Morgunblaðið - 04.05.1978, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MAI 1978
37
Raufarhólshellir í Þrengsl-
unum er í alfaraleiö. Op hans
eru aðeins nokkrar bíllengdir
frá veginum, en þar sem engin
merking er við hellinn fara
flestir þar fram hjá án þess að
hafa hugmynd um að í götu
þeirra er sérkennilegt
náttúru fyrirbæri sem
skemmtilegt er að skoða,
jafnvel þótt aðeins sé
farið steinsnar inn í
hellinn. Meðfylgjandi
myndir voru
teknar fyrir skömmu
fremst í hellinum, en
mestan hluta ársins
er ísing þar á um 100
metra kafla af þeim
u.þ.b. lOOOmetrum sem
hellirinn nœr inn í jörðina.
ísingin myndast þegar
vatn drýpur í gegn um
jarðveginn fyrir ofan hellisloft-
ið og koma kynlegar ísmyndan-
ir upp úr hellisgólfinu þegar
frostið bindur dropa eftir
dropa og einnig hanga grýlu-
kerti niður úr loftinu. Gólf
Raufarhólshellis er grýtt urð,
en það er magnað að fara um
hana þegar kynjaverur ísing-
arinnar tróna þar hundruðum
saman,, sumar allt að mann-
hœðar háar. Sá hluti hellisins
er á mörkum birtu og myrkurs,
en nauðsynlegt er að hafa
vasaljós með sér þar inn til
skoðunar. Hellirinn er fegurst-
urfremst við opin, svo og innst
inni þar sem hann greinist í
tvennt, Tröllastofu og Hraun-
fossinn þar sem dreggjar
hrauns hafa storknað í fallinu.
Loftop erufremst í hellinum,
en endaopið er með afltðandi
göngustig. Auðvelt er að finna
Raufarhólshelli með því að
hyggja að girðingu sem er
vinstra megin við veginn þegar
komið er austur Þrengslin,
nokkur hundruð metra áður en
komið erfram á brún vegarins
í brekkunni niður úr Þrengsl-
unum. Girðingin er i kring um
opin á Raufarhólshelli, sem
geta hulist i miklum snjóum, en
á vetrum er endaopið oft á kafi
i snjó, en hins vegar fært í
hellinn um snjódyngjur í loft-
opunum.
Og stjörn-
urnar blika
Heiðdís Norðfjörði
Ævintýri frá annarri stjörnu
TeikninKar eftir Þóru Sigurðar-
dóttur
Bókaforlag Odds Björnssonar
Akureyri 1977
Fyrir jólin kom út bók eftir
ungan höfund, sem ekki hefur sent
bók frá sér fyrr.
Eins og nafnið ber með sér er
hér á ferðinni ævintýri. Höfundur
lætur hugann reika til þeirra daga
er hann lítill horfði á stjörnurnar
út um gluggann sinn og velti því
fyrir sér „hvort verið gæti að fólk
byggi á einhverri þeirra“.
Svo verður ævintýrið til: „Litla
stjarnan sem ég ætla að segja
ykkur frá heitir Sólblika —“
Og höfundurinn vill leyfa les-
endum sínum að ferðast með sér
til stjörnunnar Sólbliku: „En
heyrið þið krakkar, á ég að leyfa
ykkur að ferðast þangað upp með
mér?“ Síðan dregur höfundurinn
upp myndir af landslagi á Sól-
bliku: „Grænar grundir, víðáttu-
miklir skógar, hrikaleg fjöll, ár,
lækir, fossar og stöðuvötn. Höfin
blá og breið og himinninn er
heiður og blár — “
Allt er líkt og á jörðinni nema
— allt er dvergvaxið.
Höfundur freistar þess ekki að
verða þátttakandi í ævintýrum
þeim er hann lætur gerast. Hann
verður sögumaður og lesendur eru
hlustendur hans, sem ferðast með
honum til Sólbliku. Hetja sögunn-
ar er litli drengurinn Astró sem
býr í litla skakka húsinu Sólskins-
bæ.
„En í litla skakka Sólskinsbæ
búa fleiri en Astró litli. Þar búa
einnig pabbi hans og mamma,
hundurinn Júpiter, kötturinn
Merkúr. Ekki má ég nú gleyma
litla bláa hestinum honum
Appolló, því að Astró og hann eru
óaðskiljanlegir vinir." Pabbi
Astrós er skógarvörður í Stóra-
skógi. „ — og Astró fannst ekkert
eins gaman og að reika með
honum um skóginn. — “
Og dag nokkurn þegar „ —
Himinninn var heiður og blár og
sólin hellti geislum sínum yfir
Sólskinsbæ" lögðu Astró, faðir
hans, hundurinn Júpiter og hest-
urinn Appoló af stað inn í skóginn.
„Þeir gengu eftir litlum skógarstíg
og Astró var svo glaður. Hann
teygaði að sér skógarilminn og
hugsaði með sér, hvað allt væri
fagurt í dag.“ En í skógiiium verða
Astró og félagar hans fyrir því
óhappi að týna föður Astrós.
„Pabbi“, kallar Astró. „Pabbi“.
En enginn svaraði. Hvar var pabbi
hans? Þetta var sannarlega dular-
fullt.“ Þeir leita og leita, verða
brátt svangir og seðja svengd sína
með grænum berjum. Þeir til
mikillar skelfingar missa þeir
brátt minnið, muna ekki hvar þeir
eiga heima. Astró og félagar hans
lenda nú í margs konar ævintýr-
um, meðan pabbi hans fer að
ráðum uglunnar og snýr heim er
hann hefur týnt drengnum sínum.
Og nú koma við sögu: Galdranorn-
in Anganóra, Grænhaus galdra-
karl, Bolsíus búálfur, Krummi
króknefur, kústar sem þjóta um
loftið og galdraprik.
Höfundi tekst vel að sameina
frásagnargleði sína og hugmynda-
flugið gerir söguna of flókna
ungum lesendum fyrir það hve
mörgum er sífellt bætt inn í hana.
Heildarsvipurinn verður veikari af
því Astró litli og Appolló hverfa
stundum fyrir öðrum, sem koma
þó minna við sögu til þess að halda
spennu hennar á þessu ævintýra-
lega ferðalagi þeirra félaga.
Málið á bókinni er gott og
ævintýrið er fallegt og hreint.
Heiðdís Norðfjörð sýnir með
þessu ævintýri sínu góða hæfileika
til listrænnar túlkunar á viðfangs-
efnum sínum, þeir hæfileikar
hljóta að koma betur í ljós með
Bókmenntlr
eftir JENNU
JENSDÓTTUR
Heiðdís Norðfjörð
æfingu og ögun. Það verður því
mikil eftirvænting að næstu bók
hennar. Og það er von mín að ekki
líði á löngu þar til við heyrum á
ný frá þessum unga höfundi, sem
strax hefur reynst eftirtektarverð-
ur.
Frá forlagsins hendi er allur
frágangur til fyrirmyndar, eins og
á öðrum bókum sem frá því koma.
Myndskreyting er mjög góð.
Sigurpáll
með 40 mál-
verk í Keflavík
SIGURPÁLL ísfjörð opnaði
málverkasýningu s.l. laugardag
í Iðnaðarmannasalnum í Kefla-
vík. Sigurpáll sem er búsettur
í Kópavogi sýnir þar 40 mál-
verk, sem flest eru máluð á
síðasta ári. Þetta er þriðja
einkasýning Sigurpáls. Fyrir-
myndirnar eru sóttar hingað og
þangað um landið. Sýningin er
opin daglega virka daga frá
6—10 en helgar frá 2—10 og
sýningunni lýkur n.k. laugar-
dagskvöld 6. maí.
EFÞAÐERFRETT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
Al (ÍLYSINGA
SIMINN ER:
22480