Morgunblaðið - 21.05.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.05.1978, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1978 Vélin getur auk borSviSar og uppistaðna hreinsað flekamót úr timbri eða stáli Vélin er mjög einföld i notkun og traust i rekstri og getur hreinsað 40—530 mm breitt og 14—150 mm þykkt mótaefni eSa flekamót án þess að stilla þurfi sérstaklega fyrir hvern stærS- arflokk. Vélin fer einstaklega vel með timbrið og hvorki klýfur það eða mer. Hugsanlegir naglar i timbrinu skaða hvorki vélina eða hreinsisktfur hennar á neinn hátt. Hreinsiskifurnar (4 stk) eru úr slitsterku efni og endast til hreinsunar á u.þ.b. 20.000—30.000 ferm. timburs. TH hreinsunar á stálmótum eða plastklæddum mótum eru notaðir til þess gerðir stálburstar. Vélin vinnur jafnt hvort heldur timbrið er blautt. þurrt eða frosið Vélin er mjög traustbyggð i alla staði og nær án slitflata og þarf einungis að smyrja hana árlega. Vélin hreinsar samtimis tvo aðlæga fleti (á hlið og kant). Til hreinsunar á öllum fjórum flötum mótatimburs þarf að renna efninu tvisvar i gegn- um vélina. Vélin dregur sjálf i gegnum sig timbr- GRINKE 20D MÓTAHREINSIVÉL GRINKE 20D er vél til hreinsunar á mótatimbri ið, vætir það ef þörf gerist, og innbyggSur blásari dregur til sín allt ryk og steypuhröngl og skilar því í haug eða poka. Vélin ásamt einum eða tveim mönnum vinnur á við stóran flokk manna. Afköst hennar eru 18.5 m/mín. en þe8 samsvarar því, að 555 m timburs séu hreinsaðir á klst (allar fjórar hliðar þess). Vélin er 900 kg að þyngd og útbúin þannig að flytja megi hana á milli staða á venjulegum fólksbíl með dráttarkrók. Einnig eru festingar á henni svo að lyfta megi henni með byggingar- krana. Stærð vélarinnar: HxBxL = 1,4 x 1,1 x 1,7 m. Við leigjum einnig út GRINKE 20D mótahreinsivél. GRINKE 20D er v-þýzk gæða- framleiðsla — Leitið nánari upplýsinga. Laugavegi I78 simi 38000 Henrik Thoraren- sen fyrrv. skrif- stofustjóri-Minning F. 31. október 1902. D. 15. maí 1978. A morgun verður til moldar borinn Henrik Thorarensen, fyrr- verandi aðalgjaldkeri og síðar skrifstofustjóri Útvegsbanka ís- lands, Reykjavík. Var hann kominn af merkum sunnlenskum höfðingjaættum. Faðir hans var Hannes Skúlason Thorarensen, forstjóri, Reykjavík, ættaður úr Rangárþingi. Móðir hans var Luise Marie f. Bartels, ættuð af Suðurnesjum. Voru þau á sínum tíma þekkt í Reykjavík fyrir dugnað og mannkosti. Henrik stundaði á unga aldri nám í verzlunarfræðum í Eng- landi, eftir undirbúningsnám heima. Stundaði hann síðan um skeið almenn verzlunarstörf í Reykjavík. Rúmlega tvítugur að aldri eða árið 1923 réðist hann í þjónustu Islandsbanka, sem síðar tók upp nafnið Útvegsbanki Islands h.f. og var síðan breytt í ríkisbanka undir nafninu Útvegsbanki íslands. Henrik gegndi fyrst í stað almennum bankastörfum, var lengi aðstoðargjaldkeri bankans, síðan aðalgjaldkeri hans frá 1/1 1944 að -telja og gegndi hann því starfi í 12 ár. Var hann að síðustu ráðinn skrifstofustjóri bankans og gegndi því starfi til starfsloka í bankanum. Við öll þessi störf var Henrik stjórnsamur í betra lagi, enda skapmaður og enginn aukvisi. Má af þessu sjá, að hann ávann sér vaxandi traust hjá yfirboður- um sínum, en störf sín rækti hann af stakri samviskusemi og dugn- aði, sem hvort tveggja var honum í blóð borið; var hann og hús- bóndahollur, en eigi að síður réttsýnn gagnvart starfsfólkinu. Henrik hefur víða mikið komið við sögu félagssamtaka banka- manna og jafnan lagt þar góðum AUSTURLAND Kynning á sólarlandaferöum Mallorca Portúgal Jónas Guðvaröar- son, aðalfararstjóri verður til viðtals um val sólarlandaferða mánudaginn 22. maí Hótelinu Reyöarfiröi kl. 14-16. Skrúöur Fáskrúösfiröi kl. 17-19. Þriðjudaginn 23. maí Flugvellinum Egilsstöðum kl. 10-12. Hótelinu Eskifiröi kl. 14-16. Flugleiðir Norðfiröi kl. 17-19. miðvikudaginn 24. maí Flugleiðir Seyðisfirði kl. 10-12. FERDASKRIFSTOFAN URVAL^r jafelagshusmu simi 26900 Eimskipafelagshusmu Móðlr okkar og tengdamóðír, MARIE BRYNJÓLFSSON andaöist á Landakotsspítala 19. maí. Elsa Magnúsdóttir Skafti Benediktsson, Magnús M. Brynjólfsson, Sigrún Guömundsdóttir. Eiginkona mín, ÁSA ÁRNADÓTTIR, sem lést 17. þ.m. verður jarösungin frá Keflavíkurkirkju miövikudaginn 24. þ.m. kl. 14. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Sjálfsbjörg. Fyrir hönd ættingja og vina, Péll Guðmundsson, Keflavik. + Eiginmaður minn, faöir okkar og tengdafaðir PÉTUR BJÖRNSSON fyrrv. erindreki, Drépuhlíð 40, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík, miövikudaginn 24. maí kl. 13:30. Póra Jónsdóttir Hallfríöur E. Péfursdóttir, Stefanía M. Péfursdóttir, Kristin H. Pétursdóttir, Björn Pétursson, Stefán Friðriksson, Ólafur Tómasson, Baldur Ingólfsson, Bergljót Ólafsdóttir. Systir okkar. Í LILJA HJARTARDÓTTIR, Njálsgötu 83, veröur jarðsungin þriöjudaginn 23. maí nk. kl. 13.30. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju. Ingibjörg Hjartardóttir Anna Hjartardóttir Hafsteinn Hjartarson Eiginmaöur minn og faöir, HENRIK THORARENSEN, fyrrverandi skrifstofustjóri, veróur jarösunginn frá Dómkirkjunni, mánudaginn 22. maí kl. 13.30. Eybóra Thorarensen, Louise Erna Thorarensen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.