Morgunblaðið - 18.04.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.04.1978, Blaðsíða 22
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 1978 Iramtim 6 árabama og þeirra sem flytja í GÆR og í dag er verið að innrita sex ára börn eða þau börn, sem faídd eru 1972 í skóla borgarinnar og fer innritun fram kl. 15—17. Jafnframt cr í dag á sama ti'ma innritun þeirra barna og unglinga, sem þurfa að flytj- ast miili skóla. Sex ára börn í Reykjavík munu nú vera um 1450, nokkru fleiri en í árgöngunum bæði á undan og eftir. Þó sá árgangur sé ekki skólaskyldur, er nú jafnmikið orðið af sex ára börnum í skólum og öðrum aldursflokkum, eða nærri 100%. Öll sex ára börn, sem geta stundað nám, eru yfirleitt innrituð. Jafnframt því sem sex ára börnin eru innrituð, er mjög áríðandi að börn og unglingar, sem þurfa fyrir næsta skólaár að flytjast milli skóla vegna breyt- inga á búsetu, láti innrita sig í dag, því að strax að innritun lokinni verður farið að skipuleggja bekkjafjölda og kennslumagn í skólunum og getur orðið erfitt að koma barni fyrir í fullsetnum bekkjum. Börn, sem ljúka námi í 6. bekk Breiðagerðisskóla og Fossvogs- skóla og flytjast í Réttarholts- skóla, þarf ekki að innrita. Og börn úr 6. bekk Melaskóla og Vesturbæjarskóla, sem flytjast í Hagaskóla ekki heldur, þar sem aldurshóparnir flytjast í heilu lagi. Laker lækkar enn fargiöld London 17. apríl. AP. LAKER Airways tilkynntu í dag, að í næsta mánuði myndi flug- félagið bjóða „ódýrustu flugfar gjöld sem þekkzt hafa“ á nokkr- um flugleiðum milli Bretlands, Bandaríkjanna og Kanada. Fulltrúaráð verkalýðs- félaganna í Hafnarfirði styður útflutn- ingsbannið AÐALFUNDUR Fulltrúaráðs verka lýðsfélaganna í Hafnar- firði var haldinn siðastliðinn föstudag. A fundinum var Her- mann Guðmundsson kjörinn for maður fulltrúaráðsins. en á aðal- fundinum var samþykkt eftirfar- andi ályktuni „Aðalfundur Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Hafnarfirði, haldinn 14. apríl 1978, lýsir yfir fyllsta stuðningi sínum við út- flutningsbann Verkamannasam- bandsins. Skorar fundurinn á allan verkalýð landsins að taka sem fyrst virkan þátt í baráttunni fyrir því að fá samningana í gildi." Eins og áður sagði var Hermann Guðmundsson kjörinn formaður fulltrúaráðsins, en varaformaður Guðríður Elíasdóttir. Ritari stjórnarinnar var kjörinn Ólafur Ólafsson. — Matthías A Mathiesen Framhald af bls. 48 gert er ráð fyrir staðgreiðslu opinberra gjalda. — Hvaða tekjur mega ein- staklingar hafa án þess að greiða tekjuskatt? — Samkvæmt þessu frv. verða einstaklingar með um 1500 þúsund kr. í tekjur skatt- lausir og hjón með 2.8—3 milljónir eftir fjölskyldustærð. Skattleysismörk miðað við brúttótekjur eru þó hærri: — Hverjar eru veigamestu breytingar, sem frumvarpið gerir ráð fyrir? — Tvímælalaust sérsköttun hjóna að því er einstaklinga varðar, segir fjármálaráðherra en í sambandi við skattlagningu atvinnurekstrar eru það nýjar fyrningareglur, sem stuðla að eiginfjármyndun fyrirtækja. Talsmaður flugfélagsins sagði að þá yrði boðið upp á flugferðir frá London til Chicago, Detroit, New York og Montreal, fyrir 99 sterlingspund (um 47.000 krón- ur), og til Los Angeles og San Francisco fyrir 199 pund (95.000 krónur). Farmiði frá London til New York og til baka kostar nú 139 pund (um 66.000 krónur). Talsmaðurinn sagði að ástæða lækkunarinnar væri léleg sæta- nýting á flugleiðinni Bandarík- in-Bretland, en hins vegar hefði fjöldi farþega hina leiðina aukizt verulega. „Við viljum helzt fljúga fullum vélum báðar leiðir," sagði talsmaðurinn. 13 þátttakendur á félagsmálanámskeiði Ungmennafélagið Ármann í Hörgslands- og Kirkjubæjar- hreppi gekkst fyrir félagsmála- námskeiði að Kirkjubæjarklaustri dagana 1.—4. apríl og voru alls 13 þátttakendur á aldrinum 15 til 44 ára. Á námskeiðinu var kennd ræðu- mennska fundarstjórn, fundar- starf, hópstarf og farið yfir flesta aðra þætti félagsmálastarfs. Leið- beinandi var Magnús Ólafsson, Sveinsstöðum í A-Húnavatns- sýslu. — Moro tek- inn af lífi? Framhald af bls. 1. Leiðtogi Rauðu herdeildanna, Renato Curcio, hrópaði í hryðju- verkaréttarhöldunum í Torino í dag, að dauðadómurinn, sem félag- ar hans hafa kveðið upp yfir Moro væri dómur yfir allri valdastétt- inni á Italíu. Curcio átti við þá tilkynningu Rauðu herdeildanna um helgina að „réttarhöldunum gegn Moro væri lokið og hann hefði verið dæmdur til dauða“. Kristilegi demókrataflokkurinn virtist útiioka í dag nokkra breytingu á þeirri stefnu að semja ekki opinberlega við ræningja Moros. Flokksstarfsmaðurinn Giuseppe Pisanu var að því spurður hvort skorað yrði á ræningjana að þyrma lífi Moros og hann sagði: „Það getum við ekki gert. Við erum sakborningarnir." Hann átti með þessu við yfirlýs- ingu frá ræningjunum þar sem þeir fordæma flokkinn. Leitinni að ræningjunum er stöðugt haldið áfram. Víðtæk leit varð gerð í morgun í skógum eyjarinnar Elbu þar sem ónafn- greindur maður sagði að Moro væri í haldi. Jafnframt skoraði blaðið Osservatore Romano í Páfagarði á ræningjana að þyrma lífi Moros. I Torino-réttarhöldunum var Curcio rekinn úr dómssalnum þegar hafði nefnt ýmsa stjórn- málamenn, herforingja og em- bættismenn sem hann sagði að væru viðriðnir áform um stjórnar- byltingu. Guido Barbaro dómari reyndi að þagga niður í honum þar sem fullyrðingar hans kæmu málinu ekki við og þegar það tókst ekki skipaði hann lögrelgumönn- um að færa hánn út. I kvöld skoruðu mannréttinda- samtökin Amnesty International á Rauðu herdeildirnar að þyrma lífi Moros. Samtökin sögðu áskorun- ina senda af mannúðarástæðum og á grundvelli alþjóðlegra mannúðarhugsjóna og laga. — Tvö stjórnar- frumvörp um skattamál... Framhald af bls. 1. arliðum er þó fækkað. Skattgreið- endur fá að velja á milli þess að telja fram einstaka frádráttarliði eða nota í þeirra stað einn launafrádrátt, sem nemur 10% af tekjum. • Barnabætur verða hærri með börnum undir skólaskyldualdri en öðrum börnum og barnabætur til einstæðra foreldra verða hærri en til annarra. Skattlagning atvinnurekstrar • Fyrningar og söluhagnaður. Reglum um fyrningar og sölu- hagnað er gerbreytt. Gert er ráð fyrir, að fyrning skuli reiknuð af endurmetnu stofnverði fyrnanlegra eigna. Fyrningarhlut- föll lækka verulega frá því sem nú er. Söluhagnaður allra eigna er skattskyldur án tillits til eignar- haldstíma. Ákvæðum um útreikn- inga hans er breytt. (Sjá nánar um þessi atriði á bls. 18 og 19). • Útgáfa jöfnunarhlutabréfa er heimiluð miðað við raunverulegt verðmæti hreinnar eignar hluta- félags í árslok 1978 en útgáfa jöfnunarhlutabréfa vegna eignar- breytinga eftir það er bundin almennum verðhækkunum. • Arður verður skattfrjáls hjá hluthöfum — 250 þúsund hjá einstaklingum — 500 þúsund hjá hjónum. Staðgreiðslukerfið • Frumvarpið um staðgreiðslu opinberra gjalda gerir ráð fyrir að tekjur skattþegns séu áætlaðar í ársbyrjun og síðar greiði hann, jafnótt og hann fær laun greidd, hluta tekna sinna í áætlaðan skatt.' í árslok fer síðan fram uppgjör og reynizt áætlunin of lág er hann krafinn um mismuninn, en hafi skattar verið ofreiknaðir greiðir skattheimtan mismuninn. • Staðgreiðslukerfið nær til alls 15 mismunandi gjaida, tekju- skatts, útsvars, launaskatts, að- stöðugjalds, landsútsvars, orlofs- fjár og skyldusparnaðar svo að eitthvað sé nefnt. • Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir, að fjármálaráðherra geti breytt vísitölu staðgreiðsluársins hvenær sem er á sjálfu stað- greiðsluárinu, en gert er ráð fyrir því að frumvarpið í þeirri mynd, sem það er lagt fram, taki gildi frá og með 1. janúar 1979. Sjá nánar um skattaírumvörp- in á bls. 18 og 19 og miðopnu. — Allsherjar- verkfall Framhald af bls. 2 vestra og síðan beðið til þess að sjá hvað úr þeim viðræðum kæmi. Það hafi aldrei verið ætlun VMSÍ að fyrirskipa neinu aðildarfélagi sínu nákvæmlega hvað það myndi gera, enda ekki á valdi sambandsins. Vestfirðingar hefðu valið aðra leið og þar væru bræður og systur í sameiginlegri baráttu með mis- munandi aðferðum. Guðmundur kvaðst fagna því mjög að Vestfirð- ingar stæðu ekki aðgerðarlausir í þessari kjarabaráttu. hvíti með 553 , Jón Helgason með 496 tonn og Garðey með 492 tonn. Aflinn á bát frá áramótum er liðlega 406 tonn að meðaltali. — Mótmæli í Grúsíu Framhald af bls. 1. skránni er grúsíska ríkismál en í uppkasti að nýrri stjórnarskrá er aðeins tekið fram að það sé „möguleiki" að kenna grúsísku. Aðrar fréttir herma að þess hafi einnig verið krafizt að grúsíski rithöfundurinn Ziviad Gamsakhrudia, leiðtogi Hel- sinkinefndarinnar í Grúsíu, yrði látinn laus úr haldi. Grúsíumað- ur sem er kominn til Moskvu segir að mótmælaaðgerðirnar hafi átt sér stað en þær hafi ekki verið eins víðtækar og látið hafi verið í veðri vaka. — Sveik út Framhald af bls. 2 í fyrra tilvikinu breytti piltur- inn ávísun útgefinni af Útvegs- banks íslands. Hljóðaði ávísunin uppá 420 krónur en pilturinn breytti henni í 420 þúsund krónur og seldi síðan ávísunina í Iðnaðar- bankanum í Hafnarfirði 6. apríl s.l. I hinu tilvikinu breytti piltur- inn 326 hundruð króna ávísun frá Sjóvátryggingafélagi íslands í 326 þúsund króna ávísun og leysti hana út hjá Útvegsbankanum í Kópavogi. Var þetta 15. marz s.l. Rannsóknarlögreglunni var fal- in rannsókn þessa máls af hálfu bankanna og leiddi rannsóknin til handtöku piltsins, sem viður- kénndi brot sitt sem fyrr segir. — Sýnir styrk... Framhald af bls. 2 1002 atkvæði, þar af 615 í fyrstu fimm sætin, samtals 53,75%. 6. Jóhann G. Bergþórsson 731 at- kvæði, þar af 559 í fyrstu sex sætin, samtals 39,21%. 7. Páll V. Daníelsson 646 atkvæði, þar af 557 í fyrstu sjö sætin, samtals 34,66%. 8. Ellert B. Þorvaldsson 634 atkvæði, þar af 578 í fyrstu átta sætin, samtals 34,01%. 9. Sigþór Sigurðsson 553 atkvæði, þar af 506 í fyrstu níu sætin, samtals 29,67%. 10. Sveinn Þ. Guðbjartsson 524 atkvæði, þar af 501 í fyrstu tíu: sætin, samtals 28,11%. 11. Trausti Ó. Lárusson 481 atkvæði eða 25,80%. 12. Elín Jósefsdóttir 476 atkvæði eða 25,53%. Frambjóð- endur voru 36 en kjörstjórn vildi ekki gefa Mbl. upp frekari úrslit. — Aflahrota Framhald af bls. 48 berst til einnar fiskvinnslustöðvar, en bróðurpartur aflans fer í salt. Einnig hefur verið lagt upp afla af einum bát hjá söltunarstöðinni Stemmu. Jens sagði að dagsaflinn undan- farið hefði verið frá 170 tonnum upp í 360 tonn og mætti segja að þetta hefði verið ein samfelld aflahrota allt frá því vikuna fyrir veiðibann. Aflinn er að langmestu- leyti fallegur þorskur og síðan aðallega ufsi. Eins og nærri má geta hefur verið óhemju vinna á Höfn undanfarið og hefst naumast. undan að verka fiskinn, t.d. munu aðgerðarmenn hafa haft litla hvíld svo sólarhringum skiptir. Saltað er venjulega frá 8 á morgnana til 11 á kvöldin og frysting er frá 8 til 7, unnið alla laugardaga og svo sunnudaga inn á milli. Alls er búið að landa núna 15. þ.m. 6115 tonnum frá áramótun en í fyrra varð heildaraflinn á vertíðinni alls 4800 tonn. Sagði Jens að nú munaði miklu að línuvertíðin í ár hefði verið sérstaklega góð allt frá áramótum og fram í marzbyrjun þegar loðnan fór að ganga á miðin. Nú er netaveiðin allsráðandi og alls 15 bátar sem stunda hana. Aflahæstur Hornafjarðarbáta nú er Hvanney með 658 tonn, Freyr er með 572 tonn, Gissur — Vinna að nift- eindasprengju Framhald af bls. 1. allsherjarsamkomulag milli aust- urs og vesturs um takmörkun kjarnorkuvopna sem eftirlit verði haft með úr gervihnöttum. Þegar Carter forseti frestaði smíði nifteindasprengjunnar fyrr í mánuðinum sögðu franskir em- bættismenn að ákvörðun Banda- ríkjamanna hefði engin áhrif á þá stefnu Frakka að eiga kjarnorku- vopn. Nifteindasprengjan er til þess ætluð að fella óvinahermenn sem sækja fram en skilja byggingar eftir óskemmdar og hún hefur mætt mikilli mótspyrnu í Evrópu vegna uggs um að hún auki líkur á kjarnorkustyrjöld en Frakkar vilja greinilega halda opnum þeim möguleika að þeir komi sér upp nifteindasprengj u. Yvon Bourges landvarnaráð- herra sagði í október að Frakkar útilokuðu enga sérstaka tegund, kjarnorkuvopna í áætlunum sín- um. Frakkar taka þátt í viðræðum Bandaríkjamanna og Rússa um takmörkun kjarnorkuvígbúnaðar (SALT), en hafa lagt fram sjálf- stæðar afvopnunartillögur. Valery Giscard d'Estaing forseti gerir grein fyrir þeim hjá Sameinuðu þjóðunum 25. maí. — Bara tók... Framhald af bls. 48 þegar ég fæ heifarlegan svipti- vind undir vænginn, tek dýfu eins og flugvél og steypist stjórnlaust til jarðar." Haukur kvaðst hafa lent þannig, að nefið á flugdrekan- um hefði fyrst komið niður og við það hefði brotnað þríhyrn- ingurinn, sem svifmennirnir halda sér í. Handleggsbrotnaði Haukur í sama mund við þetta átak, en kvaðst síðan hafa oltið yfir sig og hlotið þá smávægi- legar skrámur svo og misst meðvitund rétt sem snöggvast. „En það er ljóst að flugdrekinn tók allt höggið af mér og þetta fór því allt betur enn á horfðist," sagði Haukur. Hann var spurður hvort það hefði ekki verið heldur ónotaleg tilfinning þegar sviptivindui inn reið á hann og hann steyptist stjórnlaust til jarðar. „Ég veit það ekki, ég er búinn að vera dálítið í fallhlífastökki einnig, og þegar vindurinn feykir mér þarna, steypist ég beint niður að kalla má en þar sem ég þekki þessa tilfinningu að falla svona í lausu lofti, brá mér satt að segja ekkert sérlega mikið, hugsaði svo sem ekki mikið, bara tók því sem verða vildi.“ Haukur var þá spurður hvort hann væri hættur flugdreka- íþróttinni eftir þessa lífs- reynslu. „Ég veit það nú ekki,“ svaraði hann, „en býst varla við því. Ég er búinn að stunda þetta töluvert. Bróðir minn kom mér eiginléga á þetta, og hann var að fá nýjan dreka, svo að ég fékk þennan sem ég brotlenti á. Eins og ég sagði þá vill konan að ég hætti þessu, en maður verður bara að passa sig næst, því að það' er ansi erfitt að hætta þegar maður er kominn með delluna — jafnvel þó að svona komi fyrir.“ Haukur kvaðst vera orðinn hinn hressasti að öðru leyti en því að læknarnir segðu honum að hann væri nokkuð illa brotinn á handleggnum vegna þess hversu brotið væri nærri úlnliðnum. Haukur er að ljúka síðasta bekknum í fjölbrauta- skólanum syðra, þar sem hann er við nám í húsasmíði en kvaðst hugga sig við að læknarnir segðu að hann ætii þrátt fyrir þetta slys að geta haldið á hamri þegar frani í sækir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.