Morgunblaðið - 04.05.1978, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 04.05.1978, Qupperneq 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1978 Skrítlumyndirnar fjórar eru án texta. En hér að neðan standa fjórar setningar, sem hver um sig á við eina myndanna. Reyndu að ráða fram úr þeim og komast þannig að því, hvað fólkið á myndunum er að segja. A) Letinginn þinn. B) Ef þú vilt komast með mér til Englands, þegiðu þá og haltu áfram að synda. C) Þetta er blómaverzlun, bílarnir eru aðeins til skrauts! D) Má ég biðja um nafn þitt, svo að ég geti skrifað það á matseðilinn! Vel svarað Karl keisari hafði miklar mætur á munki nokkrum, að nafni Notker. Hann var lærður maður og guðhræddur. Eitt sinn kom keisarinn í klaustrið, þar sem munkurinn var og dvaldi þar í þrjá daga. Riddari nokkur í liði keisarans, sem sýndi meiri hroka en yizku, lagði eftirfarandi spurningu fyrir munkinn: „Ur því að þú ert lærðasti maðurinn í ríki keisarans, getur þú víst sagt mér, hvað Guð er að gera á himnum núna?“ Munkurinn svaraði hógvær: „Guð er núna að gjöra það, sem hann gjörir alltaf. Hann niðurlægir þá dramblátu, en veitir auðmjúkum náð.“ Mynd þessa teiknaði Páli Þórir Ólafsson, Baldursgötu 29, Reykjavík. Hún minnir okkur á, hvað það getur verið nauðsynlegt, að foreldrar lesi með börnum sinum og taki þátt í lífi þeirra og starfi. Sendið frum- ort Barna- og fjölskyldu- síðan vill nú hvetja lesendur sína til þess að senda meira af frumortu efni. Sérstaklega viljum. við fara fram á það, að þið sendið frumort íjóð á næstunni og munum við birta nokkur þeirra í blaðinu á næstu vikum. Látið nú hendur standa fram úr ermum og sendið blaðinu ljóð og teikningar, og munið að setja fullt nafn hvort sem það eru ljóð, teikningar, sögur eða annað, sem þið sendið. Utanáskriftin er: Morgunblaðið, Barna- og fjölskyldu- síðan, Aðalstræti 6, 101, Reykjavík. T röllabarnið á Krákueyj u Ný skemmtileg framhaldssaga Persónur. Melker Melkersen, eigandi stærsta hússins á Krákueyju Palli, sonur hans, 10 ára. Malín. dóttir hans, 20 ára. Pétur, ungur maður úr borginni, giftist Malín Skélla, dóttir Malínar og Péturs (lítil) Stína, 5 ára. Skotta, 6 ára, kaupmannsdóttir, Nisse. kaupmaður á Krákueyju. Vestermann, sjómaður. Sagan er byggð á samnefndri kvikmynd gerðir af Astrid Lind- gren. Þýðing úr dönsku: Rúna Gísladcttir. Saga þessi er framhald af myndaflokknum „Saltkrákan", sem sýnd var nýlega í íslenzka sjónvarpinu. í henni yar Skotta aðalpersónan ásamt stóra Sankti-Bernhardshundinum hennar, Bangsa, en í þessari frásögu er ný aðalpersóna, Skella litla, sem er aðeins tæpra 2ja ára. Hún hefur skemmtilegt grallara- andlit, og tekst að sigra hjörtu áhorfendanna allra án þess að segja nokkuð. Krákueyja heitir hún. En líklega er vonlaust fyrir þig að leita að henni á landakorti, því að hún er aðeins örlítill depill í hafinu, landsskiki, þar sem aðeins búa nokkrir tugir manna. Mikill hluti eyjar- innar er þakinn skógi, greni, furu, eik og birki, en á opnum svæðum vaxa jarðarber. Og úti á sjónum veiðist fiskur. Flestir íbúanna á Krákueyju eru sjómenn, en þar er líka kaupmaður, sem heitir Nisse og hann selur meðal annars afburða bragðgóðar kókós- bollur. Stínu og Skottu þykja kókósbollur afskaplega góðar. Stína rr fimm ára, en Skotta sex ára. Þær eru ekki byrjaðar í skóla ennþá, en þegar þær fara í hann, þurfa þær að sigla yfir á megin- landið með báti á hverjum degi, því að á Krákueyju er enginn skóli. Sagan hefst á fallegum sumardegi. Fallegum, já. Hann er vjst ekki mjög fallegur, þegar allt kemur til að þær eru í gönguferð og alls, því að úr skýjunum fínu kjólarnir þeirra mega kemur hellirigning. Telpurnar ekki blotna. Tryggur trítlar á halda á regnhlíf yfir sér, því eftir þeim. Tryggur er hundur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.