Morgunblaðið - 04.05.1978, Page 10
42
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1978
UM þessar mundir eru liðin 20
ár frá því hreyfingin íslenzkir
ungtemplarar var stofnuð, en
það var hinn 24. apríl 1958. Var
þess minnst með hófi s.l.
sunnudag og í tilefni afmælis-
ins heimsóttu samtökin fulltrú-
ar félaga frá Svíþjóð, Noregi og
Færeyjum. en nokkurt sam-
starf hefur verið með hreyfing-
um þessum á Norðurlöndunum.
Núverandi stjórn íslenzkra
ungtemplara skipa Halldór
Árnason formaður, Þyri Þor-
steinsdóttir gjaldkeri og Ágúst
Magnússon varaformaður. Mbl.
ræddi við nokkra úr stjórninni
ásamt hinum erlendu gestum er
komu vegna afmælisins og fór
spjallið fram á Vínlandsbar á
Hótel Loftleiðum og sögðust þau
með því vilja leggja áherzlu á
það að ungtemplarar væru ekki
Frá afmælisfundi íslenzkra ungtemplara. Halldór Árnason formaður ávarpar gesti. Næstir honum sitja gestir frá Norðurlöndunum,
þá borgarstjóri, Birgir fsl. Gunnarsson og frú, Gunnar Þorláksson og1 frú og ólafur Haukur Árnason og fleiri gestir. Ljósm Friðþjófur
„Viljum fá ungt fólk til að
starfa í áfengislausu umhverfi”
íslenzkir ungtemplarar gefa út ritið Sumarmál og kom nú út
17. árgang”r þess.
afturhaldssöm eða á móti vín-
veitingahúsum sem slíkum,
heldur vildu þau beina baráttu
sinni að því að ná til ungs fólks
í áfengislausu umhverfi.
Halldór Árnason, formaður
íslenzkra ungtemplara, rakti
nokkuð sögu félagsins:
— Starfsemin hefur eiginlega
gengið upp og niður þessi ár og
var t.d. eins konar öldudalur
árin 1976—77 en er nú aftur að
rísa upp á þessu starfsári.
Stóran þátt í vaxandi starfi nú
á nýráðinn starfsmaður Helena
Leifsdóttir, en hún sér um öll
málefni hreyfingarinnar út á við
og hefur umsjón með starfi
félaganna þriggja í Reykjavík.
Fer hún þá t.d. á fundi og er eins
konar ráðgjafi og leysir úr
málum er þau koma upp. Annað
atriði hefur hjálpað mikið en
það er að við fengum starfsað-
stöðu í Veltusundi í Reykjavík
og þar hafa félagsmenn unnið að
því að gera húsnæðið vistlegt.
Starfsskipan
— I vetur byrjaði starfið á
þvi að koma hinu hefðbundna
vetrarstarfi í gang og síðan
héldum við námskeið með gagn-
fræðaskólanemum um viðhorf
til vímugjafa, en það var fram-
haldsnámskeið frá því í fyrra
sem við héldum, og var einkum
ætlað þeim sem höfðu frekari
áhuga á þessum málefnum. Þá
var settur á fót starfshópur um
blaðaútgáfu sem Helena stjórn-
aði og er árangur þess starfs
blaðið Stopp, sem út kom í vetur
og var dreift til um 20 þúsund
nemenda á aldrinum 15—20 ára.
Við höfum þannig gert tilraun
með að koma á fót starfshópum
og aukum það í framtíðinni.
Verkefni eru t.d. að efna til
skoðanakönnunar um ástandið í
áfengismálum, halda áfram
stöðugu kynningarstarfi og ann-
ast áðurnefnda blaðaútgáfu og
fleira.
Er mikill áhugi á þessum
samtökum meða) ungs fólks?
— Ég held að það sé óhætt að
segja það. í Reykjavík eru 3
félög og eru virkir meðlimir
þeirra um 300 alls og að auki
hóþur eldri félaga, t.d. eldri
félagar Hrannar, sem hafa
skíðadeild og er verið að ljúka
við smíði skála í Skálafelli og
þar fær hreyfingin inni t.d. með
helgarsamverur er geta komið
sér vel. Sumarstarfsemin er að
öðru leyti í því fólgin að reynt
er að fara í ferðalög og jafnan
hafa farið 10—20 þátttakendur
á Norðurlandamót ungtemplara
sem haldin eru annað hvert ár.
Fræðslu skortir
— Við viljum skapa vettvang
fyrir ungt fólk sem vill starfa og
skemmta sér í áfengislausu
umhverfi. Það veltur mikið á
okkur eldri félögum hvernig
gengur að viðhalda þessu við-
horfi en við erum sannfærð um
að þegar kominn verður nokkuð
stór hópur eldri meðlima þess-
arar hreyfingar þá eigi þessi
viðhorf frekar upp á pallborðið
hjá ungu fólki. Starf okkar
hefur í 2—3 ár beinst mjög að
því að ná til sem flestra, en
fræðslustarf er aðalmarkmið
okkar starfs og er það eiginlega
vegna þess hve lítið er gert í
skólakerfinu til að veita nem-
endum þekkingu á t.d. vímugjöf-
um og áhrifum þeirra. Það er
full þörf á slíkri fræðslustarf-
semi og ætti hún vissulega að
vera fastur liður í námsefni
hvers skóla.
Er auðveldara að ná til unga
fólksins með þessi viðhorf nú
en áður?
— Ég held að viðhorf ungl-
inga til okkar hafi breytzt mjög
til batnaðar á seinni árum, við
reynum líka að vera ekki lokað-
ur, einangraður hópur, heldur
viljum við vera sem mest innan
um aðra, á þann hátt náum við
bezt til nýrra félaga' og kynnum
okkur bezt. Það er vissulega
auðveldast að ná til unglinga í
gagnfræðaskólum en mennta-
skólum eða yngri unglinga en
eldri og á það sjálfsagt við um
æskulýðsmálin í heild.
— Okkur hefur fundizt að það
sem villi mönnum sjónar á
þessu sviði sé hreinlega lífs-
gæðakapphlaupið, það tekur
allan tíma frá fólki og það
hugsar ekki, heldur leitar fjár-
festinga í arðlausum hlutum, —
það er ekki fjárfest í andlegum
verðmætum ef svo mætti segja.
Það er t.d. furðulegt af ráða-
mönnum að geta fjallað um
hvert stórmálið á fætur öðru,
sem kostar kannski milljarða og
afgreitt á örskammri stundu, en
síðan þegar ræddar eru fjárveit-
ingar til æskulýðamála þá þarf
e.t.v. að velta hverri krónu fyrir
sér í langan tíma.
Eru mikil samskipti við
Norðurlönd?
— Þau hafa farið vaxandi á
síðustu árum og eru t.d. hér hjá
okkur í heimsókn núna nokkrir
fulltrúar hliðstæðra félaga á
Norðurlöndum. Við höfum notið
mjög góðs af öllu samstarfi við
Norðurlönd, við höfum sent
fulltrúá á ráðstefnur og mót og
fór t.d. starfsmaðurinn í vetur í
hálfsmánaðarferð til Svíþjóðar
til að kynna sér starfsemi félaga
þar og þau koma nú hingað til
að kynnast okkar störfum.
Félögin úti hafa meiri mann-
afla, geta t.d. unnið ýmiss konar
efni sem við fáum afnot af og
getum þýtt til að nota á okkar
námskeiðum.
Sem fyrr segir voru nokkrir
fulltrúar frá félögum á Norður-
löndum staddir hérjendis nú um
helgina og sögðu þeir að öll
samskipti Norðurlandanna
,væru hin mikilvægustu; reynsla
hinna einstöku landa væri svo
misjöfn og þau gætu öll eitthvað
lært af hinum. Samtökin eru
öflug á Norðurlöndunum og má
t.d. nefna að í Noregi eru 120
félög með yfir 5000 félagsmönn-
um og á næsta ári verður haldið
mót til að minnast 70 ára
afmælis félagsins þar. Starf-
semin byggir mikið á námskeið-
um og voru t.d. 50 námskeið í
Noregi á liðnum vetri.
Fjölmargir sátu hófið er fram fór í Templarahöllinni.