Morgunblaðið - 19.04.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.04.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1978 15 er ákveðin upphæð fyrir hvern mánuð á sjó, verði sameinaðir í einn frádráttarlið sem miðist við til- tekna upphæð fyrir hvern dag sem ' lögskráður maður telst stunda sjómannsstörf. Þá er námsfrá- drætti breytt þannig að í stað frádráttar samkvæmt matsreglum ríkisskattstjóra sem er mishár fyrir einstaka skóla er helmingur af launatekjum námsmanna frádrátt- arbær. Þessi frádráttur sætir þó hámarki sem er 260 þús. kr. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir því að bæði tekjur og gjöld af íbúðarhús- næði sem skattaðili á og notar til eigin þarfa verði felld niður af framtali, þannig að eigin húsaleiga verði ekki talin til tekna en á móti falli niður frádráttarliðir tengdir húsnæðinu, þar á meðal viðhalds- kostnaður og fasteignagjöld. • Skattlagning hjóna hefur síð- ustu þrjá áratugina verið meðal þeirra þátta tekjuskattlagningar sem mestum umræðum hafa sætt. í framsöguræðu minni við fyrstu umræðu tekjuskattsfrumvarpsins á fyrra ári rakti ég að nokkru þróun þessara mála og gat helstu tillag- ana til breytinga á núverandi samsköttunarfyrirkomulagi sem fram hafa komið á Alþingi á síðustu áratugum. Ég sé ekki ástæðu til að endurtaka það allt hér en vísa að mestu til þess sem þá var sagt. Allt frá því að almennur tekjuskattur var leiddur í lög hér á landi á árinu 1921 hefur meginreglan verið sam- sköttun hjóna. A árunum 1950—1957 var á Alþingi fluttur fjöldi tillagna til breytinga á þessu atriði. Má segja að frumvörp þessi falli í tvo megin flokka. Annars vegar voru frumvörp sem gerðu ráð fyrir helmingaskiptum tekna milli hjóna, hliðstætt því sem lagt var til í tekjuskattsfrumvarpi því sem lagt var fyrir Alþingi í fyrra, en hins vegar var um að ræða frumvörp þar sem lögð var til sérsköttun tekna hvors maka í einhverri mynd. Eftir að núgildandi heimild til helmings- frádráttar á launatekjum giftra kvenna var lögleidd árið 1958 dró um hríð mjög úr umræðum um þetta atriði og er það fyrst nú á allra síðustu árum að samsköttun hjóna hefur aftur verið almennt til umræðu. Veldur því bæði ör þróun í jafnréttismálum á öðrum sviðum löggjafarinnar og eins hitt að með vaxandi atvinnuþátttöku giftra kvenna og auknum tekjum þeirra koma gallar 50% frádráttarheim- ildarinnar skýrar í ljós, en einn megin ókostur hennar er sá að hlunnindin sem af henni leiða vaxa í réttu hlutfalli við hækkandi tekjur útivinnandi kvenna án þess að kostnaðurinn sem útivinnan hefur í för með sér hafi nokkr áhrif á fjárhæð frádráttarins. Tillögur fyrra frumvarps um helmingaskipti á tekjum og eignum milli hjóna voru meðal þeirra atriða í því frumvarpi er mestum deilum ollu. I mörgum'umsögnum um það kom fram sú skoðun að æskilegasta lausnin á skattlagningu hjóna væri að sérskatta hvort hjóna um sig. I ljósi þeirra umræðna sem um þetta mál urðu í fyrra og með hliðsjón af því að sérsköttun hjóna fellur mjög vel að staðgreiðslukerfi skatta er í frumvarpi þessu lagt til að upp verði tekin takmörkuð sérsköttun hjóna. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að tekjum hjóna sé skipt í þrennt. Þær tekjur, sem falla undir A-lið 7. gr. en þar vega launatekjur þyngst, skal hvort hjóna um sig telja fram og frá þeim draga þá frádráttarliði sem tengjast þessum tekjum, það er þá liði, sem um ræðir í A, C og D-liðum 30. gr. eða fastan frádrátt velji hjónin bæði þá aðferð. Þær tekjur hjóna, sem um ræðir í C-lið 7. gr., en hér er fyrst og fremst um að ræða eignatekjur, skal leggja saman og telja til tekna hjá því hjóna sem hærri hefur hreinar launatekjur eða skyldar tekjur. Frá þessum tekjum má draga heimilaða frádráttarliði samkvæmt B- og E-lið 30. gr. Loks skulu tekjur af atvinnurekstri teljast hjá því hjóna sem stendur fyrir rekstrinum. Hvort hjóna um sig skal síðan skattlagt eftir sama skattstiga og einhleypingur og persónuafsláttur hvors hjóna er hinn sami og persónuafsláttur einhleypings. Sá hluti persónuafsláttar sem öðru hjóna nýtist ekki á móti reiknuðum skatti eða útsvari færist til hins hjóna og gengur til frádráttar skatti þess meðan hann endist og síðan £il frádráttar á útsvari. Eignir hjóna eru lagðar saman og þeim síðan skipt í tvo jafna hluta sem skattlagðir eru hjá hvoru hjóna um sig. Sá greinarmunur, sem gerður er á hjónum eftir kyni í giTdandi lögum, er afnuminn svo og heimilcl til 50% frádráttar af launatekjum eiginkonu. Með þessum reglum er gengið eins langt til sérsköttunar hjóna og fært þykir eins og nú er ástatt. Ekki þykir gerlegt að skipta eignum og tekjum af þeim milli hjóna eftir því hvort hjóna telst eigandi þeirra. Kemur þar bæði til að í flestum hjónaböndum er töluverður vafi á til hjúskapareignar hvors hjóna á að telja verulegan hluta eignar- heildarinnar og eins hitt að algjör sérsköttun eigna og eignatekna opnar hjónum möguleika á að skipta þessum tekjum og eignum á milli sín til skattlagningar á þann hátt sem þeim er hagkvæmastur, án þess að skattyfirvöld hafi mögu- leika til véfengingar á þeim skipt- um. Heimildin til millifærslu ónýtts persónuafsláttar hefur þann ótví- ræða kost umfram algjöra sérskött- un að með henni er við skatt- lagningu tekið tillit til þess, að tveir einstaklingar eiga að lifa af tekjum þess hjóna sem vinnur utan heimilis í þeim fjölmörgu hjóna- böndum þar sem aðeins annar makinn aflar heimilinu tekna í peningum. Sérsköttun tekna hjóna og niður- felling 50% frádráttar af launatekj- um eiginkvenna hefur í för með sér nokkra endurdreifingu á skattbyrði hjóna innbyrðis, þar sem miklu minna máli skiptir samkvæmt frumvarpinu en samkvæmt gildandi lögum, hvernig hjónin skipta tekju- öflun utan heimilis á milli sín. Má í stórum dráttum segja að hjón þar sem eiginkonan aflar engra tekna hagnist á breytingunni allt þar til eiginmaðurinn hefur um það bil 6 milljónir króna í tekjur og er þá miðað við árið 1978 en afli konan á hinn bóginn tekna umfram 2 millj. kr. þá skerðist hlutur hjónanna strax við 2 millj. kr. tekjur hjá eiginmanninum. Skattlagning tekna barna Með sjöttu grein frumvarpsins er gerð tillaga um breytingu á reglum um skattlagningu tekna barna. Samkvæmt gildandi lögum er meginreglan sú, að börn eru skatt- lögð með foreldrum sínum. Ef þau hafa hins vegar tekjur umfram visst mark er heimilt að taka til greina umsókn þeirra um sérskött- un. Núgildandi kerfi veldur því að fyrstu krónurnar eru skattlagðar með tekjum foreldra og lenda því í tiltölulega háu skattþrepi. Afli barnið meiri tekna er það oftast skattfrjálst af þeim tekjum. Skattur á tekjur barna lækkar því samkvæmt gildandi lögum við hækkandi tekjur. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að launatekjur barns innan 16 ára aldurs verði skatt- lagðar hjá barninu sjálfu með föstu 5% skatthlutfalli, en barnið njóti ekki persónuafsláttar. Aörar tekjur barns skulu teljast með tekjum foréldris þess sem hærri hefur launatekjur og skyldar tekjur. Eignir barns skulu skattlagðar með eignum foreldra eða eignum manns, sem nýtur barnabóta verna barnsins. Barnabætur Auk þess sem þegar er vikið að eru með frunvarpinu gerðar fjölda- margar aðrar breytingar á skatt- lagningu einstaklinga, sem langt mál yrði að rekja hér. Aður en ég skilst við þennan þátt vil ég þó geta þeirra breyttu reglna um barnabætur er frumvarpið hefur að geyma. Eru með frumvarp- inu lagðar til tvenns konar breyt- ingar á barnabótum frá því sem nú er. Annars vegar er lagt til að barnabætur með börnun undir skólaskyldualdri verði hærri en með öðrum börnum og hins vegar að barnabætur með börnum einstæðra foreldra verði 40% hærri en barna- bætur til annarra. Skattlagning beirra sem vinna viö eigin atvinnurekstur I annari málsgrein fyrsta töluliðs A-hluta 7. gr. frumvarpsins er eitt af þeim nýmælum, sem fyrra frumvarp hafði að geyma og tekið er nær óbreytt upp í frumvarp þetta. Þó ákvæði þetta hafi verið meðal þeirra sem hvað mestum umræðum sætti af ákvæðum fyrra frumvarps vil ég ekki láta hjá liða að fara um það nokkrum orðum hér. Samkvæmt þessari málsgrein ber þeim er vinna við eigin atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi að telja sér til tekna endurgjald fyrir starfið eins og það hafi verið innt af hendi fyrir óskyldan aðila. Samkvæmt 59. gr. er svo skattstjóra heimilt að ákveða þessum aðilum slíkar tekjur ef framtalið endurgjald fyrir eigin vinnu er lægra en eðlileg laun til launþega hefði verið fyrir sama starf. Skulu þessar ákvarðanir ekattstjóra byggðar annars vegar á viðmiðunarreglum er ríkisskatt- stjóri setur, en hins vegar á mati skattstjóra á aðstöðu hlutaðeigandi gjaldanda og skal þá taka tillit til aldurs, heilsu, starfstíma, umfang starfsins og annarra atriða er máli skipta. í frumvarpinu er síðan skýrt nánar hvernig ákveða skuli viðmiðunartekjur þeirra er land- búnað stunda en hliðstætt ákvæði var ekki í fyrra frumvarpi. Þetta reiknaða endurgjald er síðan frá- dráttarbært frá tekjum af rekstrin- um, eða hinni sjálfstæðu starfsemi, eins og hver annar launakostnaður. í framhaldi af þessu er svo ákvæði 62. gr. frumvarpsins þess efnis að tap af atvinnurekstri eða sjálf- stæðri starfsemi sé aldrei heimilt að draga frá tekjum sem ekki eru tengdar slíkri starfsemi. Þessi ákvæði eru að vissu leyti svar við þeirri miklu gagnrýni sepi tekjuskattslöggjöfin hefur sætt á undanförnum árum, að því er varðar skattlagningu þeirra er við eigin rekstur vinna. Tekjuskattur- inn hefur af ýmsum verið nefndur launþegaskattur. Að mínu mati er þetta ekki réttnefni. En hinu er ekki að neita aðeinstaklingar með sjálf- stæðan atvinnurekstur hafa átt fleiri kosta völ en launþegar, t.d. með fjárfestingum og fyrningum til að firra sig skattgreiðslum með fullkomlega löglegum hætti. Hér er lagt til að við þessum vanda verði snúist með reiknuðum launum fyrir þessa aðila. Þessi lausn á vandanum er engan vegin gallalaus, en vanda- málið er eriftt viðfangs og þær aðgerðir sem grannar okkar, t.d. Danir, hafa beitt hafa ekki gefið góða raun. Reglur, sem svipuðum tilgangi þjóna í Danmörku, lúta að því að heimild atvinnurekenda til fyrninga er takmörkuð, ef lífeyrir þeirra fer niður fyrir eðlilegt mark. Hvort sú aðferð sem frumvarpið gerir ráð fyrir gefur góða raun fer að sjálfsögðu mikið eftir því, hvernig til tekst um framkvæmd hennar, ef að lögum verður. I mörg ár hefur svipað kerfi og þetta gilt um launaskatt af eigin vinnu atvinnurekenda án þess að veruleg- um deilum hafi valdið. Þar sem launaskattshlutfallið er hins vegar mun lægra en jaðarskattur sam- kvæmt tekjuskattslögunum er hætt við að sú reynsla sem fengist hefur af launaskattinum sé ekki að fullu marktæk, að því er þetta atriði varðar. Skattlagning atvinnurekstrar 1. Fyrningar Frumvarpið hefur að geyma ýmis nýmæli um skattlagningu atvinnu- rekstrar og eru hinar breyttu reglur um fyrningar og söluhagnað hinar veigamestu þeirra. Frumvarpið gerir ráð fyrir að allar fyrnanlegar eignir séu fyrndar af upphaflegu kostnaðarverði, þegar því hefur breytt samkvæmt verðbreytingar- stuðli sem miðast við breytingar á meðaltali vísitölu byggingar- kostnaðar milli ára. Fengnar fyrn- ingar skulu á sama hátt árlega hækkaðar með verðbreytingarstuðli fyrningarársins. Með þessari aðferð hækkar fyrningarstofninn í sam- ræmi við hækkanir á vísitölu byggingarkostnaðar. Til mótvægis er gert ráð fyrir lægri árlegum fyrningarhlutföllum en gilda um hinar almennu fyrningu samkvæmt ákvæðum gildandi laga og þessari fyrningu af endurmatsverði er auk þess ætlað að koma í stað flýtifyrn- inga og verðstuðulsfyrninga gild- andi laga. Andstætt því, sem er í gildandi lögum, er engin lágmarks- fyrning tiltekin í frumvarpinu og heimilt er að nota árlega leyfða fyrningu til fulls á kaupári en enga á söluári eignar. Þá er gert ráð fyrir 10% niðurlagsverði lausafjár og mannvikja eins og verið hefur. I ákvæði til bráðabirgða er heimilað endurmat á þeim fyrnanlegu eign- um skattaðila sem eru í eigu hans við gildistöku laganna. Er lagt til að þetta endurmat í eitt skipti miðist við breytingu á meðaltali vísitölu byggingarkostnaðar frá kaupári, eða árinu 1964, eignin er keypt fyrir þann tíma, til ársins 1979. Olíkt því, sem gildir um endurmat fenginna fyrninga eftir gildistöku laganna, er lagt til að allar fengnar fyrningar vegna þessara eigna fram til ársins 1979 séu hækkaðar með stuðli kaupárs eignarinnar en ekki með stuðli fyrningarársins. Þá er í ákvæði til bráðabirgða heimild til að nota fasteignamátsverð mann- virkis að frádreginni framreiknaðri flýtifyrningu og söluhagnaðarfyrn- ingu í stað framreiknaðs stofnverðs mannvirkisins og framreiknaðra heildarfyrninga af því, óski gjald- andi þess heldur. Tilgangurinn með endurmats- fyrningum er að viðhalda eigin fé í atvinnurekstri. Því hefur ekki þótt rétt að heimila fulla fyrningu af endurmetnu stofnverði í þeim tilvikum sem fyrnanlegar eignir eru fjármagnaðar af einhverju eða öllu leyti með lánsfé, en frumvarpið gerir ráð fyrir því að fjármagns- kostnaður þar með taldar verðbæt- ur og gengistap af lánum sé gjaldfært óháð fyrningum. Ótak- markaðar endurmatsfyrningar samhliða gjaldfærslu alls fjár- magnskostnaðar myndi í reynd auka mismunun milli þessa at- vinnurekstrar sem fjármagnar fyrnanlegar eignir með eigin fé og hins sem fjármagnar það með lánsfé. I 44. og 45. gr. frumvarpsins eru þvi sett fram skerðingarákvæði til að rétta hlut þeirra sem fjármagna fyrirtæki sín með eigin fé. I þeim tilvikum, sem skuldir skattaaðila í heild fara fram úr eignum hans að undanskildum fyrnanlegum eign- um, er gert ráð fyrir því að fyrnanlegar eignir séu að hluta fjármagnaðar með lánsfé. Skerðing á fyrningum er síðan reiknuð út frá þessum mismun eigna og skulda. Reiknað er árlega tillag í sérstakan reikning, mótreikning fyrninga, sem er ákveðið hlutfall af þeirri fjárhæð sem skuldir eru umfram þessar eignir, það er eignir í atvinnurekstri aðrar en fyrnanlegar eignir. Hlutfallið miðast við sama verðstuðul og endurmat eigna og er mótreikningur eða eftirstöðvar hans síðan framreiknaður með árlegum verðbreytingarstuðli. I lok hvers árs er síðan reiknuð fyrning af mótreikningnum, nokkurs konar neikvæð fyrning, sem tekjufærð er á móti almennum fyrningum. Þessi ákvæði um fyrningar eru öll nýmæli og gæti því reynst nauðsynlegt að breyta þeim síðar, en hér er mörkuð meginstefna. 2. Söluhagnaður Hagnaður af sölu fyrnanlegra eigna verður samkvæmt ákvæðum frumvarpsins að fullu skattskyldur án tillits til eignarhaldstíma. Hagnaðurinn telst mismunur á söluverði annars vegar og stofn- verði (kostnaðarverði) þeirra að frátöldum áður fengnum fyrningum hins vegar þegar stofnverðið og fyrningarnar hafa verið fram- reiknaðar með verðbreytingar- stuðli. Sá munur sem þá stendur eftir sem söluhagnaður ætti að svara til hagnaðar sem myndast hefur t.d. vegna þjóðfélagslegra aðgerða eða breytinga, svo sem Framhald á bls. 18 Alla dagavíkunnar Alla daga vikunnar kemur Flugfrakt að austan og vestan. Að morgni næsta vinnudags eru pappírarnir tilbúnir. Sem sagt: Með Flugfrakt alla daga vikunnar. frakt flucfélac LOFTLEIDIR ÍSLAWDS ‘-uriLciuin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.