Morgunblaðið - 04.05.1978, Síða 1

Morgunblaðið - 04.05.1978, Síða 1
Fimmtudagurinn 4. maí 1978. Bls. 33-64 Norskir framleiðendur sjá sér hag í vörumerkingum NÝLEGA tók Annemarie Lorentzen við embætti norska sendiherrans hér á landi. Þar til 11. janúar í ár var hún ráðherra í stjórn Oddvars Nordlis, og fór þar með neytenda- og stjórnun- armái. í samtalinu, sem hér fer á eftir, segir Annemarie Lorent- zen ma. frá því hvernig neyt- endamálum er háttað í Noregi, en stjórnvöld þar hafa á undan- förnum árum haft margvíslegt frumkvæði í því skyni að tryggja hagsmuni neytendat — I Noregi eru það einkum fjórar stofnanir, sem fara með neytenda- mál, — Ombudsmanns-embættið, markaðsráð, vörumerkingar ráðið og þá stofnun, sem hefur með höndum rannsóknir á ýmsum vörutegundum. — í hverju er starf neytenda— umboðsmannsins fólgið? — Hann tekur við kvörtunum einstaklinga og annarra, sem telja að tiltekin vara eða þjónusta hafi verið um of gyllt í auglýsingum, þannig að söluvarningurinn standist ekki þær kröfur, sem gera mátti samkvæmt auglýsingu. í sambandi við slík mál eru umkvörtunarefnin að sjálfsögðu afar margvísleg, en í ljós hefur komið svo ekki verður um villzt að það sem opinberir aðilar hafa hér að gert hefur orðið til þess að stórbæta auglýsingar. Það hefur færst mjög í vöxt að auglýsingar séu fræðandi, það er að segja að í þeim komi fram gagnlegar upplýsingar, sem bæði geta sparað neytandanum tíma og hjálpað honum til að gera sér grein fyrir gildi vörunnar. í sambandi við vörumerkingar tel ég að þeim málum sé nú orðið mjög vel komið í Noregi. Lögð hefur verið á það áherzla að fá sem flesta framleiðendur til að merkja vöruna, þ.e. að láta ýtarlegar upplýsingar um innihald, meðferð og notkun fylgja. Reyndin hefur orðið sú að enda þótt vörumerkingar kosti dálítið fyrir framleiðandann, og þá auðvitað um leið neytandann, þá sjá framleið- endur sér orðið hag í því að gera þetta, því að merkingarnar vekja traust, og fólk kaupir langtum frekar slíkar vörur. Hins vegar hafa norsk stjórnvöld ekki viljað fara út á þá braut að skylda framleiðendur til vörumerkinga með lagasetningu. Bæði er allra hluta vegna æskilegast að framleiðendur geri þetta af fúsum og frjálsum vilja, og svo kemur það líka til greina að ekki hafa allir — segir Annemarie Lorentzen nýskipaður sendiherra Norðmanna, sem áður var neytenda- mála- ráðherra framleiðendur bolmagn til að standa í þessu. Neyzlurannsóknir í Noregi felast einkum í því að tekin er fyrir og rannsökuð til hlítar ein ákveðin vörutegund eða þjónustugrein. Aflað er ýtarlegra upplýsinga um sem flestar hliðar á málinu og niðurstöð- ur síðan birtar. Þessi starfsemi hefur að sjálfsögðu fræðslugildi fyrir almenning og er ótvírætt til mikilla hagsbóta ekki aðeins fyrir neytendur heldur einnig fyrir framleiðendur. — Sumum finnst neytendavernd af hálfu opinberra aðila, hélt Anne- marie Lorentzen áfram — ganga út í öfgar, og að ríkið sé með þessari starfsemi að taka að sér eitthvert barnfóstruhlutverk. En það er ekki vafi á því að almenningur er eindregið fylgjandi þessari skipan mála, enda er vöruframboð í nútíma- þjóðfélagi svo gífurlegt og margbrot- ið að það er útilokað fyrir venjulegt fólk að afla sér nægilegrar þekkingar og fylgjast með nýjungum án þess að sú þekkingaröflun sé skipulölgð með einhverjum hætti. Talið barst að hinum nýja vett- vangi Annemarie Lorentzen, þátt- töku hennar í stjórnmálum og hlutdeild kvenna í opinberum störf- um: — Eftir að hafa tekið virkan þátt í stjórnmálum í nærri 30 ár hef ég vitaskuld ennþá áhuga á þeim. Þegar ég hóf bein stjórnmálaafskipti var fremur fátítt að konur væru virkar á þeim vettvangi, en það hefur sem betur fer gjörbreytzt. I þingkosning- unum i haust fjölgaði konum veru- lega í Stórþinginu, og þær eru nú 37 talsins, en þingmenn eru alls 155. Auðvitað er þetta ekki hátt hlutfall, þetta er alltof lítið. En ég aðhyllist ekki þá skoðun sem oft heyrist, að konur séu um það bil helmingur þjóðfélagsþegnanna og þar af leið- andi eigi helmingur kjörinna fulltrúa óhjákvæmilega að vera konur. En hið pólitíska frumkvæði hlýtur að koma frá konunum sjálfum. Þá er vert að veita því athygli að frá því að konur fóru að hafa vaxandi afskipti af stjórnmálum hafa þær haft mikil áhrif á ýmsa málaflokka. Það er eðlilegt að þær sinni þeim málum sem þær þekkja vel af eigin raun, og þannig hefur það líka orðið í framkvæmd. Mjög oft hafa konur næmari skilning en karlar á ýmsum málum, til dæmis þeim sem snerta velferð barna og fjölskyldna. Ef við eigum að nefna dæmi þar sem áhrif kvenna hafa bókstaflega ráðið úrslit- um þá er hægt að benda á dagvistun- armál. Hefðu konur ekki tekið af skarið í þeim málum þá efast ég til dæmis um að við hefðum leikskóla. Ef karlar hefðu fengið að ráða einir þá hefðu bílastæði áreiðanlega haft forganginn. Annemarie Lorentzen er fyrsta norska konan, sem skipuð er sendi- herra hjá erlendu ríki, en kona veitir fastanefnd Norðmanna hjá Evrópu- ráðinu í Strasbourg forstöðu og hefur sendiherratitil. Stundum hefur kom- ið fram gagnrýni á það að stjórn- málamenn taki við sendiherraem- bætti, því að það sé ósanngjarnt gagnvart embættismönnum, sem hafi áratuga reynslu á þessu sviði og séu margir um hituna. Annemarie Lorentzen kvaðst kannast við slíkar raddir, en sagði að í Noregi væri í vaxandi mæli rætt um gagnsemi þess að stjórnmálamenn gengju í utan- ríkisþjónustuna og tengdu hana þannig öðrum sviðum þjóðlífsins. Um það hvort starfsemi sendiráða í þeirri mynd, sem tíðkazt hefur væri að verða úrelt, meðal annars með tilliti til fullkominnar fjarskipta- tækni, sagði Annemarie Lorentzen: — Þrátt fyrir fullkomna tækni tel ég nauðsynlegt að bein tengsl séu milli stjórnvalda í ríkjum, sem hafa ýmiss konar samskipti, og sendiráð eru áreiðanlega heppilegasta leiðin til að tryggja slík tengsl. En á síðari árum hefur starfsemi sendiráða breytzt verulega — að minnsta kosti hér á Norðurlöndum. Nú orðið er þetta ekki nærri eins stíft og hátíðlegt og áður var. — Ég er ákaflega ánægð með að vera komin til íslands, sagði sendi- herrann. — Ég er frá Hammerfest og að sumu leyti eru aðstæður á Islandi líkar því sem er í Norður-Noregi. Veðráttan er rysjótt hjá okkur eins og hér og atvinnulífið ræðst að miklu leyti af návíginu við náttúruöflin. Enn sem komið er hef ég lítið farið út fyrir borgarmörkin, en á sunnu- daginn var fór ég í rútu með Ferðafélaginu suður á Garðskaga. Það var mjög skemmtilegt, og það var ekki sízt ferðafélögunum að þakka. Mér lízt mjög vel á mig hér í Reykjavík, þetta er bær, sem hægt er að láta sér líða vel í. Þið hafið líka hagað skipulagningunni svo að enda þótt hér búi hátt í hundrað þúsund manns er enginn stórborgarbragur á Reykjavík, og það finnst mér mikill kostur, sagði Annemarie Lorentzen að endingu. - Á.R.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.