Morgunblaðið - 04.05.1978, Side 3

Morgunblaðið - 04.05.1978, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1978 35 áttunda píanóharmónikku í Vínarborg. Það var hins vegar ekki fyrr en 1909 sem hin nútímalega píanóharmónikka kom fram, og er hún kennd við Pietro Deiro ítalsk-amerískan spilara og tón- skáld, sem flestir harmóniku unnendur þekkja. Annar þekktur harmónikkuleikari og tónskáld Pietro Frosini lét smíða tveggja áttunda bassaborð um 1930. Sú þróun að víkka tónsvið bassans hefur stöðugt haldið áfram Hohner verksmiðjurnar þýsku höfðu lengi forystu, en samtímis (eða áður) höfðu Rússar framleitt hljóðfæri með 4 átt. i bassa það heitir Bayan, hefur 3—5 raðir af hnöppum í dískant og 5—9 raðir bassa. Nú til dags þekkist ekki að flytjendur klassískrar tónl. sem taka sjálfa sig alvarlega leiki á venjulegt Stradella bassaborð, það hefur aftur tekið á sig breytta mynd, sem eignuð er A. Galla- Rini, og breytist með skiptingu í þriggja áttunda borð, en heldur sömu niðurröðun. Rússnesku og þýsku kerfin eru hins vegar byggð eins og þriggja raða hnappaharmónika, annaðhvort með norsku eða sænsku kerfi. Þekkt tónskáld hafa samið verk fyrir harmónikku, m.a. P. Tchai- kovsky, P. Hindemitt, T. Lundquist og flestir nútíma höfundar hafa sýnt henni áhuga. Harmónikkan er meðal yngstu meðlima í fjölskyldu hljóðfær- anna. Þó menn greini á um hvar og hvenær hún fyrst hafi séð dagsins ljós, er víst að það er ekki fyrr en á þessari öld að hún nær þeirri þróun að geta talist full- komið hljómborðs hljóðfæri. Til íslands mun harmónikkan hafa borist á síðustu áratugum 19. aldar, og þá í mjög frumstæðri gerð af díatóniskri — svokallaðri einfaldri harmónikku, er hafði eina röð hnappa, um 2 áttundir og 2 bassa. Til þessa hafði verið harla fátt til fanga um hljóðfæri til að leika fyrir dansi og munu jafnvel hárgreiður hafa verið notaðar til slíks tónlistarflutnings. Þóttust nú menn himin hafa höndum tekið og á árunum eftir síðustu aldamót voru góðir „Harmonicu spilarar" manna vinsælastir. Þeir ferðuðust oft á tíðum langar leiðir í misjöfn- um veðrum reiðandi harmónikkuna í hnakknefinu léku svo fyrir dansi í 10—12 tíma og fengu nokkrar krónur í laun. Má segja að þá þegár hafi mótast hér á landi það viðhorf til harmónikk- unnar, sem enn rikir. Henni var strax ætlað það hlutverk eitt, að vera danshljóðfæri, þar var hver einn fullgildur, sem hafði til að bera þrek og þol ásamt þokkalegri taktfestu og tóneyra. Undan- tekning frá þessu var þó viðleitni nokkurra harmónikkuleikara, sem tóku sig upp og héldu konserta, ýmist einn eða tveir. Að vísu voru viðfangsefnin að mestu danslög. Var þessari tilbreytni vel tekið og leikið fyrir fullu húsi hvarvetna. Nokkrir íslendingár hafa unnið til verðlauna fyrir leik sinn á harmónikku erlendis. Lýður Sigtryggsson varð Norðurlanda- meistari, Einar Sigvaldason Danmerkurmeistari og Grettir Björnsson Kanadameistari. Fyrstur íslendinga er hugði á alvarlegt nám í harmónikkuleik var Bragi Hlíðberg, sem hélt til Bandaríkjanna árið 1947 og dvaldist þar um eins árs skeið. Hann hélt hér tónleika bæði áður en hann hélt utan og eins eftir að hann kom frá námi. Ljóst er að hann hefur verið í fremstu röð harmónikkuleikara heims á þeim tíma, og 30 árum síðar lék hann á plötu, sem er með því bezta sem er til frá þeim árum. Bragi hætti að mestu að leika á harmónikku þegar honum mætti algert tómlæti hér heima. Það skal þó tekið fram, að hann vakti mikla hrifningu á tónleikum sínum, og er mönnum í minni enn þann dag í dag. Samt sem áður hófst um þetta leyti það skeið er skipti sköpum fyrir harmónikkuna hér á landi. Tón- listarskólar hófu hver af öðrum starfsemi sína án þess að henni væri gaumur gefinn, og er svo enn. Kjólar Stefáns og Katrínar sem kynntir eru hjá íslenzkum heimil- isiðnaði eru bæði stuttir og síðir. Einnig eru kynntar mussur. Listkynning hjá íslenzkum heimilisiðnaði ÍSLENZKUR heimilisiðn- aður hefur opnað listkynn- ingu í verzlun sinni að Hafnarstræti í Reykjavík og gert er ráð fyrir að listkynningar sem þessi verði í verzluninni fram- vegis, þar sem kynntir verða tveir til þrír lista- menn hverju sinni. Það listafólk sem kynnt er um þessar mundir er Haukur Dór leirkerasmiður og hjónin Katrín Ágústsdóttir og Stefán Halldórs- son, sem sýna batikkjóla og mussur. Katrín og Stefán hafa starfrækt vinnustofu í 12 ár, fyrst sem hliðargrein við kennslu en nú sem aðalstarf og sögðust þau einkum hafa fengizt við ýmiss konar þjóðlífsmyndir, en hygðust nú reyna m.a. að vinna meira batikkjóla og mussur í framtíð- inni. Katrín stundaði listnám í Danmörku og hefur haldið einka- sýningar og tekið þátt í samsýn- ingum. Haukur Dór hefur starfrækt sína vinnustofu í rúm 10 ár og var áður við listnám í Skotlandi og Danmörku og hefur hann einnig haldið einkasýningar og verið með á samsýningum. Munir þeir er Haukur Dór sýnir eru bæði búshlutir og skúlptúr í steinleir. Gerður Hjörleifsdóttir hjá ís- lenzkum heimilisiðnaði sagði að ráðgert væri að sýningin stæði til 26. maí og væri þetta byrjunin á starfi sem væntanlega yrði áfram- hald á, það hefði lengi verið hugmyndin að reyna þessa nýjung. Að lokum sagði hún að kjólar Stefáns og Katrínar yrðu kynntir á sýningu í Skálafelli á fimmtu- dagskvöld. Fyrstadags- umslög seld til styrktar Húsavík- úrkirkju Húsavik. 2. mai í TILEFNI af útgáfu nýju frí- merkjanna í dag þar sem mynd er af Húsavíkurkirkju á öðru þeirra hefur sóknarncfnd kirkjunnar látið gera 500 áprentuð umslög með mynd af kirkjunni og látið stimpla þau á útgáfudegi. Verður ágóðanum af sölu þeirra varið til cndurbóta á kirkjunni. Þau verða seld næstu daga í bönkunum á Húsavík og kostar umslagið 400 krónur. Fréttaritari. Utsölu- markaóur aðeins MGAR í lönaöarmannahúsinu Hallveigarstíg Mikið úrval af nýjum vörum teknar fram þessa tvo daga Opið laugardag Vinnufatabúðin

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.