Morgunblaðið - 04.05.1978, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1978
61
Hugsið ykkur persónutölvu
framtíðarinnar. Hún mun vita allt
um einstaklinginn, og miklu meira
en hann veit sjálfur! Vér Odda-
verjar urðum varkár í andlitinu og
mótmælatuldur leið um salinn. Og
þá kviknar spurningin:
Lumar almenningur á ólöglegu
einkalífi?
Heldur hýrnaði yfir mann-
skapnum þegar formælandinn
doktor Oddur Benediktsson gat um
tilkomu skólatölvunnar og hennar
óendanlegu möguleikum. Að hugsa
sér, þá getum við, tossarnir, sem
aldrei höfum þorað að læra á
bókina af ótta við að missa pláss
frá nýjum og ónotuðum hugsana-
straumum, bara lætt lúkunni í
rassvasann eins og prófdómarar
og dorgað upp minnisparta við öllu
milli himins og jarðar. Sem sagt,
lærði' skólinn getur senn hvað
líður farið að endurhæfa sig í
saltfiskþurrkun!
Frábært, eins og sjónvarps-Palli
myndi orða það. Þá vil ég víkja að
alvarlegri tíðindum.
Þær fréttir hafa borizt frá
Danmörku að sú mæta kona
Birgitta Hövrings, sem fyrir
nokkrum árum stofnaði bókaút-
gáfu og einvörðungu var helguð
islenzkum rithöfundum, sé látin.
Maður skrifar víst aldrei meir.
Þetta voru engar hasarbækur,
sem útgáfan var búin að gefa út
eftir okkur fáeina Islendinga og
Þorstein Stefánsson rithöfundur
þýddi. Sei sei nei og vafamál að
sígandi lukka miskunni sig nokk-
urn tímann yfir þær. En bækur
þurfa ekki að vera einskis nýtar
þótt illa seljist. Kannski er bara
orðinn svona mikill hörgull á
óheimskum kaupendum.
Þá líður að lokaþætti rithöf-
undabréfs. Ennþá liggur maður á
nokkrum aldurhnignum hugsjón-
um. Þó ekki í þágu ákveðinnar
stéttar, pólitíkur eða fjárkröfu
fyrir sig og sína, því það er líka
hollt að vinna fyrir ekki neltt. Og
þær snerta sálarstyrjöldina miklu,
sem nú fer líkt og logi yfir akur
mannsálarinnar og slítur upp
hverja jurt sem ætlað var að bera
ávöxt svo maður er að missa alla
heimsins lyst.
• Eiturlyf,
ofbeldi, klám
Þessi árásarher og sá eyðandi
mannshugur sem á bak við hann
býr er að festa hér rætur eins og
hvert annað sníkjudýr og er nú
tími til kominn að föðurlandsvinir
og það erum við öll vitaskuld, bíti
í skjaldarrendurnar eins og forn-
kapparnir og stuggi þessum ó-
boðna gesti burt!
Við vitum öll hvemig eiturlyf
geta leikið mannskepnuna og hvað
ofbeldinu viðkemur langar okkur
til að geta rölt eftir Austurstræti
Reykjavíkurskáldsins Tómasar
Guðmundssonar og Bakarabrekk-
una þótt svo Arnarhólsturninum
hafi verið dembt niður á miðri leið,
þreytt frá störfum að kvöld- eða
næturlagi, án þess að varpað sé á
mann skítyrðum og barsmíðum af
klúryrtum akandi eða gangandi
rumpulýðs.
Hvað er annars orðið af hýðing-
arstaurnum sem trónaði á Austur-
velli fyrir eitt eða tvö hundruð
árum?
Er ekkert eftir af honum uppí
Arbæ líka sem hægt væri að nota?
• Og þá er
það stíllinn...
Ekkert skil ég í kvikmynda-
eftirlitinu að banna börnum að
horfa á klofmyndir í bíó meðan
þær eru hangandi alla daga í
útstillingargluggum kvikmynda-
húsanna eða að öðru leyti í máli
og myndum í hverri einustu
bókabúð í Reykjavík og tyllt út í
glugga á öllum sjoppum kjördæm-
anna.
Nú stendur mér hjartanlega á
sama þótt einhver ákveðinn þjóð-
félagshópur, sem ekki getur treint
sér kyngetuna með öðrum hætti en
þeim að hafa alltaf berrassað fólk
sem gleymt hefur að girða upp um
sig, fyrir augum. Ég tala nú ekki
um ef þessir lausgirtu sýningar-
gripir gerðu það gagn með nær-
veru sinni, að fæla burt eitthvað
af allri bílaglásinni sem er að
sprengja utan af sér miðborgina.
Hitt fannst mér slæmt að þetta
stóðlíf fullorðna fólksins er eitt
fyrsta skoðunarefni yngstu borg-
aranna okkar, barnanna með nýju
töskurnar sínar á leið í skólann að
læra að lesa.
Og sjái nú hver sjálfan sig —
eða þeir sem eiga hlut að máli —
fari að endurnýja sína jurt og
þurrka óþverrann af landinu.
Guðrún Jakobsen."
- Góð þjónusta
Ánægður viðskiptavinur í
hljómplötuverzlun vildi koma eft-
irfarandi á framfæri:
„Fyrir nokkru las ég grein um
lýsingu fólks á framkomu starfs-
fólks vegna gallaðrar plötu sem
keypt var á úsölu. Eftir öllu að
dæma átti útsalan að afsaka bæði
gallana og framkomu starfsfólks-
ins sem mér fannst fáránleg.
Ég minnist á þetta hér vegna
mjög mikillar kurteisi sem ég varð
fyrir í Fálkanum á Suðurlands-
braut. Þangað fór ég með gallaða
plötu sem keypt var nokkrum
dögum áður. Ég hafði engar
sannanir í höndunum og bjóst ekki
við neinu.
Hins vegar vakti framkoma
starfsfólksins þar virðingu og
aðdáun mína og reyndi ég það að
til er vin í eyðimörk, ef svo mætti
segja í þessu samhengi, þótt ekki
sé annars staðar stingandi strá.
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Á skákmóti í Noregi í vetur kom
þessi staða upp í skák þeirra Eriks
Iloidahls. sem hafði hvítt og átti
leik, og Johns Magnussens.
lfi. IIxd5! — Dxd5 (Eða
16... exdöj 17. Hel+ - Kf8, 18.
Dh6+ og mátar) 17. De7. Mát.
Þú ert búinn að eyðileggja barnapúðursbaukinn!
TILKYNNING TIL SÍMNOTENDA
Símaskráin
1978
Athygli skal vakin á því aö símaskráin 1978
gengur í gildi frá og meö sunnudeginum 7. maí
n.k.
Ennfremur er athygli símnotenda vakin á
fjölmörgum númerabreytingum á Reykjavíkur-
svæöinu og hinum sérstöku númerabreytingum á
Akureyri, sem framkvæmdar veröa þar mánu-
daginn 8. maí n.k.
Áríöandi er því aö símnotendur noti nýju
símaskrána strax og hún gengur í gildi, enda er
símaskráin frá 1977 þar meö úr gildi fallin.
Póst- og símamálastofnunin.
V E R Z LU N I N
KOMNIR
AFTUR
Vinsælu trékloss-
arnir komnir aftur,
margar nýjar geröir.
Póstsendum.
GEYSiP"
Suöurnesjakonur athugiö
Líkamsþjálfun
Nýtt 4 vikna námskeiö hefst 8. maí í íþróttahúsi
Njarövíkur.
* Tímar tvisvar í viku.
* Byrjenda- og framhaldsflokkar.
Ath: Næst síðasta námskeiö fyrir sumarfrí. Uppl.
og innritun í síma 2177.
Birna Magnúsdóttir.
tiiísm
Speedway
vinsælu fótlaga strigaskórnir komnir
Póstsendum