Morgunblaðið - 04.05.1978, Blaðsíða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1978
Hverfafundir borgarstjóra...Hverfafundir borgarstjóra
Birgir ísleifur Gunnarsson borgarstjóri ^hélt sinn
annan hverfafund á þessu ári s.l. sunnudag í Átthagasal
Hótels Sögu. Var þessi fundur fyrir íbúa í Nes- og
Melahverfi, Vestur- og Miðbæjarhverfi. Fundinn sóttu
um 200 manns, þrátt fyrir einstaklega gott veður.
Fundarstjóri á fundinum var Hörður Sigurgestsson, en
fundarritarar Garðar Pálsson og Helga Bachmann. í
upphafi fundarins flutti borgarstjóri yfirgripsmikla
ræðu um málefni Reykjavíkurborgar, framkvæmdir á
yfirstandandi kjörtímabili, og hvað væri í bígerð. Að
ræðu borgarstjóra lokinni var fundargestum heimilt að
bera fram spurningar til borgarstjóra, sem hann svaraði
jafnharðan og fara spurningar og svör borgarstjóra hér
á eftir.
Fólksfækkun
Valtýr Guðmundsson spurði
hvort borgarstjóri hefði tekið eftir
því, að það væru allir að fara úr
Vesturbænum, hefði borgarstjóri
tekið eftir því að í þessu hverfi
væru allir skólar að tæmast. Af
hvaða ástæðu stafar þetta; er það
ekki vegna lánastarfseminnar að
allt unga fólkið fer upp í Breið-
holt? Hefur borgarstjóri eitthvað
velt þessu máli fyrir sér og hefur
hann hug á að hjálpa okkur með
hærri lánum til kaupa á eldra
húsnæði þannig að unga fólkið
setjist hér að á ný?
I svari Birgis ísleifs Gunnars-
sonar borgarstjóra kom það fram,
að nú benti ýmislegt til þess að
fólksfækkunarþróunin í Vestur-
vatnaði báðum megin við hann og
var þurrlendið til forna kallað Eiði
og af því ber jörðin nafnið.
Ég vil benda á að t.d. í
Vestmannaeyjum er Eiði, vegna
þess að sjór er báðum megin við
það, í Mosfellssveit er jörðin Eiði
og ber nafn af grandanum, sem
gengur út í Geldinganes. Sá grandi
heitir Eiðisgrandi, en ekki Eiðs-
grandi," sagði Meyvant.
I svari borgarstjóra kom fram
að líklega væri rétt hjá Meyvant
að kalla grandann eftir Eiðinu, en
hins vegar hefði það festst í máli
manna að kalla svæðið Eiðsgranda
og héldi hann að á öllum skipu-
lagsuppdráttum þar sem grandinn
væri sýndur, væri hann kallaður
Eiðsgrandi, en ekki Eiðisgrandi.
Birgir ísleilur Gunnarsson borgarstjóri flytur ræðu sína á
hverfaíundinum á sunnudag. Ljósm. Mbl.i Ól.K.M.
borgurum í Reykjavík virtist oft
að þegar fólk úti á landi væri búið
að vinna sitt ævistarf, kæmi það
til Reykjavíkur og léti Reykjavík-
urborg greiða þá þjónustu sem það
þyrfti á að halda. Sagðist Sölvi
vilja ítreka spurningu sína um
hver væri hlutur hins opinbera í
þessari þjónustu og hvort þessi
liður væri ekki óeðlilega þungt
álag á hinum reykvíska skattborg-
ara?
Borgarstjóri sagðist skilja
spurningu Sölva þannig, að hann
vildi fá að vita um þátt ríkisins í
þjónustu við aldrað fólk. Þáttur
ríkisins í rekstri stofnana fyrir
aldrað fólk kæmi fyrst og fremst
til greina við stofnanir sem flokka
mætti undir sjúkrahús. Þá greiddi
ríkið reksturskostnað slíkra stofn-
ana og mætti t.d. nefna sjúkra-
rýmið í Hafnarbúðum í því sam-
bandi og aðrar sambærilegar
stofnanir, en þegar um væri að
ræða íbúðir fyrir aldrað fólk
kostaði borgin þær að fullu og þá
kæmi ekki til styrkur frá ríkinu.
Skautahöll
Helgi Geirsson spurði um gang
mála varðandi byggingu skauta-
hallar og eflingu skautaíþróttar-
innar í Reykjavík.
í svari Birgis ísleifs borgar-
stjóra kom fram, að á sínum tíma
hafði verið fullhannað vélfryst
Vesturbærinn er
taka við auknum
Hörður Sigurgestsson (t.h.) var fundarstjóri, en fundarritarar þau
Ilelga Bachmann og Garðar Pálsson.
»
tilbúinn að
fólksfiölda
bænum væri hætt, því að meðal-
aldur íbúanna hefði jafnvel lækk-
að eitthvað. „Ég efast ekki um að
einn af þeim þáttum, sem hér á
hlut að máli er lánastarfsemin.
Reykjavíkurborg hefur því óskað
eftir því við Húsnæðismálastjórn
ríkisins að þessu verði breytt. Nú
nýlega var viðræðunefnd milli
þessara aðila sett á laggirnar til
þess að reyna að finna lausn á
lánavandamálinu.
Ég held að það sé alveg öruggt,
að ungt fólk, sem er að stofna
heimili og stendur frammi fyrir
því hvort það eigi að kaupa gamalt
eða byggja nýtt, velji nýbyggingu,
þar sem lánamöguleikar til ný-
bygginga eru miklu meiri og þess
vegna stefnir yngra fólkið mjög
hægt inn í gömlu hverfin, þó að nú
hafi orðið allmikil breyting á, en
þessu þarf að fylgja betur eftir
með breyttri lánastefnu. Borgin
sjálf hefur hins vegar ekki farið út
í lánveitingar í þessu skyni, m.a.
vegna þess að okkar framkvæmda-
þörf er svo mikil að við höfum ekki
treyst okkur að fara út í lánveit-
ingar til kaupa á eldra húsnæði,"
sagði borgarstjóri.
Eiðisgrandi
— ekki Eiðsgrandi
Meyvant Sigurðsson sagðist
koma með áréttingu en ekki
fyrirspurn. „Ég hef orðið var við
það í blöðum og manna á meðal að
grandinn sem liggur á milli
jarðarinnar Eiðis á Seltjarnarnesi
og Bráðræðis er kallaður Eiðs-
grandi en það er rangnefni. Hann
heitir Eiðisgrandi.
Það hagar þannig til, að þegar
vatn kom að þessum granda að þá
Melavöll-
urinn
verður vart
lagður
niður
Lóðaúthlutanir í nýja
miðbænum
Sveinn Björnsson spurði hvort
áform væru um frekari lóðaúthlut-
anir í svonefndum „nýja miðbæ".
„Borgarstjóri talar um miðborg og
miðbæ, en heitir þetta ekki „nýja
miðborg". Hvert verður framhald-
ið á lóðaúthlutunum fyrir félags-
starfsemi eða aðra starfsemi,"
spurði Sveinn.
Borgarstjóri sagði að því væri til
að svara, að á þessu ári væri ekki
gert ráð fyrir frekari lóðaúthlut-
unum. „Við höfum hugsað okkur
að halda áfram að byggja upp
gatnakerfið í nýja miðbænum, en
urðum að skera þær framkvæmdir
niður, — sleppa þeim úr fjárhags-
áætlun á þessu ári vegna fjár-
skorts — þannig að það verður
ekki fyrr en á næsta ári, sem við
getum haldið áfram að byggja upp
nýja miðbæinn og úthluta lóðum
þar,“ sagði borgarstjóri.
Er hægt að létta á
umferðarþunganum í
Vesturbænum?
Anna Kristjánsdóttir sagðist
vilja taka undir með fyrsta
spyrjanda um að full ástæða væri
fyrir borgaryfirvöld að huga að
þeirri fólksfækkun sem væri orðin
í Vesturbænum. „Ég vil þó upplýsa
það sem kom fram á fundi
íbúasamtaka Vesturbæjar með
skipulagsyfirvöldum, að meðalald-
,ur fólks í hverfinu fer nú einmitt
lækkandi, andstætt því sem er í
mörgum eldri hverfum borgarinn-
ar. „Mig langar því að spyrja
borgarstjóra hvaða hugmyndir
embættismenn borgarinnar hafi
um að létta á umferðarþunga
þessa hverfis, hvaða hugmyndir
þeir hafi um að auka græn svæði,
hvort lán til kaupa á eldra
húsnæði verði hagstæðari, og eru
borgaryfirvöld tiibúin til að taka
við vaxandi fjölda barna í þessu
hverfi, er t.d. Vesturbæjarskólinn
í stakk búinn til að taka við
auknum barnafjölda, eru leikskól-
ar — dagheimili á þessu svæði —
eins og Drafnarborg tilbúin að
bæta við sig börnum?"
„Umferðarþungann verður
væntanlega ekki unnt að létta,“
F ólks-
fækkun
í Vestur-
bænum er
hætt
sagði borgarstjóri í upphafi svars,
„t.d. á ég ekki von á að hægt verði
að létta umferð af Hringbraut,
sem er mikilvæg samgönguæð og
tengir saman hafnarsvæðið og
önnur svæði borgarinnar.
Við höfum möguleika á að bæta
hér við dagheimilum og leikskól-
um. Það er verið að bæta við einu
dagheimili í Vesturbænum, þar á
ég við Vesturborg, sem þó tekur
ekki nema 34 börn, og lóðir eru til
fyrir stofnanir sem þessar á fleiri
stöðum í Vesturbænum.
Græn svæði eru allmörg í
Vesturbænum og niöguleiki er á
því að stækka þau, búa betur út og
koma þar fyrir betri aðstöðu til
þess að draga fólk að.
Niðurstaða mín er því sú, að það
sé alveg óhætt að stefna að auka
mun fólksfjölda hér á ný, fá
meðalaldurinn niður, með því að fá
meira af ungu fólki til að setjast
að í hverfinu. Ég þykist vita að
borgin geti uppfyllt þær þjónustu-
skyldur, sem á henni hvíla í
þessum efnum."
Göngustígur
Hörður Guðmundsson spurði
hvort mögulegt væri að fá lag-
færðan göngustíg, sem væri á milli
Dunhaga og Neshaga, sunnan við
Hagaskóla. Það sem sérstaklega
þyrfti að lagfæra væri timburstigi
við barnaheimilið við Fornhaga.
Um þennan stíg færi mikill fjöldi
erlendra ferðamanna og eins
íslenzkra vegfarenda, ekki sízt
barna.
Borgarstjóri sagðist skyldu at-
huga þetta mál og koma þessari
ábendingu áleiðis.
Hlutur hins
opinbera í
þjónustu við
aldraða
Sölvi Eysteinsson sagðist vilja
spyrja borgarstjóra um hlut hins
opinbera í þjónustu við aldraða.
Kvað Sölvi það margoft hafa
komið fram, að aldraðir í Reykja-
vík væru hlutfallslega fleiri en
annars staðar á landinu. Skatt-
skautasvell i Laugardal og átti að
staðsetja það austan við Laugar-
dalshöll. „Svellið var hannað á
þann hátt að fullkominni skauta-
aðstöðu yrði komið á tveimur
áföngum. Annars vegar skyldi
svellið byggt, og með það traustum
undirstöðum að hægt væri að
byggja hús yfir það síðar. Hins
vegar var gert ráð fyrir vélbúnaði.
Fyrsti áfanginn var svo boðinn út
á árinu 1974, en þá reyndust
útboðin í mannvirkið vera svo há,
— iangt umfram allar kostnaðar-
áætlanir — að borgin hafnaði
þeim öllum og verkið var lagt til
hliðar.
Enn hefur ekki verið ákveðið
hvenær ráðist verður í þetta verk
að nýju og það boðið út. Við röðun
framkvæmda á sviði íþróttamála
hafa önnur verkefni verið talin
meir aðkallandi eins og t.d. að
ljúka við og bæta búningsklefa við
Sundlaug Vesturbæjar, ljúka við
vellina í Laugardal. En það er svo
borgarstjórnar að ákveða hvenær
ráðist verður í skautasvellið á ný,
en framkvæmd sem þessi miðast
yfirleitt við gerð fjárhagsáætlun-
ar.“
Fleiri bekki vió
sundlaugina
Björg Einarsdóttir spurði hvort
ekki væri hægt að bæta við fleiri
bekkjum fyrir framan innganginn
að Sundlaug Vesturbæjar. Benti
hún á, að á sunnudagsmorgun er
hún hefði farið í laugina hefði þar
verið margt um manninn af ýmsu
þjóðerni í fögru veðri. Við inngang
sundlaugarbyggingarinnar væri
Lóðum
úthlutað í
nýja mið-
bænum á
næsta ári