Morgunblaðið - 21.05.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.05.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. MAI 1978 fWnruai Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guómundsson. Fróttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og afgreiósla Aóalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22480. Eftir viku fara kosningar fram til borgarstjórnar Reykjavíkur. Á þeim tíma, sem eftir er til kjördags, þurfa stuðningsmenn meiri- hluta borgarstjórnar að herða róðurinn og margefla starf sitt til þess að tryggja áframhaldandi meirihluta sjálfstæðismanna í bórgar- stjórn Reykjavíkur og forystu Birgis ísl. Gunnars- sonar, borgarstjóra, í málefnum borgarinnar og borgarbúa. Borgarstjóri minnir á það í samtali við Morgunblaðið í dag, hversu tvísýn þessi kosningabarátta er. Hann segir m.a.: „Mér er enn í minni hversu mjóu munaði árið 1966, þegar Viðreisnarstjórnin sat að völdum. Þá misstum við níunda manninn og ekki munaði nema um 280 at- kvæðum, að sá áttundi færi sömu leið. Fjórum árum síðar munaði ekki nema 480 at- kvæðum að við misstum meirihlutann. . , , Þvi er bar- áttan afar tvísýn núna og það væri óraunsætt að gera sér ekki grein fyrir því, að landsmálapólitíkin hefur þarna mikil áhrif. Auðvitað ættu menn að hafa ábyrgðar- tilfinningu til að greina þarna á milli. Og ég vona, að sem flestir geri það, þar sem menn geta síðan tjáð sig um landsmálin fáeinum vikum síðar.“ Borgarstjóri gerir einnig að umtalsefni í þessu samtali viðhorfin í kosningabar- áttunni og segir: „Kosninga- baráttan til þessa hefur verið með mjög sérstæðum blæ. Augljóst er, að andstæðingar Sjálfstæðisflokksins hafa valið sér það herbragð að reyna að telja borgarbúum trú um, að meirihluti sjálf- stæðismanna sé öruggur. Með því er reynt að skapa andvaraleysi í okkar röðum. Við megum að vísu vel við una þessum vitnisburði, en ég verð þó að viðurkenna að áróðurinn er hættulegur. I keppni er ekkert hættulegra en sjálfsöryggi. Það á jafnt við í stjórnmálum, sem á öðrum vettvangi, þar sem menn takast á. Við sjálf- stæðismenn erum ekki örugg- ir um sigur í þessum kosning- um og við erum ekki öruggir með að halda meirihlutanum. Það hefur oft munað litlu í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík og sigur fæst ekki nema allir leggist á eitt.“ Ástæða er til að vekja athygli á þessum ummælum borgarstjórans í Reykjavík. Mikið er í húfi. Hagur og heill höfuðborgarinnar. Reykvískir kjósendur þekkja verk meirihluta sjálfstæðis- manna í höfuðborginni. Kjós- endur hafa sömuleiðis langa reynslu af störfum Birgis Isl. Gunnarssonar, fyrst sem borgarfulltrúa, síðan sem borgarstjóra. Reykvískir kjósendur vita því hvað þeir kjósa og forystu hvers með því að kjósa D-listann í Reykjavík á sunnudaginn kemur. Hins vegar hafa kjósendur enga hugmynd um, hvað þeir eru að kjósa ef þeir veita minnihlutaflokkunum í borgarstjórn brautargengi. Þeir hafa ekki komið sér saman um sameiginlega stefnumótun fyrir þessar borgarstjórnarkosningar. Þeir hafa ekki komið sér saman um borgarstjóraefni. Þeir eru sjálfum sér sundur- lyndir í veigamestu málum höfuðborgarinnar svo sem atvinnumálum, skipulags- málum og fleiru. Þeir rífast um það hver eigi að hafa forystu nái þeir meirihluta. Alþýðubandalagið krefst þess að hafa forystuna með hönd- um. Framsóknarflokkurinn er ekki aldeilis þeirrar skoðunar. Niðurstaða þess, ef minnihlutaflokkarnir næðu meirihluta, yrði sú, að öng- þveiti mundi ríkja við stjórn borgarinnar. Mikið er hægt að eyðileggja á fjórum árum. Það þekkja Reykvíkingar eftir bitra reynslu síðustu vinstri stjórnarára. Þess vegna skiptir nú miklu, að meirihluti Reyk- víkinga, hvar sem þeir kunna að skipa sér í flokk í lands- málum, taki höndum saman um að tryggja áframhaldandi meirihlutastjórn sjálfstæðis- manna í Reykjavík. Það er alkunna, að fjölmargir, sem ekki veita Sjálfstæðisflokkn- um brautargengi í lands- málum, hafa stutt meirihluta flokksins í höfuðborginni til þess að tryggja henni örugga og samhenta stjórn. Þessir kjósendur þurfa til að koma, ef takast á að tryggja áframhaldandi meirihluta- stjórn sjálfstæðismanna í Reykjavík. Lokaátakið er eftir ( Reykjavíkurbréf •Laugardagur 20. maí» Prúðu leikararnir og gestir þeirra - í kosningaham Hér á eftir fer dálítil lýsing á því, hvernig stjórnmálafundur fyrir borgarstjórnarkosningarnar fer fram og hvað þaö er einkum og sér í lagi, sem fulltrúar minni- hlutaflokkanna leggja áherzlu á í borgarstjórn Reykjavíkur. Frétta- maður Morgunblaðsins var viðstaddur þessar merku umræður og reynir hann að sjálfsögðu að lýsa þeim eftir beztu getu. Þó verður það talsvert erfitt, svo frumlegar sem þær voru með köflum, og það skal tekið fram þegar í upphafi, að fréttamaðurinn missti af þeirri ræðu, sem hvað mesta athygli vakti, en það var hið merka framlag frambjóðanda Al- þýðubandalagsins til landbúnaðar á höfuðborgarsvæðinu. Mun hann þar hafa lagt áherzlu á nauðsyn þess, að Hljómskálagarðurinn yrði ekki settur undir malbik, heldur fengi hann að halda sínu græna grasi svo nauðsynlegt sem það er vegna geitahalds hans sjálfs og væntanlegra kúabúa, sem hann og fylgismenn hans hyggjast koma upp á víð og dreif um borgina. Landsbyggðarmenn munu líta þetta tiltæki frambjóðanda Alþýðubandalagsins hornauga, vegna þess að þeir telja, að fyrirætlanir hans geti orðið til þess að framleiðsla mjólkurafurða aukist stórkostlega og þá að sjálfsögðu með þeim afleiðingum að landbúnaðarvörur lækki og nauðsynlegt verði að auka niður- greiðslur af útfluttum land- búnaðarafurðum til muna, en þó ekki af ostum úr geitamjólk. Hins vegar bíða borgarbúar eftir því í ofvæni, að þessir nýju íslenzku geitarostar komi á markaðinn, enda er frambjóðandinn fullur af áhuga á því að komast í borgar- stjórn til þess að þetta mikla hagsmunamál fái jákvæða af- greiðslu hið fyrsta. Það vakti einnig mikla athygli, þegar fulltrúar Alþýðubandalags- ins ræddu um atvinnuástandið í Reykjavík og sögðu, að hér ríkti kreppuástand. Það er því ekki að furða, þó að þeir telji meiri nauðsyn á því en nokkru sinni að efla hina sósíalístísku baráttu sína, svo að allir þeir atvinnuleys- ingjar, sem nú ráfa um Reykja- víkurborg, svo að ekki sé talað um þá sem svelta heilu hungri vegna kreppunnar miklu, geti a.m.k. búið við þau kjör, sem tíðkuðust upp úr 1930. Þegar gamall Eyrarkarl frá kreppuárunum þá heyrði fullyrð- ingar þessar, datt upp úr honum: Og við sem héldum, að það hefði verið kreppa fyrir stríð — en fulltrúi Alþýðubandalagsins svar- aði því til, að það hefði ekki verið nein alvörukreppa miðað við þau ósköp, sem nú dyndu yfir borgar- búa Reykjavíkur. Þótti öllum viðstöddum þetta stórpólitísk uppgötvun og kominn tími til að vekja athygli á því ógnarlega kreppuástandi, sem blasir hvar- vetna við augum þeirra Alþýðu- bandalagsmanna í bláu borginni við sundin blá. Næsti ræðumaður, ungur full- trúi Alþýðuflokksins, hafði þungar áhyggjur af því, að enn væru íbúðarhús í gömlu bæjarhlutunum og taldi, að dæmin hefðu sýnt og sannað, að nauðsynlegt væri að breyta þeim flestum í leikskóla. Þá kvað hann upp úr með það, að eitt helzta stefnuskráratriði jafnaðar- manna í höfuðborginni væri að loka helztu götum Vesturbæinga og breyta þeim í leikvelli fyrir börn „okkar kratanna", eins og hann komst svo karlmannlega að orði. Var hann á þeirri skoðun, að vel gæti komið til greina, að unga fólkið i Breiðholti sendi gamla fólkinu í Vesturbænum börn sín til fósturs og uppeldis, því það væri „hræðilegt ástand", hvað mikið væri af ungu fólki í Breiðholti svo ekki væri nú talað um allan þann barnaskara, sem þar hefði safnazt saman. Var þessari tillögu hans vel tekið af ýmsum, en þó runnu grímur á suma Breiðhyltinga, sem viðstaddir voru fundinn, einkum ungar konur, en gamalt fólk, sem þarna var, tók þessari miklu pólitísku afstöðu með stóískri ró — enda lofaði kratinn því, að markmiðiö væri: leikskólar fyrir aldraða. Munu félagsfræðingar fá þá tillögu í hendur. Fulltrúi Framsóknarflokksins, sem næstur tók til máls, lýsti yfir því, að 27% af starfskröftum þeirra, sem vinna við hitaveituna í Reykjavík, færu í súginn. Fólk þetta gengi með hendur í vösum fram eftir öllum degi og væri víða pottur brotinn í þeim efnum. Ástæða væri til þess, að starfs- menn hitaveitunnar og annarra borgarstofnana reyndu nú að gera ærlegt handtak, en eins og allir vissu, væru 27% ekki lítill hluti af afkastagetu manna, en auk þess bættust við kaffitímar, matartím- ar og nokkur prósent færu í snyrtingu, sem kæmi að sjálfsögðu mjög hart niður á skattborgurum, eins og allir vissu. Þetta þótti hin merkasta ræða og sú pólitíska afstaða, sem í henni birtist, vakti marga til umhugsunar um það, hvernig við skyldi bregðast. En minnihlutaflokkarnir voru að sjálfsögðu sammála um að vera ósammála um það. Þó vakti það hvað mesta athygli, þegar fulltrúi Framsóknarflokksins bætti því enn við, að það væri hið alvarleg- asta mál, hvernig starfsmenn borgarinnar leituðu ölium stund- um að sjálfum sér og það hefði hent ýmsa þeirra að finna ekki sjálfan sig vikum og jafnvel mánuðum saman. Voru viðstaddir sammála því, að hér væri á ferðinni slæmt dæmi um pólitíska upplausn og vanþroska og fulltrú- ar minnihlutaflokkanna lýstu yfir því, að þeir mundu leggja höfuð- kapp á, ef þeir næðu meirihluta í borginni, að krefjast þess af starfsmönnum hennar — og jafn- vel borgarfulltrúum — að þeir fyndu sjálfa sig, a.m.k. einu sinni á degi hverjum. Vakti þetta mikinn fögnuð allra viðstaddra, jafnvel þeirra sem vinna við hitaveituna'og að öðrum þjónustu- störfum í borginni, en fulltrúi landbúnaðarins í umræðunum lýsti því þá yfir, að borgarbúar gætu ekki fundið sjálfa sig innan um eintómar blikkbeljur og raun- ar væri ekki unnt að finna sjálfan sig í nútímaborgum nema í sam- félagi við kýr og geitur og féll það að sjálfsögðu vel að stefnuskrá framsóknarmanna í borgarstjórn- armálum. Þegar fulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins lýsti því yfir, að hann væri fylgjandi því, að hin frjálsa félagastarfsemi blómgist í borg- inni, sagði fulltrúi Alþýðubanda- lagsins, að það væri engin ástæða til að styrkja slíka starfsemi sérstaklega, a.m.k. ekki meðan hún væri frjáls; öðru máli gegndi um ófrjálsa félagastarfsemi og runnu þá tvær grímur á fulltrúa borgar- stjórnarmeirihlutans, en við- staddir skemmtu sér vel að vanda og þá ekki sízt þegar einn af frambjóðendum Alþýðuflokksins mótmælti fölsun, sem fram hefði komið. Var hann spurður hvaða fölsun það væri, en svaraði því einu til, að hann mótmælti fölsun- inni, hver sem hún væri og hvaðan sem hún kæmi. Hann lagði ríka áherzlu á þá raúnhæfu hótun við framþróun borgarinnar eins og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.