Morgunblaðið - 19.04.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.04.1978, Blaðsíða 32
AL'GLÝSINGASÍMINN ER: 22480 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1978 AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 2ti»rg:unI>tAt>ife Þórir Daníelsson, framkvæmda- stjóri Verkamannasambandsins, safjöi í samtali við Mbl. í gær að forsvarsmönnum Verkamanna- sambandsins þætti niðurlagið í bréfinu ekki lofa neitt sérlega góðu um væntanlegan árangur. Hann kvað hins vegar athyglisvert „VIÐSEMJENDUR okkar tóku mjög jákvætt í breytingar á flokkaskipaninni og á fundi á föstudaginn varð að samkomulagi að setja ncfnd í málið og mun hún haida sinn fyrsta fund á miðvikudag." sagði Magnús L. Sveinsson, skrifstofustjóri VR, er Mbi. leitaði hjá honum frétta af samningaviðræðum VR, Landssambands verzlunarmanna og Verzlunarmannaíélags Akureyrar við vinnuveitendur. „Við teljum flokkaskipunina, eins og hún er nú, vera gjörómögulega, og því sé grundvallarforsenda að breyta henni. Við munum því fyrst einbeita okkur að flokkaskipuninni og svo kemur launataflan á eftir,“ sagði Magnús. Magnús sagði, að á fundinum á föstudag hefði verið rædd sérstaða verzlunar- og skrifstofufólks og þær breyttu aðstæður, sem þeir teldu hafa skapazt í kjölfar samninga opinberra starfsmanna, þar sem samningar og kröfugerð opinberra starfsmanna hefðu byggzt á skýrslu Hagstofu íslands um raunveruleg laun félagsfólks VR á almennum vinnumarkaði. „Þessi skýrsla byggðist á upplýs- ingum frá fyrirtækjum, þar sem okkar félagsfólk starfar," sagði Magnús, „og kom í ljós, að í mjög mörgum tilfellum er um yfirborg- anir að ræða. Þetta þýðir í raun að vinnuveitendur ákveða æ meir einhliða stærri hluta launa- greiðslna og það finnst okkur óþolandi. Þessar upplýsingar lágu ekki fyrir, þegar við gerðum okkar siðasta kjarasamning og við leggj- um nú áherzlu á að færa raunveru- legan kjarasamning nær þeim. Ég get nefnt sem dæmi, að launataxti opinberra starfsmanna í sambæri- legum störfum og okkar fólk vinnur er nú 10—60% hærri en launataxti okkar og slíkt er auðvitað alveg óviðunandi. Launataxtar eru auðvitað lág- markstaxtar og ég geri mér vel grein fyrir því að alltaf verður Framhald á bls. 18 Síðasti vetrardagur er í dag en það er eins og sumrinu hafi legið á ef marka má vorþeyinn og vorleiki barn- anna. Utflutningsbannið: Vinnuveitendur: Tilbúnir að ræða við Verkamannasambandið Segja stöðu atvinnurekstursins slíka að útgjaldahækkun komi ekki tíl greina VINNUVEITENDASAMBANDIÐ hefur samþykkt að taka upp viðræður við Verkamannasamband íslands um endurnýjun kaupliðar samningsins en með þeim fyrirvara að staða atvinnurekstrarins sé slík að ekkert svigrúm sé til útgjaldahækkunar. Talsmönnum Verka- mannasambandsins þykir þetta ekki gefa mikil fyrirheit um árangur en vekja athygli á að að Vinnumálasamband samvinnufélaganna hafi tekið jákvætt í viðræður en án nokkurs þess fyrirvara er fram komi hjá Vinnuveitendasambandinu. að Vinnumálasamband samvinnu- félaganna hefði svarað bréfi VMSÍ símleiðis daginn áður og þar ekki verið neinn fyrirvari af því tagi er fram kæmi í bréfi Vinnuveitenda- sambandsins. Morgunblaðið sneri sér einnig til Guðmundar J. Guðmundssonar, Bréf Vinnuveitendasambands Islands sem Verkamannasam- bandi Islands barst í gær er svohljóðandi: „Með tilvísun til bréfs yðar 14. þ.m. tilkynnist yður hér með að á fundi framkvæmda- stjórnar Vinnuveitendasambands íslands í dag var samþykkt að lýsa því yfir að Vinnuveitendasam- bandið er tilbúið til viðræðna við Verkamannasamband íslands um ástand efnahags- og atvinnumála og endurnýjun kaupliða gildandi kjarasamnings, jafnframt því sem það er ítrekað að staða atvinnu- rekstrarins í landinu er slíkt að hann fær ekki staðið undir aukn- um útgjöldum." formanns sambandsins og leitaði álits hans á bréfi vinnuveitenda og sagðist Guðmundur lítið annað geta ráðið af bréfinu en þar væri boðið upp á einhvers konar efna- hagsmálaráðstefnu. Morgunblaðið spurði Guðmund hvað hann vildi segja um ummæli Barða Friðriks- sonar, framkvæmtastjóra Vinnu- veitendasambandsins, að láglaun- in næðu nú til ákaflegra fárra og um há laun verkafólks t.d. í fiskvinnu. Guðmundur kvað það alrangt hjá Barða Friðrikssyni að ekki væri nema að litlu leyti farið eftir lágu töxtunum nú orðið. Hitt væri annað mál að verkafólk á lægstu töxtunum næði stundum svipuðum árslaunum og þeir sem hærri laun tækju en það stafaði eðlilega af því að þetta fólk skilaði iðulega langtum lengri vinnudegi eða 10—12 tímum á dag og vinnu um helgar oft á tíðum. Varðandi ákvæðisvinnuna í frystihúsunum sagði Guðmundur, að það væri alveg rétt, að hún gæfi verulegan Framhald á bls. 30. Fiskmóttöku hætt í Eyjum á laugardag Fiskvinnslustöðvarnar í Vest- mannaeyjum hafa tilkynnt Eyja- bátum að ekki verði tekið á móti fiski til vinnslu frá og með n.k. laugardegi. Munu allir Eyjabátar nema þeir stærstu stöðvast um helgina og vinnsla í frystihúsun- Hækkun hjá Pósti og síma IIEIMILUÐ hefur verið 14% mcðaltalshækkun á gjald- skrám Póst og síma. Ilækkun á simagjöldum tekur gildi á morgun. 20. apríl, en hækkun á póstgjöldum tekur gildi 1. maí n.k. Ilinn 1. febrúar s.l. var hcimiluð 30% mcðaltals- hækkun á gjaldskrám Pósts og síma og er því hækkunin frá 1. fcbrúar samtals 48,2%. Póst- og símamálastjórnin hafði óskað eftir 20% hækkun að þessu sinni en gjaldskrár- nefndin skar hækkunina niður og samþykkti 14% hækkun. Ársfjórðungsgjald fyrir síma verður 7200 krónur að með- reiknuðum söluskatti frá 20. apríl og eru í því gjaldi innifalin 300 skref í Reykjavík en 600 skref á öðrum svæðum. Gjald fyrir hvert umframskref verður 15,60 krónur með sölu- skatti. Stórfelldar uppsagn- ir fyrir dyrum ef ástandið helst óbreytt um viku síðar ef útflutningsbann verður áfram í gildi. Sagði Haraldur Gíslason, forstjóri Fisk- iðjunnar, i samtali við Mbl. í gær að fiskvinnslustöðvarnar í Eyjum yrðu að óbreyttu ástandi að segja upp verkafólki 6—700 manns með viku fyrirvara. Haraldur sagði að ágætur afli hefði verið hjá Eyjabátum síðustu daga og svo mikið hefði borizt að landi af fiski að fyrirsjáanlegt væri að frystigeymslur vinnslustöðv- anna fylltust eftir nokkra daga. Hefði ekki annað ráð verið fyrir hendi vegna útflutningsbanns Verkamannasambandsins en hætta móttöku á fiski frá og með n.k. laugardegi. Mætti þá búast við því að hráefni dygði flestum húsanna í viku þar frá. Ljóst er að minni bátarnir stöðvast strax um helgina en stærri bátarnir geta haldið áfram veiðum og ísað aflann um borð. Ekki var Haraldi kunnugt um fjölda sjó- manna á bátunum en gizkaði á að um 250—300 sjómenn yrðu verk- lausir um helgina vegna útflutn- ingsbannsins. Ef bannið heldur áfram stöðvast vinnslan hjá frysti- húsunum, þar sem engar geymslur eru til fyrir fiskinn og sagði Haraldur að ekki væri þá annað ráð en segja starfsfólki frystihúsanna upp störfum með viku fyrirvara. Kanaríeyjar:, Sólfaxi varð tvívegis að lenda skömmu eftir flugtak vegna bilunar SÓLFAXI, Boeing þota Flugfé- lags íslands varð tvívcgis að lenda skömmu eftir flugtak á Las Palmas á Kanaríeyjum um sið- ustu helgi eftir að bilunar hafði orðið vart í vélinni. í bæði skiptin varð vélin að sveima yfir sjó um stund og losa nokkur tonn af eldsneyti áður en lent var. Lend- ingin gekk að óskum í bæði skiptin og gat vélin loks lagt af stað heim til íslands klukkan 6 aðfararnótt sunnudagsins, rúm- um sólarhring seinna en áætlað hafði verið. I vélinni voru 126 íslenzkir sólarlandafarar auk áhafnarinnar, en flugstjóri var Jóhannes Snorrason. Jóhannes sagði í samtali við Framhald á bls. 30. Samningar verzlunarmanna: Jákvæð viðbrögð við kröf- um um brey tta flokkaskipan Frankfurt bauð 162 millj. i Ásgeir en Standard vill 212 VESTUR-býzka stórliðið Eintracht Frankfurt hefur gert tilhoð f knattspyrnumanninn Ásgeir Sigurvinsson að upphæð 1,3 milljónir þýzkra marka cða jafnvirði 162 milljóna íslenzkra króna. Félag Ásgeirs, Standard Liege, hefur hafnað þessu tilboði og sett upp 1,7 milljónir marka fyrir Ásgcir eða jafnvirði 212 milljóna islenzkra króna, sem er Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.