Morgunblaðið - 04.05.1978, Page 16
48
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1978
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1978
49
Ljósmyndirnar tóku
ólafur K. Magnús-
son, Sigurgeir
Jónasson, Gunnar
Hannesson og Mats
Wibe Lund
e
Hvert handtak skiptir máli
JT' 1. maí blaði Morgunblaðsins
Ivoru um 50 viðtöl við forystu-
menn verkalýðsfélaga og fólk
úr ýmsum áttum og starfs-
greinum þar sem ýmist var
fjallað um félagsmál eða persónu-
lega reynslu. Hér birtum við nokkr-
ar litmyndir úr ýmsum starfsgrein-
um og fer vel á því að bregða
litagleðinni fyrir þegar vorið er að
komast á kreik. Hér eru myndir frá
sjávarsíðunni af trillubónda að fara
á sjó, sjómönnum að gera veiðarfær-
in klár, heyskap á túni undir
jöklinum og við bregðum okkur
einnig á vit nýjustu tækni þar sem
rafmagnið leikur aðalhlutverkið. í
rafiðnaðinum hafa orðið stórstígar
framfarir á undanförnum árum og
þróunin í uppbyggingu þar að
lútandi hefur tekið snarlegan kipp.
í myndgerð fyrir blöð og bækur má
einnig segja að sé um nýjungar að
ræða á hverjum degi og þannig er
allt breytingunni undirorpið. Þó er
sumt sem heldur gamla laginu
lengur en annað og enn setja
hreinsunarmenn svip á bæi og
lagning malbiks byggist á gamal-
reyndri aðferð og sama er að segja
um flatninguna á þorskinum þótt
vélar komi þar einnig við sögu. Þetta
eru svipmyndir úr atvinnulífi ís-
lands þar sem hver grein skipar sinn
mikilvæga sess og handtak hvers
manns skiptir máli.
i