Morgunblaðið - 04.05.1978, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 04.05.1978, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1978 4 1 Hverfafundir borgarstjóra...Hverfafundir borgarstjóra rúmgott hlað, sem væri kjörinn mannamótsstaður. Aðeins einn bekkur væri þarna og rúmaði 4 í sæti. Að lokinni laugarferð hefðu margir stanzað þarna til að bíða eftir samferðarfólki sínu eða til að njóta góða veðursins, hvíla sig og blanda geði við annað fólk. Því þyrfti að koma þarna fyrir fleiri sætum til að bæta skilyrði fyrir mannlegum samskiptum, auk þess sem gera mætti umhverfið meira aðlaðandi, t.d. með blómum og öðru er gleddi mannlegt auga. Borgarstjóri kvað þetta ágætis hugmynd, sem hann myndi koma á framfæri. Bæði mætti koma þarna fyrir bekkjum og eflaust á fleiri stöðum í borginni þannig að fólk gæti komið saman, notið útivistar og fagurs umhverfis. Skipulag á Landakotstúni samþykkt Gyða Jónsdóttir spurði hvort fullnaðarsamþykkt borgaryfir- valda væri fengið til fyrirhugaðra bygginga á nær öllum vesturhluta Landakotstúns, auk þess sem fyrirhugað væri að skerða austur- hluta túnsins með bílastæðum. í svari borgarstjóra kom fram að borgaryfirvöld hafa endanlega staðfest skipulag á Landakotstúni og gert um það bindandi samning við kaþólska söfnuðinn. „Hins vegar er það ofmælt hjá fyrir- spyrjanda að reiknað sé með byggingu á nær öllum vesturhluta túnsins, þ.e. vestan við göngustíg- inn sem liggur um Landakotstún. Það er gert ráð fyrir byggingum í stað þeirra sem verða rifnar kringum skólann, en hann á hins vegar að standa. Þarna er gert ráð fyrir að hægt sé að byggja biskupsstofu og prestshús, við Hávallagötu, næst þeim lóðum, sem þegar eru byggðar. Ennfremur er gert ráð fyrir að tekin verði mjó ræma af túninu við Túngötu undir bílastæði, en að öðru leyti verður túnið skipulagt sem útivistarsvæði. Með þessu er borgin búin að tryggja sér endan- legan yfirráðarétt yfir öllu svæð- inu austan göngustígsins á Landa- kotstúni. Þar er hugmyndin að skipuleggja skrúðgarð og eiga tillögur að liggja fyrir í lok þessa árs. Sannleikurinn er sá að borgin hefur aldrei haft nein yfirráð yfir þessu túni. Kaþólski söfnuðurinn hefur átt það og getað gert það, sem hann hefur langað til með túnið, nema að byggja á því án leyfis. T.d. hefði söfnuðurinn getað girt túnið af,“ sagði Birgir ísleifur. Hundahald Sigurður Pétursson spurði hvort vænta mætti einhverra breytinga á framkvæmd reglu- gerðar þeirrar sem bannar hunda- hald í Reykjavík. Borgarstjóri sagði, að hunda- hald kæmi til umræðu í borgar- stjórn við og við. Síðast myndi hann eftir að rætt hefði verið um hundahaldið fyrir tæpum tveimur árum og reglugerðin þá verið rædd. Mikill meirihluti borgar- stjórnar hefði þá ekki viljað breyta þeirri stefnu, sem ríkt hefði í þessum málum. Hins vegar væri því ekki að neita að reglugerðinni væri ekki framfylgt eins og skyldi, sem stafaði einfaldlega af því, að lögreglan teldi sig skorta nokkra lagalega heimild til þess að framfylgja hundabanninu á þann hátt, sem hún teldi að dygði. Skúr við Sörlaskjól Sigrún Guðbjörnsdóttir sagði að fyrir síðustu borgarstjórnar- kosningar hefði íbúum Sörlaskjóls verið lofað að skúr framan við húsin nr. 58-60 yrði rifinn, en þetta loforð hefði ekki verið efnt. Þessu máli hefði þó verið haldið við af hálfu íbúa t.d. á fundi, sem haldinn var með borgarstjóra 5. nóvember 1976. Sagðist hún vilja Nýtt dag- heimili í byggingu í Vestur- bænum minna borgarstjóra á, að þetta hverfi væri nú orðið 35 ára og vonuðust íbúar eftir aðgerðum í skúramálinu hið fyrsta. „Sannleikurinn er sá, að það hefur reynst erfiðara en flestir héldu í upphafi, að losna við þennan skúr, sem er í einkaeign. Samningar við aðilann sem á skúrinn hafa ekki tekizt, en borginni hefur þó tekizt að losna við aðra skúra þarna í'nágrenninu. Borgin hefur gert tilraunir af og til í þá átt að ná samningum við eigenda umrædds skúrs, en ekki tekizt, en ég mun gera eina tilraun »enn,“ sagði borgarstjóri. Melavöllurinn og framtíðin Loftur Guðbjartsson spurði hvort fyrirhugað væri að leggja Melavöllinn niður í framtíðinni og ef svo væri, hvernig það svæði yrði þá nýtt. Borgarstjóri sagði að þegar Háskóli íslands hefði orðið 60 ára árið 1961, hefði Reykjavíkurborg gefið háskólanum allmikið land í nágrenni við skólann og þar á meðal svæðið, sem Melavöllurinn væri á. Hins vegar hefði ekki enn verið gengið endanlega frá skipu- lagningu á þessu svæði. Það vissu þó flestir að með byggingu Þjóðar- bókhlöðu hefði Melavöllurinn skerst nokkuð, en með því að færa völlinn aðeins til væri sýnt að hægt væri að nota hann um ófyrirsjáanlegan tíma og sér segði hugur um að við gætum verið róleg vegna framtíðar Melavallarins. Söluturn við Lækjargötu Theódór Lilliendahl spurði hvort gamli söluturninn sem settur hefði verið upp í Austur- stræti, yrði þar til frambúðar og hvaða hlutverki hann ætti að gegna þar. I svari borgarstjóra kom fram, að söluturninn verður á þessum stað til frambúðar. Skoðanir um staðsetningu turnsins væru og hefðu verið nokkuð skiptar, en ástæðan fyrir því, að turninum hefði verið komið fyrir á þessum stað, væri að hann hefði upphaf- lega staðið á Lækjartorgi, þaðan hefði hann verið fluttur á horn Hverfisgötu og Kalkofnsvegar og síðan upp í Arbæjarsafn. Þá hefði hann verið gerður upp og fluttur í miðborgina á ný. „En ástæðan fyrir því að turn- inn er nú í mynni Austurstrætis er sú, að Lækjartorg hefur löngum verið vinsæll staður til að halda fjöldafundi og samkomur, en ef turninn hefði verið settur niður á mitt torgið hefði hann slitið það í sundur og torgið orðið illnothæft sem fundarstaður. Það er ráð fyrir því gert að í turninum verði fyrst og fremst upplýsingaþjónusta fyrir ferða- menn í svipuðum dúr og var í biðskýlinu á Lækjartorgi undan- farin sumur, og þá fyrst og fremst fyrir erlenda ferðamenn. Hvort einhver sölustarfsemi verður einn- ig í turninum, hefur engin ákvörð- un verið tekin um enn,“ sagði borgarstjóri. Landakotsskóli hverfisskóli Sigríður A. spurði hvort eitt- hvað væri því til fyrirstöðu að Landakotsskóli fengi fjárveitingu til kennarahalds, þar sem skólinn hefði þjónað borginni með prýði frá aldamótum. Nú ætti skólinn í vök að verjast vegna fjárskorts. Það væri vitað að einn kennari væri á launum hjá borginni og segði það sig sjálft að það það þætti lítil aðstoð hjá öðrum stofnunum. Borgarstjóri sagði að Landa- kotsskóli væri einkaskóli, sem hingað til hefði ekki verið felldur inn í hið ákveðna skólakerfi borgarinnar að öðru leyti en því að hann hefði full réttindi sem slíkur. „Fyrir tveimur árum var þess óskað af hálfu Landakotsskóla að borgin styrkti skólann með fram- lagi, sem næmi launum eins kennara og það hefur borgin gert. Hins vegar hefur ekki komið til tals að auka þessa styrkveitingu. Það hefur komið til tals, en er þó alls óvíst, að Landakotsskóli verði raunverulegur hverfaskóli fyrir vesturbæinn og gamli Vesturbæj- arskólinn verði þá lagður niður, þannig að nýi Landakotsskólinn taki við hans hlutverki," sagði borgarstjóri og bætti því við að þetta mál væri enn á algjöru frumstigi, og hann hefði aðeins sagt frá þessu, vegna framkominn- ar spurningar. Skipulag á Eiðisgranda Valtýr Guðmundsson spurði hvernig skipulagi á Eiðisgranda- svæðinu yrði háttað í framtíðinni. Sagði hann að fyrir 8 árum hefði Geir Hallgrímsson sýnt grænt Endanlegt skipulag á Landa- kotstúni staðfest svæði á þessum stað, síðan hefði komið eitthvað nýtt, sem fólk fengi ekki að vita. „Það er sennilega misminni hjá Valtý að þarna hafi átt að vera grænt svæði," sagði borgarstjóri í svari sínu. „Á gamla skipulaginu var gert ráð fyrir að Eiðisgranda- svæðið yrði iðnaðarsvæði og einnig yrði hægt að byggja upp í beinu framhaldi af höfninni vörugeymsl- ur og fiskverkunarhús. Þessu skipulagi var síðan breytt og ákveðið að byggja þarna íbúðarhverfi og þá í nokkrum áföngum. Nú er búið að byggja fjölbýlishús með 146 íbúðum; þá hefði verið úthlutað tveimur fjöl- býlishúsum 7 og 9 hæða, þrem 3 hæða fjölbýlishúsum og 13 raðhús- um verður úthlutað. Samtals eiga að vera í þessum húsum 125 íbúðir auk raðhúsanna. Síðan er gert ráð fyrir að svæðið verði skipulagt áfram í átt að mörkum Seltjarnarness, en það skipulag er ekki enn fullfrágengið. Á því svæði má búast við bland- aðri byggð fjölbýlishúsa og rað- húsa og hugsanlega verða þarna einnig einhver einbýlishús, en inn á milli verða háhýsi, sem lyfta sér upp úr byggðinni," sagði borgar- stjóri. Landakotsspítali stækkaður Aldís Schram sagðist hafa heyrt að í bígerð væri að stækka Landakotsspítala. Sig langaði til að vita hvort eitthvað væri til í þeim efnum, og hvort borgarstjóri teldi mögulegt að beina umferð- inni, sem nú væri í kringum Landakot eitthvað annað. Umferð- in þar væri orðin alltof mikil. I svari sínu sagði borgarstjóri að það væri rétt, að stjórnendur Landakotsspítala hefðu hug á að stækka hann. „í þessu máli liggur ekki fyrir nein samþykkt né heldur hefur komið fram beiðni frá sjúkrahússtjórninni um stækkun spítalans. Það hefur alltaf verið gert ráð fyrir, að hægt verði að byggja við spítalann og þá álmu út að Öldugötu. Um staðsetningu, hæð álmunnar og hve nálægt Öldugötu hún ætti að koma er allt óvíst og að sjálfsögðu verður húsbyggingin ekki samþykkt án þess að tekið verði tillit til umhverfisins á þessum stað. í fyrirhugaðri álmu hefur sjúkrahússtjórnin áhuga á að koma fyrir þjónustumiðstöð, eins konar göngudeild, og hugsanlega heilsugæzlustöð fyrir þetta hverfi og einhverri þjónustuaðstöðu fyrir spítalann. Þetta mál er hins vegar á algjöru byrjunarstigi og forráða- menn Landakotsspítala hafa tjáð mér, að þessi framkvæmd sé ekki á næstu grösum. Hins vegar er það öruggt að þegar málið kemur á dagskrá að þá verður það kynnt íbúum þessa hverfis," sagði borg- arstjóri. Rafmagnsbílar Helgi Geirsson sagðist hafa áhuga á að vita nánar um kaup Reykjavíkurborgar á rafmagnsbíl- um. Borgarstjóri sagði í svari sínu til Helga að borgarstjórn hefði samþykkt tillögu um að kanna hvort rétt væri að gera tilraun með rafmagnsbíla í Reykjavík, annars vegar með strætisvagna og hins vegar með létta þjónustubíla, sem borgin ætti og ræki fyrir sína vinnuflokka. „Þessi athugun er rétt á byrjunarstigi og það líður eflaust nokkur tími þar til ákvörð- un verður tekin.“ Lán til íbúðakaupa Anna Kristjánsdóttir sagðist ekki geta stillt sig um að spyrja borgarstjóra í sambandi við hug- myndir hans um Landakotsskóla og um leið hugsanlega breytingu á skólafyrirkomulagi í Vesturbæn- um, hvort til stæði að byggja við Landakotsskóla. Hún minntist þess ekki að í samningum við kaþólska söfnuðinn væri nokkurs staðar getið um hugsanlega skóla- byggingu. I öðru lagi sagðist hún vilja spyrja hvort ekki væri rétt að borgin hefði eitt sinn hugsað sér að auka lánastarfsemi til kaupa á eldra húsnæði og hvort borgar- stjóri teldi ekki eðlilegt að taka það mál upp aftur, sérstaklega nú þegar hann kvartaði undan mikl- um kostnaði i nýjum hverfum t.d. við lagningu skolpræsa. Birgir ísleifur Gunnarsson sagði í svari sínu, að í samningum við Landakotsskóla væri gert ráð fyrir að byggja nýja kennsluálmu við skólann. „Það er sú stækkun sem getur komið þvi til leiðar, að þessi skóli geti gegnt ákveðnu hlutverki í kerfinu." Varðandi lán til kaupa á eldra húsnæði sagði borgarstjóri, að slíkt hefði komið til tals í borgar- stjórn og tillögur þar að lútandi bornar fram. „Við höfum hins vegar ekki treyst okkur til þess að fara út í lánastarfsemi, einfald- lega af fjárhagsástæðum, þar sem okkar verkefnalisti er ávallt það langur og þó svo að svona lána- starfsemi sparaði nýbyggingar í nýjum hverfum þá skila lánin sér á alltof löngum tíma. Á hinn bóginn höfum við talið að það sé verkefni annarra aðila í þjóðfélag- inu að annast lánastarfsemi til íbúðakaupa og það tel ég vera verkefni ríkisvaldsins, en ekki sveitarfélaga. Við ætlum nú að reyna á það til þrautar, m.a. með viðræðum við Húsnæðismála- stjórn ríkisins, hvort ekki sé unnt að koma þeirri stefnubreytingu inn í kerfið, að meira sé lánað til kaupa á eldri íbúðum." Verzlanir opnar um helgar Brynhildur Andersen sagði að sér fyndist það hart að Reykvík- ingar þyrftu að sækja í verzlanir út á Seltjarnarnes um helgar. Sagðist hún vilja spyrja borgar- stjóra hvort hann gæti ekki beitt sér fyrir því, að verzlanir í Reykjavík yrðu opnar um helgar. Borgarstjóri sagði í svari sínu, að það hefði verið rætt um það í borgarstjórn hvort rétt væri að breyta þeirri reglugerð sem nú gilti um lokunar- og opnunartíma verzlana í Reykjavík. Þessi reglu- gerð hefði verið sett á sínum tíma í samvinnu við kaupmannasam- tökin, Verzlunarmannafélag Reykjavíkur og þá aðila aðra sem þarna ættu hlut að máli. „Við höfum ekki treyst okkur til að breyta þessari reglugerð án þess að hafa fullt samráð við þá aðila, sem hér eiga hlut að máli og nýlega var sett á stofn viðræðu- nefnd, sem á að fjalla um þetta mál, þ.e.a.s. hvort breytingar séu æskilegar eða ekki,“ sagði borgar- stjóri. Verður Landakots- skóli bluti af skóla- kerfi borg- arinnar? Á þessum myndum getur að líta nokkurn hluta þcirra manna. sem sóttU hvcrfafund borgarstjóra í Átthagasal Hótels Sögu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.