valds, er dregin frá tjónkostnaði, svo og er tekið tillit til þessarar endurgreiðslu við mat á óuppgerð- um tjónurr. um áramót. Það er algert siðleysi af framkvæmda- stjóra F.Í.B. að gefa annað til kynna. Þegar minnst er á sjálfsábyrgð- ina má minna á, að þróun þessa þáttar hefur verið bíleigendum hagstæð. Nægir að nefna, að þegar tryggingafjárhæð var hækkuð úr 6 millj. í 12 millj. eða tvöfölduð, hækkaði sjálfsábyrgðin úr 12 þús. í 15 þús. eða 25%, enda er ljóst að áhrif hennar til aðhalds og sem hvatning til varúðar hefur stór- lega misst gildi sitt vegna þróunar kaupgjalds og verðlags í landinu. 3. Varðandi tjón, sem tjónvald- ar gera upp sjálfir án greiðslu frá tryggingafélagi sínu, þá leiðir það af sjálfu sér, að þessar tjóna- greiðslur eru ekki innifaldar í tjónkostnaði tryggingafélaganna og hafa því engin áhrif á iðgjalds- ákvörðunina. Ákvörðun tjónvalds að greiða tjón sjálfur er ábyggilega ekki byggð á tillitssemi við trygginga- félag sitt, heldur á ávinningi hans sjálfs, því tjónið nemur lægri fjárhæð en sjálfsábyrgð hans og bónusmissir samanlagt. Því mætti frekar segja að trygginga- félögin „töpuðu" sömu upphæð og tryggingatakarnir hagnast um, gagnstætt því sem að er látið liggja í samtalinu. 4. Síðustu fimm til sex árin að minnsta kosti kannast ég ekki við neina baráttu tryggingafélaganna um bílatryggingar. Sára fáar uppsagnir berast árlega, en þær virðast eiga sér stað af tveim megin ástæðum. Önnur er, að bílaskipti hafa átt sér stað og kaupandinn tekur við trygging- unni, en við næsta gjaldd^ga vill hann flytja hana til „síns“ trygg- ingafélags. Hin ástæðan er óánægja með þjónustu eða tjóns- uppgjör. I viðtalinu er minnst á ákvörðun sakaskiptingar milli aðila, en þar er þáttur, sem tryggingafélögin hafa neyðst til að hafa meiri afskipti af, en þau óska eftir vegna þess seinagangs, sem ríkir og ríkt hefur í okkar dómsstóla- kerfi. Fyrir nokkrum árum bentu tryggingafélögin á, hvort ekki væri rétt, að stofnaður yrði sérstakur umferðardómstóll til að ákveða sakarskiptingu milli aðila, en með þeim hætti fengist ákvörðun hlutlauss dómara í stað álits löglærðra starfsmanna tryggingafélaganna. Þessi skipan hefur ekki komist á, hugsanlega vegna þess, að menn töldu að I dráttur gæti orðið á afgreiðslu mála hjá slíkum dómstóli eins og öðrum dómsstólum svo og að varhugavert gæti verið að koma á einu dómsstigi (án áfrýjunarréttar í flestum tilfellum) í einum þætti mannlegra samskipta frekar en öðrum þar sem gera mætti ráð fyrir, að aðilar yrðu ekki ávallt sáttir við dómsniðurstöðu. Hjá einu tryggingafélagi er til staðar formlegur gerðardómur, sem m.a. slíkum ágreiningi er hægt að vísa til. Ég tel víst, að ekkert tryggingafélag hafi á móti gerðardómsleiðinni eða hverri annarri leið, sem gæti flýtt afgreiðslu ágreiningsmála. Þegar haft er í huga sá mikli fjöldi tjóna, sem til afgreiðslu eru hjá tryggingafélögunum ár hvert, þá er athyglisvert hve fá þeirra fara til úrlausnar dómsstóla. I samtalinu er sagt, að dæmi séu þess, að til staðar sé 150% óréttur að mati tryggingafélaganna. Hér verða menn að hafa í huga, að tveir löglræðir starfsmenn tryggingafélaga skoða hvor í sínu lagi skjöl máls og komist þeir að gagnstæðri niðurstöðu, að annar telur bifreiðina A í 75% órétti og B 25%, en hinn telur A bera 25% og B 75% þá er um þeirra álit að ræða og ég ætla engum lög- fræðingi að byggja faglegt og hlutlægt álit sitt á hugsanlegum ávinningi skjólstæðings síns. Ef slík álit liggja fyrir er oftast fenginn þriðji löglærði aðilinn til álitsgerðar. Komist þeir ekki að sameiginlegri niðurstöðu eða aðil- ar sætti sig ekki við álit odda- manns fer málið óhjákvæmilega til meðferðar dómsstóla. Kjarni þessa máls er auðvitað sá, að það er óhugsandi, að slíkt mál yrði gert uppá grundvelli upphaflegu álitsgerðanna, einfaldlega vegna þess, að hvorugt tryggingafélagið né hvorugur tryggingatakinn (tjónþolinn) léti fara svona rfleð sig. Hitt er fræðilegur" möguleiki, að eigendum tveggja ökutœkja, sem lenda í sama umferðaróhappi og eru tryggð hjá sama tryggingafélaginu sé tilkynnt, að hvor bíleigandinn um sig sé í 100% órétti (eða eins og í dæminu hér að ofan) og því um engar bætur að ræða. Slíkt gróft brot á almennu velsæmi og góðum viðskipta- háttum á forsvarsmaður hags- munafélags bifreiðaeigenda ekki að hafa í flimtingum heldur gera tafarlausar ráðstafanir til að upplýsa málið og draga til ábyrgð- ar þá, sem slík óhæf vinnubrögð viðhafa. Loks má lesa úr viðtalinu óánægju framkvæmdastjórans, þegar eftir honum er haft, að lögreglan „vinni allar rannsóknir sínar fyrir tryggingafélögin án endurgjalds". Fyrir endurrit lög- regluskýrslna greiða trygginga- félögin sérstakt gjald, eins og fyrir endurrit úr öðrum dómabókúm. Að mínu áliti er það alrangur hugsanaháttur, að telja lögreglu- skýrslur og rannsóknir vegna umferðaróhappa gerðar fyrir tryggingafélögin. Tilgangur þeirra er sá sami og t.d. ef skemmdar- vargur veldur samborgara sínum tjóni og tjónþolinn kallar til lögreglu. I því tilviki er lögreglu- aðgerðin að meðtalinni rannsókn og skýrslugerð framkvæmd til verndar tjónþolanum svo og fyrir opinber yfirvöld til að byggja hugsanlega refsikröfu sína á gagnvart tjónvaldinum. Ég tel ekki ástæðu til, að þeir, sem verða fyrir búsyfjum í umferðinni njóti minni réttar eða verndar en þeir, sem fyrir þeim verða af öðrum ástæðum. Telji framvæmdastjóri F.Í.B. rétt, að tjónþolar í um- ferðinni greiði sérstaklega fyrir veitta löggæsluþjónustu, vil ég benda honum á að slíur auka kostnaður hlyti að hækka tjón- kostnaðinn og hafa áhrif á iðgjaldsákvörðunina til hækkunar. Gísli Ólafsson, formaður Sambands íslenzkra tryggingafélaga Renault 20 er billinn sem sameinar lipurð bcejarbílsins og stcerð og þcegindi ferðabílsins. Bíll sem hentar íslenskum aðstceðum einkar vel. Renault 20 er framhjóladrifinn bíll, með sjálfstceða fjöðrun á hverju hjóli. Ve'lin er 102 hestöfl og eyðslan aðeins 9 l á 100 km. Renault mest seldi bíllinn í Evrópu 1976. REIUAULTO <$> KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633 •%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.