Morgunblaðið - 19.04.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.04.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 19. APRIL 1978 3 ch"" Haukur Björnsson, framkvæmda- stjóri Félags ísl. iðnrekenda: Endurmat eigna grundvallaratridi HAUKUR Björnsson, framkvæmda- stjóri Félags íslenzkra iónrekenda sagði petta um hió nýja skattalaga- frumvarp: „í fljótu bragöi sýnist mér helztu kostir frumvarpsins felast í því að eignir fást uppfæröar til raunverulegs verðmætis eða því sem næst og mynda þannig metnar grundvöll afskrifta. Þessu fylgir að söluhagnað- ur verður ætíð skattskyldur, en það tel ég eölilegt, þegar þessar forsend- ur eru fyrir því. Þetta atriði laganna tel ég þaö langmikilvægasta, því aö með því er í fyrsta skipti í skattalög- um reynt að taka tillit til þess efnahagsástands, sem ríkir í landinu. Ef þetta reynist svo, sem mér sýnist við fyrstu sýn, þá skiptir það miklu fyrir atvinnureksturinn. Önnur atriði frumvarpsins eru mjög í svipuöum dúr og núgildandi skatta- lög kveða á um. Samfara ákvæöinu um aö heimilt sé aö færa upp eignir fyrirtækisins, eru skert ákvæöi um greiöslu arös án skattskyldu, þ.e.a.s. þar er um að ræða lækkun úr 10% niður í 5% hjá arögreiöanda, en nú verður 10% arður skattfrjáls hjá viðtakanda upp aö tiltekinni fjárhæð, sem er 250 þúsund krónur. Þetta tel ég eðlilegt, því að þegar búiö er að færa upp eignirnar og heimitt er að gefa út jöfnunarhlutabréf, þá er þetta fariö aö nálgast þaö aö veröa sambærilegt við vísitölutryggö bréf, sem ætti að hvetja fólk til þess að láta fjármagn í atvinnurekstur, þótt skattfrjáls arður sé eigi hærri en 10%. í raun er ávallt spurning, hvort nægilegt tillit sé tekið til áhættu í því efni. Það er atriði, sem ekki er hægt að meta almennt. Slíkt verður að meta í hverju tilviki." Þorvarður Elíasson, framkvæmda- stjóri Verzlunarráðsins: Merk nýmæli um skatt- lagningu fyrirtækja ÞORVAROUR Elíasson, fram- kvæmdastjóri Verzlunarráós is- lands, hafói petta um skattalaga- frumvarpið að segja: „Hiö nýja skattafrumvarp fjármála- ráðherra inniheldur einhver merkustu nýmæli, sem fram hafa komið á síðustu áratugum varöandi skatt- lagningu fyrirtækja. Frumvarpið gerir hvorttveggja aö færa stjórnvöldum nýtt hagstjórnar- tæki, sem beita má í baráttunni gegn verðbólgunni og það gefur fyrirtækj- unum aukna möguleika á aö lifa veröbólguna af, ef svo fer aö ekki takist alveg aö ráöa niöurlögum hennar. Á síöustu veröbólguárum hefur eigin fé fyrirtækja rýrnað verulega þar sem hagnaöur fyrirtækjanna hefur ekki getaö haldið í við hvort- tveggja, verðbólguna og skatt- greiöslur til ríkissjóðs. Því eru takmörk sett, hversu' langt megi ganga á slíkri braut, án þess aö afkastageta fyrirtækjanna skerðist. Að mínu áliti væri þess skammt aö bíöa, að starfsemi tslenzkra fyrir- tækja lamaöist aö óbreyttu ástandi. Framkomið skattafrumvarp er bæði mikilvægt og lagt fram á elleftu stundu. Nú þessa dagana eru samtök atvinnulífsins aö vinna að sameigin- legri umsögn um einstök atriöi frumvarpsins og tel ég rétt aö bíöa meö allar frekari umræöur um málið þar til því er lokið.“ Patreksfjörður: Framboðs- listi sjálf- stæðismanna Patreksfirði, 18. apríl ÁKVEÐINN hefur verið fram- boðslisti sjálfstæðismanna á Patreksfirði við væntanlegar hreppsnefndarkosningar og cru sjö efstu sætin þannig skipuði 1. Hilmar Jónsson sparisjóðs- stjóri, 2. Stefán Skarphéðinsson fulltrúi, 3. Ingólfur Arason kaupmaður, 4. Jón Hilmar Jónsson hreppsstjóri, 5. Erna Sveinbjörns- dóttir kennari, 6. Heba A. Ólafsson hótelstýra, 7. Pétur Sveinsson lögregluþjónn. Til sýslunefndar Bragi Ó. Thor- oddsen vegaverkstjóri og til vara Ingólfur Arason kaupmaður. - Páll. Erla Jónsdóttir Arnar Guðmundsson Skipadir deildarstjórar vid Rannsóknarlögreglu ríkisins LÖGFRÆÐINGARNIR Arnar Guðmundsson og Erla Jónsdóttir voru í gær skipaðir deildarstjórar við Rannsóknarlögreglu ríkisins. Erla hefur verið settur deildar- stjóri um nokkurra mánaða skeið cn Arnar hefur vcrið fulltrúi við sakadóm í ávana- og fíkniefna- málum undanfarin ár. Tekur hann við deildarstjúrastöðu. sem Örn Ilöskuldsson var settur í. Erla Jónsdóttir er 33 ára gömul og fædd í Reykjavík, dóttir Jóns Þórðarsonar endurskoðanda og k.h. Sigurveigar Þóru Kristmanns- dóttur. Hún varð stúdent frá MR 1965 og lagaprófi lauk hún frá Háskóla Islands 1972. Hún varð fulltrúi við sakadóm Reykjavíkur í ársbyrjun 1973 og starfaði þar uns hún hóf störf við Rannsóknar- lögreglu ríkisins í fyrra. Erla er gift Jóni B. Hafsteins- syni. Arnar Guðmundsson er 31 árs gamall og fæddur í Reykjavík, sonur Guðmundur Hermannsson- ar yfirlögregluþjóns og k.h. Her- borgar Júníusdóttur. Hann varð stúdent frá MR 1967 og lagaprófi lauk hann frá Háskóla Islands 1973. Jafnframt námi starfaði Arnar við Búnaðarbanka Islands en frá 1973 hefur hann verið fulltrúi við sakadóm í ávana- og fíkniefnamálum. Kona Arnars er Auður Kolbrún Sigurjónsdóttir og eiga þau tvö börn. smurosturnir í bordöskjunum: veizlukostur til daglegrar neyzlu Næringarcfni í lOOg af smurosti t Prótín 16 g x Fita 18 g ^ Kolvetni 1 g Steínefni alls 4 g ('þar af Kalsíum 500 mg) Hitaeiningar 230 Mynd um ævi og störf Snorra Sturlusonar ÍSLENZKA Ríkisútvarpið mun láta gera kvikmynd um ævi og störf Snorra Sturlu- sonar í tilefni af 800 ára fæðingarafmæli hans, — í samvinnu við norrænar sjón- varpsstöðvar einkum þá norsku. Þetta kom fram í máli Ellerts B. Schram á Alþingi í gær. Jónas Árnason bar fram fyrirspurn til menntamála- ráðherra, hvort og hvern veg hátíðarbrigði yrðu í tilefni „stórafmælis Snorra Sturlu- sonar", en talið er að 800 ár séu liðin frá fæðingu hans á líðandi ári. Vilhjálmur Hjálmarsson menntamála- ráðherra svaraði á þann veg, að slík hátíðabrigði væru til umræðu, en enn væri ekki ákveðið með hvaða hætti til yrði stofnað. Mat mitt er, © INNLENT sagði ráðherra, að það beri að gera á látlausan en virðuleg- an hátt. Ekki ætti að endur- taka stóra Snorrahátíð að Reykholti. Skemmtilegar og fróðlegar umræður urðu um þetta mál, mitt í lokahrinu þingstarfanna, sem raktar verða lítillega á þingsíðu Mbl. síðar. Símaskráin senn afhent SÍMASKRÁIN 1978 er komin út ok verður afhent símnotend- um í Reykjavík, Kópavoni og Ilafnarfirói frá og með mánu- deginum 24. apró nk. en í gildi gengur skráin sunnu- daicinn 7. maí n.k. Upplag símaskrárinnar er um 100 þúsund eintök. Brot skrárinnar er óbreytt frá 1977. Þá hefur Póst- og símamála- stofnunin vakið athygli á skrá yfir númer neyðar og öryggis- síma, sem birt er á forsíðu kápunnar innanverðri, og einnig á baksíðu. Símaskráin verður send út um land næstu daga. RARÍK-stjórn- in skipuð IÐNAÐARRÁÐHERRA hefur skipað í stjórn Rafmagns- veitna ríkisins til næstu fjögurra ára og sitja í stjórn- inni eítirtaldir menni Pálmi Jónsson alþingis- maður, Akri A-Húnavatns- sýslu, formaður, Aðalsteinn Guðjohnsen rafmagnsstjóri Reykjavík, samkvæmt tilnefn- ingu Sambands ísl. rafveitna, Axel Kristjánsson forstjóri, Hafnarfirði, Hjalti Þorvarðar- son rafveitustjóri, Selfossi og Jón Helgason alþingismaður, Seglbúðum, V-Skaftafellssýslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.