Morgunblaðið - 19.04.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.04.1978, Blaðsíða 17
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1978 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1978 17 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2000.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eíntakiö. Ný skattafrumvörp Ríkisstjórnin hefur lagt fram á Alþingi tvö frum- vörp um skatfamál — frumvarp um tekju- og eignaskatt, sem felur í sér veigamikiar breyting- ar á skattlagningu einstaklinga og atvinnurekstrar, og frumvarp um staðgreiðslu skatta. Gert er ráð fyrir því, að bæði þessi frumvörp, ef að lögum verða, taki gildi hinn 1. janúar 1979. Frumvarp það um tekju og eignaskatt, sem nú hefur verið lagt fram, er samið á grundvelli þeirra miklu umræðna,sem urðu um skattamál á sl. ári. Þá hafði ríkisstjórnin lagt fyrir Alþingi frumvarp um skattamál, sem kveikti miklar umræður bæði innan þings og utan, og tóku fjölmargir þátt í þeim um- ræðum á opinberum vettvangi. Síðan hefur verið unnið að því að semja nýtt frumvarp um skattamál, sem að nokkru bygg- ir á hinu fyrra frumvarpi, en að mjög verulegu leyti á þeim athugasemdum, sem fram komu í umræðunum á sl. ári. Hið nýja skattafrumvarp hefur því í raun hlotið mjög lýðræðislega með- ferð og draga verður í efa, að um langt árabil hafi verið lagt fram stjórnarfrumvarp í veigamiklu máli, sem tekur í jafnríkum mæli mið af skoðunum sem fram hafa komið í opnum og almennum umræðum. Þessi grundvöllur frumvarpsins er styrkur þess. Mesta athygli mun vekja í hinu nýja skattafrumvarpi, að lagt er til að tekin verði upp sérsköttun hjóna í stað helmingaskiptareglunnar svo- nefndu, sem fyrra frumvarp gerði ráð fyrir. Mjög almennar óskir komu fram um sérsköttun hjóna á síðasta ári en segja má að sérsköttun sé forsenda þess, að tekin verði upp staðgreiðsla skatta eins og annað skatta- frumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir. Hins vegar er komið til móts við sjónarmið þeirra, sem vakið hafa athygli á stöðu maka, sem heima vinna, með þeirri reglu, að ónýttur persónuafsláttur maka nýtist hinum að fullu. Skv. frum- varpinu mun hvort hjóna um sig telja fram launatekjur sínar og/eða atvinnurekstrartekjur og eru þær skattlagðar sérstaklega. Eignatekjur beggja eru skatt- lagðar rneð tekjum þess hjóna er hærri hefur launatekjur. Skattstigi og persónuafsláttur hvors hjóna um sig er hinn sami og einstaklinga. Barnabætur skiptast til helminga milli 'hjóna. Annar veigamikill þáttur frumvarpsins eru ákvæði um frádráttarreglur. Segja má, að frádráttarliðum núverandi skattalaga sé haldið að mestu en hins vegar er skattgreiðendum gefinn sá valkostur að draga heldur frá tekjum sínum 10% af brúttólaunum. Þetta er nýjung, sem vafalaust mun mælast vel fyrir. í fyrsta lagi jafnar hún skattalega aðstöðu þeirra, sem mikið skulda og njóta góðs af vaxtafrádrætti við skatt- lagningu og hinna, sem lítið sem ekkert skulda og hafa af þeim sökum borgað háa skatta. í öðru lagi dregur þessi regla úr líkum þess, að þeir sem lítið eða ekkert skulda telji sér nauðsynlegt að fjárfesta og safna skuldum til þess að lækka í sköttum og auka eignir sínar með þeim hætti. Um leið er ekki ólíklegt að þessi regla dragf af þessum sökum úr eftirspurn eftir lánsfé til slíkra fjárfestinga og ætti því að hamla nokkuð gegn verðbólgu. Meðal annarra nýjunga í sambandi við skattlagningu einstaklinga má, nefna, að barnabætur verða hærri með börnum undir skólaskyldualdri en öðrum börnum og barnabæt- ur tii einstæðra foreldra verða 40% hærri en til annarra. Þá er gert ráð fyrir því, að tekjur barna verði skattlagðar sérstak- lega en ekki ásamt tekjum foreldra og verður lagður 5% brúttóskattur á tekjur barna. Mun mörgum þykja sá háttur líklegur til þess að stuðla að því að auka ábyrgðartilfinningu unglinga. Augljóst er, að ríkisstjórnin stefnir að því að fá skattafrum- vörpin samþykkt áður en þingi lýkur í vor. Ef miðað er við 35% hækkun tekna milli áranna 1977 og 1978 er talið, að samþykkt þessa skattafrumvarps muni þýða um 1000 milljón króna skattalækkun. Er talið að tekju- skattur muni að meðaltali lækka um 7% af álögðum skatti. Skattar hjóna muni lækka nokkru minna eða um 5% en skattar einhleypra heldur meira eða um 11%. Skattar einstæðra foreldra lækka þegar á heildina er litið um 7%. I viðtali við Morgunblaðið í gær sagði Matthías A. Mathie- sen fjármálaráðherra, sem unn- ið hefur að undirbúningi hinna nýju skattafrumvarpa ásamt embættismönnum og sér- fræðingum, að einstaklingar með 1550 þúsund króna skatt- skyldar tekjur og hjón með um 3 milljón króna skattskyldar tekjur mundu engan tekjuskatt greiða en þetta þýðir, að skatt- leysismörk eru mun hærri ef miðað er við brúttótekjur. Fjármálaráðherra sagði einnig í þessu viðtali, að tveir veiga- mestu þættir skattafrum- varpsins væru að sínum dómi sérsköttun hjóna og nýjar fyrningareglur atvinnurekstrar, sem stuðla mundu að eiginfjár- myndun fyrirtækja. Að baki þessum skattafrum- vörpum liggur mikil vinna. Segja má, að unnið hafi verið að stöðugri endurskoðun skatta- kerfisins frá því í fjármálaráð- herratíð Magnúsar Jónssonar og fram á þennan dag. Með hliðsjón af þeim miklu umræðum, sem fram fóru um skattamal á sl. ári og að svo mikið tillit hefur verið tekið til athugasemda, sem þá komu fram, má væntanlega gera ráð fyrir að hið nýja skattafrum- varp fái jákvæðari undirtektir en hið fyrra. Hvað felst í skattalagafrumvarpinu? Kjósi menn launafrá- drátt ryður hann úr vegi fjórum frádráttarliðum Grundvallarbreyting á skattlagningu hjóna 5% skattur af tekjum barna IIIÐ NÝJA skattalagafrumvarp gerir ráð fyrir nýmæli í sambandi við skattlagningu á tekjum barna. Launatekjur barna eru skattlagðar um 5%, en enginn persónuafsláttur er þar látinn gilda. Geta því biirn staðgreitt skattinn strax mcð því að þetta hlutfall er tekiðð af launum þeirra. Þar með eru þau endan- lega laus. Meginregla núgildandi skattlaga var sú, að launatekjur barna lögðust ofan á tekjur foreldra, en þó er í lögunum heimilt að æskja sérsköttunar á tekjum barna. Ef þess var óskað, þá töldust sam- kvæmt álagningunni í ár 80.500 krónur af tekjum barnsins með tekjum foreldra, en það sem umfram var af tekjum barnsins var skattað hjá því og var þar af leiðandi skattlaust, þar sem það var í flestum tilfellum innan þeirra skattfrelsismarka, sem eru 1.400 þúsund krónur. Ut úr þessari reglu kom því talsvert einkennilegur skattstigi, þar sem fyrst voru 80.500 krónur skattlagðar í 40% skatt hjá foreldrunum, næstu 1.200 þúsund- in fóru hins vegar í talsvert lægri skatt, eða 20%. Svipaður skattfrá- dráttur sjómanna í skattalagafrumvarpinu, sem lagt var fyrir Alþingi í fyrradag, er gert ráð fyrir breytingum á frádrætti þeim, sem sjómenn hafa notið. Svo- kallaður fiskimannafrádráttur er svo til í óbreyttri mynd frá gildandi skattalögum, 10%, en hinn frádrátturinn, 1.600 króna frádráttur á dag, er sameinað- ur frádrætti gildandi skatta- laga, sem fjalla um frádrátt vegna hlífðarfatnaðar, sem nú er 4.825 krónur á mánuði og hins vegar 30.555 króna al- mennur sjómannafrádráttur fyrir hvern mánuð. Er því ekki um verulega breytingu að ræða hvað skattfrádrátt sjómanna varðar. Skattalagafrumvarp ríkis- stjórnarinnar, sem lagt var fram á Alþingi í fyrradag gerir ráð fyrir að menn geti valið um að taka 10% launafrádrátt í stað fjögurra annarra frádráttarliða. Er þessi frádráttarliður hlutfall af launatekjum. þegar frá hafa verið dregnir ýmsir leiðréttinga- liðir. svo sem skyldusparnaður, ferðakostnaður og annað sem fer inn og út af framtali. Kjósi menn að taka þessa reglu um 10% launafrádrátt, missa þeir eftirtalda frádráttarliði: lífeyris- sjóðsiðgjald eða frádrátt vegna þess, frádrátt vegna iðgjalda til stéttarfélaga og framlags í sjúkra- Frádráttarliðir þeir, sem verið hafa í gildi í skattalögum. eru margir hverjir afnumdir í frum- varpinu að nýjum skattalögum. sem lagt hefur verið fyrir Al- þingi. Skulu hér rakin helztu breytingar á þessum frádráttar- liðum. Ibúðarhúsnæði er algerlega tek- ið út úr dæminu. Samkvæmt gildandi lögum eiga menn að telja sér til tekna eigin húsaleigu, en til frádráttar kostnað viðvíkjandi húsnæðinu og hafa viðhald, fast- eignagjöld, 9/10 af húseigendá- NÝJA skattalagafrumvarpið gerir ráð fyrir talsverðum breytingum á meðferð arðs til skattlagningar. í gildandi lögum er gert ráð fyrir að draga megi greiddan arð frá tekjum félagsins. sem greiðir arðinn — allt að 10% af nafnverði hlutafjár. Þessi frá- dráttur í höndum félagsins er skertur þannig. að samkvæmt frumvarpinu er aðeins helm- því að velja 10%-regluna, 90% einstaklinga, 75% einstæðra for- eldra og samtals af öllum fram- teljendum 75%. Þeir, sem hafa háa vaxtabirði myndu hafna þess- ari reglu. Mikill fjöldi frádrátta stendur eftir, þótt 10%-reglan sé valin. Má þar nefna sjómannafrádrættina, 10% fiskimannafrádráttinn og almenna sjómannafrádráttinn, námsfrádrátt frá tekjum meðan á námi stendur, frádrátt vegna stofnunarkostnaðar heimilis, frá- drátt vegna skattfrjálsra vaxta- tekna af sparifé, nýju arðsheimild- ina, vaxtatekjur af stofnfjársinn- eign í samvinnufélagi o.fl. tryggingu o.fl. vegið þar þyngst. Þessir liðir eru samkvæmt frum- varpinu sléttaðir út, þannig að hvorki á að telja sér tekjur af íbúðarhúsnæði, sem maður á og notar til eigin nota, né kostnað. Ýmsir fleiri liðir eru felldir út og má þar nefna námskostnað, sem maður hefur lagt í eftir 20 ára aldur og hefur síðan nýtt, þegar hann hefur Iokið námi, iðgjöld af líftryggingum falla niður, kostn- aður við öflun bóka og vísinda- gagna fellur niður, sömuleiðis verkfærapeningar eða kostnaður, ingurinn af úthlutuöum arði félagsins frádráttarbær hjá því og er hámark þar 5% af nafnverði hlutafjár. Hins vegar er á móti þessari skerðingu tekin upp ákveðin fríðindi hjá hluthöfunum eða þeim, sem taka við arðinum. Móttekinn arður er skattfrjáls upp að 10% af nafnverði hlutabréfa þeirra sem skatt- og styrktarsjóði þeirra, vaxta- gjaldafrádrátt, sem er mjög mis- hár og einnig frádrátt vegna gjafa til menningarmála. Yfirleitt eru iðgjöld til lífeyris- sjóða 4% af launum og stéttar- félagsgjöld á bilinu 1 til 2%. Því lætur nærri að þeir skattþegnar, sem hafa vaxtabyrði sem er undir 4 til 5% af launum þeirra hafa hag af því að velja 10% regluna. I töflu, sem er fylgiskjal með frumvarpinu, er skýrt frá áætluð- um tölum um það hve margir hefðu notað þennan frádrátt, ef hann hefði verið heimilaður í núgildandi skattalögum. Þar segir að 65% hjóna hefðu haft hag af flugfreyjufrádráttur, messusöngs- frádráttur, leikarafrádráttur og sitthvað fleira. Þetta þýðir þó ekki að sá dálkur á framtali, sem ber yfirskriftina frádráttur, falli niður. Töluvert er áfram inni af frádráttarliðum. Er þar vaxtafrádráttur, námsfrá- dráttur, gjafir til menningarmála, lífeyrissjóðsiðgjöld og fleiri stærri frádráttarliðir gildandi laga. Þá fellur eins og áður hefur verið getið í Morgunblaðinu niður liður- inn um frádrátt af tekjum eigin- kvenna, 50%. þegn á. Hins vegar má arður ekki fara upp fyrir 250 þúsund krónur hjá einstaklingum eða 500 þúsund krónum hjá hjón- um. Geri hann það er sú fjárhæð, sem umfram er, skatt- skyld að fullu. Ennfremur er fjárhæðin fer upp fyrir 10%-regluna. Áður var arður ávallt skattskyldur hjá viðtak- anda. Söluhagn- aður bíla ávallt skatískyldur SAMKV/EMT gildandi lögum er söluhagnaður a( bilum skatt- frjáls eigi skattþegn bíl í 2 ár eða lengur. en samkvæmt frumvarp- inu um tekjuskatt og eignaskatt er söluhagnaður alltaf skatt- skyldur. Ilins vegar er söluhagn- aður reiknaður út með allt öðrum hætti, en gert hefur verið sam- kvæmt gildandi lögum. Þegar bíll er seldur gerir frum- varpið ráð fyrir því, að kaupverð það, sem eigandinn gaf fyrir bifreiðina, sé tekið og það hækkað miðað við hækkun byggingavísi- tölu frá kaupári til söluárs. Það er því aðeins að þannig framreiknað kaupverð bílsins sé lægra en söluverðið að söluhagnaður reikn- ast af bílnum. Gildir þessi regla um alla bíla og alla lausafjármuni. Morgunblaðið spurði í gær Árna Kolbeinsson í fjármálaráðuneyt- inu, hvernig fylgni byggingavísi- töluhækkunar og markaðsverðs- hækkunar á bílum hafi verið. Árni sagði að sambandið þar í milli hafi verið kannað og má segja að þessar vísitölur verðbreytinga fylgist í heild aö, ef litið er yfir lengra tímabil. Hins vegar verða talsverðar sveiflur þar á innan skemmri tímamarka. Bygginga- vísitalan er talin almennt mæla mjög fljótt allar hækkanir — þær koma fyrst fram í henni og eins koma þá að sjálfsögðu fyrr fram í henni verðlækkanir. Sveiflur á verði bíla eru mjög misjafnar eftir því, hvaðan þeir koma, þar sem gengisskráning viðkomandi gjald- miðils hefur gífurleg áhrif á verð hverrar tegundar. Byggingavísitala er hins vegar viðmiðunartala um allar verð- breytingar í frumvarpinu og var sú ákvörðun tekin að nota aðeins eina vísitölu til þess að flækja málið ekki um of. Þessi vísitala fylgir öðrum í stórum dráttum og er hún jafnframt bezt skilgreind allra vísitalna og um hana eru sérstök lög og ákvæði um hvernig eigi að reikna hana, hvenær og hverjir reikni hana, auk þess sem hún hefur ákveðinn gildistíma. Því var litið svo á að hún hefði talsverða kosti urnfram aðrar verðbreytingaviðmiðanir, sem í gangi eru. SKATTFRELSISMÖRK hins nýja skattalagafrumvarps eru um 1.550 þúsund któnur hjá einstaklingi. Iljá hjónum er þetta tvöfalt. ef þau skipta tekjum jafnt á milli sín. Ef maki t.d. vinnur ekki úti, fær hinn tvöfald- an persónuafslátt 2x250 þúsund = 500 þúsund krónur. Ilins vegar fá hjónin ekki tvöfaldan skatt- stiga og er þar um að ra*ða grundvallarbreytingu í fjárhags- útkomunni frá því sem var í fyrra skattalagafrumvarpinu. sem lagt var fyrir Alþingi haustið 1976* Þar var helmingaskiptareglan og nýttist þá hjónum neðsta þrepið í skattstiganum hetur en nú auk persónuafsláttar. í þessu frumvarpi er gert ráð fyrir að hjónin þurfi bæði að hafa tekjur til þess að nýta skattstig- ann, þar sem hann reiknast fyrir hvert hjóna um sig eins og hjá einstaklingum. Ef aðeins annað hjónanna heftur tekjur, eru aðeins. 2 milljónir króna í 18% skatti, en ef bæði hafa tekjur eru 2 milljónir hjá hvoru í 18% eða samtals 4 milljónir. Þetta er grundvallar- breyting frá fyrra frumvarpi, þar sem ekki skipti máli, hvort hjón- anna hafði 4 milljónir, þær lentu ávallt í neðsta skattþrepi. Þetta ákvæði á þó ekki — að sögn Árna Kolbeinssonar í fjár- málaráðuneytinu — að auka ALLVERULEG breyting verður á skattlagningu einstæðra foreldra frá því er núgildandi skattalög gera ráð fyrir. verði frumvarp ríkisstjórnarinnar um tekjuskatt og eignaskatt að veruleika. Breyt- ingin felst fyrst og fremst í því að einstæðir foreldrar hafa notið persónuafsláttar samskattaðra hjóna. Nú er hins vegar aðeins einn persónuafsláttur í frum- varpinu. hinn sami fyrir alla aðila. en þeim er síðan bætt þetta upp með álagi á barnabætur. Persónuafsláttur frumvarpsins er 250 þúsund krónur fyrir alla. Það tap, sem einstæðir foreldrar Allverulegar breytingar eru í skattalagafrumvarpinu frá gild- andi lögum um skattskyldu sölu- hagnaðar af fasteignum. eigin íhúðarhúsnæði. Árni Kolbeinsson í fjármálaráðuneytinu kvað þess- ar breytingar tvímælalaust til hóta til þess að minnka skattlagn- ingu á söluhagnaði. Við fyrstu sýn lítur kannski út fyrir að verið sé að herða reglurnar. þar sem það tímabil, sem menn verða að hafa átt íbúðarhúsnæði. svo að söluhagnaður sé ekki skattskyld- ur, er lengt úr þremur árum í fimm. í gildandi lögum segir, að fullnægi skattaðili ekki tímafrest- inum, hafi hann möguleika á að losna við skattlagningu með því að heildarskattbyrði allra lands- manna, þar sem tékið er tillit til þessa'í skattstiganum sjálfum, en hins vegar minnkar þetta hagræði hjóna, ef aðeins annað hefur tekjur. Þessi hjón koma því verr út miðað við frumvarpið í fyrra, én almennt betur út samkvæmt gild- andi skattalögum. Með þessu fellur niður ákvæði um 50% skattfrádrátt eiginkvenna og hafi bæði hjón um það bil 2 milljónir króna í tekjur eru þau um það bil jafnsett og áður, en eftir það fer að síga á ógæfu- verða fyrir við það að missa þann persónuafslátt, sem samsköttuð hjón hafa nú, er bætt upp með 40%' álagi á barnabætur. I heild séð — að sögn Árna Kolbeinssonar í fjármálaráðuneytinu — hagnast einstæðir foreldrar á skattbreyt- ingunni sem nemur um 7% miðað við milljarðs króna lækkun tekju- skatts. Hins vegar verður aftur meiri dreifing innan hópsins, þannig að barnmargir einstæðir foreldrar njóta verulegra hagsbóta frá gildandi lögum, en hins vegar má reikna með að einstætt foreldri með eitt barn, sem hefur tekjur umfram 1,5 milljón króna, komi b.vggja annað hús og stærra eða kaupa fyrir peningana, sem feng- ust fyrir hina seldu eign. Þar eru tvö skilyrði — annars vegar að til þess að heimilt sé að yfirfæra söluhagnaðinn með þessum hætti, þarf íbúðarhúsnæðið að hafa verið íbúðarhæft, þegar það var selt, eða hins vegar þarf húsið, sem keypt er í staðinn, að vera jafnstórt eða stærra að rúmmáli. Samkvæmt frumvarpinu má skattaðili fresta skattlagningu á söluhagnaði og yfirfæra hann á nýja húsið án tillits til þess, hvort húsið, sem selt var, var íbúðarhæft eða ekki. Ef skattaðili springur þannig á húsbyggingu, hefur reist sér hurðarás um öxl, þá á hann engra kosta völ samkvæmt gild- hliðina, ef tekjuskiptingin er jöfn í milli þeirra. Að því er einstaklinga vatðar, má segja að í grófum dráttum breytist skattbyrði þeirra ekki mikið frá því sem nú er. Er það ekki fyrr en tekjur þeirra eru komnar yfir S'/a til 6 milljónir króna að skatturinn þyngist verulega. Meðal hjóna og ein- stæðra foreldra verður hins vegar endurdreifing innan hópanna á skattb.vrði, þótt hóparnir sem heild standi kannski heldur betur en verr eftir breytinguna. heldur verr út úr dæminu. Fer það þó varla að greiða skatt strax, en fær minna úr ríkissjóði en áður. Frumvarpið gerir ráð fyrir 65 þúsund króna barnabótum fyrir fyrsta barn og 100 þúsund króna barnabótum fyrir annað barn eða fleiri. Fyrir einstætt foreldri verða þessar fjárhæðir 91 þúsund krónur á fyrsta barn og 140 þúsund krónur á önnur börn. Séu börnin undir 7 ára aldri bætast 25 þúsund krónur við fyrir hvert barn og verða þá barnabætur fyrir ein- stætf foreldri 126 þúsund krónur fyrir fyrsta barn og 175 þúsund krónur fyrir önnur börn þess. andi lögum — hann er alltaf skattlagður. Samkvæmt frum- varpinu getur hann selt hálf- byggða húsið og keypt sér minni íbúð og sloppið við söluhagnaðinn. Eina skilyrðið, sem sett er, er að heildarkaupverð nýju íbúðarinnar sé ekki lægra en söluhagnaðurinn af gömlu íbúðinni eða hálfbyggða húsinu. Þannig eiga menn, sem gefizt hafa upp á húsbyggingum og lent hafa í skattlagningu hingað til, að koma mun betur út úr ákvæðum frumvarpsins en gild- andi laga. Ef hins vegar skattaðilinn selur nýja húsið aftur innan 5 ára getur söluhagnaðurinn aftur orðið skatt- skyldur. Því verður hann að eiga nýja húsið í 5 ár. J Tekjur og kostnaður af eigin húsnæði falla niður Breyttar reglur um skatt af arði Einstæðir f oreldrar missa samsköttunarreglu, en fá í staðinn auknar barnabætur Hægt að komast hjá skatt- lagningu söluhagnaðar af ófullgerðu íbúðarhúsnæði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.