Morgunblaðið - 19.04.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.04.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1978 Nýjaskatta- frumvarpid Framhald af hls. 1S ' fenginna fyrninga umfram slit eignar við öflun teknanna. Heimild er til, að því er fasteignir varðar, að nota gildandi fasteignamat í árs- byrjun 1979 í stað stofnverðs hafi skattaðili eignast hið selda fyrir þann tíma. Heimild er til frestunar skattgreiðslu enda sé söluhagnaður- inn notaður til fyrninga annarra fyrnanlegra eigna, Með þessu ákvæði er leitast við að setja ekki tálma á flutning eigna milli at- vinnugreina. Svipað ákvæði gildir um sölu- hagnað af ófyrnanlegum eignum og um söluhagnað af fyrnanlegum fasteignum. Þó er skattaðila jafnan heimilt að telja helming söluverðs öfyrnanlegra fasteigna til tekna sem söluhágnað enda getur viðmið- un við fasteignamat 1979 eða framreikningur á gömlu stofnverði reynst erfiður í sumum tilvikum. Þetta þýðir í reynd, að heildarskatt- ur af söluhagnaðinum yrði innan við hið mesta í stað skattfrels- is eftir 6 ára eða lengri eignarhalds- tíma skv. gildandi lögum. Flutning- ur söluhagnaðar til lækkunar stofn- verðs annarra eigna er einungis heimilaður vegna sölu á landi bújarða og er sú heimild bundin allströngum skilyrðum. Hagnaður af sölu ófyrnanlegs lausafjár svo sem einkabíla telst að fullu skattskyldur án tillits til eignarhaldstíma en við ákvörðun söluhagnaðár skal hækka eða lækka stofnverð lausafjárins með tilliti til verðbreytinga frá kaupári. Hagnaður af sölu íbúðarhúsnæðis telst að fullu til skattskyldra tekna á söluári hafi maður átt það skemur en 5 ár, en er skattfrjáls eftir 5 ára eða lengri eignarhaldstíma. Um söluhagnað af íbúðarhúsnæði í eigu lögaðila svo og þeirra manna sem eiga íbúð yfir tilteknum stærðar- mörkum, fer eins og um söluhagnað af öðrum ófyrnanlegum mannvirkj- um. Þá eru í frumvarpinu ákvæði um flutning söluhagnaðar af seldu íbúðarhúsnæði yfir á það, sem aflað er í staðinn. Skv. gildandi lögum telst ágóði af sölu hlutabréfa og eignarhluta í sameignarfélögum og samlögum að fullu til skattskyldra tekna á söluári hafi aðili átt hið selda skemur en tvö ár, að hálfu af eignarhaldstími er milli 2 og 4 ár, en eftir 4 ár telst ágóðinn ekki til skattskyldra tekna. Samkvæmt frumvarpinu er full skattskylda söluhagnaðar af þessum eignum án tillits til eignarhaldstíma. Aðrar breytingar á skattmeðferð fyrirtækja Fjölmargar aðrar breytingar varðandi skatílagningu atvinnu- rekstrar felast í frumvarpinu. Þannig er gert ráð fyrir að heimilt verði að flytja rekstrartöp milli ára án tímatakmörkunar eins og gert var í fyrra frumvarpi. Nýtt ákvæði er í frumvarpinu um heimild til sérstakrar 5% niðurfærslu á úti- standandi viðskiptaskuldum. Skylt er að nota varasjóð til að mæta yfirfæranlegu rekstrartapi og lög- boðið að mæta skuli tapi áður en fé er lagt í varasjóð. Þá er í frumvarp- inu opnuð heimild til útgáfu jöfnun- arhlutabréfa miðað við raunveru- legt verðmæti hreinnar eignar hlutafélags í árslok 1978, en útgáfa jöfnunarhlutabréfa eftir það er bundin almennum verðhækkunum. Er þetta hliðstæð heimild og veitt var með lögum nr. 68/1971 en þó er sá munur á að samkvæmt frum- va^pinu er ekki áskilið að útgáfan fari fram innan tiltekinna tímá- marka, en margir aðilar notuðu sér ekki hliðstæða heimild fyrri laga í tíma og misstu því af útgáfuréttin- um. Vaxtatekjur af innstæðum í innlendum lánastofnunum eru gerð- ar skattfrjálsar hjá lögaðilum að vissum skilyrðum fullnægðum, en þær voru ávallt skattskyldar hjá þessum aðilum skv. fyrra frum- varpi. Þá er ákvæðum um frádrátt- arbærni þeirra fjárhæða sem sam- vinnufélög greiða félagsmönnum sínum eða færa þeim til séreignar í stofnsjóði breytt frá fyrra fruni- varpi og eru þau nú líkari ákvæðum gildandi laga um þetta efni. Eignarskattur Óþarft er að fara mörgum orðum um ákvæði frumvarpsins um eign- arskatt. Ákvæði frumvarpsins um endurmat eigna leiða til þess, að eignarskattstofn hækkar nokkuð. Að því er hjón varðar hækka skattfrelsismörk eignarskatt veru- lega. Skv. gildandi lögum njóta hjón sameiginlega skattfrelsis af 50% hærri upphæð en einhleypingur en frumvarpið gerir ráð fyrir, að eignum verði skipt jafnt milli hjóna til eignarskattlagningar og hvort hjóna um sig njóti sömu skatt- frjálsrar eignar og einhleypingur. Framkvæmd skatta- laga og viðurlög Ákvæði 8.—12. kafla frumvarps- ins éru að mestu leyti óbreytt frá -fyrra frumvarpi, ef frá er talin grundvallarbreyting, sem felst í upptöku staðgreiöslukerfis skatta. Eru innheimtuákvæðin felld niður úr tekjuskattsfrumvarpinu en kveð- ið á um alla innheimtu, jafnt innheimtu á tekjuárinu sem eftirá- innheimtu, á grundvelli álagningar í frumvarpi til laga um staðgreiðslu opinberra gjalda. Framkvæmda- kaflar frumvarpsins fela í sér mikilsverðar breytingar frá ákvæð- um gildandi laga. Um þessar breytingar tel ég óþarft að fjölyrða, þar sem þær eru þingmönnum kunnar frá fyrra frumvarpi og gerði ég allítarlega grein fyrir þeim í framsöguræðu við 1. umræðu þess. Þó vil ég geta meginatriða þessara tillagna, svo og breytinga á þessum köflum frá ákvæðum fyrra frum- varps. Gert er ráð fyrir breyttri skipan ríkisskattanefndar þannig að nefndin verði framvegis skipuð þremur mönnum er hafi nefndar- / störfin að aðalstarfi, en nú vinna 6 menn, þrír aðalmenn og þrír varamenn, að nefndarstörfunum í hjáverkum. Niður eru felld ákvæði fyrra frumvarps um heimild til að leita fyrirfram úrskurðar ríkis- skattanefndar um tiltekin atriði. Ákvæðum fyrra frumvarps um framkvæmd álagningar og útkomu- tíma skattskrár er að mestu haldið óbreyttum í frumvarpi þessu en þó er hér lagt til að frumálagning á grundvelli lítt endurskoðaðra fram- tala nái til allra einstaklinga, en í fyrra frumvarpi var lagt til, að hún næði til þeirra einstaklinga einna, sem ekki stunduðu atvinnurekstur. Kærufrestir til skattstjóra og ríkisskattanefndar eru lengdir. Ákvæðum fyrra frumvarps um beitingu álags ef framtali er ekki skilað eða tekjur eru vanframtaldar er breytt á það lund, að skattstjór- um er ekki lengur skilyrðislaust skylt að beita álagingu. Viðurlög við skattalagabrotum eru verulega hert. Skattstigi, persónu- afsláttur o.fl. Gert er ráð fyrir, að ákvæði frumvarpsins komi til framkvæmda við álagningu skatta á árinu 1980 vegna tekna á árinu 1979 og eigna í lok þess árs. Ymsar tölur þær, sem frumvarpið hefur að geyma eru hins vegar miðaðar við verðlag á árinu 1978 til þess að kieift sé að bera það saman við gildandi lög á skynsam- legan hátt. Hins vegar er ráðgert, að ýmsar fjárhæðir í frumvarpinu verði hækkaðar eftir skattvísitölu, sem ákveðin yrði í fjárlögum fyrir árið 1980 áður en þær komi til framkvæmda í fyrsta skipti. Ákvæðum frumvarpsins er því ekki ætlað að koma til framkvæmda við álagningu i ár en fyrirhugað er að flytja í haust sérstakt fr-umvarp um skattlagningu tekna ársins 1978 en ljóst er að vegna staðgreiðslukerfis- ins verða tekjur síðasta árs fyrir gildistöku þess skattfrjálsar að formi til í megin atriðum. Vegna fyrirhugaðrar upptöku staðgreiðslukerfis skatta eru tillög- ur frumvarpsins um skattstig, persónuafslátt og fleiri atriði miðaðar við þá tilhögun. Þar sem gjaldendur munu framvegis að langmestu leyti stabgreiða tekju- skatt sinn á verðlagi tekjuárs hafa skatthlutföll verið lækkuð, þrep í skattstigum lengd og persónuaf- sláttur hækkaður til að koma í veg fyrir að upptaka staðgreiðslukerfis- ins valdi almennt séð aukningu á skattbyrði gjaldenda. Er reyndar við það miðað, að tekjur ríkissjóðs af tekjuskatti á árinu 1978 hefðu orðið tæpum 1 milljarði króna lægri ef frumvarpið hefði verið komið til framkvæmda en skv. gildandi lög- um, og er þá miðað við 35% meðalhækkun tekna milli áranna 1977 og 1978. Að því er varðar breytingar á skattbyrði einstakra hópa þjóð- félagsþegna má segja, að einhleyp- ingar njóti heldur meiri skatta- lækkunar en aðrir hópar ef frum- varp þetta verður að lögum. Dreifist þessi lækkun nokkuð, þó ekki til hinna allra tekjuhæstu í þeirra hópi. Skattskyldumark einstaklings sem einskis frádráttar nýtur annars en fasts launafrádráttar er skv. frumvarpinu um það bil 1.550.000 kr. miðað við tekjur á árinu 1978. Töluverð endurdreifing á sér stað á skattbyrði innan hjónahópsins. Veldur þar mestu sérsköttun hjóna og þar með niðurfelling 50% frádráttarins. En fleiri atriði hafa hér áhrif. Yfirleitt er breytingin barnmörgum hjónum í vil. Breyt- ingin er hins vegar yfirleitt nokkuð í óhag þeim hjónum, þar sem konan aflar mikilla tekna utan heimilis. Þessi breyting fer vitaskuld eftir öðrum högum hjónanna á ýmsan hátt. En hversu háar tekjur úti- vinnandi eiginkonu mega vera áður en óhagræðisins fer að gæta ræðst af tekjum heimilisins í heild. Ef hjónin skipta peningatekjuöflun- inni jafnt á milli sín eru þau skv. frumvarpinu skattfrjáls af tekjum allt að 3,1 millj. kr. miðað við árið 1978 og er þá reiknað með að þau séu barnlaus og njóti einskis frádráttar umfram 10% launafrá- drátt. Meginstefna frumvarpsins er í þessu efni að jafna nokkuð metin milli þeirra hjóna sem skipta með sér verkum þannig að annað starfar alveg við heimilið og hinna, þar sem bæði vinna úti. En hlutir hinna síðarnefndu hefur verið til muna betri. Einstæðir foreldrar njóta sem heild heldur meira hagræðis en hjón af breytingunni. Hins vegar á sér stað endurdreifing innan hóps- ins barnmörgum og tekjulágum einstæðum foreldrum í hag en tekjuháum einstæðum foreldrum með eitt barn í óhag. — Landsvirkjun Framhald af bls. 2 irhugaða veizlu. Veizluféð gæti gengið til þess að lækka rafmagns- verð til almennings eða að Lands- virkjun greiddi starfsmönnum sínum umsamdar vísitölubætur á laun.“ — Jákvæð viðbrögð... Framhald af bls. 32. eitthvað um að hærri laun séu greidd en taxtarnir kveða á um. En bilið þarna á milli má ekki vera svo hrikalegt sem skýrsla Hagstof- unnar bendir til. Þetta bil verður því að brúa.“ Magnús sagði, að á fundinum hefðu fulltrúar verzlunarmanna varpað fram þeirri hugmynd að báðir aðilar réðu sérstakan starfs- mann til þess að „fara ofan í flokkaskipanina og heimsækja fyrirtækin til að kynna sér málin í framkvæmd, en á henni eru miklar og stöðugar breytingar". — Stak- steinar Framhald af bls.7. hæfari vinnubragða. Og Þess vegna er, eins og fyrr segir, grunnt á vilja til Þjóðfélagslegrar sam- stööu um lausn vanda- málanna er leitt gæti til varanlegri árangurs. Viö | höfum allt í kringum okkur dæmi annars konar verðlags- og kaup- máttarÞróunar en hér. Þó aðstæður séu aö vísu um margt frábrugðnar má Þó ályktanir Þar af draga. M.a. varðandi mismun- andi viðhorf forystu laun- Þegasamtaka til að hafa heilbrígð áhrif á efna- hagsÞróun viðkomandi landa, raunverulega kaupmáttaraukningu og Þjóðhagslega velferð í bráð og lengd. EF ÞÚ ÁTT, „150.000 og kr. 20.800 NÆSTU 10 mánuði, þá getur þú keypt LITSJONVARP „Inline -lampi“, Kalt kerfi, Eininga verk, Viðarkassi (hnota), Mynd- og litgæði sérlega góö Myndlampi 20“ Japanskt hugsmíö Japönsk nákvæmni. strax í dag / \mnai S^ózeiióóan h.f. SUÐURLANDSBRAUT 16 105 REYKJAVÍK SÍMI 91-35200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.