Morgunblaðið - 04.05.1978, Side 14
46
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1978
Jón t». Arnason
,JEn nú á tímum er heimurinn ekki heilbrigður. Og það,
sem við sjáum, þegar við lítum í kringum okkur í
veröldinni, bendir ekki til að heimurinn sé á batavegi.
Hið aukna vald, sem við höfum náð á náttúruöflunum
vegna stöðugra framfara á sviði vísinda og tækni, hefir
ekki reynzt okkur neinn hvati til að aga umsvif okkar
í anda skynsemdar og jákvœðs vilja.“
— Gunnar Myrdal.
Lífríki og lífshættir XIV:
„Velferðar“-líf er lotterí, sem arftakarnir eru ekki taldir of fallegir til þess að borga.
Vandamálin
hrannast upp
„Gðmul íhaldsúrræði” reynast bezt
Mesta hrun allrar heimssögu
Allt að 100% hráefnisskortur
Hugsað í
kjörtímabilum
Að slepptum glæpaverkum
vinstrimanna vítt og breytt um
heim og hugsunarlausri heimtu-
frekju verkalýðshreyfinga á
Vesturlöndum um síaukinn
náttúruránskap og lífríkisspjöll,
ber ekkert hærra á himni
•heimsviðburða en linnulaus ráð-
stefnu- og fundahöld þjóðaleið-
toga. Undantekningalítið eru
viðfangsefnin nær söm og
óbreytt frá því þeim síðast var
vísað til nánari meðferðar. Á
síðari árum hefir þrálát upp-
dráttarsýki hagvaxtartrúarinn-
ar reynzt erfiðust viðureignar,
og hefir dýrmætum tíma verið
sóað í könnun hennar af
þrjózkufullri tryggð við bernsk-
an „velferðar“draum.
Dagana 7.-9. f .m. sat ein slík
ráðstefna við úrræðaleit í Kaup-
mannahöfn. Þar voru leiðtogar
Efnahagsbandalags Evrópu að
bera saman bækur sínar og
leitast við að finna leiðir til að
hressa við lamað atvinnulíf í
löndum þess. Ekki er kunnugt
um neina sanngjarna
manneskju, sem hefir látið í ljós
grun um, að ráðstefnumenn hafi
skort góðan vilja og víðtæka
þekkingu til að fást við verkefni
sín, en hins vegar var almennt
ekki búizt við neinum þátta-
skilaárangri, sérstaklega þar
sem alkunna var, að þeim var
tamara að hugsa í kjörtímabil-
um en kynslóðum. Fullyrða má
einnig, að sárafáir muni hafa
öfundað þátttakendur af við-
fangsefnum þeirra.
Þegar af þessum ástæðum gat
enginn raunsýnismaður gert sér
vonir um aðra niðurstöðu ráð-
stefnuhaldsins en raun varð á,
þ.e. staðfestingu eldri yfirlýs-
inga um að helzta bjargráðið
liggi enn sem fyrr í auknum
hagvexti, sem á liðnu ári hafði
orðið langtum minni, eða að
meðaltali 1,9% verbólgusneydd-
ur, en áformað hafði verið.
EBE-ráðið skoraði því á ríkis-
stjórnir bandalagslandanna að
skuldbinda sig til að leggja sig
allar fram um að ná áður settu
markmiði, sem var að meðaltali
4—4,5%, frá miðju ári 1978 til
jafnlengdar árið 1979. „Aðeins
með því móti geta vonir staðið
til að unnt reynist að fækka
atvinnuleysingjum, sem nú telja
nærri 6.500.000 í ríkjum banda-
lagsins, svo að nokkru nemi,“
segir í yfirlýsingunni.
Svona bjartsýni er enn tekin
gild í heimi, sem með degi
hverjum verður snauðari af
óendurnýjanlegum hráefna-
forða, þar sem aðeins fáir
sérvitringar gerast svo djarfir
að benda á, að maður og heimur
geti því aðeins átt framtíð, ef
mannkynið gangi ekki nær
höfuðstól sínum en ítrasta
nauðsyn krefur, geri sér ljóst, að
það á ekki annarra vitlegri
kosta völ en að gera sér að góðu
að lifa af vöxtum hans —
— Það verði m. ö. o. að snúa
frá vinstri síns vegar, rifja ðþpi
„gömul íhaldsúrræði" líf-
verndarmanna, sem eru, voríi og
verða: -
Fyrirhyggja, ráðveþ^ni,
dirfska og hófsemi.
Enda þótt EBE-ráðstefnunni í
Kaupmannahöfn, sem var
reyndar sú fyrsta af þremur, er
nauðsynlegar þykja til undir-
búnings endurreisnaraðgerða,
hafi lokið með ásetningi um að
halda ótrautt troðnar slóðir eins
og vænta mátti og áður segir,
væri ekki sanngjarnt að láta
þess ógetið, að í yfirlýsingu
forystumannanna er einnig
drepið á að nauðsyn beri til að
athuga leiðir til orkusparnaðar
og stöðu'gleika í gjaldeyris-
málum. Hvort tveggja er
fagnaðarefni út af fyrir sig, þó
að ekki liggi ljóst fyrir, á hvern
hátt unnt er að gera það tvennt
í senn: að auka hagvöxt og draga
úr orkunotkun. Ég fæ ekki
varizt þeirri hugsun, að slíkir
galdrar hlytu að vekja mér álíka
ónotafurðu og að frétta úr
einhverju vanþroskaríki, að
stjórnvöld þar teldu sér fært að
lækna verðbólgu samtímis því,
að streystast við að halda
sérhverri liðleskju, sem finnan-
leg væri í landinu í stöðugri
atvinnu.
Fordómar
eru fjötrar
Höfuðorsök þeirra þrenginga,
sem hrjá EBÉ-leiðtoga og þá
kollega þeirra aðra, er hafa
tekið ástfóstri við 19. aldar
vinstrifáfræði um þau augljósu
sannindi, að gnægtaforði jarðar
er takmarkaður, á ýmsum
sviðum m.a.s. ákaflega
takmarkaður, og arðgjafir
náttúruríkisins þess cegna alls
ófullnægjandi til að mæta
ásköpuðum bruðlfýsnum fjöld-
ans, er einmitt í því fólgin, að
þá skortir kjark til að ráðast
gegn og kála eigin fordómum.
Rétt og skylt er að viðurkenna
— og virða til hóflegrar
vorkunnar — að menn, sem frá
blautu barnsbeini hafa verið
aldir upp við, að allsherjarjöfn-
uður fái samrýmzt heilbrigðu
lífi, sé þar ofan í kaupið engin
ögrun við fegurð og tign lífsins,
sé jafnvel æskilegur, muni síður
en svo eiga auðvelt með að taka
skyndilegri hugarfarsbreytingu.
Á hinn bóginn má ekki gleyma,
að þeir hafa fyrir augunum
óhrekjanlegar, vísindalega rök-
studdar upplýsingar um,
hvernig komið er og fara hljóti
að áliti margra færustu lær-
dómsmanna heims, ef látið verði
skeika að sköpuðu.
Þeim mun t.d. naumast
ætlandi að hafa ekki kynnt sé
lokayfirlýsingu 2. umhverfis-
málaráðstefnu Sameinuðu þjóð-
anna, sem starfaði í Reykjavík
fyrir tæpu ári, en í henni segir
m.a. tæpitungulaust:
„Nú er mjög líklegt, næstum
alveg víst, að innan 50 ára
muni, til viðbótar liðnum vist-
kreppum, yfir dynja mesta
hrun í allri heimssögunni.“
Þetta heimsávarp sömdu og
undirrituðu 130 áhyggjufullir og
samvizkusamir vísindamenn frá
20 löndum, sem í fyllsta máta
væri ósæmilegt að bera á brýn,
að hefðu látið að sér hvarfla
eitthvað þessu líkt: „Það er
fréttnæmt að segja að dómsdag-
ur sé í nánd, það er grundvöllur
til að selja fleiri blöð.“
Samdráttur í blaðasölu, eða
sölutregða varnings og þjónustu
yfirleitt, hefir ekki verið á
meðal þyngstu áhyggjuefna
ráðamanna svonefndra velferð-
arríkja hingað til. En á viðskipt-
um er sala ekki eina hliðin. Á
viðskiptum eru minnst tvær
hliðar: sala og kaup. Og það eru
kaupin, sem valda sárustu höf-
uðverkjunum, því að.flest iönað-
arríki Vestur-Evrópu þurfa að
kaupa ógrynni hráefna, hvar
sem bjóðast og fáanleg eru, oft
við okurverði. Ástæða þess er
hvergi leyndarmál:
Iðnaðarríki Vestur-Evrópu
eru orðin óralangt frá að geta
fullnægt þörfum sínum af eigin
náttúruauðlegð, þau eru komin í
þrot með eiginlega allt nema
kol, sem þau samt sem áður
verða að kaupa annars staðar
þótt ekki sé teljandi samanborið
við annað.
Allt þarf að
kaupa inn
Samkvæmt ágætri heimild,
„Mitteilung der Europáischen
Gemeinschaft: Uran, Vorráte
und Versorgungsanlagen von
1962—1980“, sem engin ástæða
er til að rengja, eru EBE-ríkin
níu háð innflutningi þýðingar-
mestu hráefna eins og hér
greinir, og hefir þá verið tekið
tillit til endurvinnsluhlutdeild-
ar:
Kol ..................... 7%
Álmelmi ................ 57%
Kopar .................. 65%
Úran ................... 75%
Járn ................... 75%
Magnesín ............... 80%
Tin .................... 86%
Hráolía ................ 95%
Wolfram ................ 95%
Fosfór ................. 99%
Mangan ................ 100%
Kóbalt ................ 100%
Nú er Evrópa orðin fátæk, því
að það, sem hún átti, hefir hún
ýmist brælt upp á síðastliðnum
200 árum eða fleygt frá sér. En
hún hefir aldrei haft „þörf“
fyrir meira heldur en nú, þegar
allt efnahagslíf hennar er miðað
við að efla eyðslumátt verk-
launa. Því hlutverki er hagvext-
inum ætlað að þjóna, sem í raun
og veru merkir hvorki meira né
minna en það, að höfuðstóll
náttúruríkisins skuli urinn upp
af magnaðra ofstæki en nokkru
siniM fyrr, alveg eins og núlif-
andi kynslóðir séu sannfærðar
um að eiga óskoraðan rétt á
síðustu slumsunni og alráðnar i
að láta arftaka sína gjalda fyrir
hamstolaviðhorf sín.
Gegn betri vitund hamast
fjölmennir skarar, sem að veru-
Framhald á bls. 55.