Morgunblaðið - 18.04.1978, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 18.04.1978, Blaðsíða 38
46 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 1978 Portúgalskur rádherra sæt- ir barsmíðum Lissabon 17. apríl. Reuter, AP. RÍKISSTJÓRN PortÚKals hét því í dag að tekið yrði hart á málum þeirra manna sem réðust mcð barsmíðum á varaíorsætisráðherra Portúnals, Antonio Almeida Santos, á iaugardag. Santos var þá á Azor-eyjum en þanKað hafði hann komið í heimsókn. Santos skýrði portúgölsku fréttastofunni ANOP svo frá að nokkrir menn hefðu ráðist á hann, er hann var að fara á fund hjá Sósíalistaflokknum. Árásarmennirnir veittu Santos þung högg og brutu KÍeraugu hans. Stjórnin hefur sakað frelsis- hreyfingu Azor-eyja (FLA) um að bera ábyrgð á árásinni á Santos, en lögregluyfirvöld á Azor-eyjum telja líklegt að flóttamenn frá fyrrum nýlendum Portúgals í Afríku hafi ráðist á varaforsætis- ráðherrann. Vitni segja að nokkrir þekktir flóttamenn hafi verið meðal árásarmannanna. Færeyskt sjónvarp Þórshöfn, Færeyjum 17. apríl. LANDSSTJÓRI Færeyja, D.P. Danielsen, lagði í dag fram á færeyska lögþinginu frumvarp til laga um færeyskt sjón- varp. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að sjónvarpi verði komið á laggirnar eftir um 18 mánuði og geti þá á milli 75 og 80% Færeyinga horft á það. Landsstjóri Azor-eyja, sósíal- demókratinn Joao Mota Amaral, hefur fyrirskipað rannsókn á því hvers vegna lögregla gerði ekkert til að hindra árásarmennina. Santos sagði að FLA hefði varað lögregluna við að hjálpa honum. Santos hefur setið í flestum ríkisstjórnum Portúgals frá því byltingin var gerð í landinu 1974. Hann er fyrrum ráðherra í mál- efnum Azor-eyja og Madeira. Um helgina var haldinn í Lissabon flokksfundur sósíal- demókrata en þeir eru stærsti stjórnarandstöðuflokkur Portú- gais, en fara með málefni Azor- eyja og Madeira. Var á fundinum skorað á Francisco Sa Carneiro að taka aftur að sér formennsku flokksins, en hann sagði henni af sér í nóvember í fyrra á þeim forsendum að hægfara flokksmenn spilltu stöðu flokksins gagnvart öðrum fiokkum. Litið er á úrslit fundarins sem mikinn sigur fyrir fylgismenn Carneiro, en að sama skapi ósigur fyrir hægfara arm flokksins undir forystu Antonio Sousa Franco. Urslitin þýða að Sousa Franco er ekki lengur formaður Sósíal- demókrataflokksins og mun nefnd fara með forystu flokksins fram til næsta flokksþings. Lögregla segir að nágranni Moritz hafi orðið vitni að mann- ráninu og gerði hann síðan lög- reglu viðvart. Lokaði lögregla öllum vegum í kringum Panker-kastala, og von bráðar hafði henni tekizt að hafa upp á mannræningjum Moritz. Kom ekki til neinna átaka er ræningjarnir voru handteknir. Enginn mannræningjanna þriggja hafði áður komið við sögu vestur-þýzku lögreglunnar og ekki er enn vitað hver tilgangur ránsins var. Lögregla telur að ekki hafi verið um pólitískt mannrán að ræða og ræningjarnir settu ekki fram neinar kröfur um lausnar- gjald. Þetta gerðist 1975 — Kommúnistar fyrirskipa brottflutning óbreyttra borgara frá Phnom Penh. 1974 — Egyptar hætta við að kaupa vopn ein- göngu af Rússum og leita fyrir sér hjá öðr- um. 1973 — Nixon forseti afnemur takmarkanir á olíuinnflutningi og boð- ar nýja orkustefnu til að draga úr orkuskorti. 1955 — Einstein deyr í Princeton, New Jersey, 76 ára gamall. 1955 — Nasser verður forsætisráðherra Egypta. 1949 — Lýst yfir stofh- un lýðveldisins Eire í Dyflinni. 1942 Sprengjuflguvélar undir forystu Doolittle hers- höfðingja ráðast á Tokyo og aðrar borgir í Japan. 1941 — Mótspyrna Júgóslava gegn innrásarher Þjóðverja fer út um þúfur. 1906 — Jarðskjálfti í San Francisco; eldar FORSETI Líbanons, Elias Sarkis, tekur á móti framkvæmdastjóra S.Þ., Kurt Waldheim, viA komu hins síðarnefnda til forsetasetursins f Baabda. Aðrir á myndinni eru forsætisráðherra Lfbanons, Selim el-Hoss, og utanríkisráðherrann, Fuat Butros. 5 ríki bjóða í upplýs- ingar Shevchenkos? Bjargað úr klóm mannræningja eft- ir 1 /2 klukkustund Kiel, Vestur-Þýzkalandi 17. apríl. Reuter. MORITZ prins af Hessen, sonarsyni fyrrum konungs ítalfu, Victors Emanuels, var rænt 1 dag, en lögreglu tókst að bjarga honum úr klóm mannræningjanna 90 mfnútum síðar. Að sögn lögreglu rændu tveir Svisslendingar og ítali Moritz í býtið f morgun frá setri prinsins, 17. aldar kastalanum Panker. Tveir mannræningjanna brutust inn í svefnherbergi Moritz og sögðu honum að klæða sig hið snarasta. Þvf næst neyddu þeir prinsinn með vopnavaldi til að fara út í bifreið sfna og óku síðan á brott. Þriðji mannræninginn fylgdi fast á hæla félaga sinna í annarri bifreið. New York, 17. apríl. AP — Reuter. Aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sovézki diplómatinn Arkady N. Shcvchenko, hefur hafnað ann- arri beiðni sovézkra yfirvalda um að snúa aftur til Moskvu, að sögn bandarfsks lögfræðings hans. Lögfræðingurinn, Ernst A. Gross, sagði fréttariturum S.þ. að háttsettur sovézkur embættis- maður sem hann gæti ekki nafngreint hefði komið beiðninni á skrifstofu hans í New York samkvæmt skipun sovézkra yfir valda. Sagði Gross ennfremur að fyrri beiðni sovézkra yfirvalda um að Schevchenko sneri aftur hefði borist á skrifstofu hans fyrir viku en Shevchenko væri staðráðinn í því að fara ekki aftur til Sovétríkjanna og yrði áfram í Bandaríkjunum. Sovézka sendinefndin hjá S.þ. gaf þær yfirlýsingar í síðustu viku að Shevchenko hefði verið beittur þvingunum og væri fórnarlamb aðgerða bandarísku leyniþjónust- unnar. Lögfræðingurinn hitti sendi- mann Sovétmanna á skrifstofu sinni í Wall Street og á fundinn var einnig mættur fulltrúi frá bandaríska utanríkisráðuneytinu. Vildi Gross alls ekki nafngreina sovézka sendimanninn sem einnig hitti Shevchenko. Á fyrri fundi sovézkra yfirvalda með Shevchenko fyrir viku reyndu sendiherra Sovétríkjanna hjá S.þ. og rússneski sendiherrann í Washington að þvinga Shevchenko til að snúa aftur til Moskvu en án árangurs. Sagði Gross að fundurinn í gær hefði verið með svipuðum hætti og miklum málalengingum. Þá hefðu öryggisráðstafanir í sambandi við fjölskyldu Shevchenkos komið til tals. Sagði Gross að sovézku sendimennirnir hefðu tekið það skýrt fram, að Shevchenko þyrfti ekki að óttast um fjölskyldu sína. Shevchenko er hæst setti sovézki embættismaðurinn hjá S.þ. Hann er aðstoðarfram- kvæmdastjóri öryggisráðsins og áreiðanlegar heimildir skýra frá því að enn sé litið á brottveru Shevchenkos sem frí hjá S.þ. en hann hefur tæpar tuttugu milljón- ir ísl. króna í árslaun. Ástæðurnar fyrir því að hann Quinteros efstur á skákmóti í Wellington Wellington 17. apríl. Reuter. ARGENTÍNSKI stórmeistarinn Miguel Quinteros tók forystuna á laugardag í alþjóðlegu skákmóti, sem haldið er í Wellington á Nýja-Sjálandi. Quinteros er efstur með sex og hálfan vinning og aðeins tvær umferðir eru eftir. I öðru sæti er filippínski stórmeistarinn Eugene Torre með sex vinninga. neitar að snúa aftur til Moskvu hafa enn ekki verið gefnar upp. Lögfræðingur hans skýrði enn- fremur frá því í dag að það yrði gert í bréfi til sovézku sendi- nefndarinnar en neitaði að fjalla nánar um málið þar til Shevchenko hefði gefist tækfæri til að skýra þær sjálfur fyrir yfirmanni sínum, Kurt Waldheim. Kurt Waldheim er nú á ferða- lagi um Mið-Austurlönd og ekki væntanlegur til New York fyrr en seinna í vikunni. Eiginkona Shevchenkos hélt til Moskvu 9. apríl s.l. og dóttir hans fór þangað fyrir nokkrum mánuð- um en sonur hans starfar fyrir utanríkisráðuneytið í Moskvu. Ekki vildi Gross fjalla um staðhæfingar tímaritsins Time, en í nýjasta tölublaði þess segir, að Shevchenko hafði verið í stöðugu sambandi við bandarisku leyni- þjónustuna s.l. tvö ár. Ennfremur segir í Time-greininni að Shevchenko fari fram á eitt hundrað þúsund Bandaríkjadali fyrir að gefa upplýsingar sem hann búi yfir um hvort það hafi verið CIA eða FBI, sem KGB hafi matað á röngum upplýsingum. Sagði Time ennfremur að hafnaði bandaríska leyniþjónustan tilboði Shevchenkos hefðu leyniþjónustur fimm annarra ríkja haft samband við hann um kaup á upplýsingun- um. Time hafði það eftir háttsettum bandarískum embættismanni að Shevchenko væri búinn að koma sér í ágætis aðstöðu, vitandi það að Bandaríkjastjórn hefði að sjálfsögðu áhuga á upplýsingum frá honum. Hins vegar yrði Carter forseti að ákveða hvort þær væru hundrað þúsund dala virði. næstum eyða borginni og 700 farast. 1864 — Danskur liðsafli sigraður við Duppel og þýzkar hersveitir ráðast inn í Danmörku. 1847 — Bandaríski hershöfðinginn WinfieJd Scott tekur Cerro Gordohæð í Mexíkó. 1775 — Paul Revere leggur upp í fræga reið- ferð í Massachusetts til að vara við því að „Bretarnir séu aö koma.“ 1663 — Tyrkir segja Leopold I stríð á hendur. Afmæli dagsinsi Leopold Stokowski, enskfæddur hljóm- sveitarstjóri (1882-1977) Franz von Suppé, austurrískt tón- skáld (1819-1895). Orð dagsinsi Orð eru meðal annars nytsamleg til að dylja hugsanir okkar Voltaire, franskur heimspekingur (1694-1778). Rússi rekinn frá Spáni fyrir njósnir Madríd 17. apríl. Reuter. TILKYNNT var í dag, að spænsk yfirvöld hefðu ákveðið að vísa sovézkum sendiráðsmanni úr landi fyrir njósnir. Þetta er þriðji Rússinn sem rekinn er frá Spáni á rétt rúmu ári. Ákvörðun stjórnvalda kemur aðeins tveimur dögum fyrir fyrsta þing spænska kommúnistaflokks- ins frá því borgarastyrjöldinni 1936-39 lauk. I marz í fyrra var sovézkur viðskiptaráðunautur rekinn úr landi og í júlí sama ár var starfsmaður sovézks skipafyrir- tækis beðinn um að yfirgefa Spán. Þá skýrði spænskt tímarit frá því í desember, að fjórði Rússinn hefði verið kallaður heim til Moskvu áður en honum var vikið úr landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.