Morgunblaðið - 19.04.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.04.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1978 7 Skiptar skoöanir Það orkar ekki tvímæl- is, að ýmsar ákvarðanir tiltekinna forystumanna í verkalýöshreyfingu, s.s. varðandi skæruverkföll og útflutningsbann, hafa átt takmarkaðan hljóm- grunn hjá almenningi, ekkert síður innan ASÍ og BSRB en utan. AIDýöu- blaðið birti sl. föstudag viðtöl við verkafólk á vjnnustöðum, bar sem m.a. var leitað álits á framangreindum viö- brögöum verkalýöshreyf- ingarinnar. Fyrsti viðmælandi Albýöublaðsins, hafnar- verkamaður, segir m.a.: „Ég er hins vegar óánægður meö forystuna í verkalýðsfélaginu, sem er engin að mínu mati. Verkalýðsforystan hefur ekkert gert til að undir- búa mannskapinn fyrir pessar aögeröir. ... Að mínum dómi var sú leið sem valin var í staðin, Þ.e.a.s. 2ja daga alls- herjarverkfall, næsta haldlítil aðgerð, eins og reyndar hefur sýnt sig.“ Vaxandi óánægja Annar hafnarverka- maður segir í Alpýðu- blaöinu: „... helzt hallast ég aö pví að Þetta gagni okkur verkamönnum lítiö og verði eingöngu til bölvunar". Sami maður segir og að „útskipunar- bannið myndi rýra tekju- möguleika hafnarverka- manna talsvert, en búast megi við, aö verkalýðs- félögin bæti tekjumissinn að einhverju leyti.“ Kranamaður við Reykjavíkurhöfn segir og í Alpýöublaðinu: „Eg er ekki nógu hrifinn af Þess- um aðgerðum Verka- mannasambandsins ... Sérstaklega tel ég pó, að sú ákvörðun Suðurnesja- manna og Vestfiröinga að vera ekki meö hafi mikil áhrif, Því vitaskuld er pað slæmt í aðgerðum sem Þessum ef ekki næst samstaða um Þær. Ég hefi orðið var við vaxandi óánægju meðal manna hér á Bakkanum um aö peim skuli vera beitt fyrir allan skarann í pessum aðgerðum, jafn tvísýnar og Þær eru.“ Ef ekki óánægja meö aðgeröirnar, þá meö framkvæmdina Þannig mætti áfram vitan í svörin sem AlÞýöublaöiö fékk. Að vísu voru Þau ekki á eina lund. Sum fóru í sama farveg og sjálfar aðgerðirnar. En jafnvel í slíkum tilfellum gætti óánægju meö fram- kvæmd aögerðanna. Einn viömælandi, sagöi t.d.: „Hvaða vit er til dæmis í Því að allt landverkafólk sé í fullri vinnu meðan hafnarverkamenn bera hitann og Þungann af öllu saman .. .„ — „í alvöru talað strákar, pá hefi ég ekki nógu mikla trú á Þessu, Það vantar algjör- lega samstöðu um aö- gerðirnar. Þær Þyrftu að vera miklu víðtækari ...“ Öll Þau svör, sem AIÞýðublaðið fékk, fólu í sér einhvers konar óánægju með viðkomandi aðgerðir eða framkvæmd Þeirra, pó mismunandi væru. Það segir sína sögu, sem e.t.v. er fyrst og fremst merki um, aö menn séu tortryggnir á leiðir, sem löng reynsia hefur sýnt, að ekki hafa leitt til raunhæfs árangurs. Vilji til þjóöfélags- legrar sam- stööu Þrátt fyrir óróa og skiptar skoðanir er sennilega grunnt á vilja til pjóðfélagslegrar sam- stöðu um aðsteðjandi vandamál í Þjóðfélaginu. Það Þarf hins vegar að finna leiðir, sem liggja aö samstarfsgrundvelli. Mergurinn málsins hlýtur að vera að tryggja áfram- haldandi atvinnuöryggi, sama eöa ekki minni kaupmátt launa í ár en var að meðaltali á sl. ári, nauðsynlega verðbólgu- hjöðnum og að auka verðmætasköpun í Þjóð- félaginu, er borið gæti uppi batnandi lífskjör á komandi árum. Slíkt verður ekki gert með stöðvun atvinnugreina og verðmætasköpunar eða aö tefla viðskiptahags- munun okkar fiskvinnslu og iðnaðar út á við í tvísýnu. Krónutöluhækk- un launa, sem e.t.v. yrði knúin fram eftir dýr- keyptum leiðum, og færi sömu leíð og áður hlut- fallslega hækkandi upp allt launakerfið og út í verðlagið, er hæpinn ávinningur hinum lægst launuðu. Hún rýrði enn frekar kaupmátt krónunnar og yki á vand- ann. Þess vegna er Þörf nýrra vinnubragða. Raun- Framhald á bls. 18 SKÓSALAN Hamraborg 3, Kópavogi, sími 42011 Furukommóður ijósar og brúnbæsaöar Verö: 6 skúffur kr. 33.800 4 skúffur kr. 25.980 Stereobekkir kr. 32.200- Hvít skatthol kr. 82.000- lil.# m n 1 II Jíl i w 1 p" ’ '4 * _ <*, 1 * ' 1 LAUGAVEG11 Fyrir sumardaginn fyrsta BARNA- KLOSSAR í miklu úrvali teknir upp í dag. GEíSiÐI Sumardagurinn fyrsti 20. apríl 1978 Barna- og fjölskylduhátíð Kiwanisklúbburinn Katla heldur sína árlegu barna- og fjölskylduhátíö í Súlnasal Hótel Sögu á sumardaginn fyrsta. Hefst skemmtunin kl. 12 á hádegi. Borinn veröur fram hinn vinsæli þjóöarréttur, pylsur og Coca Cola, ásamt kartöflusalati. Síðan veröur sungiö, fariö í leiki og dansaö til kl. 15. Diskotekiö AMOR sér um fjöriö.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.